Þjóðviljinn - 26.11.1953, Side 4

Þjóðviljinn - 26.11.1953, Side 4
£) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. nóvember 1953 ★ Um BÆKUH og onnoð * Fer gamanið ekki að karna: Leiksýningar og leikritavál hér og erlendis. T gær hafði Leikfélag Reykja- J. vlkur frumsýningu á gaman- leiknum Skóli fyrir skattgreið- endur og í kvöld frumsýnir Þjóð- iei'khúsið gamanleikinn Harvey. Á þpssu leikári hefur Þjóðleik- húsð haft tvo aðra gamanleiki til sýningar, Einkalíf og Koss í kaupbæti og Leikfélagið gaman- léikinn Undir heillastjörnu og boðar gamanleikinn Hviklynda konan eftir Holberg síðar á leik- árinu. Eer nú ekki gaman’ð bráðum að kárna? Af átta leik- ritum, sem sýnd hafa verið á sviðum höfuðborgarinnar í vetur eða vitað er um áð verði sýnd á næstunni, eru sex léttvægir gamanleikir. Reyndar hefur sum- ! um á stundum veitzt erfitt að j finna gamanið, en það bætir kannski úr .skák, að finna hef- ur mátt það sem Danir kalla „urrivildg komik" í sumu af því sem ekki átti að teljast til gámans. ■ Leikritaval Þjóðieikhússins hef- ur sætt mikilli gagnrýn', allt fiá fyrstu tð þess, en aldrei héfur gagnrýnin verið réttmæt- ari en i ár. Stjórn Þjóðleikhúss- iiis virðist ekki láta sér segjast 'við neina gagnrýni. Hún virðist miklu heldur espa hana til að halda áfram á sömu braut. Það sýnir leikritavalið í ár. Aðeins eitt leikrit af fjórum sem frum- sýnd hafa verið á árinu, þarmeð talin sýningin í kvöld, eiga nokk- urt erindi á leiksvið Þjóðleik- húss, sem á að vera helgáð Ieik- list, : en ekki trúðleikum til stundargamans. Það skal líka fullyrt, að hvergi i heiminum hefur stofnun, sem er sambæri- leg við Þjóðleikhúsið, tekið til sýningar leikrit á borð við þau þrjú, sem hér um ræðir, og mun heldur ekki gera það. I Stjórn Þjóðleikhússins getur á engan hátt afsakað þetta leikritavai. Hana skortir sann- ariega ekki viðfangsefni, sem væru þvi samboðin. E!ns og bent hefur verið á, reyndar oft, eru Guðlaugur Rösinkrans, forstj. Þjóðleik- hússins: Einkaiíf, Koss í kaupbæti, Harvey. Hans Jacob Nilsen, forstj. Folke- teatrets, Oslo: Brandur, Næt- urgististaður, Ótelló. mestu fjársjóðir leiklistarinnar Islendingum enn lokuð bók, og þær vonir um breytingu í þess- um efnum, sem menn gerðu sér þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa, hafa brugðizt hrapallega. Það skal ekki fullyrt, hver á sök á þessu, enda þótt hávær orðrómur gefi ákveðna bendingu um það, en því miður virðast engar líkur til þess, að vænta megi úrbóta. (1 leikritavalsnefnd Þjóðleikhússins eru þrír menn: Guð augur Rósinkrans, Vilhjálm- ur Þ. Gíslason og Indr. Waage). I Það er lærdómsríkt að bera þau leikrit, sem hér hafa verið sýnd á leikárinu saman við það, sem er að gerast ann- ars staðar. Osló skal tekin sem dæmi. Þar virðist bera mest á klassískum ieikbókmenntum: Brandur Ibsens er sýndur á Folketeatret,' og síðar stendur til að sýna Næturgististað Gork- ís og Ótelló S-hakespeares. Det Nye Teater sýnir Hamlet, Det Norske Teatret sýnir Drauga- sónötu Strindbergs og á norska Þjóðleikhúslnu hefur María Stu- art Schiters verið sýnd við mikla hrifningu (Gerd Grieg leikur titiihlutverkið). Og Þjóð- leikhúsið í Osló hefur