Þjóðviljinn - 31.03.1954, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1954, Blaðsíða 2
Eftir skáldsögu Charles de Costers ■fr Teikningar erMr Heljíe Kuhn-Nieí.seii 305. dagur Hann tók þá til bragðs að klifra upp í tréð eins og api, hann settist klofvega á grein- ina og fór að berja sig með hnútasvipu, en hermennirnir og kvenfólkið slógu hring um hann. Og Ugluspegill sagði: Skrifað stendur: Sá sem gefur fátœkum, lánar guði. I>að er að segja: gefið mér brauð, kjöt og vín — og guð mun launa ykkur ríkulega í Paradís. Hermennirnir tóku að kasta mat **upp til hans. Á einu andartaki varð hann skotmál þeirra allra. Og Ugluspegill sagði: Sultur- inn gerir manneskjuna illa og harðlynda og óhæfa tifl bænahalds og guðsótta. En skinkan gerir mann góðan. Varaðu þig, að hausinn á þér fari ekki í tvennt, hrópaði nú einn til hans og kast- aði hálffullri flösku upp til hans. Uglu- spegill. henti hana á lofti. Einn þeirra stakk hann í rassinn, eh það var þó kjöt- snifsi nær oddinum. 2) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 31. marz 1954 Stjörnufræði Snorra Sturlusonar Nörfi éða Narfi hét jötunn, er byggði í Jötunheimum. Hann átti dóttur, er Nótt hét. Hún var svört og dökk, sem hún átti ætt til. Hún var gift þeim manni, er Naglfari hét. Þeirra Bon hét Auður. Því næst var hún gift þeim, er Ánarr hét. Jörð hét þeirra dóttir. Síðast átti hana Dellingur, og var hann ása ættar. Var þeirra son- ur Dagur. Var hann Ijós og fag- ur eftir faðerni sínu. Þá tók Alföður Nótt og Dag, son henn- ar, og gaf þeim tvo hesta og tvær kerrur og sendi þau upp á himin, að þau skulu ríða á hverjum tveim dægrum um- hverfis jörðina. Ríður Nótt fyrri þeim hesti, er kallaður er Hrímfaxi, og að morgni hverj- um döggvir hann jörðina af méldropum sínum. Sá hestur, er Dagur á, heitir Skinfaxi, og lýs- ir allt loft og jörðina af faxi hans. (Snorra-Edda, Gylfaginn- ing). 4, 1 dag er miðvikudagurinn 81. 1 ^ 81. marz. Balbina. — 90. dag- ur lársins. — (Sólarupprás. ]d. 5:51. Sólarlag kl. 19:14. — Tungl í hásuðri kl. 9:49. — Árdegishá- fiæði kl. 2:56. Síðdegisháflæði k!. 15:18. S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Þór- varðssyni ungfrú Soffía, ^Harald.sd , DrápuhMð 44, og Dagfinnur Stef- ánsson Þugmaður, Eskihlíð 13. — Heimili þeirra Verður að Miklu- braut 40. Bókmenntagetraun I gær komu tvö fyrstu erinditt úr Bjarkamálum hinum nýju, eftir Gísla Brynjúlfsson, sem kveðin munu hafa verið í sambandi við byltingarnar í álfunni árið 1848. Hér kemur annað vers: Söngfugl á greinunum gllaður : gelur af elskunnar nægð. Und björkinni byltir sér naður, bólginn af vonzku og siægð. Af illsku hann eitrinu hvæsir, ypptir sér jörðinni frá, búgðum um limar hann læsir, litlum vill óvitring ná. — Syngjandi fuglinn burt flýgur •fluggflaður himninum mót, illviljuð eiturkind hnígur aflvana meiðar að rót. Eæknavarðstofan er í Austurbæjarskólanum. Bíml 5030. Næturvarzla er í Lyfjabúðinni Iðunni. Sími 7911. Eg bíð hér þangað til hlákan kemur. '' 1 ” Frá úthlutunarskriístofu Reykjavíkurbæjar Úthlutun skömmtunarseð á fyrir næsta ársfjórðung fer fram í Góð- templarahúsinu uppi i dag, á morgun og föstudaginn kl. 10—5 alla dagana. Seðlarnir verða af- hentir eins og áður gegtt árituð- um stofnum núgildandi seðla (jan.