Þjóðviljinn - 16.02.1954, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1954, Síða 4
IJJÓÐVILJINN — Þríðjudagur 16. febrúar 1951 J2g get vkki gtillt mig um að núnnast emi einu sinni á ór;v, rldlegheit fréttaflutnings- ins frá útlöndum. Fyrra hluta vikunnar voru margendurtekn- ar fréttir um óróleika í Aust- ur-Þýzkalandi, svo að stund- um virtist sem nærri stappaði uppreistartilraunum. Heimild- ir voru ætíð flóttamenn, er austan komu yfir járntjaldið. Fréttastofan ætti að vera svo menntuð stofnun, að hún ger'ði sér það fullkomlega ljóst, að flóttamenn frá alþýðuríkjun- um eru engir heimildarmenn um ástand þar. Frásagnir þeirra af uppreistum í landi þeirra eru hvort tveggja í senn óskadraumur þeirra og beiðni til kapitalista Vestur- . velda nna að gera tilraun til að koma uppreist af stað, það er þeirra lieimildargildi og ekkert þar fram yfir. -— Á þriðjudaginn kom það sem frétt, að liermálaráðherra Bandaríkjanna hefði lýst þvi yfir, að Frakkar muni rljót- lega sigra í Indó Kína og gangur styrjaldarinnar þar sé alls ekki vonum verri, Þessi ummæli ráðherrans eru ekk- ert annað en einber þvætt- ingur, sem hefur ekki meira fréttagildi en þó að Þórarinn Tíraaritstjóri. hefði sagt, að Vilhjálmur Þór liefði alltaf verið kommúnisti; — í þessu fréttavali kgmur í Ijós tilfinn- anlegur skilningsskortur á því hvftj fréttnæmt er, og sjálf- stæðisskortur í að verja og hafna úr blekkingasyrpu auð- valdsþjónustu og hernaðar- áróðurs, „Friíþjóis saga“ Tegnérs sómdi sér vel sem kvöldvöku- efni, gömlu mömiunum finnst g’amall kunningi líta inn eftir áratuga fjarvistir og flestum finnst okkur sem verkið sé af íslenzku bergi brotið. Lestur og söngur var í bezta lagi í höndum þjóðkunnra lista- manna og erindi útvarpsstjóra var smekklegt og skemmtilegt og fróðlegt, en ekki hefði það sakað, þótt söguljóð Teg.n- érs* liefði verið sett í eilítið nánara samband við hng- sjónalíf þátímans en gert var. Af fræðieríndum vikunnar var erindi Hallgríms Björns- sonar um þang og þara einna merkast, en mál var svo slæmt., aö maður verður að Igggja enn einu sinni áherzlu á það, að útvarpið reyni að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja lélegt mál á útvarpserindum. Náttúrlegu hlutirnir voru nú með bezta móti, en þó þykir mér enn um of; hve þátturinn er strang- lega bundinn við spurningar og svör, fræðimaourinn gerir sér of lítio far um að: leita einhverra skemmtilegra hlúta í námunda iþess, er spurning- in vikur beint að. Erindi Lísu Brittu frá Hong Kong var nokkuð skemmtilegt, enda vel lesið. Frú Guðrún Sveinsdóttir hefur einhverja viðkunnanlegustu konurödd, sem maður heyrir í útvarpinu, og þar sem liún auk þess hef- ur samið mjög skemmtilég er- indi fýrir útvarpið, þá er á- stæ'ða til að láta í ljós ósk um, að útvarpið sneri sér oft- ' ar til hennar rim erindaflutn- íng og upplestur. Jafnframt sé ég ástæðu til að benda á annan upplesara. seon .iét tilJ- sín neyra nir í vikuimi. Þa8 er Pét’a.r Sumarliðason kenn- aii, sem las niðurlag La>;a- barn&nna i bamatímanum á | sumnidagiiin. Lestur hang er á þá leið, að ég held; að út- varpsráð ætti áð< taka ..