Þjóðviljinn - 10.03.1954, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.03.1954, Qupperneq 6
-fjT — ÞJÓBVTL3INN — Miðviloidagar lt>. marz 1954 mmt- Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurism. Kitstjórar: Magnús Kjartansson (éb.)', SigurSur Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavðrðustíg 19. — Simi 7500 (3 línur), ÁskriftarverS kr. 20 á mánuði í Heykjavik og nágronni; kr. 17 annars staðar á iandinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja í>jóðviljans h.f. fsfendingar þurfa hvorki né mega leigja erlendum auðfél. fossaafl sitt „Stórfranikvæmdir og erfent fjármagn“ heítir Ieiðari er birtist í Tímanum laugardaginn 6. marz s.L Elr þar skyrt frá umræúum, er fram hafi farið í norska stórþinginu í s.l. mánuði' og fjölluðu um utanríkisviðskipti Norðmanna og fyrst og fremst um hinn xnikla halla, sem á þeim hefur verið að undáníomu. Ennfremur er i’ætt um þær skoðanir, sem blaðið teíur að séu allmjög uppi meðal norskra stjómmála* manna að Norðmönnum beri að ganga lengra en áður í því að veita erlendum aðilum sérleyfi til hagnýtingar ýmissa norskna auðlinda og atvinnurekstrar í Noregi, til að tryggja útvegun á erlendu f jármagni til slíkra framkvæmda. Síðan. er að því vikið hve þörf íslendinga fyrir erlent f jármagn sé noikil, og greinilega látið í það skína, að þaraa muni sú leið vera, sem okkur sé heppilegast að fara, þ. e. leigja erienaum aðilum íslenzkt fossaafl til hagnýtingar. Telur blaðið sýnilega, að þar sé leiðin til að bjarga þjóðinni ffrá atvinnuleysi þegar hemámsvinnan hættir. Þetta er l&ngt frá því að vera í fyrsta sinn, sem kenn- ing sú er flutt í þessu blaði. Að vísu hefur á því verið nokk- •iirt hlé að undanfömu, en nú virðist farið að gæta nokkurs ótta um það, að þjóðin kunni að vakna við illan draum ef herháxnsvirman hætti skyndilega, sem vitanlega getur komið fyrir hvenær sem er, og kæmi þá að skuldadögum fyxir þá pólitísku flokka sem tengt hafa verðmætustu eign þjóðarinnar — vinnuaflið — að stórum hluta slikri vinnu. Ottinn við þetta uppgjör er það, sem nú knýr þessa stjóm- málamenn til þess að hugsa um nýjar leiðir og niðurstaðan virðist ætla að verða sú, að þegar ekki sé lengur annað að hafa upp úr erlendu hersetunni en ómenninguna, sem henni fyigir, þá sé ekki um annað að gera en láta af hendi einar verðmætustu auðlindir landsins, fossaaflið, til þess að bjarga sér í bili. Ailur samanburður við Norðmenn í Jxessu tnáli getur aidrei orðið annað en villandi. Þeir eru mörgum sinnum ffjölmennari og auðugri einnig. Þeir verða því alltaf sterk- ari aðili, þótt þeir að einhverju leyti færu inn á þessa svo- kölluðu sérleyfisleið í vissum stórframkvæmdum, sem þeir þurfa að láta gera. Og síðast en ekki sízt má benda á það, að þótt vissir stjórnmálamenn í Noregi séu á þessari skoð- Un, sem Tíminn túlkar, þá eru aðrir engu ómerkari henni algex-Iega andvígir, Þá ber bó ekki síður að meta það hvort við höfum ekki næga möguleika til að vinna allar nauðsynlegar fram- jkvæmdir í landi okkar fyrir það fé sem við öflum með eigin iframleiðslu og eigin vinnu. Við búum við ein auðugustu fiskimið veraldar og fullar vonir standa til þess, að áður en langt iíður hafi þau auðgast að mun vegna stækkunar Jandhelginnar. Opinberar alþjóðaskýrslur sýna að íslenzkir ejómenn draga mörgum sinna meira aflamagn úr sjó, en sjómeim nokkurrar annarrar þjóðar, miðað við einstak- ling. Hins vegar nýtum við aflamagn okkar ver en flestar <ef ekki állar áðrar fiskveiðaþjóðir. Markaðsmöguleikar þeir sem við erum nýlega byi’jaðir að nota aftur, í hinum geysi- miklu landbúnaðar- og iðnaðarlöndum Austur- og Suðaust- ur-Evrópu virðast