Þjóðviljinn - 09.02.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.02.1954, Qupperneq 10
10) — ÞJÓJÐVILJINN — Þriðjudagur 9. febrúar 1954 ■ j Selma Lagerlöf: V KÁRLOTTA LÖWENSKÖLD 1€. En á þessari sælustund, þegar hann vissi, að hún hafði hans vegna af-salað sér miklum auð, þurfti hann ekki að leggja á sig hömlur. Hún ætlaöi að' segja honum frá bónorðinu, en hann hlustaði tæplega á hana, heldur þaggaði niðri í henni með kossum sínum. Þegar hún hafði lokið frásögn sinni, varð hann á ný að kyssa hana ótal sinnum, og loks sátu þau lengi þögul í faðmlögum. Hvar voru nú einbeittu og ströngu orðin, sem hann hafði ætlaö að segja við hana? Horfin úr huganum, máð út úr meðvitundinni. Hann þurfti ekki lengur á þeim að halda. Hann vissi nú, að þessi elskulega stúlka . yrði honum aldrei hættuleg. Hún var engin ambátt mammons eins og hann hafði óttazt. Hvílíkum auði hafði hún ekki afsalað sér í dag til þess að veröa honum trú. Meðan hún hvíldi í faðmi hans lék dálítið bros um varir hennar. Hún var sæl á svip, sælli en nokkru sinni fyrr. Um hvaö var hún að hugsa? Ef til vill var hún einmitt nú að segja í huganum, að hún hefði elcki hug á neinu öðru en ást hans, ef til vill var hún hætt að hugsa um kennslustarfið, sem hafði' því nær verið búið að skilja þau að. Hún sagði ekki neitt, en hann hlustaði á hugsanir hennar. „Við skulum gifta okkur sem íyrst. Ég hið ekki um neitt annað en ást þína“. Já,-en átti hún aö. fá að yfirganga hann í göfuglyndi. Nei, hann ætlaði að gleðja hana á móti. Hann ætlaði að hvísla því að henni, aö fyrst hann þekkti hugarfar hennar, hefði hann fengið trú á framtíðina. Nú ætlaði hann að reyna að fá handa þeim sæmandi atvinnu. Hve þessi þögn var yndisleg! Skyldi hún heju’a, hvað hann sagði við sjálfan sig? Heyröi hún loforðin sem hann gaf henni? Hann reyndi að finna hugsunum sínum búning. — Ó, Karlotta, sagði hann. Hvemig get ég nokkurn tíma endurgoldið þér það, sem þú hefur afsaíaö þér í dag mín vegna? Hún hvíldi höfuöið á öxl hans og hann sá ekki í and- lit hennar. — Elsku vinur minn, heyi’ði hann aö hún sagði. Ég er ekkert kvíðin. Ég er viss um að þú bætir mér það upp. Bætir þaö upp — hvað átti hún við? Átti hún við það, að ást hans ein nægði til að bæta það upp? Eða hafði hún eitthvað annað í huga? Hvers vegna var hún álút? Hvers vegna horfði hún ekki í augu hans? Fannst henni hann vera svo lélegur ráðahagur, að hún þyrfti uppbót fyrir að hafa reynzt honum trú? Hanh var þó prestur og kandídat í heimspeki, sonur mikils metinna foreldra, hafði ailtaf reynt að uppfylla skyldur sínar, var að komast í álit sem menntamaður og hafði lifað grandvöru lífemi. Áleit hún í raun og veru, að aö þaö heföi kostað svo mikla fóm að hafna Schagerström? Nei, sjálfsagt átti hún ekki við það. Hann varð að vera rólegur; hann varð með varúö og mildi að lesa hugsanir hennar. ' — Bæti þaö upp, hvaö áttu við? Ég hef ekkert að bjóða þér. Þá færði hún sig nær honum, svo að hún gat hvíslað lágt í eyra hans. — Þú hefur alltof lítið sjálfsálit, vinur minn. Þú get- ur bæði orðið biskup og dómprófastur. Hann flutti sig svo snögglega frá henni, að hún var næstum dottin. — Og er það vegna l>ess, að þú væntir þess að ég verði biskup eða dómprófastur að þú hefur hafnaö bón- oröi Schagerströms! Hún leit á hann, ringluö eins og hún væri að vakna af draumi. Já, vissulega hafði hana verið að dreyma, hún hafði talað upp úr svefni og í svefninum hafði .hún komið upp um leyndustu hugsanir sínar. Hún svaraði engu. Taldi hún spuminguna ekki svars verða? — Ég spyr hvort þú hafir hafnað bónorði Schager- r ströms, vegna þess að þú hélzt að ég yrði dómprófast- ur og biskup? Nú seig í’oöinn upp í kinnar hennar. Blóð Löwensköld- anna fór að ólga. En þrátt fyrir það svaraði hún engu. En hann varð að fá svar. Hann varö aö fá svar. — Heyrirðu ekki að ég er að spyrja þig, hvort • þú hafir hafnað Schagerström vegna þess að þú býst við aö ég verði biskup eða dómprófastur? Hún rétti úr sér og eldur brann úr augum hennar. Rödd hennar var þrungin fyrirlitningu þegar hún sagöi: — Vitaskuld. Hami reis á fætur. Hann vildi ekki sitja hjá henni lengur. Svar hennar særöi hann holundarsári, en hann. ætlaöi ekki að viðurkénha það fyrir Karlottu. Þó vildi hami ekki þurfa aö álasa sjálfum sér fyrir neitt. Hann gerði enn eina tilraun