-marz-seðlá). Fiugvél Lóftleiða átti að koma frá N.y. milli k'.ukk- an fimm ’óg" séx í nótt og haida á- fram-eftir tveggja stunda viðdvöl til Stafangurs, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Gullfaxi, flugvél Flugféíags Is- ■lands, er væntanlegur til Rvikur kl, 6—7 í kvö'd eftir klössun og aðrá viðgerð í Kaupmannahöfn að undaríförriu. Vélin heldur aftur til Kaupmannahafnar kl. 9 í fyrramálið. 60 ára er í dag Jónas Fr. Guð- mundsson, Hringbraut 80. Jónas er verkamaður við höfnina Hjá Eimskip. Hann er einn hinna stéttvisu verkámanna í Dagsbrún, og hefur í fjölda ár átt sæti í trúnaðarráði félagsins, og er nú einn af itrúnaðarmönnum þess við •höfnina. Jónas er afburða vinsæll maður og hrókur alls fagnaðar í vinahóp. Þeir verða margir verka- mennirnir og aðrir vinir Jónasar er óska honum alira heilla í til- efni dagsins. — Og Þjóðviljinn tekur undir þær óskir. Esperantistafélagið AURORO héidur fund í kvö-d kl. 9 í Eddu- húsinu (uppi). Rætt verður m.a. um undirbúning að 10 ára af- mæli félagsins. Dagskrá Alþingis miðvikudaginn 31. marz 1954. Sameinað þing kL 1.30 Fyrirspurnir. a. Vernd hugverka o. fl. b. Togaraútgerðin. Milliþinganefnd í heilbrigðis- mátum. Efrideild að loknum fundi í sameinuðu þingi. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Fasteignaskattur. Framkvæmdabanki Islands. Prófessorsembætti í læknadeiid háskóians. Almannatryggingar. Orkuver Vestfjarða. Brúargerðir. Brunatryggingar bæjar- og sveitarfélaga. Neðrideild að loknum fundi í sameinuðu þirígi. ( ■ ■ ' : ' ■ Uppsögn varnarsamningsins. Ný. orkuver og orkuveitur. Stéttarfélög og vinpudeilur. Greiðsiubandalag Evrópu. Áfengislög. Tekjuskáttur og eignaskattur. Útsvör. J&sm m e s s u r i D A G Fríkirkjan Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Þorsteinn Björnsson. Dómklrkjan Föstuguðsiþjónusta i kvöld kl. 8:15. Séra Jón Auðuns. Laugameskirkja Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8:20. Séra Garðar Svavarsson. Lúðrasveit verka- Iýðsins. — Æfing fyrir trompeta i kvöld kl. 8:30 á Skóiavörðustíg 19. • ÚTBREIBIÐ • ÞJÓÐVILJANN Bæjarbokasafríið hesstofan er opin aila virka daga kl, 10—12 árdegis og ki. 1-—10 eið- degis, nema laugardaga er hfic jpin 10—12 árdegis og 1—7 sí^- degis; sunnudaga kl. 2—7 síðdegis. Cfclánadeildln er opin alla virka laga kl. 2-10 siðdegis, nema laug- ardaga kl. 2-7 síðdegis. Útlán íyrir börn lnnan 16 ára kl. 2-8 Húsfreyjan, tíma- rit Kvenfélagasam bands Islands, 1. tb). þessa árgangs, er komið út. Flyt- ur blaðið meðal annars þetta efni: Ræktun græn- metis, eftir E. B. Malmquist; Stundaklukka, kvæði eftir Mar- gréti Jónsdóttur; Eg man þá tíð, eftir Aðalbjörgu Sigurðardóttur; Lystarleysi barna og kenjar við matborðið, eftir Valborgu Sigurð- ardóttur; grein um Samband sunnlenzkra kvenna 25 ára, og aðra grein um osta, Úr ýmsum áttum og sitthvað fleira. \ Kl. 8:00 Morgunút- jjjpL varp. 9:10 Veður- fregnir. 