Þjóðviljinn - 31.03.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudagnr '13. marz 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Rsða Einars Olgeirssonar
Trylit átök
Framh. af 3. síðu.
TÍf Mun ekki hafa
samizt
Þá munu ýmsum þykja þetla
fróðlegar upplýsingar um
„einangrunina“ sem lofað hef-
ur verið — allt skal sitja við
það sama:
„Um heftingu á ferðafrelsi
bandarískra borgára mun ekki
hafa samizt fram yfir hinar
ströngu reglur sem herinn hef-
ur sett um algert bann við því,
að þeir séu á almannafæri eftir
kl. 10 á kvöldin nema á mið-
vikudögum til miðnættis. Þó
gildir þetta aðeins um nágranna-
bæi flugvallarsvæðisins, en ekki
til dæmis Akureyri“.
Menn bíöa með ópreyju
Að lokum segir þetta Banda-
ííkjamálgagn íhaidsleppanna
frá óþreyjufullri bið sinni eft-
ir nýjum vegi milli Reyajavik-
ur og Keflavíkurflugvallar,
lögðum af Bandaríkjamöanum:
„Varla er að búast við að
nokkrar umræður hafi farið fram
um rekstur radarstöðvanna af
hálfu íslendinga, það mál verð-
ur ekki afgreitt i einni svipan
og krefst tæknilegrar þekkingar,
sem ekki er fyrir hendi. Menn
bíða með óþreyju eftir því hvort
hernum verði leyft að flytja inn
lið til að leggja veg milli
Reykjavíkur og Keflavíkur,. eins
og sagt er að óskað hafi verið.
Um beina greiðslu í því skyni
að fslendingár Jegðu veginn mun
ekki geta orðíð að ræða”. :
Framhald af 3. síðu.
ICA, 08 og E54
Eins og fréttin frá Svíþjóð bar
með sér, er það ekki eingöngu
hér á landi, sem auglýsingastríð
hefur geisað milli olíuhringanna
upp á síðkastið. Þetta stríð á
sér stað alls staðar þar sem
þeir bítast um markaðinn, en
viðbrögð keppinauta Shell hafa
verið önnur erlendis en hér.
Þar hafa þeir tekið það ráð að
bæta einnig efnum í sitt benzín,
án þess þó að skýra nánar hvaða
efni sé um að ræða. BP hefur
þanriig bætt efni, sem það kall-
ar „08“ í sitt benzín og ESSO
öðru, sem nefnist „E54“. Ekki
verður ráðið af auglýsingum
þessara félaga, hvaða efni þetta
séu, aðeins talað óákveðið í öðru
■ fallinu um „lífræn efni“. Það
hefur flogið fyrir að umboðsfé-
lag ESSO hér á landi, Olíufé-
1 lagið h.f., hafi í hyggju að bæta
i,E54“ í benzín sitt hér. Það er
því ] ekki víst, að séð sé fyrir
• endann á auglýsingastríðinu.
!
Betra benzín
Eins og skýrt var frá í frétt-
inni á laugardaginn, skiptir það
höfuðmáli, þegar velja á um
margar benzíntegundir, hver okt-
antala þeirra er, því hærri, því
betra er benzínið. Benzín það
sem olíufélögin hafa nú á mark-
aðinum er fengið frá Sovétríkj-
unum og er það sama hjá þeim
öllum. Þeim sem ekki geta gert
upp við sig hvort sé betra,
benzín með eða án ICA, getur
verið nokkur huggun í því, að
það benzín sem þeir fá nú á
bíla sina hefur hærri oktantölu
og er því betra en það, sem
flutt var til landsins frá Cura-
cao, áður en viðskiptasamningur-
inn við Sovétríkin var gerður.
ás.
Framhald af 1. síðu.
fram hafa komið um endurskoð
un hernámssamningsins.
MARGT HEFUR BREYTZT.
Fyrir ári var frumvarp sósíal
ista um uppsögn varnarsamn-
ingsins fellt frá 2. umræðu og
neftid. Margt hefur breytzt á
því ári, að etoki sé hugsað til
þeirra finun ára, sem liðin eru
frá því að meirihluti Alþingis
var látinn samþykkja þátttöku
Islands í Atlanzhafsbandalag-
inu.
Enda þótt þingmenn við-
urkenni það ekki enn opin-
berlega, m'un mörgum orðið
ljóst, að aðvaranir sósíalista
l»á og síðar er hernámssamn-
ingurinn var gerður, voru á
rökum byggðar. Ýmsum
þe'irra blöskrar orðið ýfir-
gangur bandaríska hersins á
Islandi. Til þess hendir það
undanliald ríldsstjórnarinnar
sem m.a. hefur knúið hana
tíl að lefta eftir éndurskoð-
un á ýmsiun atriðum her-
námssamningsins, enda þó
lítíls sé að vænta af þeim
samningum eins og að þeim
er staðið. Eina rétta, einn-
ig fyrir þá sem ekki ætla sér
nema endurskoðun, var að
sjálfsögðu uppsögn samn-
ingsins.
