Þjóðviljinn - 05.12.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1953, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. desember 1953 — ÞJÓÐVILJINN (7 Við úti á landsbyggðinni vilj- um líka lifa. Fyrir austaii fjall er einnig verið að bisa við að halda uppi memiingarlífi- Og þannig er það út um öll byggð ból — sem betur fer. Fátt slíkrar viðleitni mun öllu bet- ur þegið og þakkað en leik- starfsemi. Sjónleikurinn, túlkun mamnlegs eðlis og örlaga, er flestu fólki líf þess og yndi. Samt vitum við næsta lítiö um þá þrautseigju og þær fórn- ir sem slíkar tilraunir kosta- Enn er lítt skráð saga þess ó- eigingjarna starfs sem sjálf- boðaliðar hafa unnið á því sviði hérlendis síðasta aldarhelming — og sízt skal farið út í þá sögu hér. Hins skal aðeins minnzt að síðan byggð tók að vaxa hér í Hveragerði höfum við verið svo heppnir að eiga fólk af þessu tagi — flest nýliða í upphafí að vonum, en þó svið- varia einstaklinga innan um. Nú hefur Leikfélag Hveragerðis átti því láni að fagna um sinn að ■ hafa áð formanni kunna leikkonu ifrá fyrri tíð, frú Magneu Jóhannesdóttur, sem lagt hefur frábæra alúð í starf sitt —- enda hefur árangur far- ið þar eftir. Hefur félagið fengizt við gamanleiki eins og Karlian í kassanum sem það sýndi á þessu ári víða um land við góðar vinsældir. En það hefur líka ráðizt 1 að sýna alvarleg verk með furðulegum árangri eins og Á útleið undir leikstjórn Indriða Waage. Og nú er þiáð siálfur Fjalla Eyvindur með sjálfan Harald Björnssou að leikstjóra- Ber að þakka þjóðleikhússtióra þá góð- vild að leggja félaginu slíkt lið.— og þá ekki síður hinum ágæta listamanni hans mikla og góöa starf. Strax og tjaldinu er lyft finn- ur maður spennuna: hér hafa hlutimir verið teknir alvarlega — maður kemst strax í þann ham að gera miklar kröfur. Hið ljóðræna drama Jóhanns Sigurjó.nssonar, orðríkt víía og blandað langsóttri speki, er ekkert lamb að leika sér við — og‘ auk þess um margt komið í mótsögn við tíðarandann. í tveim fyrstu þáttunum hefur heldur ekki náðst hinn ákjós- anlegasti árangur- Samspilið er stundum nokkuð veikt, trúleik- urinn hæpinn, andrúmsloftið ekki nógu eðlilegt. Senn^ega hefur þó óaógur tími til þjálf- unar ráðið hér mestu. í þessum hluta sýningarinnar er meðferð Magneu Jóhannes- dóttur á hlutverki Höllu ekki að mínu skapi. Að vísu er ekkert út á .sjálfa tækni.na áð setja, en persónan vekur ekki þá samúð sem skyldi — er oft- * i | LEIKFÉLAG HVERAGERÐIS: ' i . | Fjalla - Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson Leikstjóri: Haraldur Björnsson; leiktjöld: Lothar Grund ast of aðsúgsmikil í tilþrifum, ekki nógu hófsöm og laundrjúg sveitakona. Búningurinn í þriðja þætti er líka það íburðarmikill að maður trúir ekki á slíkt tandur og glingur við haust- réttir úti í sveit — og gegndi rau.nar sama máli um fleiri búninga, en allir voru þeir að láni frá Þjóöleikhúsinu og því engan hér um að saka. Gunnar Magnússon Ieikur Kára- Það hlutverk hefur aldrei verið líklegt til lukku, sízt í hinum fyrri þáttum — það viríist flestum um megri að fást við hina rómantísku ást þjófsins og útlagans þannig að sinni að hún birtist í þunga og myndugleika á yfirborðimu. Leikaraskapurinn verður því helzti mikill. Aftur á móti er Geirrún ívarsdóttir látlaus og vönduð í hlutverki Guðfinnu piparmeyjar. Þórður Snæbjörnsson, Ragn- hildur Jónsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir fara öll sómasam- lega með hlutverk vinnufólks- ins og þó Ragnhildur bezt- Hinsvegar er ég ekki allskost- ar sáttur við smalann á heimil- inu í meðferð Guðrúnar Lund- holm, þrátt fyrir