orðið fyrst ailra leikhúsa á Norður- löndum til að sýna hið nýja leik- rit Arthurs Miller Tlie Crucible (Deiglan), sem við sögðum frá hér í þættinum í fyrra. ■ Fyrstu árin eftir stríðið báru frönsk og bandarisk ieikrita- skáld höfúð og herðar yfir fé- laga sína í öðrum löndum. Leik- svið Norðurlandanna báru vitni um það. Aðrir erlendir höfundar komust varla að; Giraudoux, An- ouilh, Sartre, Áymé, Tennessee Williams og Mi.ler, svo að ejn- hverjir séu nefndir, ruddu öll- um öðrum til hliðar. Leikrit þeirra mörg voru líka veigamik- il og sum tvímælalaust meðal þess bezta í leikbókmenntunum. En upp á síðkastið hefur ijómi þeirra heldur dofnað. Bæði hef- ur dregið úr afköstum þeirra og síðustu verk þeirra varla jafngóð þeim fyrri. Leikhús á Norðurlöndum, sem verða að leita út fyrir landsteinana til að hafa upp á samtíðarleikritum, sem séu sýningarhæf, hafa því leitað á önnur mið. Þetta á einkum við um sænsk leikhús. . I Ie;khúsið í Gautaborg reið á J vaðið þegar það sýndi leik- rit Berts Brechts Krítarhringur- inu í fyrra. Á næstunni verður Móðir Courage sýnt á Dramat- en í Stokkhóhni og leikhúsið í Má’mey frum- sýndi nú i vik- unni s:ðnsfn íéikrit Bréchts GóSi maóurlnn frá Sezuan, scm Svi.ar kalia Stúlkan og guð- Bert Brecht lr,lir- Það hafði áður verið sýnt aðeins i Frankfurt og Zúrich. Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn hefur sýnt Móðir Courage í vetur, og hafði það þá legið i skúffu þess siðan fyr- ir strið, en Brecht samdi það, meðan hann dvaldist landflótta í Danmörku á veldistímum naz- ista. — ás. Alhert Egilsson9 sjómaður Miimingaserð . •. bví sann’.eikurinn er ekki í bókum og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur i niönnum sem hafa gott hjartalag. (H. K. L.). Einn hinna ungu sjómanna sem fórust í Edduslysinu of- viðrisnóttina 16. nóv. síðastl. var Albert Egilsson, Selvogs- ■götu 16 Hafnarfirði. Albert stundað; sjómennsku frá æsku, fyrst á m. s. Ásbjörgu og síðan á m. s. Hafbjörgu og jafnan með sama formanni og flestum hinum sömu ’ skipsfélögum öðr- um, þar til h.ann fór til síld- veiða á m. s. Eddu í haust. Skipsfélagar Alberts munu lengst minnast hans sem hins ósérhlifna og góða félaga. Hann var úrvalssjómaður, duglegur, samvizkusamur og ósérhlífinn með afbrígðum. Hann var alla tíð með þess konar skipsfélÖg- um að viðvaningar um borð þurftu ekki að leita 'neins stað- ar sérstaks skjóls, eins og stundum vill verða til sjós. En jafnvel í logni má sjá, hvar skjóls er að leita, ef á þarf að halda. Hér verður ekki rakinn ævi- ferill Alberts heitins, en skips- félagar hans munu áreiðanlega muna lengur hið hæg’áta bros hans en hitt, hvaða ár hann flutfist til Hafnarfjarðar. Og lengur munu þeir mun.a ósér- hIifni.hans .og dugnað en nokk- urt sérstakt órtal úr lífi hans. Hann var fáskiptinn í fjöl- menni, svo sem margir sjó- menn, en glaðvær og skemmt- inn meðal félaga sinna og lífg- aði upp stundimar á sjónum. Með framkomu sinni og per- sónuleika hlaut hann þann vitn- isburð, sem menn geta hlotið beztan í lífinu: öllum félögum hans þótti vænt um hann. Þegar þeim barst fregnin um, að Edda hefði farizt með 9 mönnum, töldu þeir fram alla þá, sem þeir