Þjóðviljinn - 10.03.1954, Side 3
2) — ÞJÓíjVILJTNN — Miðvikudagur 10. marz 1954
Hann lét stafinn ríða
á íslendingum
Löregluþjónarnir vorú útbúnir
með heljarmikinn staf, sem þeir
notuðu til að berja á mönnum
með. Og Hendrichsen sparaði
þnð e&ki. „Hann lét stafinn
ríða á íslendingum, þá er þeim
sló saman við Danl“, segir
Gröndal um hánn. . .
Hinn 13. marz 1844 sendir Óiafur
nokkur Ólafsson kæru til bæj-
arfógeta og ber sig illa. Segist
hann hafa verið að taka út vör-
ur hjá Siemsen. og þá hafi hann
r. sent sig til D. Thomsen að taka
eitthvað út þar. Síðan segist
bann hafa beðið Thomsen að
láta sig fá í stauþinu, en þá
hafi hann rokið upp og barið
sig, fyrst með hnefanum og svo
með kvarða. Síðan hafi Thom
sen stokkið ftam yfir ' búðar-
borðið, þrifið í hálsklút sinn og
dregið sig með tilstyrk annarra
út úr búðinni og hent sér fram
af tröppunum, svo hann féll.
Og sein Ólafur er nú að standa
upp, ber þar að Hendrichsen
lögregiuþjón. Hann hafði engin
orð um, en réðst á Ólaf og barði
hann með stafnum, fyrst á hand-
legginn og svo á herðarnar, svo
að við beinbroti lá. Spurði Ólaf-
,ur þá, hví Iögreglan réðist á sig,
en Hendrichsen svaraði cngu en
espaði sig því meir og lét högg-
in ríða á Ólafi. Taldi Ólafur, að
tvö höggin hefðu verið svo mikil
að þau hefðu riðíð sér að fullu,
. ef hann hefði ekki getað skotizt
undan þeini. Var hið seinna
höggið svo mikið, að þá er staf-
urinn kom í jörð brotnaði neð-
an af honum.. (Árni Óla: Fortíð
Reykjavíkur)
Ha, ha! Hann þolir alls ekki jass
i,k 1 dag er mlðvikudagurinn 10.
^ mara. Imbrudagar. — 69.
dagur ársins. — Sólarupprás kL
7,06. Sóiarlag kl. 18.13. — Sælu-
vika. Eðla. — Tungl í hásuðri
kL 17.35. — Árdegisháfiæði kl.
9.00. Síðdeglsháflæði kl. 81.30.
Dagskrá Alþingis
miðvikudaginn 10. marz kl. 1:30.
Sameinað þing
Fyrirspurnir: a) Vernd hugverka
ofL b) Sementsverksmiðja. c)
Greiðslugeta atvinnuveganna.
Handrit, skjöl og forngripir.
Jöfn laiin karla og kvenna.
Bátagjaldeyriságóði tll hlutarsjó-
manna.
Friðunarsvæði fyrir Vestfjörðum.
Jarðvinns’.a og meðferð búvéla.
Sjónvarp..
Næturvarala i
er í Ingólfsapóteki þessa vlku.
Sími 1330.
Gengisskráning
Eining Söiugengi
Sterlingspund. 1 45,70
Bandaríkjadollar 1 10,32
Kanadadoilar 1 16.94
Oönsk króna 100 236,30
Norsk króna 100 228,50
Sænsk króna 100 315,60
Finnskt mark 100 7,09
Franskur franki 1.000 46,63
Belgiskur franki 100 32,67
Svissn. franki 100 874,50
Gyllini 100 430,35
Tókknesk króna 100 226,67
Vestutþýzkt mark 100 390,65
bíra 1.000 26,12
Gullverð ísl. kr.: 100 gullkrónur =
138,95 pappírskrónur.
Heimilisritið hefur
borizt. Þar er
fremst saga eftir
O’Henry: Ósigur
stórborgarinnar.
Pá er efniságrip
af óperunni Fidelio, eftir Verdi.
