Þjóðviljinn - 09.12.1953, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. desember 1953
j<j;#######################################»##########'###»########>»‘
jS
elmllisfȇtt(iE*
#»##»#.########» •
Hcimsókii snyitingarsérfræðmgs
1 dag fer héðan af landinu
sérfræíingur sá í snyrtingu
sem kom?,hingað sem persónu-
legur fulltrúi Helenu Rubin-
stein til að gefa konum í
Reykjavík leiðbeiningar og upp
lýsingar um snyrtingu og
heilsuvernd húðarinnar. Sér-
fræðingur þessi, frú Gladys
Griver, hefur verið til viðtals
í Markaðnum Hafnarstræti 11
og í gær fór tíðindamaður
Heimilisþáttarins í forvitnis-
heimsókn þangað, meðan frúin
ræddi við dætur Reykjavíkur.
Það var mjög fróðleg heimsókn
og vissulega hefði verið
skemmtilegt að láta hina al-
úð’egu frú taka sig’í gegn en
þess var því miður ekki kost-
ur, vegna þess að við dyrnar
var löng biðrö'ö kvenna sem
biðu eftir viðtali.
Tvær pngar konur koma inn
öanur sezt í stól, frú Griver
beinir skæru og miskunnarlausu
ljósi á andlit hennar, svo að
allar misfellur koma í ljós.
Svo géfur hún ráðin. Hún ráð-
leggur hreinsikrem, sem á við
þessa tegund af húð, sérstakt
krem sem nota á á kvö’din,
næringarkrem til að næra húð-
ina yfir nóttina, krem til áð
Setia framan í sig í morguns-
ári*. auk þiess bendir hún á
sérstakar aðferðir til að hreinsa
’húðina af fílapenslum og öðr-
■um kvil’ lán. Þettíi- var áðeihs
um hreinsun og aæringu húð-
arinna.r. Svo kemur langt mál
um snvrtingu ahnennt. sem á
-sér-.taklega yið húð viðkomandi
stúlku. Allar ráíleggingar sín-
ar færir hún ian á sérstakt
spiald sem konan fær með sér
og getur stuðzt við eftir að
sérfræðingurinn er farinn af
landi burt. — Og sagan endur-
tekur sig. Síðan frúin kom til
landsins hefur hún ekki séð út
úr því sem hún hefur haft áð
gera, og begar ég kvaddi hana,
kvaðst hún áreiðan’ega myndu
kona aftur, þvi að hún gæti
ekki hugsað sér að skiljast
svona við íslenzkar konur, sem
væru mjög ófróðar í þessum
efnum en vildu ákafar fræðast.
Til dæmis sagði frúin að kon-
ur hér virtust almea.nt vera
hreyknar af því áð hafa a’drei
notað undirstöðukrem, en það
væri hinn mesti misskilningur,
— það væri eins og að fara
út í óveður hanzkalaus, því að
undirstöðukremið mvndaði nokk
urs kcnar varnarmúr um hú'ð-
ina sem einkum væri nauð-
synlegur í köldu og ómildu
loftslagi.
Myndin hér að ofan er tek-
in á fyrirlestri þeim, sem frúin
hélt um snyrtingu og heilsu-
vernd húðarinaar á Hótel Borg
síðast liðinn laugardag. Von-
andi á frú Griver eftir að gista
land okkar aftur, svo að fleiri
konur megi verða aðnjótandi
leiðbeininga hennar og a'ðstoð-
ar.
Fjádögin
Framhald af 3. síðu.
enda hækki ekki iðgjöld ein
staklinga, sveitarfélaga né
atvinnurekenda.
★ Niður falli „kostnaður
vegna ófriðarhættu“ ein
niilljón kr., og framlag til
Atlarzhafsbandalagsins kr.
295.913.
GUNNAE JÓHANNSSON
flj’tur þessar hre.ytingariillög-
ur við fjárlaga frumvarpið:
*■ Til Sigiufjarðarvegar 250
þús. í stað 205 þús.
★ Til Siglufjarðarhafnar 300
þús. í stað 200 þús.
★ Nýr liður: Til sjóvarnar-
garðs norðan Siglufjarðar-
eyrar 100 þús. kr.
★ Til bókasafns Siglufjarðar
10 þús. kr. í stað 6250.
Tk Til Tónlistaskóla Siglufjarð
ar 20 þús. kr. í stað 10 þús.
★ Hcimild ti! ríkisstjórnarinn-
ar; Að taka lán allt að 15
milij. kr., sem verði varið
til aðstoðar og uppbyggiag-
ar atvinnuveganna í þeim
káupstöðum og kauptiinum,
sem harv'ist hafa orðið úti
vegr.a síldarleysis undan-
i'arinra 9 ára.
