Þjóðviljinn - 29.01.1954, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 29.01.1954, Qupperneq 6
<B) — ÞJÓÐVIIJINN — Föstudagur 29. j&núar 1954 llIÓfiyiUINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. i Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Toríl ólafsson. í Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. Ötvarpsumræðurnar Útvarpsumræðunum um bæjannál Reykjavíkur er lok- ið og eftír lifir í hugum þeirra sem hlustuðu heildarmynd af þvi sem fram fór, málstaö flokkanna og'hug þeirra fyr- ir kosningarnar. Hvarvetna þar sem menn spjalla um þaö sem fram fór í útvarpinu er enginn ágreiningur um þaö aö ræöumenn sósíalista hafi borið af, þaö er einnig viöurkennt af andstæ'öingunum. Því veldur ekki aðeins að þeir eru snjallir málflytjendur sem kunna lag á því aö koma sjónarmiöum sínum í ljósan og eftirminnilegan búning; heldur fyrst og fremst málstaður þeirra, því slæman málstað geta jafnvel ekki snjailir ræöumenn flutt. Þetta kom þegar einkar ljóst fram fyrra kvöldiö. Guð- mundur Vigfússon ræddi bæjarmálin af ýtrustu þekk- ingu og bar af öðrum ræöumönnum aö kunnugleika á því sem hann fjallaöi um. Hann rakti jöfnum höndum stjórn íhaldsins á öllum sviöum og hinar ýtarlegu og vel unnu tillögur sósíalista. Síöan dró Jónas Árnason upp mynd af því hvernig stjómarfar íhaldsins birtist í daglegu lifi íbúanna, hvernig veruleikinn í kringum okkur spegi- ar stjómarfarið. Og sóknin hélt áfram síðara kvöldið í hinni rökföstu ræöu Petrínar um kynni kvenna af yfir-, rá'ðuni íhaldsins, í hinni heitu ádeilu Jónasar Ámasonar, i óbrigðulum rökum Inga R. Helgasonar og í hvatningu Guömundar Vigfússonar um aö fylgja fordæmi verkalýös- félaganna. Þetta voru góöar umræður og frambjóöendur sósíalista sýndu á eftirminnilegasta hátt aö mjög vel hefur tekizt til um val fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur. Vlálflutningur íhaldsins var veikari en menn minnast jiokkru sinni fyrr Það er nú hætt að reyna aö státa af verðleikum sínum; þa'ö reynir að skírskota til vorkunn- semi bæjarbúa og klifar á því aö stjóm íhaldsins sé þó skársti kosturinn af tómum slæmum. Samstarfsfl. ílialds- ins voru ekki míklu brattari. Áróöur Framsóknar var bol- ur og innantómur, í fullkominni andstöðu við verk þess ílokks, og bar einkenni þess aö forsprakkarnir vita aö þeir veröa aö berjast af alefli til að halda einum manni í hæjarstjórninni. Þjóövarnarmenn hófu stórþvott á heim- ili sínu frammi fyrir kjósendum, skrúbbuöu og skófu umræöumar út án árangurs, en höfðu ekki tíma til aö ræöa bæjannálin sjálf, enda eiga þeir þar enga stefnu. En þó var AlþýÖuflokkurinn aumastur allra, „ástúöin“ einber, og ræðumenn hans notuöu ýmist ekki tíma sinn ieöá á svo furðulegan hátt aö hlustendur undruöust stór- lega. Mikla athygli vakti það aö neðsti maöur listans, Jón Axel Pétursson forstjóri, boðaði samvinnu viö íhaldið að kosningum loknum í lokaræöu sinni; þaö var lær- dómsríkt fyrir íhaldsandstæðingana í Alþýöuflokknum að' heyra þau orö. Sú sókn sem haíin er í verkalýöshreyfingunni mótaöi einnig útvarpsumræöurnar, jafnt málflutning sósíalista sem andstæðinganna. Sú sókn er fyrirboði straurnhvarfa í bæjarstjómarkosningunum á sunnudaglnn. í þjÓRUstu íhalds og erlends valds Alþýðublaöiö játar í gær samvinnu hernámsflokkanna um útsendingu bandaríska áróó'ursbæklingsins. Þaö seg- ir að' bæklingurinn hafi verið afhentur „samtökum ungra manna úr öllum stjórnmálaflokkum landsins nema kommúnistaflokknum“. AlþýÖublaðið játar einnig aö Al- þýðuflokkurinn hafi verið látinn hafa fomstuna um að senda pésann út, því „samvinnunefndin heföi fengið' sal- inn í Ingólfscafé léðan til þess að' setja ritiö í umslög“, enda sagði Aiþýóublaðið í ramma á forsíðu á sunnudag- inn var: „í dag þarf að ljúka mjög áríð'andi verki, sem hafiö var í gær pg komst þá langt áleiðis. Er því eindregið skorað á allt Alþýöuflokksfólk, eldra sem yngra, aö leggja hönd á plóginn og koma til starfs í Ingólfscafé í dag.