Síðan „sönn“ frásaga: Iák fleipra
ekki. Svo eru ástarsögur, fram-
haíd fræðslugreinarinnar Illir
andar, lyf og læknar. Bridgeþátt-
ur, Dægradvöl, ýmiskonar ráðllegg-
ingar, danslagatextar — og guð
má vita hvað fleira er í þessu
blaðb
1 sama pakka var oss sent Karl-
mannablaðið, og stendur á bak-
síðu að ekki sé „þó svo að skilja,
að hér sé eingöngu um gríniblað
að ræða“. Þar er ritgerð um .timb-
urmenn, sagan af því er Frúin
lærir frönsku, upphaf framhalds-
sögunnar Sjúkar ástir (muna eftir
nafni blaðsins), óg svo er um
einhverjar stúlkur er „voru lygi-
lega duglegar“ og fe’.lur það von-
andi í kramið hjá kar.þjóðinni
Ritstjóri er Skúti Bjarkan, en af-
greiðsla er í Helgafelli Veghúsa
stig.
'ZQ uqSuuH 'uosS[D
-xv anuuno 3o \z
3I91JOH ’Jjjjopsjioa
-jOíI sipjpfH njj
-Stm ’buis unjoinjj
ngiuaquido Snp.ne
-ánnt uuipnjSBpis
Kvöldbænir í Hallgrímsklrkju
á hverju Virku kvöldi, nema mið-
vikudaga, kl. 8. Á miðvikudögum
kl. 8.15 eru föstumessur. Hafið
passlusálma með í kirkjuna.
Basar
Hinn árlegi basar Góðtemplara-
reglunnar verður í dag kb 2 í
Góðtemplarahúsinu.
Síðasti dagur
1 kvöld kl. 23 lýkur málverkasýn-
ingu Sveins Björnssonar í Lista-
mannaskálanum. Hefur sýningin
fengið hina beztu dóma og marg-
ar myndir selzt.
18.00 Islenzkuk. I.
fl. 18.30 Þýzkuk.
II. fl. 18.55 Tóm-
stundaþátturinn
(J. Pálsson). 19.15
Þingfréttir. Tón-
leikar. 20.20 Föstumessa í Fri-
kirkjunni (Séra Þorsteinn Björns-
son). 21.20 Isllenzk tón’.ist: Lög
eftir Sigfúg Halldórsson pl. 21.35
Erindi: Fangahjálpin á Islandi
(Oscar Clausen rithöfundur). 22 20
Útvarpssagan Sallca Vaíka eftir
Ha’ldór Kiljan Laxness; XVI.
(Höfundur les). 22.45 Dans- og
dægurlög: Biily May og hljóm-
sveit hans leika (pHötur). 23.00
Dagskrárlok.
mannahöfn.
Fríkirkjan Föstumessa í kvöld kl.
8.20. Þorsteinn Björnsson.
Lauga rneski rk ja Föstuguðsþjón-
usta í kvöld kl. 8:20. Séra Garðar
Svavarssoh.
Hallgrimsklrkja Föstumessa S
kvöld kl. 8:15. Lítanía sungin.
Séra Jakob Jónsson.
Islenzk. tóalistaræska
efnir til kammertóríleika í Aust-
urbæjárbíói kl. 7 í kvöld. Egill
Jónsson, Björn Guðjónsson, dr.
Victör Urbancic og strokkvartett
Björns Ólafssonar leika. Það ætti
ekki að vera af neinum boðið að
sáekja þéssa tónleika og styrkja
ágætt framtak ungs fólks.
Allt um Evu
Mætustu menn ljúka miklu lofs-
orði á kvikmyndina Allt um Evu
er Nýja bió sýnir um þessar
mundir. Aðalhlutvei'kið leikur.
Bette Davis — og er hún ein af
hinum tiitölulega fáu raunveru-
iegu leikkonum í leikborgínni
miklu( Ho’.livúdd. Nafn hennar er
trygging fyrir góðum leik.
Gullfaxi, flugvél
Flugfélags ís’.ands,
er væntanlegur til
Reykjavíkur um
kl. 19 i kvöld, frá
Prestvík og Kaup-
- Hettkla, flugvél
Loftleiða, var væntanleg til R-
víkur klukkan tvö í nótt og átti
að halda áfram eftir skamma við-
dvöl til Stafangurs og Kaup-
mannahafnar.
Mogginn hefur það
eftir élnhverjum
Bretum í gær að
„auðvelda þurfi
ferðalög Evrópu-
búa tll Ameríkú’.
Hvernlg værl nú
að Mogginn hefðl forgöngu imi
það að tll dæmls ísienzktr sjó-
menn fengju þann aðgang að
þessu landi fyrirheitslns-, sem
taliim er sjálfsagður hvarvetna
ánnarstaðar i heiminum, þar á
meðal í því vonda Rússlandi? Ef
Mogginn sér um sjómennina ís-
lenzku munu aðrir moggar sjá um
táristana í Bretlaudi sem blaðið
er áhyggjufyllst út af í gær. Ég
segi nú bara si-svona.