Asamt SIGURÖI GUÐNA-
SYNI flytur Gunnar tillögu um
hækkun framlags til skógrækt-
aríélaga í 400 þús. úr 250 þús.
og til skóggræðslu 1--200.000 í
stað 900.000 kr.
KARL GUÐJÓNSSON flytur
þessar breytingartillögur:
★ Til Vestmannaeyjarhafnar
750 þús. í stað 250 þús.
★ Til bókasafns Vestmanna-
eyja 13 þús. kr. í stað 6250.
★ Til Leikfélags Vestmanna-
eyja 5000 kr. í stað 3000.
★ Heimild til ríkisstjórnarinn-
ar; Að greiða % hluta hita
kostnaðar þeirra ríkisskóia,
sem búa ekld við jarðhita.
Seima Lagerlöfz
ÖRLAGAHRÍNGURÍNN
i.
Veit ég víst að áður fyrr var mikið til af
fólki sem ekkert þekkti til hræðslu. Ég hef
heyrt talað um fjölda fólks, sem hafði ánægju
af að gaoga á nýlögðum í's og naut einskis
frekar en að aka í vagni með trylltum hestum
fyrir. Já, til voru menn sem hikuðu ekki við að
spila við Ahlegárd junkara, þótt þeim væri
kunnugt um að hann rjálaði við spilin og vann
alltaf. Ég þekkti líka dæmi um fífldjarft fólk,
sem hóf ótrautt ferðalag á föstudegi og fannst
ekkert að því að setjast að borði, sem lagt var
á fyrir þrettán manns. En ég er að velta fyrir
mér, hvort nokkuð af þessu fólki hefði haft
hugrekki til að setja á fingur sér hringinn
hræðilega, sem hafði verið í eigu Löwenskölds
gamla hershöfðingja á Heiðarbæ.
Það var einmitt gamli hershöfðinginn sem
þafði aflað Löwensköldættinni nafns, óðals
og aðalstignar, og meðan afkomendur haas
bjúggu á Heiðarbæ, hékk málverkið af honum
í stóra salnum á efri hæð, á milli glugganna.
Það var stór mynd sem náði frá gólfi til lofts,
og við fyrstn sýn fannst manni þetta vera
sjálfur Karl tólfti, sem stóð þarna í blárri
skikkju, með stóra hanzka og í miklum kraga-
stígvélum, sem hann steig á tíglótt gólfið, eei
þegar nær kom, leyndi sér ekki að þetta var
maður af allt öðru tagi.
Það var stórleitt og grófgert bóndaandlit,
sem sást fyrir ofan skikkjukragann. Maðurinn
á myndinni virtist fæddur til að ganga á eftir
plógi alla sína ævi. En þótt ljótur væri leit hann
út fyrir að vera skýr, traustur og viðkunnan-
legur karl. Hefði hann komið í heiminn á okkar
dögum, hefði hann áreiðanlega orðið nefndar-
maður, hreppstjóri, já, hver veit nema harm
hefði komizt á þing. En af því að hann var uppi
á dögum hetjukonungsins mikla, fór hann í
stríð sem fátækur hermaður, kom heim aftur
sem hinn frægi Löwensköld hershöfðingi og
krúnan afhenti honum Heiðarbæ í Brúarsókn
að launum fyrir þjónustu hans.
En því leagur sem maður virti myndina fyrir
sér, því betur kunni maður við útlit mannsins.
Manni datt í hug, að þannig hefðu þeir verið
stríðsmennirnir, sem hlýddu skipunum Karls
tólfta og ruddu honum braut gegnum Póllana
og Rússland. Það voru ekki einvörðungu ævin-
týramenn og hirðmenn, sem höfðu fylgt hon-
um, heldur einnig óbrotnir og alvarlegir menn,
eins og maðurinn á myndinni, sem hafði þótt
vænt um hann og fundið að hann var konung-
ur sem menn gætu lifað og dáið fyrir.
Þegar einhver virti fyrir sér myndina af
gamla hershöfðingjanum var einhver af ætt-
ingjum hans ævinlega viðstaddur til að skýra
frá því, að það væri ekki af hégómaskap hers-
höfðingjans að hann hafði dregið hanzkann af
vinstri hendinni, svo að stóri signethringurinn
sem hann bar á vísifingri sást á myndiani.