“ Það lá þaruiig mikið viö, enda húsbóndinn strangur. En heiðarlegu Alþýöuflokksfólki ofbjóöa þessi vinnubrögö, hæöi það' að’ flokkur þess skuli gegna beinum þjónustu- störfum fyrir bandaríska sendiráðið og vera í innilegustu samvinnu við íhaldið um hlægilega áróöursbæklinga sem Hannés Jónsson félagsfræöingur er skráður höfundur aö! SKIPULEGGJENDUR NEYDARINNAR; Mörg börn í Reykjavík skortir mjölk Og þaS er íhaldiS sem neifar þeim um hana Það er ekki hægt að mótmæla því að íhaldið hefur knúið hluta af alþýðunni í verra og verra húsnæði. En það er ekki aðeins neyðin í húsnæðismáliun, sem íhaldið leiðir yfir fólkið. Jafnvel á brýnnstu nauðs>Ti alþýðufjölskyldnanna, mjólkinni, er skortur á fátækustu heimilunum. Fjtít rá.ðstafanir íhaldsins og fylgifiska þess stórmimikaði mjólkumeyslan í Reykjavík, ein- mitt eftir að íhaldið lækkaði gengið þann 20. marz 1950. Eftir- fai-andi töflu um sölu nv-mjóLkur frá Mjólkursanisölunni i Reykja- vík 1950 til 1953 sannar það svo greinilega að ekki verður á móti mælt. (Heimild Árbók Reykjavikur og Mjólkursamsalan, brotum sleppt, e-kki hækkað né læklcað): SALA MJÓLKUR í 1000 LÍTR. MÁNAÐARLEGA: 1950 1951 1952 1953 Janúar 1355 1344 1256 1354 Febrúar 1310 1273 1335 Marz 1471 1394 1409 1515 Apríl 1397 1408 1362 1444 Maí 1433 1198 1407 1493 Jtíní 1272 1220 1369 Júlí 1114 1108 1444 1292 Ágúst : 1112 1108 1133 1282 September 1216 1187 1215 1418 Október 1355 1359 1374 1627 Nóvember 1350 1325 1405 1545 Desémber 1381 1323 618 1596 Þessi tafla er mjftg eftirtekt- arverð. Salan í mar/. 1950, síð- asta mánuði gamla gengisins, er bezta mánaðarsala á árun- um 1950, 1951 og 1952. Heild- arárssala á nýmjólk minnkaði úr 15.762 þús. lítrum 1950 nið- ur í 15.342 þús. lítra 1951 og í 14.822 þús. íítra 1952 (hefði að líkindum verið ca. 15.500 þús. líírar með eðlilegri desenuber- sölu, verkfallið sagði til sín). Og þessi nvinnkun mjólkur- neyzlu gerist þrátt fyrir fólks- f jölgun í bænum. Og ]»að þarf engum gctum að því að lcic/a, að þáð er fátækasta fólkið, einmitt stærstu barna- fjftlskyldurnar, sem Diaklsdýr- tíðin gelik sárast út yfir og gátu ékki veitt sc-r inega mjólk og geta Jmð mörg ekld enn. Það var cldii fyrr on verka- I.v'ðssanftöidn fórn út í eitt harð vítagasta verkfall, sem þau hafa h,áð, þriggja vikna verk- fall 20.000 verkamanna og kvenna í desember 1952 að það tókst, að auka svo kaupgetu al- þýðunnar, að mjólkurncyzlan óx aftur svo um munaði, eins og tafian að ofan sýnir. Og árs- neyzlan 1953 varð 17.274 þús. iítrar Og það varð að berjast lengi og hart ' ið íhaMið, til þess að leggja það. Er ekki tími tii kominn að láta þetta íhald hælta að ráða Reykjavík? Allan þennan tíma hef- ur Sósíalistaflokkurinn í bæjarstjórn lagt til ao hafa mjólkurgjafir i skól- unum. Með því móti hefcu mörg börn fengið mjólk, sem orðið hafa að vera án hennar undanfar- in ár. En Ihaldið hefur' alltaf drepið þær tiliögur. íhaldið sér ekki eftir vín- um í veizlurnar, en það sér eftir bví