Bókmenntagetraun
Vísurnar i gær voru eftir Magn-
ús Jónsson prúða sem uppi var
um 1525 til 1591. Hér kemur nýrri
skáldskapur:
Það lcviknaði eldur á efstu hæð
í einu húsi við Laugaveginn.
Og því vérður ekki irieð orðum
lýst,
hvað allur sá lýður varð harmi
sleginn.
Það tókst þó að rilökkva þann
s’.óttuga fant,
því slökkviliðið var öðrum megin.
Og því verður ekki með orðum
iýst,
hvað allur sá lýður varð glaður
og feginn.
En seinna um daginn, á sömu
hæð,
í sama húsi við Laugaveginn,
þá kviknaði eldur í einni sál,
í einni sál, sem var glöð og fegin.
Og enginn bjargar og enginn veit,
og enginn maður er harmi sleg-
inn,
þó brenni eldur með ógn og kvöl
í einu hjarta við Laugaveginn.
Ttá hómínni
ð
Eimskip
Brúarfoss fer frá Rotterdam í
dag áleiðis til Hull og Rvikur.
Dettifoss fór frá Hamborg í gær
áleiðis til Rotterdam og RvikUr.
Fjallfoss fór frá Rvik í fyrradag
til Patreksfjarðar, Isafjarðar,
Siglufjarðar, Húsavíkur, Akureyr-
ar og þaðan til Rvikur. Goðafoss
fór frá N.Y. 3. þm. fF.eiðis til R-
víkur. Gullfoss kemur að bryggju
í Rvík kí. 8 árdegis í dag. Lagar-
foss fer frá Ventspiels 15. þm.
áleiðis til Rvíkur. Reykjafoss er
á Austfjörðum. Selfoss er í Rvík.
Tröllafoss fer væntanlega frá
Norfolk í dag til N.Y., þaðan held-
ur sklpið til Rvíkur. Tungufoss
fer væntan’.ega frá Rio de Janeiro
áleiðis til Santos, Receife og R-
vikur.
Skipaútgerð rfldsins.
Hekla er á Vestfjörðum á nörður-
leið. Esja verður væntanlega á
Akureyri í dag á vestur.’eið,
Herðubreið er á Austfjörðum á
norðurleið. Skjaldbreið er í Rvdk
og fer þaðan kl. 26 i kvöld vest-
ur um lahd til Akuréýrar. , r
Sambandsskip
Hvassafeil er á Skagaströnd. Arn-
arfdll er á Akureyri. Jökulfell er
í New York. Dísarfe’J er vænt-
an’egt til Þórshafnar í kvöld frá
Amsterdam. Bláfell er í Brernen.
Hviiíiynda konan
Leikfélag Reykjavík sýnir Hvik-
lyndu konuna i sáðasta sinn í
kvöld.
Krossgáta. nr. 317
Lárétt: 1 ráð 4 timabil 6 kall 7
forskeyti 9 tjón 10 fornafn 11
svei 13 atvorð 15 skst. 16 álíta.
Lóðrétt: 1 númer 2 fauti 3 eins
4 kehndin 6 stofnunar 7 dýr 8
ieysing 12 biblíunafn 14 atvo. 15
ending.
Lausn & nr. 316.
Lárétt: 1 nefna 4 bú 5 ná 7 arg
9 upp 10 ópa 11 ill 13 ar 15 EA
16 Ólafi.
Lóðrétt: 1 nú 2 for 3 an 4 bauna
6 átaka 7 api 8 gól 12 lóa 14
ró 15 ei.
Það virtist sem hún sæti og svæfi yfir
brennivínsglasi sínu. En allt í einu tók
hún Íítlnn disk upp úr vasa sínum. Uglu-
spegill sá hvar hún. reikaði betlandi um
salinn, og nokkrir góðhjartaðir menn gáfu
hénni gyiiin t>g denar.
Ugluspegill sneri aftur til ,húss Jóns Sápu-
millasonar. Stúlkan stóð í glugganum. Hún
brosti til hans og drap tittlinga framan
í hann. Hún var ögurlega töfrandi. En
svo vissi Ugluspegiíl ekki fyrri til en jsú
. gamla hrseðilega kerling æpti að honum.