það til athugunar, hvort hann mundi ekki geta ráðið við þann vanda, sem Helgi Hjörv- ar virðist einn hafa ráðio við til þsssa, þegar frá eru skild- ir rithöfundarnir Kristmann og Halldór Kiljan méð eigin sögur, og það ér að geta les- ið framhaldssögu í útvarp á þá lund, að hlustendnm sé ljúft að leggja eyru við. — Smásagan, sem Sigurður Skúlason las á sunnudags- kvöldið, er að mínum dómi með beztu sögum. Þóris Bergs- sonar, ekki aðeins sterk að byggingu, heldur einnig ríkari að sálfræðilegri tjáningu en venjulegt er um sögur hans. — Það má gera meira að því e.n gei't er áð kynna hlust- endum það sem ritböfundar okkar eru nú í dag að leggja af mörkum til bókmenningar okkar. — Hafi sögumar um Þorslem á Surtsstöðum átt að vera til skemmtunar, þá var þar um misskilning að ræða. Leikþáttur laugardags- kvöldsins var allsterkur, en of óhugnanlegur af gaman- þætti að vera, og það er stór- legt brot gegn smekkvisi a'ð orðfæra nýieg stórslys í gam- anþætti. — Smásögurnar norsku í þýðingu Árna Hall- grímssonár eru alltaf næsta . boðlegt útvarpsefni cg...ekki sízt í upplestri Þorsteins Ö. Æskilegt væri að fá sambæri- lega kynningp. á dönskum og sænskum smásögum. Svona smásögum ætti líka að fylgja lítilsháttar kynning á höfund- unum. — G. Ben. Þegar allir bölva götunum — líka íhaldskjósendur. ■— Litið á andlit í eittstrætó — Skemmtilegur barnatími -— Meira aí slíku. ÉG HEF VERH) að velta því fyrir mér upp á síðkastið, hvoit hann sé enn jafn á- .nægður með götumar hann nágranni minn í verkamanna- bústöðunum sem skrifaði Vel- yakanda Morgunbiaðsins van- traustsyfirlýsingu á Bæjar- póstinn rétt fyrir kosningar og lét í það skína að sér fyrnd- ist ekkert að götuniun í ná- grenninu að fiana og ástæðan til þess að Bæjarpósturinn hefði ekki þekkt hljóðið í veg- hefli væri sú að Jónas Áraa- son byggi vestur á Sólvöllum. En nú eru: kosningaruar um garð gengnar, íhaldið heldur enn me.irihlutanum og þa'ð hefur stundum flögrað ao mér að undanfömu í strætó þegar farþegamir hristast og skak- ast niður Stórholtið, böJv.mdi •þessum andstyggðar götum, sem hrista úr manni öil líf- færi eða losa um þau að minnsta kosti, hvort vinurinn úr verkamannabústöðunum ferðist aldrei í strætisvagni og, taki undir mcð liinum far- þegunum eftir verstu dýfurn- ar: „Andsko.tans óþverra göt- ur em þetta". Eftir kosning- amar eni það nefnilega ekki bara bannsettir íkommúnist- arnir sem skammast yfir lé- legu götunum í Reykjavík, hin- um sem íhaldið kusu er nú óhætt að gera það líka án þess að fá á sig ljótan og hættuleg- an kommúnistastimpil. Þess vegna horfi ég stundum á mennina sem bölva götunum hvað háværast i Hliðabílnum klukkan tæplega eitt og hugsa með mér að hann nágranni minn úr verkamannabústööun- um sé ef til viil í þeirra hópí. OG SVO NOKKUR orð um bamatí’ "'i á sunnudaginn. Bæjarpó&turinn hefur svo oft verið beoinn fyrir aðfiniisiur vai'ðandi baniatímana, að það má ekld mimia vcra en hann sé fljótur að koma á frarnfæri hrósi rim þá, þegar það er verðskuldað. Barnatíminn á sunnudaginn var aem sé mjög prýðilegur. Fyrri helming haris önnuðust fóstrui' og böni úr Laufásborg og var dagskrá þeirra bæði bömum og full- orðnum til hinnar mestu skemmtunar. Ekkert er eins skemmtilegt og að heyra krakka syngja, maður heyrir hvað sumir eru duglegir að halda laginu, hinir fylgja þeim eftir eins og. getan leyfir — þeir komast kannski ekki al- veg jafnhátt upp eða djúpt niður, en það gerir ekkert til,- — aðalatriðið er að þau syngja af lííi og sál. Og þá var hann ekki dónalegur sösigurinn hjá telpunum þremur sem sungu ,Kanntu brauð að baka ?