vissu til að væru á Eddu. Hver taldi fram þá, ■sem hann vissi um, þar til allir voru taldir nema einn, sá sem efstur var í huga allra og eng- inn vildi nefna, þar til ekki varð komizt hjá því að segja. hin þungbæru orð: ... og Albert. Albert varð fyrstur þeirra skipbrotsmanna til að komast af kili í bátinn og það er tákn- rænt fyrir líf hans og starf að síðasta verk hans i þessu líti skyldi verða að hjálpa skips- félögum sinum í 'bátinn, hel- særður sjálfur. Albert er sá fyrsti sem fellur frá þeirra félaga sem hann i hafði verið lengst með á sjón- um og hann mun taka á móti þeim, er þeirra tími kemur og hjálpa þeim um borð. Albert var góður félagi, sann- gjarn og góðgjarn og h'efur ef- laust mótazt af því að hann ólst upp hjá góðum fósturfor- eldrum sem hugsuðu um hann Alla sinn sem hann væri son- ur þeirra. Líf hans var fagur vitnisburður þess uppeldis sem hann hlaut og eftirlifandi fóst- urmóður sinni hefur hann reist óbrotgjarnan minnis- varða. Albert var kvæntur og átti eina dóttur. Missir þeirra mæðgna og fósturmóður hans er sár, en aðeins þeir sem hafa átt mikið geta misst mikið. En aldrei verður allt tekið, og anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. Þeim er það ekk: lítils virði að geta lifað allt' lífið í fullvissu þess að hafa átt þann eiginmann, föð- ur og fósturson sem öllum Framhald á 11. síðu Meira um ljóðagerð — Hefðbundna nútímakvæðið í ógöngum — eða bráðabirgðakreppu? — Eðlileg þróun ljóðlistar BÆJARPÓ3TURINN fer að verða mikill bókmenntavett- vangur. Skammt er að minnast „hefðbundnu ljóðanna“ sem þau skiptust á Kristján frá Djúpa- læk og Lilja Björnsdóttir. Og undanfarið hafa Þeir átzt við Svipall og Einar Bragi. Svipall átti bréf hjá Einari Braga, -sem þó vill ekki láta standa upp á sig og sendir honum l'nu í dag. Einar Bragi hefur orðið: ★ „KÆRI SVIPALL. Af siðasta bréfi þínu í Þjv. 21. þ. m. sé ég, að við stöndum hvor öðrum nær en ú,tbf var fyrir í fyrstu.. Þú berð mig rangri sök í sam- ibandi við ferskeytlurnar. I bréfi þínu stóð orðrétt: „Það virðist langt í land, að þessi órimuðu ljóð verði nokkurs virði fyrir þjóðina á borð við góðar ferskeytlur, hvað þá meiri skáldskap ...“ í þessum orðum felst, ef þau eru skilin bókstaflega, að „góðar fer- skeytlur" séu minni skáldskap- ur en annað (t. -d. gott kvæði?) . Eg gat þess til, að þú hefðir ekki átt víð það, þótt orðin flytu þannig úr pennanum, svo að ég varð ekki með réttu sak- aður um að hafa viljandi snúið út úr orðum þínum. En s’.epp- um því. Við erum algerlega sammála um menntunina, og ég er nákvæmlega sömu skoð- unar ag þú um gildi fombók- mennta og „það almenna gildi sem stuðlað mál og rímað lief- ur haft fyrir íslenzkar bók- menntir .. .