Það þaut í Ugluspegil yfir þessu, svo hon-
um varð það fyrir að taka á rás út göt-
urnar og hrópa: Eldur! Eldur! Það blikaði
voveiflega á rúðurnar í húsi Jakobs Pét-
urssonar hakara, .og þykkur reykur steig
af hrísi bakaraofnsins.
Mannfjöldinn safnaðist framan við húsið j
og hrópaði a’veg eins og Ugluspegill; >að j>-
brennur! Það brennur! Og vörðurinn í
Kapellu vorrar frúar þeytti básúnu sina
a!Ut: hvað af tók> en djákninn hringdi vá- ■
klukkunni af öllum kröftum. 1
Miðvikudágm': 10. marz 1954 — ÞJ ÓÐVILJINN — (3
Farþegar við afgreiðslu Loftleiða í
Reykjavik. — Til vinstri: Flugmenn-
irnir Kristinn, Alfreð og Sigurður
við fyrstu Grummanvél Loftleiða.
ioftleiðir eru 10 ára í dag
Keppir nu á erlendum fiugleiðum -
Hyggst fá leiiina T okio-Reykjavík
Flugfélagið Loftleiðir er 10 ára í dag. Félagiö hefur nú
eina skymasterflugvél — Heklu — í förum og hefur leigt
aðra samskonar flugvél og ætlar eftir næstu mánaöamót
að fjöiga ferðum á leiðinni Hamborg, Kaupmannahöfn,
Stafangur, Reykjavík, New York í tvær á viku, og síðar
3 á viku.
Ennfremur vinnur félagið aö þvf að kaupa stóra og
1..H1________ Tir<
Stjóm Loftleiða hefur skyTt
blaðamönnum frá eftirfarandi
um sögu og starf íélagsins:
Síðari hhita ársins 1943 komu
þrir ungir flugmenn heim til
íslands frá Kanada, þar sem
þeir höfðu dvalizt um hríð við
nám og störf. Þeir höfðu kej'pt
sér litla Stinson sjóflugvél og
voru ráðnir í að hefja flugstörf
hér heima. Upp úr áramótunum
1943—1944 var hafinn undir-
búningur að stofnun nýs flug-
félagsins og 10. marz 1944 var
félagið Loftleiðir h. f. stofnað.
í fyrstu stjóm þess voru flug-
mennirrdr þrír, Alfreð Elíasson,
Kristinn Olsen og Sigurður
Ólafsson, en auk þeirra Ólafur
Bjamason og Kristján Jóhann
Kristjánsson, sem varð formað-
ur og gegndi hann þeirn starfa
um langt árabíl.
Fyrsta áœtlunarflugið var
hafið með Stinsonvélinni 7. april
1944, en þá var haldið til Vest-
fjarða. Eftir það var haldið uppi
reglulegum áætlunarferðum
þangað. Síidarflug var hafið
sumarið lí>44 og var bækistöð-
in þá við Mikiavatn í Fljótum.
Fljótlega kom í Ijós, að fleiri
flugvéla vár þörf, og næstu ár-
in voru keyptar vegna innan-
landsflugsins allmargar Stinson-
Grumman-, Douglas-, Dakota-,
Anson- og Catalinavélar.
Nýjar flugleiðir innanlands
Áætlunarferðum var fjölgað,
unz haldið var uppi föstum ferð-
um milli Reykjavíkur og 15
flugstöðva víðsvegar á landinu.
Starfsmenn félagsins áttu frum-
kvæði að flugvallargerð í Vest-
mannaeyjum og hófu Loftleiðir
fyrstu éætlunarflugin þangað.
Féiagið varð einnig fyrst til að
hefja áætlunarferðir til Vest-
fjarða, en með því átti félagið
mikilsverðan þátt í að rjúfa
einangrun dreifbýlisins og bæta
samgöngumar innanlands. Þá
annaðist félagið einnig síldar-
leit, flutti sjúklinga og margvís-
legan vaming meðan innan-
landsfluginu var haldið uppi:
I
Fyrsta skymasterflugvél
íslendinga
Þáttaskíl urðu í sögu innan-
landsílugs Loítleiða 1. febrúar
árið 1952, en þá hafði flugleið-
unum innanlands verið skipt
milli flugfélaganna með þeim
hætti sem Loftleiðir töldu óvið-
unandi, og var þá ákveðið að
leggja innanlandsflug nlður,. a.
m. k. um stundarsakir, og selja
flugvélamar, sem einkum höfðu
verið notaðar til þess. Eftir það
hafa Loftleiðir eingöngu haldið
uppi ferðum landa í milli.