12:10 Há- 9 degisútvarp. 15:30 / —\ \ Miðdegisútvarp. — 16:30 Veðurfregnir. 18:00 Is’er.zkukennsla I. fl, 18:25 Veðurfregnir. 18:30 Þýzkukennsla II. fl. 18:55 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19:15 Þingfréttir. Tónleikar. 19:45 Auglýsingar. 20:00 Fréttir. 20:20 Is'enzk málþróun. (Halldór Hall- dórsson dósent). 20:35 Islenzk tón- list: Lög eftir Helga Helgason (pl.) 20:50 Vettvangur kvenna. — Erindi: Frá Ijósmóðurstarfi (Jó- hanna Friðriksdóttir ljósmóðir). 21:15 Með kvöidkaffinu. 22:00 Fréttir og veðurfregnir; passíu- sálmur. — 22:20 Útvarpssagan. 22:45 Dans- og dægurlög: „Fats“ Wallér syngur og ’leikúr (pl.) Lárétt: 1 Norðurlandabúi 4 lík- amspartur 5 atviksorð 7 kraftur 9 vöruheiti 10 huldumann 11 svar 13 ull 15 nútíð 16 persóna í leik- riti. Lóðrétt: 1 afla 2 brún 3 ákv. greinir 4 hotnvarpa 6 vargar 7 sérhlj. 8 loka 12 dagstund 14 fæddi 15 ekki. Lausn á nr. 333 Lárétt: 1 Fa'lada 7 ar 8 ólán 9 SGT 10 lin 12 ae 14 na 15 aura 17 óm 18 NUL 20 staurar. Lóðrétt: 1 Fast 2 arg 3 ló 4 all 5 dáin 6 annar 10 tau 13 Ernu 15 amt 16 aur 17 ós 19 5a. Eimsklp: Brúarfoss fór frá Skagaströnd í gær til Isaf jarðar, Þingeyrar, Patreksfjárðar og Rvíkur. Detti- foss kom til Murmansk 28. þm frá Rvík. Fjallfoss fór frá Rott- erdam í fyrradag til Hamborgar. Goðafoss fór frá Rvík 27. þm á- leiðis til Portland og Gloucester. Gullfoss fer. frá Rvík kl. 5 i dag áieiðis til Kaupmannahafnar. Lag- arfoss fór frá Hamiborg í fyrri- nótt áleiðis til Rvíkur. Reykja- foss er væntanlegur til Rvíkur kl. 1—2 í dag frá Hull. Selfoss fer frá Gautaborg í dag til Sarpsborgar, Odda og Rvíkur. Tröllafoss fór frá New York 27. þm áleiðis til Rvíkur. Tungufoss fór frá Recife 26. þm áleiðis til Cabadelo, heldur þaðan aftur til Recife óg síðan áleiðis til Le Havre í Frakklandi og Rvíkur. Hanne Skou er í Rvík. Katla fór frá Rvík 25. þm vestur og norð- ur um land. Sambandsskip Hvassafell er i klössun í Kiel. Arnarfell fór fí á Gdynia * í gær áleiðis til Wismar. Jökulfell fór frá Fáskrúðsfirði í gær á’eiðis til Murmansk. Dísarfell fór frá Brem en í gær til Rotterdam. B áfetl fór frá Aberdeen í gær áleiðis til Rvikur. Litlafell er á leið frá Djúpavogi til Hafnarfjarðar. Ríkisskip Hekla var á ísafirði i gærkvöld á norðurleið. Esja á að fara frá Reýkjavík á laugardagitt.n" austur um land \ hringferð. Herðubreið var væntanleg til Bakkafjarðar í gærkvöld. S.kjáldbreið var á Akureyri í gærkvöid. .Þyrill er í Reykjavík. Baldur fór frá Rvík i gær til Gilsfjarðar. Sósíalistafélag Reykjavíkur efnir til sveitakeppni í bridge ef næg þátttaka fæst. Keppnin hefst n.k. sunnudag kl. 1.15 e.b. og fer fram í Þingholtsstræti 27 2. hæð. Þeir sem óska eftir þátttöku í keppninni eru beðnir að tilkynna hana í skrifstofu félagsins Þórs- götu 1. — Sími 7510. Skemmtinefndin. H'lfl' fundur í kvöld kl. 8.30 ag Skóiavörðustíg 19. STUNDVISI. GÁT A Gátan í gær var um fatakistu. — Um hvað er þessi? Herm þú mér höld, svo híbýlaprúðan að innhýsa kunni allar skepnur og veita þeim björg og beina

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.