til aö tala blíðlega og vingjarn- lega við þetta glataða heimsins barn. — Kæra Karlotta, ég er þér þakklátur fyrir hrein-. skilni þína. Ég skil nú að ytra boröið er þér eitt og allt.. OC CAMWq Ungfrúin var a3 aka í nýja vagn- inum sinum, er eitthvað fór úr lagi i vélinni. Götuvitarnir skiptu ljósum frá grœnu til rauðs, síðan aftur frá rauðu til g'ræns, og aumingja stúlkan sat sem fastast og gat ekki hreyft vagninn. Þá kom tögregluþjónn á vettvang og spurði ofurkurteislega: Hvað er að, ungfrú — likar yður kannski ekki litirnir? Ef ég væri þú, Beggi, mundi ég segja honum skoðun mina á hon- um alveg skýrt. og skorinort. Já, en hann hefur ekki síma. Skiptu þér ekkl um of af inál- efnum granna þinna. Sex prósent lettu að duga svona oftast. Þú lætur þig engu skipta virðingarveröar tilraimir mín- ar til að feta í fótsnor Krists, meistara míns. Þegar kona segir: I»ú skjuliar mig — þá skaltu gera það. 4 !; Erfitt að átta sig Þegar tízkan breytist og liýj- ar línur koma fram, er oft erfitt að átta sig á þvi sem gerist í raun og veru. Hversu margar af tízkxmýjungunum verða haldgóðar ? Hversu marg- ar eru aðeins dægurflugur ? Konan sem kaupir sér föt, sem hún ætlar sér að nota í fimm til tíu ár, hefur mikinn áhuga á að vita hvaða tízka er hald- góð, og það er stundum erfitt að átta sig um leið og breyt- ingamar eiga sér stað. 1 rauninni breytist tízkan ekki eins ört og verið er að reyna að telja oickur trii um, róttækar breytingar eiga sér stað á að gizka 5. til 6. hvert ár og það er búið í haginn fyr- ir þær nokkur ár á undan, áð- ur reynt er að koma þeim á í alvöru. New Look var undir- búið með varúð f þrjú ár, og ef við teljum 1947 árið sem reynt var að útbreiða þá tízku, ættum við að geta gert ráð fyrir að 1953 sé næsta ár, sem tízkubreytingar verða reyndar á. New Look náði aldrei úfcbreiðslu í sirmi upp- runalegu m>tid en hafði þó á- hrif á daglegu tízkuna, þótt ekki væru þau meiri en svo að enginn þurfti að taka það nærri sér. Já, og ef til vill verður hið sama uppi á teningnum með núverandi tízkubreytingar. Og þá er engin ástæða til að vera kvíðandi. En það ér ekki hægt að bera núverandi tízkubreyt- ingar saman við New look. New look var afturhaldssöm tízka, tízka sem bauð upp á öklasíð pils, pífur og krum- sprang. Auk þess útheimti hún firnin öll af efni í flíkumar einmitt á þeim tíma sem skort- ur var á fataefnum. Tízkan sú braut í bága við lifsskoðanir nútimakonunnar enda mætti hún mikiili andspyrnu frá kon- unum sjálfum. Tízka dagsins í dag hefur miklu meiri mögu- leika á að ná vinsældum, vegna þess að mörg afbrigði hennar eru kentug og við hæfi nú- tímakonunnar. Stutt pils eru til þæginda, kjólar sem hægt er að breyta á marga vegu eru hentugir. stuttir samlcvæmis- kjólar eru mun skynsamlegri en síðu kjólarnir, sem ala mest- an aldur sinn í fataskápnum. Eftir verður svo mittið um mja$mirnár, sem mjög er reynt að út'breiða. Það er érfitt að spá fjTÍr um langlifi nýrrar tizku, en það er varla mjög fráleitt að álíta að nýja tízk- an nái vinsældum í aðalatiiðum að undanteknu mittinu um mjaðmirnar. Á teikningunum sjást helztu atriðin sem koma sífellt fram i nýju tízkunni og við teljum líklegt að nái yjn- sældum. Fyrst er kjóliinn, sem hneþpt- ur er niður úr að framan, með sjalkraga, skáhallri axlariínu, ermasaum niður á upphandlegg og víðum handveg. Stólan er mikið notuð til skrauts og sídd- in er venjuleg hversdagskjóla- sídd. Næsti kjóll er hins vegar þröngur, með lausum fölium undir beltinu, axlalausum á eðlilegum stað og mjög þröng- um. sléttum ermum, rauf í hálsinn og breiðu, þröngu beiti. Breytingakjólamir eru oftast skokkkjólar og eru ýmist með breiðum V-hálsmálum eða boga- hálsmálum. Síddin er höfð eft- ir smekk. 1 drögtum ber mikið á laus- um jökkum sem skreyttir eru með skinai. Jakkarnir eru not- aðir við þröng pils, sem þurfa ekki að vera úr sama efni og pilsið. Stuttu samkvæmiskjólarnir eru margir hverjir mjög glæsi- legir, og þeir eru ýmist með mjög víðum pilsum eða þröng- um, Flestir eru þessir kjólar mjög flegnir í hálsinn og oft- ast má nota blússu innan und- ir eða bólerójakka utanyfir. Samkvæmiskjólamir sem að- eins voru miðaðir við sérstak- ar viðhafnarveizlur virðast vera horfnir og það eru víst fáic aem sjá eftir þeim.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.