Fyrsta áætlunarferðin til út-
landa var farin 17. júni 1947,
en þá £6r „Hekia“ til Kaup-
mannahafnar. Var Hekla fyrsto
Skymasterflugvél íslendlnga.
MiIHIandaflugstjórar
Loftleiða
Bandarísk áhöfn var á flug-
vélinni fyrstu ferðirnar, en
smám saman íjölgaði þeim ís-
Ienzku starfsmönnum félagsins,
sem fóngu réttlndi til flug-
stjórnar á henni, unz áhöfnin
var orðin alíslenzk. Hafa fimm
flugmenn nú réttindi til flug-
stjómar á Skymaster\rélum, en
þeir eru: Alfreð Elíasson, Krist-
inn Olsen, Smári Karlsson,
Magnús Guðmundsson og Jó-
hannes Markússon.
Önnur Skymasterflugvéi
keypt
Árið 1948 keypti félagið aðra
Skymasterflugvél, „Geysi“, en
skömmu áður hafði félagið feng-
ið réttindi til þess að halda
uppi áætlunarferðum til Banda-
ríkjanna. Eftir það hefur félag-
ið haldið uppi föstum ferðum
milli meginlanda Evrópu og
Norður-Ameríku.
Auk áætlunarferðanna hafa
margar leiguferðir verið famar.
Um tíma voru farþegar fluttir í
leiguferðum milli Suður-Evrópu
og Suður-Ameríku. Margar ferð-
ir voru farnar til Grænlands,
aðallega vegna leiðangra þeirra
Dr. Lauge Koch og Dr. Poul
Emile-Victor.
Óhöpp — Ný sókn
Árið 1950 varð félagið fyrir
því óhappi að önnur millilanda-
vélin ónýttist á Vatnajökli og
síðar brann hin flugvélin suður
á Ítalíu, en þar var hún í vörzlu
erlends flugfélags. Ný Skymast-
erflugvél er félagið keypti, nýja
„Hekla“, hóf ferðir sínar í mai
1952 og hefur hún síðan verið i
förum víða um heim.
Nokkru áður en nýja „Hekla’*
var keypt gerðu Loftleiðir samn-
ing við norska flugíélagið
Braathen’s SAFE um gagn-
kvæma leigu á flugvélum. Braat-
hen hélt uppi föstum áastl-
unarferðum milli Noregs og
Kína og höfðu félögin þannig
sameiginlega flugleiðina Hon’g-
Kong—New York.
ViIJa kaupa stóra og
fullkomna millilandaflugvél
Næsti áfangi á þróunarbraut
íélagsins verður vitanlega aukn-
ing millilandaflugsins. Nauðsyn
þykir bera til þess að félagið
eignist sem fyrst flug\'él af
fullkomnustu gerð og cr unnið
að undirbúningi kaupa á vél áf
tegundinni DC 6, er taka frá
60—80 farþega. Tveggja ára bið-
timi er á afgreiðslu slíkra flug-
véla, en allt það fé ekki fyrir
hendi, sem greiða þarf í því
sambandi. Ákvað félagið þvi að
leigja strax Skymastervél og
fjölga ferðunum yfir Atlanzhaf-
ið í vor, en þannig verður aflað
aukinnar reynslu og væntanlega
nokkurs fjár, svo að betur verði
búið í haginn þegar til þess
kemur að fest verða kaup á
flugvél af þeirri gerð, sem æski-
lcgust væri.
FIug\él lcigð — Ferðuin
fjölgað
Loftleiðir hafa nú tekið Sky-
masterflug\-éi Braathen’s á leigu
og er afráðið að hún verði ásamt
„Heklu“ Loftleiða notuð til
þeirrar aukningar, sem félagið
hefur nú afráðið á ferðunum yf-
ir Atlanzhafið.
Ákveðið hefur verið að ílug-
vélunum verði haldið við í Staf-
angri, en þar hefur Braathen’s
SAFE mjög fullkomið verkstæði.
Jafnframt hefur allmörgum ís-
lenzkum flugvélavirkjum verið
tryggður þar réttur til vinnu.
Það skilyrði var sett af hálfu
Braathen’s SAFE fyrir leigunni
á ílugvélinnii, að einhverjum
norskum flugliðum yrði tryggð
vinna við að fljúga henni.