Einar rakti það hvernig
sámningunum við Bandaríkin
héfði verið þviagað upp á þjóð-
iria og fólk blekkt til samþykk-
is við þá. Nú héldi enginn því
ythlytunin
Framh. af 12. síðu.
Halldór Sigurðsson
(Gunnar Dal)
Hallgrímur Helgason
Helgi Pálsson
Höskuldur Björnsson
Jakob Jónsson
Jón úr Vör
Jón Þórarinsson
Jórunn Viðar
Kristján Einarsson frá Djúpa-
læk
Kristinn Pétursson
Magnús Á. Árnason
Ólafur Túbals
Rögnvaldur Sigurjónsson
Sigurður Helgason
Tryggvi Sveinbjörnsson
Þórarinn Jónsson
Þorsteinn Valdimarsson
Ævar Kvaran
Kr. 3.000.
Agnar Þórðarson
Ármann Kr. Einarsson
Björn Blöndal
Emelía Jónasdóttir
Friðfinnur Guðjónsson
Gísli Ólafsson
Grétar Fells
Guðrún Indriðadóttir
Gunnar Gunnarsson yngri
Gunnfríður Jónsdóttir
Gunnþórunn Halldórsdóttir
Halldór Helgason
Helgi Valtýsson
Hjörleifur Sigurðsson
Jónas Jakobsson
Kjartan Guðjónsson
Kristján Davíðsson
Ólöf Pálsdóttir
Sigurður Róbertsson
Steingerður Guðmundsdóttir
Veturliði Gunnarsson
Vilhjálmur frá Skáholti
Þóroddur Guðmundsson
Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöð-
um.
í úthlutunarnefndinni áttu
sæti Þorsteinn Þorsteinsson
sýslumaður, formaður, Þorkell
Jóhannesson prófessor, ritari, og
Helgi Sæmundsson ritstjóri.
fram í alvöru, að nú eða á und-
anförnum árum hafi vofað yfir
hernaðarárás á ísland frá
Evrópuríki. Þeir Islendingar
sem létu múta sér eða blekkja
sig til að ofurselja landið er-
lendum her vegna fullyrðisigar
um þá árásarhættu, munu flest
ir sjá nú hvernig farið var
með þá.
TlMI KOMINN TIL AB
SNÚA VIÐ.
Einmitt þess vegna er nú
tími til kominn að snúa við á
þeirri braut. Ekki sízt ef þess
er gætt að Bandarikin, sem
meirihluti alþingismanna taldi
vörð friðarins í hehninum, ógn-
ar nú sjálfri tilveru mannikyns-
ins, ekki einungis með hótun
sinni um stríð, heldur jafnvel
með tilraunum sinum og und-
irbúningi að stríði.
Vetnissprengjutílraunir
Bandaríkjanna cg hinar ugg
vænlegu afieiðiiip(ar þeirra
hafa sýnt að einniifct nú
verða þjcðír þær, sem Banda
ríkin hafa lokkað í hernað-
arbandaíag \ið sig að láta
þau vita að þær fylgi ekki
lengur stríðsfyrirætlunum
bandaríska auðvaldsins.
NAUÐSYN NYRRAR
STEFNU.
Samþykkfc frumvrarpsins
um uppsögn hernámssamn-
ingsins þýðir breytingu í
utanríkispélitík íslands, þýð-
ir að Islendingar takg. upp
affcur stefpu sjálfsíæðis og
friðhelgis, taJka að styðja
friðaröfl heimsins, sýna
vilja sinn tíl vináttu við all-
ar þjóðir.
Með hernámssamningnum
var sjálfstæði Islands troðið
undir fótum, friðhelgi þjóðar-
innar var teflt í voða, landið
gert fyrirfram að vígvelli hugs-
anlegrar heimsstyrjaldar og að
árásarstöð Bandaríkjanna á
Evrópu.
Yrði samþykkt að segja her-
námssamningnum upp, yrði það
einnig til að tengja okkur nær
Norðurlöndum. Danmörk og
Noregur hafa neitað Bandaríkj
unum um herstöðvar, og eru
þó bæði þau lönd í Atlanzhafs-
bandalaginu.
FORDÆMI NORÐURLANDA.
Hemám fslands er að
fjarlægja okkur Norður-
landaþjóðunum. Það kemur
fram í því m.a. að íslenzk
stjórnarvöld heiígjá sig aft-
an í hina hættulegú utanrík-
ispólitík Bandaríkjanna í
málum, sem hinar Norður-
landaþ.jóðirnar hefa teríið
skynsamlega afstöðu til.
ÖII Norðurlöndin nema fs-
land hafa viðurlíennt alþýðu
stjóm Kína, og íengt, víð
hana viðskiptabönd. í því
máli á ísland tMmæleJauSt
að feta í fótsnnr h’nnn Norð
urlandanna, í stnð þess að
hengja sig í stofnu Banda-
ríkjanna.