Konungurinn hafði gefið honum þennan hring
— í augum hans var aðeins einn konungur —
og hringurinn hafði verið með á málvérkinum
til að sýna að Beagt Löwensköld var honum
trúr. Hann hlaut að hafa heyrt mörg beizkyrði
í garð herra sins; sumir héldu því jafnvel fram
að hann hefði með gáleysi og fífdirfzku komið
ríkinu á glötunarbarm. en hershöfðinginn hélt
fram máli hans á hverju sem gekk. Því að
Karl konungur var maður, sem ekki átti sinn
líka, og þeir sem lifað höfðu í návist hans höfðu
komizt að raun um að það var hægt að berj-
ast fyrir fegurri og æðri hugsjónum en heiðri
og velgengni þessa heiðurs.
Eins og Bengt Löwensköld hafði viljað hafa
konungshringinn með á myndinni, hafði hann
1
einnig viljað hafa hann með sé-r í gröfina. Það
var ekki af hégómaskap heldur. Það var ekki
tilgangur hans að státa af því að hánn hefði
konungshring á fingri, þegar hann gekk fyrir
Guð almáttugan og erkienglana, en hann gerði
sér ef til vill vonir um, að þegar hann gekk
inn í salinn, þar sem Karl tólfti sat með kappa
sína umhverfis sig, yrði hringurinn nokkurs
konar kenniteikn, og hann fengi einnig eftir
dauðann að vera í návist mannsins, sem hann
hafði þjónað og dáð alla sína ævi.
Þegar ikista liershöfðingjans var lögð niður
í steýpta grafhýsið, sem hann hafði látið gera
sér í Brúarkirkjugarði, var konungshringurinn
því enn á vísifingri vinstri handar. Margir
nærstaddir hörmuðu það að slíkur dýrgripur
ætti að fylgja líki niður' i gröfina, því að hring-
ur hershöfðingjans var næstum jafnfrægur hon-
xun sjálfum. Menn sögðu að svo mikið gull væri
í hringnum, að það hefði nægt til að kaupa fyrir
heilan búgarð, og rauði steinninn, sem fanga-
mark konungs var grafið í væri ekki minna
virði. En mönnum fannst það líka virðingarvert
af sonunum að þeir höfðu ekki sett sig gegn
ósk föðurins, heldur leyft honum að halda dýr-
gripnum.
Ef hringur hershöfðingjans liefur í raun og
veru verið eins og hann var sýndur á málverk-
inu; þá var hann ljótur og klunnalegur gripur,
sem engum nútíma man«i dytti í hug að bera á
fingri sér, en þar fyrir hefur hann vel getað
verið mikils metinn fyrir heilli öld. Þess verður
að gæta, að allir skartgripir og hlutir úr göf-
ugum málmi höfðu með örfáum undantekning-
um verið afhentir krúnunni, og margir höfðu
aðeins heyrt talað um gull en aldrei séð það.
þannig stóð á því að fólk gat ekki gleymt gull-
hringnum sem lá geymdur undir líkkistuloki
engum til gagns. Sumum fannst jafnvel næst-
um fásinna, að hann skyldi liggja þarna. Það
hefði verið hægt að selja liann í ókunnum lönd-
rnn fyrir mikið fé og kaupa fyrir það brauð
handa fjölda fólks, sem hafði ekki annað að
nærast á en hálm og trjábörk.
En þótt margir kynnu að hafa óskað þess,
að þessi mikli dýrgripur væri í eigu þeirra, datt
engum í hug í alvöru að taka hann traustataki.
Hringurinn lá í lokaðri kistu í steyptu grafhýsi,
undir þungum steinhellum, óaðgengilegur fyrir
hinn fimasta þjóf, og þar gerði fólk ráð fyrír
að hann yrði til enda veraldar.
II.
í marsmánuði 1741 hafði Löwensköld hers-
höfðingi dáið Drottni sínum, og nokkrum mán-
uðum síðar sama ár gerðist það, að lítil dóttir
UUtf OC CAMMI
IÚr skólastíl: Maðurinn sem fann upp lóbakið
hét Nikótín.
Það er mikil eftirspurn eftir þes.sum vögnuni,
við seljum þá í tugatali.
Ójá, en mér dugar eiim fyrst um sinn.
Dómarinn: Mér finnst ég hafa séð yður áður.
Fanginn: Það er rétt, ég kenndi dóttur yðar
söng endur fyrir löngu.
Dómarinn: Þrjátíu ár.
Golfrauparar liafa að einu leyti betri aðstöðu en
veiðirauparar: þeir þiírfa ekki að sýna neitt til
að sanna mál sitt.
Hann: Hún hefur fleygt húsgögnunum á eftir
Íi mér a!lt frá því við giftumst.
Fógetinn: Hversvegna hafið þér ekki sótt um
skilnað fyrr?
Maðurinn: Hún hæfði mig ii fyrsta skipti í gær.
SMenntaður, ungur japanskur ritliöfundur sækir
um atvlnnu scm blaðamaður, götusópari, kenn-
ari, dyravörður eða nemandi.