óþi’jótandi og nú erum við famir að flytja frá þeim mestan hluta af allra nauðsynlegustu inn- flutningsvönim okkar, svo sem brennsluoliur, benzín, korn- vörur,, sement og jámvömr ýmiskonar. Fullnýttur afli eins togara nægir til gjaldeyrisöf lunar fyrir ársinnflutning okk- ar af semenli. Þetta sýnir hve gífurlega möguleika við eigum í eigin framleiðslu aðeins ef við notum íslenzkt vinnuafl til að nýta okkar eigin framleiðslumöguleika. Og það sýnir einnig, að með því að gera hagkvæma viðskipta- samninga, höfum við næga möguleika til að afia þeirra -hluta, sem rið þurfum til uppbyggingar náuðsynlegra jframkvæmda í landi voxni. Hvað hefðiF ramsokn gert ef hun hefði fengið oddaaðstöðu í Fyrir bæjarstjórnarkosning- amar í vetur var mikill fyrir- gangur í Framsóknarforkólf- unum í Reykjavík. Þeir höfðu uppi mörg orð og stór um 6- stjórn þá og spillingu sem þró- ast hefur undir margra ára- tuga íhaldsstjóm á höfuðstaðn- um. Varð ekki annað af skrif- um Tímans og ræðum Fram- sóknarmanna skilið en að þeir ætíu þá ósk heitasta að verða þátttakendur í að brjóta á bak aftur meirihlutavald íhaldsins og skapa skilyrði fyrir nýju og betra stjórnarfari i málefnum Reykjavíkur. Eíns og kunnugt er urðu úr- slitin Þau að íhaldið hélt meirihluta sínum í bæjarstjóm þrátt fyrir minnihluta sinn meðal kjósenda. Það kom því ekki til þess að Framsókn þyrfti að þessu sinni að standa við stóru orðin frá kosninga- bardaganum. fhaldið þurfti ekki á hækju að halda til þess að halda völdunum, það gat það eitt og óstutt af öðrum. Hitt er eigi.að síður athyglis- vert, ekki sízt fyrir óbreytta framsóknarkjósendur í Reykja- vík sem tekið hafa hávaða og gaspur Tímans alvarlega, hvemig Framsókn hefur brugð- izt við þar sem hún hefur fengið oddaaðstöðu £ bæjar- stjómum við kosningamar í vetur. Þeir eru fjórir kaupstaðimir þar sem Framsókn fékk odda- aðstöðu og er þá Akranes ekki með talið enda hefur það sér- stöðu vegna samstillingar og fyrirfram gerðs samnings þriggja floklta. Þessir kaup- staðir eru: ísafjörður, Síglu- fjörður, Vestmannaeyjar og Keflavík. í aðeins einum þeirra ísafirði, gerði Framsókn bandalag við andstöðuflokk í- haldsins, en í ölhun hinum gekk hún til meirihiutasam- starfs við íhaidið. Þannig stjómar nú íhaldið Siglufirðí, Vesímannaeyjum og Keflavík með aðstoð Fram- sóknar, þrátt fyrir minnihluta sinn í bæjarstjórnum ailra þessara kaupstaða og algjör- an minnihluta meðal kjésend- anna þar. Framsókn hefur því í öllum þessum kaupstöðuin kosið að gerast hækja þess íhakis sem almenningur hafði afþakkað í kosningunum og ber því 6- byrgðina á að það fer með stjóm þessara bæjarfélaga. Hér hefur því gerst nákvæm- lega það sama og í landsmál- ununi þar sem Framsókn hef- ur tekið höndum saman við íhaldið og situr með því í rík- isstjóm undir íorystu Ólais Thors og virðist una hlut sín- um hið bezta. Sú staðreýnd, að Framsókn hefur í þremur tilfellum af fjórum mögulégum tekið þann kost að gerast íhaldshækja í stjómum bæjarfélaganna úti á landi, hlýtúr að framkalla þá spurningu hvað. Framsóltn hefði gcrt ef hún bcfði hlolið oddaaðstöðu í bæjarstjóm Reykjavíkur. Og það"verður að segja það eíns og það er að langmestar líkur virðast til þess að hér hefði það sama orðið uppi á teningnum, ftð Framsókn hefði tekið þá af- stöðu að bjarga meirihluta í- haldsins með því að ganga til samstarfs \úð það um bæjar- málin. Þeim sem kami að þykja þetta ótrúleg ályktun er ráð- legt að íhuga það sem gerzt hc-íur í Siglufirði, Vestmanna- eyjum og Keflávík. Á öllum þessum stöðum hafði Framsókn stór orð um ihaidið fyrir kosu- ingar en gekk í eina sæng með því að þeim toknum cins og ekkert