“ Við yrðum sjálf- sagt samrpála líka um það al- menna gildi, sem orf og hrifa og handfæri hafa haft fyrir þjóðina, ef út í það færi. En þegar til nútímans kemur, hefst ágreiningurinn — sem sagt um: hefðbundna nútímakvæðið. Eg hef haldið því fram, að það væri komið í ógöngur. Þetta er engin uppfundning mín, heldur líttvéfengjanleg stað- reynd, sem flest íslenzk ljóð- skáld hafa skorið upp úr með, annað hvort í orði eða verki. Jóhannes úr Kötlum var far- inn að ympra á þessu í Sól tér ■sortna, hefur síðar hallað sér að atómskáldskap, og Sóleyj- ■arkvæði ber þess glöggt merki, ■að fyrri leið hans var ekki lengur fær. Kvæði Snorra Hjartarsonar og Hrafnamál Þorsteins Valdimarssonar bera það með sér, að þeim,,^r . Ijós þörfin á að grípa til einhvérs annars en hefðbundins nútíma- kveðskapar. Kristján frá Djúpa- læk segist í kvæðinu til frú Jakobínu hafa beðið þyrstur eftir hinni þráðu fjallalind — og „fsland beið fjötrað, söngs við svefnport hljóð“. Heíð- bundni kveðskapurinn hefur greinilega litla örvun veitt honum á undanfömum árum. Um afstöðu Steins, Jóns úr Vör, Hannesar, Sigfúsar, Jóns óskars, Stefáns Harðar og Kristins Péturssonar vitum við. Fg get ekki trúað því, að Dav- íð, Tómas eða Guðmundur Böðvarsson muni veita hefð- bundna kvæðinu neinn frekari endumýjunarmátt en þeir hafa þegar gert. Eg held að því verði seint með rökum hnekkt, að hefðbundna kvæðið er kom- ið í strand. Hitt greinir menn á um, hvort það sé aðeiris í kreppu (og eigi éftir að ná sér á strik aftur) eða endan- lega gjaldþrota. Menn eru að velta því fyrir sér, hvort eigi að reyna að endurlifga það, brjóta alveg nýja leið (mod- ernisminn) eða fara einhvern milliveg. Og það er þarft að menn ræði þetta. (Eg skal fús- lega játa, að grein min „Ljóð- list — eða laumuspil?", var ekki beinlinis tilraun til að setja fnet í sanngirni, en ósann- gimi herinar var þó harla mein’aus borin saman við Þá óbilgimi, sem flestar nýjungar í ljóðagerð hafa mætt hér á undanförnum árum). ★ EG GET EKKI fallizt á þá kenning þína, að menn geti ekki fundið að því sem þeim finnst slæmt, nema „með því hugarfari að hefja sjálfan sig upp á kostnað annarra". Það er gömul saga, að mönnum er gjamt að telja alla gagnrýni runna af lágum hvötum. Þú sérð strax, hve óréttmætt það er, ef þú skyggnist í eigin barm: Við sósíalistar teljum þjóðfélagsform kapítalismans steinrunnið og standa í vegi fyrir því að lífið dafni og þró- ist með eðlilegum hætti. Ef maður telur hefðbundið Ijóð- form staðnað eða storknað, er þá ekki eðlilegast að maður vilji leggja það á hilluna og taka upp annað, svo að ljóð- listin getf þróazt með eðli'leg- um hætti? — Eg nenni ekki að hefja við þig hráskinnsleik um laumuna. — Vertu blessað- ur og sæll. — Einar Bragi. Píanóleikarinn Willy Piel Þýzkur p'íanóleikari, Wllly l’iel að nafni, hélt tónle'ka fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. þ.m. í Austurbæjarbíói. Á efnisskránni voru þrjú tónverk þriggja stórmeistara: Sónata í C-dúr, op. 2, nr. 3, eftir Beet- hoven, Kinderszenen (Úr heimi barnanna), óp. 15, eftir Schu- mann og Sónata í B-dúr eftir Schubert, fram komin að honum látnum. Wiily Piel er ekki einn af stærri spámönnunum, en hann er duglegur píanóleikari, hefur tækni i góðu lagi. Tónn hans er stundum helzt til harður, og bar einna mest á því í Beethovens- sónötunni fyrra kvöld’ð. 1 Kind- erszenen var margt fallega leik- ið. En bezt tókst honum upp i hinni miklu sónötu Schuberts, þessu einkennilega fagra og rómantiska verki. P’anóleikaranum var klappað lof í lófa og varð að leika tvö aukalög. — Bjöm Franzson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.