Það er einnig timi til kominn
að utanríkismálastefnu íslands
• gagnvart • alþýðurík junuiri í
Evrópu vérði breytt. Þegar ís-
larid ‘gekk í Atlnr.zbafsbnnda
lagið var þáverandi forsætisráð
herra ómyrkur í riiáli hð'það
skyldi álítast állt. að því hern-
aðaryfirlýsing gegn Sovétríkj-
unum, að Island væri að ganga
í hemaðarbandalag auðvaldsins
gegn „kommúnismanum“, gegn
sósíalismanum í heiminum. Og
með hernámssamningrium var
verkið fullkomnað, haldið á-
fram þeirri sjálfsmorðspólitík
sem samþykkt var 30. marz.
AFSTAÐAN TIL ALÞYÐU-
RÍKJANNA.
Á síðastliðnu ári varð sú
breyting á, að viðskipti í stór-
um stíl tókust á ný milli ís-
lands og Sovétríkjanna, en þeim
viðskiptum sleit íslenzka ríkis-
stjórnin 1947. Nú er þetta ríki,
sem íslenzk stjómarvöld hafa
allt að því lýst stríði við, orð-
ið mesta markaðsland Islend-
inga. Og íslenzk stjórnarvöld
ættu að temja sér að líta á
stjórnir alþýðuríkjanna sem
aðrar ríkisstjórnir og hætta að
hugsa um þau sem ríki er Is-
land: ætti ásamt Bandaríkjaauð-
valdiau að þurrka út af yfir-
borði jarðar. Sósíalisminn í
heiminum verður ekki þurrk-
aður út.
ISLAND MÁ EKKI SLÍTA
FRÁ EYRÓPU.
Þá er einnig brýn nauðsjm
að íslenzk stjórnarvöld taki
meira tillit til þeirra miklu
breytinga, sem eru að verða á
afstöðu ríkjanna í Vestur-
Evrópu til Bandaríkjanna, þar
sem ek'.ri einungis verkalýður-
inn heldur einnig borgaraflokk-
arnir eru farnir að rísa gegn
ágangi Bandaríkjanna bæði í
viðskiptamálum og stjórmmál-
um.
ísland má ekki slí,ta úr tengsl
um við Evrópu. Sú hætta er tii,
að þegar Vestur-Evrópuþjóð-
irnar losi sig undan áhrifavaldi
Bandaríkjanna, takist þeim að
halda þrælatökum á Islandi, og
gera landið að spillingarbæli,
líkt og byrjað er á Keflavíkur-
flugvelli.
ÍSLAND Á BANDAMENN
I BANDARÍKJUNUM.
Það er óhjákvæmilegt vegna
íslenzku þjóðarinnar að visa
bamdarísíka hernum burt af Is-
landi.
Hvað eftir annað, undanfar-
in 5-6 ár, hef ég lýst þeirri
hættu sem þjóðinni er búin af
bandarísku hernámi. Þar með
er ekki verið að hvætja til fjand
skapar gegn bandarísku þjóð-
inni, sízt þvi fólki sem þrátt
fyrir ofsóknarbrjálæði, fas-
ismaskyldu, stendur eins og
■hetja í baráttu fyrir frelsinu.
I frelsisbaráttu íslendinga gegn
Bandaríkjunum eiga þeir
bandamenn í verltalýð Banda-
ríkjanna og þeim frjálslyndu
memitamönnum sem taka sömu
afstöðu og við til yfirgangs-
stefnu Bandaríkjaauðvaldsins:
Hættið ásælninni gegn fram-
andi þjóðum. Hættið að dreifa
herstöðvum um allar jarðir.
I ATT TIL HLUT-
LEYSISSTEFNU.
Ef frumvarpið um uppsögn
hérnámssamningsins verður
samþykkt, er það fyrsta sporið
í þá átt, að ísland taki á ný
upp hlutleysisstefnu.
íslendingar eiga að fara
að taka þá afstöðu, enda
þó*t þeir yrðu fyrstir til að
kveða upp úr með hana.
íslenflingar stæðu ékki einir
með þá stefnu. En þeir hafa
sérstöðu að geta sagt: Is-
land hefur aldrei átt í stríði
við nokkra aðra þjóð, þeir
gætu stoltir sagt heiminum:
Við eriim veikir og varnar-
lausir, vopnlansir í" heimi
gráum fyrir jámum.
Einmitt það sögðum við, Is-
lendingar, 17. júní 1944, og
stóð þó yfir heimsstyrjöld þá.
Við eigum að ségja það enn
til að 'efla trú þeirrk sem þrá
friö og berjast fyrir friði. Við
eigum að segja öllum héimi að
við viljum frið, frið í okkar
landi og engan erlendan her.
Við eigum að þora að halda
fram málstað smælingjans, mál-
stað friðarins í heiminum.
Samþykki Alþingi að segja
upp hernámssamningnum,
hljómar rödd íslands um
heiminn sem boðskapur frið-
ar, boðskapur alira þeirra
smáu í heiminum, sem eiga
líf sitt undir friði.
nýkomnar
Laugaveg 100.
(Jndirrit.. „ óskar að gerast áskrifandi að Þjóðviljanum
Nafn.............................
Heimlll .........................
— Skólavörðustíg 19 — Sími 7500
MARKAÐURINN