fjörlegan leik. Er þá komið að ,,stjörnunni“ í fyrri hluta leiksins — Arn- Úr 3. Jiætti. — Tóta: Svala Heroldsdóttir; Arnes: Tiieódór Ilalldórs- son; Halla. Maynea Jóhannesdóttir. úr verði heilsteyptur persónu- leiki. Gerfi Gunnars var að visu óaðfinnanlegt, en hvorki rödd né látbragð orkuðu' nægi- lega sannfærandi. Kærleikar þeirra Iíöllu kvéiktu þvi ekki þann Ijóma sem til er ætlazt. Sigurjón Guðmundsson er prýðilegur hreppstjóri —• sann- ur, harðsnúinn bóndi- Gerfið ágætt og jafnvel augun alltaf í fullu starfi. En ekki get ég verið allskostar á.nægður með leik Theódórs Halldórssonar í hlutverki Arnesar. Hann hefur að vísu tvimælalausa hæfileika, en er enn ekki búinn að ná því valdi á hinni miklu skapólgu grími holdsveika sem Gestur Eyjólfsson leikur. Sviðið eins og þenst út og fyllist óðara mannlegri kröm þegar þessi listhneigði vesalingur birtist og fer þar allt saman: gerfi, lát- bragð og framsögn. Er hann harla minnisverður í allri sinni einfeldai þegar liann er að sýna Guðfinnu það sem hann gerir sér til dægrastyttingar- Aðalsteinn Steindórsson tek- ur hið litla hlutverk sýslu-. mannsins naumast alvarlega, eada þótt útlitið sé glæsilegt. Jón bónda leikur Ragnar G. Guðjónsson mjög hressilega i skemmtilegu gerfi, þótt hann Úr 2. þætti. — Bjöni hreppstjói-i; Sigurjóu Guðmundsson; Knri; Gunnar Magnússon; Halia: Magnea Jóhannesdóttir. að vísu ekki nái óviðjafnanlegri meðferð Friðfinns Guðjónsson- ar á því hlutverki forðum daga. Köau Jóns leikur Sigríður Mic- helsen og fyrsta bónda Herold Guðmuiulsson og gefa þau hlut- verk ekki tilefni til umsagnar. Aftur á móti tekzt Jóhannesi Þorsteinssyni áö gera bráð- smellaa,, svipmynd úr liinum bóndanum. Síðan líða , árin þau sjö og með þriðja þætti hefst í raun- inni nýr leikur með nýju og betra fólki- Halla kemur ger- breytt kona, fulltrúi mikilla ör- laga með seiðandi dul öræf- an.na. á bak við sig. I einni andrá eignast hún samúð manns alla: þetta er trúr leik- ur og sannur. Sviðið verður nittúrlegt og þirungið stór- brotau lífi. Og riú eru þeir Kári og Ar.nes báðir orðnir stórum innviðameiri, ágætt jafnvægi rikir nú stundum á sviðinu — Arnes nýtur sín það fyllilega að samleikur hans og Höllu verður 'ógleymanlegur. Svala litla Ileroldsdóttir í hlutverki Tótu hjálpar til méð barnsleg- um þokka og látleysi. Enn liða níu ár og stígandirt heldur áfram í lokaþættinum. Halla slakar hvergi á, vald hennar er orðið enn ógnþrungn- ara — þessi válega nórn ástar og hungurs er fullkomlega. mennsk í grimmd sinni. Og hér rís Kári í óvænta hæð þar senx örvænting hans brýzt fram með fullum krafti: annar ógleym- anlegur viðburður í samleik. Hinsvegar fatast honum tökin. þegar til vílsins kemur og nær ekki því inntaki í faðirvorið sitt sem skyldi. En sem sagt: síðai’i hlutí leiksins var mikill sigiir og' allur bar flutningur verksinst lofsvert vitni þeirri alvöru og' alúð sem í hann hafði verið lagður, enda var það mjög' þakkað með blómum, orðum og' lófataki sem aldrei ætlaði að- taka enda- En því hef ég eytt ásökuciar- orðum á það sem, mér þóttí. miður fara í þessari sýningu. áð ég tel hana þess mjög syo' umkomna og vænti mikils af næsta alvarlegu verkefni Leik- félags Hveragerðis. Jóliannes úr Kötlum. Tllkynxiing frá Bæjarbokasafiii Beykjavíkur Þeir, sem enn eiga óskilað bókum eru beðnir að skila þeim, sem fyrst í hús safnsins við Þingholtsstrœti, áður Esjuberg. Móttaka í kjall- ara austanmegin frá kl. 4-9. ENGAR DAGSEKTIR Bókavörður. iék ársins Gjaiabók jólanna Arina 19 dagar til jóla ***■ ■W" Nóvemberiitgáfan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.