‘ All- ir sem ég hef haft tal af um tímann á sunnudaginn þakka fyrir skemmtunina og biðja um meira af slíku. Svo byrjaði Stefán Jónsson kennari á nýrri framhaldssögu og sögumar hans þarf ékki að kynna. Það verður áreiðan- lega hlustað með eftirvrænt- ingu á „Fólkið á Steinshóli" og við héma heima erum strax farin að hlakka til næsta sunnudags. Léikféiag f'Iainarfjarðat'; M*® ; f eftir Wiily Kriigrer Leikstjóri: Jóhanna Hjaltaiíu Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir barnaleikrit um þessar mundir, og er sú nýbreytni :góðra gjalda verð; frúmsýning- in var á laúgardagskvöld og tókst vel eftir atvikum. Öli börn kunna ævintýri Grimms um Hans og Grétu, muna raunir þeirra og sigra. Höfundur leiksins er þýzkur og hefur marga barnaleiki sam- ið um dagana, hann fylgir söguþræðinum í öllum atrið- um en bætir að sjálfsögðu mörgu við, bæði persónum og atvikum, og reynir eftir föng- um að milda það og skýra sem ógeðfeldast er og fornlegast í hinu gamla ævintýri, — örfá- tæk hjón reyna að bjarga lífi sjálfra sín með því að reka frá sér börnin og fórna þeim, en slíkur hugsunarháttur mun sem betur fer fátiður á okkar dögum. Leikur þessi er liðlega saminn, þó að frásögnin um galdrastaf nornarinnar sé raunar cJálítið misheppnuð, og þýðing Halldórs G. Ólafssonar ér smekkleg og víða hnittileg, sumt af bundna málinfl mætti þó betúr fara. Jóhanna Hjaltalín er leikstjóri og hefur sýnilega lagt mikla rækt og alúð við starf sitt en um leið átt við marga örðug- leika að etja, ög' meðal annars ónóga tækni og of lítið svið, og ber sýningin þess ýmis merki. En hún hefur líka not# ið aðstoðar góðra manna, og skal fyrstan telja Lothar Grund hinn þekkta leiktjalda- rhálara, en honum hefur furðu- vel tekizt að skapa ævintýra- legan heim á hinu þrönga sviði, tjöld lians eru hin skrautleg- ustu og falla vel að efni leiks- ins, einkum má bendæ á rjóðr- ið í skóginum. Carl Billich sér um tónlistina, en þriggja manna hljómsveit undir stjórn hans flytur fjörug og létt lög við hæfi bama. Af leikendunum kveður mest að Helga Skúlasyni sem þegar hefur vakið athygli fyrir skemmtilegan leik í Þjóðleik- húsinu, en hann fer með hlut- verk Tobíasar nokkurs klæð- skera og leikur bæði af fjöri og festu, hann er allur hi^n skringilegasti og fer þó aldrei yfir strikið og heldur vakandi athygli bamanna allt til loka. Hulda Runólfsdóttir liggur ekki heldur á liði sinu, en hún er galdranornin vonda, hæfilega nornaleg og óhugnanleg ásýnd- um. Öllu aðsópsminni eru faðir og stjúpa Haris og Grétu og halda þó þokkalega á sínum hlut. Friðleifur E. Guðmunds- son er faðirinn, góður maður og glaðlyndur að upplagi, en Sólveig Jóhannsdóttir, hin unga reykvíska leikkona, leikur hina brjóstköldu stjúpmóður, óþarflega ellileg útlits, en eðli- leg í t’ali og framkomu. Þau Hans og Gréta eru leikin af börnum, Guðjóni Inga Sigurðs- syni og Björk Guðjónsdóttur, þau tala ekki nógu skýrt en eru myndarleg og geðfeld bæði tvö. Guðvarður Einarsson leik- ur skrítinn skógarbjörn o.g er áhorfendunum ungu til mik.ill- ar skemmtunar, en tal hans er næsta torvelt að greina. Vil- helm Jensson er myndugur skógarandi og Guðrún Reynis- dóttir lagleg skógardís, og loks flytja tvær ungar og óvanar stúlkur dans blómálfanna sem leikstjórinn hefur samið. í salnum ríkti glaumur og gleði, enda fengu áhorfendurn- ir litlu að taka állmikinri þátt í leiknum og létu sannarlega ekki sitt eftir liggja. Leikurinn um Hans og Grétu á eflaust eftir að eignast marga góða vini. Á. Hj. um Sigfús Sigurhjartarson Minningarkortin eru til sölu^i í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu" ’.Þjóðviljans; Bókabúð Kron'' Bókabúð Máls og menningar, Skólavðrðustíg 21; og Bókaverzlun Þorvaldai Bjarnasonar í Hafnarfirði \inn Lnyarópjo 'J fró RAFFÖNG S.F. Vsnnustofa ekkar er fluftf i Eskihlíð 33. Tökmn aö okkur hvers konar raflagnir, viðgeröir á rafmagnstækjum og önnumst raflagna teikningar. Opið veröur fyrst um sinn frá kl. 5—7 síðdegis Þorsteinn Sætran, löggiltur rafvirkjameistari Hannes Vigfússon, rafvirki nr.FFöNG s.r.. baftækjavinnustofa Eskihlíð 33, sími 32433

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.