að kaupa ■mjólk handa bömunum> sem vantar hana. — En það eru mörg börn, sem enn skortir mjólk. Og enn neitar íhaldið mjólkur- gjöfum í skólunum. BJÖSN KRISTMUNDSSÖM Á sunnudag er tæklfæn skattþegnanna Eins og venja er fv-rir hverj- ar kosningar er nú íhaldið að rifja upp hvað það hefur af- rekað á síðastliðnu kjörtímii- bili, og íinnst því flest harla gott, en hafi eitthvað íarið miður en skyldi, þá sakar það andstæðingana, jafnvel Fram- sóknarflokkinn, um að haía staðið á móti eða þvælzt fyrir. í þessum lofsöng kennir margra grasa eins og vænta má, með- 1951 — 64,8 — 1952 — 83,0 — 1953 — 86,5 — en reikningur fyrir það ár iiggur ekki fyrir. Þetta sýnir svart á hvítu hve íjarstaett það er að halda þvi íram að á- lögurnar hafi lækkað, þær hafa aldrei áður hækkað með slíkum risaskrefum, og á kjör- tímabil.inu sem nú er að Ijúka. Þá henti það árið 1951 að meiri- hluti bæjarstjórnar ákvað að bæta ekki minna en 6 m’lljón- um ofan á „álöguraar" eftir að njðurjöfnun.amefnd hafði geng- ið frá þeim Hverjir bera þessar byrðar? Eins og kunnugt er-þá eru útsvörin lögð á eignir — tekjur og rekstur hja fyrirtækjum og einstaklingum. Skipta tekjuút- al annars halda málgögn ihalds- ins þv’í fram að útsvörin lvafi lækkað: „Álögur lækkaðar í fyrsta sinn á íslandi um langan aldur" sagði Morgunblaðið á dögunum. Það er því ekki úr vegi að xifja upp nokkur at- riði um útsvarsmálin síðastliðin f jögur ár. Fyrst verður Þá vikið að heUdarupphæð útsvaranna, sú hlið málsins Litur þannig út: — 72,8 — — . 87,6 — — yíir 90 — syörin vitanlega mestu máli fyrir almennng. Við ákvörðun þeirna hefur um alllahgit skeið verið hafður til hliðsjónar svonefndur út- svarsstigi, og var hann í meg- inatriður óbreyttur allt frá 1946 )»ar til á siðastliðnu ári. Á hverju einasta ári hala fulltrú- ar sósíalista á bæjarstjóm borið fram tillögur, sem gengið hafa í þá átt að létta á þeim. sem minnsta hafa gjaldgetu, skal þó viðurkennt að þessar tillögur Tláðu of skammt til að rétta hlut þeirra eins og hefði þurft, en engin þessara tillagna fókkst samþykkt. Sdðasta tiilagan sem bæjarfulltrúar sósíalista báru fram (í nóvember 1952) v-ax á þá leið, ,„að árstekjur undir 15.000,00 kr. verðl ekki útsvars- skyldar enda verði Iægstu út- svörin eftir sem áðiir kr. 200,00 og útsvarxstigiim breytlst sam- kvæmt því, að útsvarslækkun fjölsky'jdumanníi verði ekkí minni en 500,00 kr. á hveri barn á framfærslualdri, enda koini sú lækkun jafnt tíl greina á hærri. tekjur sem læ;gri.“ Eins og sjá má er hér ekki um néina breytingartiilögu að ræða, aðeins farið fram á að sniðnir verði mestu vankant- arnir af útsvarsstiganum, en ekki gat íhaldið samþykkt þetta. Það er, fyrst í verkfallinu að samþykktur var í niðurjöfn- unamefnd útsvarsstigi sá, sem nú gildir, og það eftir tilmæl- um frá sáttanefndinni á verk- íalLnu. Breyting sú sem gerð var á útsvarsstiganum gengur mjög i sömu att og tiflaga sós- íalista en þó skemmra. Má" þvrí scgja að áhugi ílvaldsins á að breyta hér til batnaðar hafi ekkl v-erið úr hófi inikill á und- anfömum árum. Það er því vist að þrátt fyrir þessar lagfæring- ar á útsvarsst'ganum þá lendir meginþungi útsvarsbyrðanna á iaunastéttunum, sem eiga þcss engan lvost að skjóta sér undan álögunum. Hinsvegar er Það vit- að að margir af „máttarstólp- um“ bæjarins leika þann leik Xh-anvhald á 11. sIÖu Ár 1950 voru útsvörin sem hér segir: áætlun 56,8 miUj. — reikningur 60 millj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.