hefði ískorfzt. Þetta er þeim óbreyttum Framsóknarmönnum holt að Lhuga sem eru raunverulega andstaíðir íhaldi og afturhaldi en láta þó hávaða og blekk- ingar Framsóknarbroddanna á- valt blekkja sig til þess að styðja þá til dframhaldandi þjónustu við ihaldið og fjár- plógsöflin. Foringjar Framsóknar eru orðnir bundnir íhaldinu svo traustum og órjúfandi böndum að þau verða ekki rofin nema með almennri uppreisn þeirra afla sern ei\n kunna að vera heilbrigð innan flokksins, þrátt - fyrir áratuga nána samvimiu hans við braskaraflokkinn. Láti þau ekki til sín taka á þann veg að eftir verði tekið er ekki annað sýnt en að því reki innau tiltölulega skamms tíma að sú hugsjón íhaldsin* verði að veruleika, serri sett var fram á einkar skýran og hreinskilinn hátt í útvarps- ræðu Jóns Pálmasonar í vetur, að báðir fiokkarnir verði sam- cinaðir í einn. Það er á valdi óbreyttra liðs- manna Framsóknar að hindra helgöngu foringjanna, en það verður aðeins gert með þvi að taka rösklega í taumana og segja skýrt og skorinort: Hlng- að og ekki lengta. Tíminn einn sker upp úr um það hvort íhaldsandsíæðingar í Framsóknaríiokknum haía það hugrekki til að bera sem nauð- sjmlegt er til þess að hindra áframhald þeirrar niðurlæg- ingar sem forkólfamir hafsi leitt yfir Framsóiaiarflokkinrj með því að sera hann að hækju og hjólparhellu íhalds- ins og braskarastéitarinnar. X VIKTORÍA BJARKADÓTTIR: Konurnar neita aukningu áfengra cfrykkja í landinu Afengislagafrumvarp það sem nú liggur fyrir til af- greiðslu á alþingi, vekur at- hygli allra hugsandi m&nna, karla og kvenna, og fylgzt er með þvi sem þar gerist af mikl- um áhuga fyrir hvemig af- greiðsia þessa máls verður. A£ þelm málatilbúningi sem frumvarpi þessu hefur fylgt og þeim tillögum og breytingtun sem fram haía komið er Ijóst, að þingmenn eru þama með eitt ábyrgðarroesta vandamál, sem nú liggur fyrir og alla þjóðina varðar inn á við. Þama líggur ekki leiðin til samningsgmndvallar \íð við- skíptavirú, þar sem ,,Bakiius‘‘ er annarsvegar, en áiirífavald hans skelfir þjóðimar, og ekki síit okkar fámenau þjóð. Við eldra fólkið getum ekki annað en viöurkennt þá stáð- reynd, að núverandi kynslóð á við ólíkt betri lífsskiljmði að búa en sú sem á undan henrn var. Unga fólkið í iandtnu er glæsilegt og vei að því búið á rr.argan hátt — óíal mennta- leiðir blasa við og viðfangs- efni sein he-illa hugann. Ein- staklingar þjóðarinnar eru nær hver öðrum en áður var. Út- varp, simi og - samgöngv.bætur færir fólkið nær hvert öðru og samcinar þ»ð um áhugamál sín. Konumar á fslandi hafa nú á síðari árum látið meira taka til sín ýmis menningar og mannúðarmál og eitt af þeim eru áfengismálin. Okkur er það Ijóst eftir því ástandi sem- undanfaxin á'r hef- ur rikt hér í þeim raálum, að um þessi inál þurfum við að taka höndum saman og vinna gegh 'áfeng’isbölinu £ landinu. Síðan 1946 höfúm við konum- ar haft félagsbundna starfsemi i þessum málum, og unnið með áíengisvarriamefndum sem stofnr.ðar hafá verið bg kven- félögum út um landsbyggðina, Öll þessi félagasamtök hafa á- kveðið að mæla á móti brugg- un öls í landinu og bvers kyns lagabreytingum, sem hníga í þá átt að auka sölu og veiting- ar áfengra drykkja. Nú liggja fyrir á Alþingi mótmæli frá 55 kvenfélögum og samþykktir frá sambands- þingum kvenna um aukningu á áfengismagni i Öli tíl neyzlu landsmanna. Að þessum mót- rnælum standa um 9000 at- kvæðísbærra kvenna i landinu, sem treysta því, að háttvirt nl- þirigi virði óskir þeirra um þessi mál. Viktoría BjamadótUf, formaður Aíenglsvamamefnd- ar kverina í Reykjavfk og Hafn- arfirði. T ! 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.