Loftleiðaflugvél hér 6
daga í viku
Þá hefur verið ákveðið að
gera gagngerar breytingar til
bóta á innréttingu flugvélanna
beggja, „Heklu“ og norsku
leiguvélarinnar og allt það gert,
sem hugsanlegt er bæði til þess
að auka öryggi og þægindi far-
þeganna. Fer „Hekla” væntan-
lega í þessa endurnýjun til
Kaupmannahafnar í dag á af-
mælisdag Loftleiða og verður í
26 daga fezð
Framha’d af 12. síðu.
aítur, en það þýðir ekki að Or-
)of ætli að sleppa af þeim hend-
inni og yfirgefa þá í París held-
ur mun Orlof sjá þeim er óska
íyrir skipsferð eða flugferð
heim, og greiða fyrir öðrum er
kynnu að vilja aðrar leiðir.
Þá er skylt að geta þess að
allar 3 máltíðir dagsins, ásamt
ferðalögum, gistingu og aðgangs-
eyri að söfnum og skemmtistöð-
um er innifalið í því verði sem
þátttakendur greiða Orlofi.
Frekari upplýsingar um ferð
þessa fá menn hjá ferðaskrif-
stofurmi Orlof.
sex vikur, en þá verður byrjað
á að breyta norsku vélinni, Er
■ J - •
þessi breytmg svo gagnger, að
segja má, að nýsmíði sé fremur
en endurnýjun á innréttingunni.
Ferðunum verður fjölgað upp
í tvær á viku eftir næstu mán-
aðamót en eftir 27. maí er
ákveðið að fara þrjár ferðir. í
viku yfir Atlanzhafið og verð-
ur þá flugvél Loftleiða sex daga
vikunnar hér á austur- eða
vesturleið yíir Atlanzhafið.
Komið verður við á sömu stöð-
um og fyrr, Hamborg, Kaup-
mannahöfn, Stafangri, Reykja-
vík og New York, en auk þess
verða teknar upp vikulegar
ferðir milli fslands og Gauta-
borgar og einnig verða ferðir
Framhald á 11. síðu
„Sovétskí sport64
um íslenzkar
íþróttir
Aðalmálgagn íþróttasambands
Scvétrikjanna Sovétskísport birtl
nýlega ýtarlega grein um íþrótt-
ir á íslandi, Er fyrst rakin i
aðaldráttum saga íþróttastarf-
semi hér á landi en meginefnl
greinarinnar er um íþróttalíf
siðasta áratuginn, rifjuð upp
keppni íslendinga á erlendum
vettvangi og árangur hennar.
Skýrt er frá glímunni sem þjóð-
aríþrótt íslendinga.
Höfundur greinarinnar er
Stefán Þorleifsson íþróttakennarl
í Neskaupstað, en hann var einrt
í æskulýðssendinefndinni sem
fór til Sovétríkjanna í haust.
Greininni fylgir vinsamlegur
inngangur frá blaðsins hálfu.
Ríkisábyrgð
Framhald aí 1. síðu.
skipa. Einar benti einnig á
ýmis atriði, sem nauðsyn vaeri
til aö gengið yrði tr>’ggik-ga
frá, ef þessum einkaaðilum \*rði
gefinn einokunaraðstaða til
olíuflutninganna.
Gils og Hanníbal tóku í
saraa streng.
Umræðu varð lokið, og mál-
inu \nsað til 2. umr. og fjár-
hagsnefndar.
NýT|ar hjiikr-
unarkoeiur
í byrjun þessa mánaðar voro
eftirtaldar hjúkrunarkonur
brautskráðar frá Hjúkrunar-
kvennaskóla íslands:
Ásdís Ólafsdóttir frá Víðigerði,
Biskupstungum.
Aslaug Sigurbjörnsdóttir frá
Reykjavík.
Erla Jóhannsdóttir frá Borgar-
nesi.
Guðrún Sveinsdóttir frá Reyr.i f
Mýrdal.
Hjördís Ágústsdóttir frá Akur-
eyri.
Hrefna Jóhannsdóttir frá Reykja-
vík.
Jóhanna Kjartansdóttir frá
Hraðastöðum, Mosfellssveit.
Jónína Nielsen frá Seyðisfirðj.
Magnea Ema Auðunsdóttir frá
Reykjavík.
Ólöf Ásthildur Þórhallsdóttir frá
Vogum, Mývatnssveit.
Ragna Þorleifsdóttir frá Hrísey
á Eyjafirði.
Sigríður Bílddal frá Siglufirði.
Sigríður Jóhanna Jóhannsdóttir
frá Akureyri.
Svanhildur Sigurjónsdóttir frá
Reykjavík.