Þjóðviljinn - 01.04.1954, Síða 10

Þjóðviljinn - 01.04.1954, Síða 10
10)’—" ^JÓÐVILJINN , , S. -jjra£:hi;Jjnmhg.v- Funmtudagur 1. apnl 1954 . ‘ , J , i , £■ , 1 '. . s u 5' ;h :í' \Selma LagerlöJ: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 59. — Eftir þá nótt, sagð'i hann, ríkti myrkur í sál minni 1 margar vikur. Ég fann að ég haföi svikið frelsara minn. Ég hafði ekki megnaö aö stríða og vaka með honum. Ég var þræll heimsins. Freistingar hans höföu sigraö mig. Mér mundi aldrei hlotnazt hlutdeild í himnaríki. Ýmsir kirkjugesta urðu svo hrærðir yfir þeirri angist sem hann lýsti fyrir þeim, aö þeir fóru aö gráta. Mað- urinn í ræðustólnum hafði þá fullkomlega á sínu valdi. Þeir fundu til, þjáðust og börðust með honum. — Fríman vinur minn, hélt hann áfram, reyndi að hugga mig og hjálpa mér. Hann sagöi mér aö í kær- leika Krists væri huggunar aö leita, en ég gat ekki lyft sál minni til 'frelsará' mlns. Ég tignaði allt hið skapaöa meira en skaparann. En þegar neyö mín?var stærst1 sá ég Krist eina nótt. Ég svaf ekki. Þessar ríætur og daga vissi ég ekki hvað svefn var. En myndir sem líktust draumsjónum, liöu oft fyrir augu mér. Ég vissi að þaö var þreyta mín, sem orsakaði þær og ég veitti þeim enga sérstaka at- hygli. En allt í einu birtist mér mynd sem var mjög skýr og greinileg og hvarf ekki samstundis, heldur var kyrr. Ég sá vatn, blátt og skínandi og stóran hóp af fólki á bökkum þess. í miðjum hópnum sat maður meö sítt, hrokkiö hár, döpur, angurvær augu og virtist tala til fólksins og undir eins og ég sá hann vissi ég aö þetta var Jesús. Og sjá ungur maður gekk til Jesú, hneigði sig djúpt fyrir honum og lagði fyrir hann spurningu. Ég heyrði ekki orð hans. én ég vissi að ungi maður- inn var ríki unglingurinn sem frá er sagt í guðspjall- inu og hann var aö spyrja meistarann, hvað hann ætti aö gera til að öðlast eilíft líf. Ég sá að Jesús mælti við hann nokkur orð, og ég vissi aö hann sagöi, aö hann ætti að halda hin tíu boö- orð guðs. Ungi maðurinn hneigði sig enn einu sinni fyrir meist- aranum og brosti fullur sjálfsánægju. Og ég vissi að hann svaraði, að þau hefði hann haldið frá barnæsku. En Jesús leit á hann alvarlegu, rannsakandi augna- ráöi og sagði enn nokkur orö. Og í þetta sinn vissi ég einnig hvað hann sagði. „Viljir þú verða fullkominn, þá gakk burt og sel eigur þínar og gef fátækum og þú munt eignast fjár- sjóö á himnum. Og kom og fylg mér“. Þá sneri ungi maöurinn sér frá Jesú og gekk burt, og ég vissi að hann var hryggur, því að hann átti mikl- ar eigur. En þegar ríki ungiingurinn gekk leiðar sinnar horföi Jesús á eftir honum. Og úr augnaráði hans gat ég lesið óendanlega meö aumkun og óendanlegan kærleika. Ó, áheyrendur mínir, þetta augnaráð hans var svo himneskt að ég fékk hjart- slátt af fögnuði og ljósið lagöi aftur leið sína inn í formyrkvaða sál mína. Ég þaut á fætur, ég ætlaði aö þjóta til hans og segja honum að nú elskaöi ég hann heitar en allt annað. Nú stóð mér á sama um allt sem heiminum tilheyrði. Ég þráði ekkert annað en fá aö fylgja honum. Sýnin hvarf þegar ég hreyfði mig, en ekki minning- in um hana, vinir mínir og áheyrendur, ekki minningin. Daginn eftir fór ég til vinar míns, Pontusar Frímans, og spurði hann hva'ð hann héldi að Kristur krefðist af mér, því að ég hafði engar eigur að gefa honum. Hann sagði þá, aö Jesús óskaði þess áreiöanlega að ég fórn- aði honum öllum þeim heiðri og sóma, sem ég gæti aflað mér með lærdómi mínum, og geröist í staðinn fátækur og auðmjúkur þjónn hans. Og þess vegna varpaði ég öllu hinu frá mér og gerð- ist prestur til þess aö geta talað við mennina um Krist og kærleika hans. En þið, áheyrendur mínir, biðjið fyrir mér, því að ég verð að lifa í þessum heimi eins og þið öll, og heimur- inn reynir að freista mín og ég titra og skelfist af ótta viö að 'hán'rí srí’úi hug ríiínum frá Kristi og gerí mig að falsspámanni. Um leið spennti hann greipar og virtist sjá fyrir sér allar þær freistingar og angist sem biðu hans og um- hugsunin um hans eigin veikleika kom honum til aö gráta. Geðshræringin yfirbugaöi hann svo mjög að hann gat ekki haldið áfram. Hann sagði aðeins amen og féll síðan á kné í bæn. Einnig frammi í kirkjunni heyi'ðist snökt og kjökur. Með einni stuttri prédikun hafði Karl-Artur unnið hjörtu allra kirkjugesta. Fólkið hefði helzt viljað bera hann á höndum sér, þaö hefði viljað fórna sér fyrir hann á sama hátt og hann fórnaði sér fyrir frelsara sinn. En þótt áhrífin af orðum hans væru mikil hefðu þáu ekki orðið eins geysileg, ef lýsingarvottorðin hefðu ekki verið lesin úpp á eftir. Ungi presturinn las fyrst nokkur nöfn sem enginn veitti athygli en allt í einu fölnaði hann lítið eitt, beygði sig nær skjalinu til að athuga hvort hann hefði ekki mislesið sig. Svo hélt hann áfram upplestrinum lágri röddu eins og hann hirti ekki um að til hans heyrðist. -— Lýsing til heilags hjónabands framkvæmist hér með í fyrsta sinn milli verksmiöjueigandans Gústafs Hinriks Schagerströms á Stóra Sjötorpi og yngismeyjar Karlottu Adríönu Löwensköld og eru þau bæði úr þess- ari sókn. Megi hamingja og guðsblessun fylgja þeim í þessu þýðingarmikla sambandi, sem stofnað er til af guði. Það skiptir engu máli þótt ungi presturinn hefði lækkað róminn. Það var dauðaþögn í kirkjunni og hvert orð heyrðist. .'.jset CjLíHS oc CAMMM Hjá tann’ækninum: Sjúkl.ingfurinn: En það var ekki þessi tönn sem átti að drajra úr mér. Læknirinn: Verið bara rólegur — ég kem bráðum að þeirri réttu. Gesturinn: Get ég fengið að taJa við húsráðandann? Vinnukonan: Bíðið andartak. Þau pru að gjera út um það hjónin; hvort þeirra sé það. Frú Rósa: Fegar ég kom hetni í gærkvöldi var maðurinn bara kominn með hendurnar þar sem hann er vanur að hafa fæturna. Vinkonan: Guð komi tii. Hvað gekk að manninum? Rósa Hann var að staga í sokk- ana sína. Það var á mæðradaginn að kenn- ari í bamaskóia var að frseða nemendur sína um sólina, tunglið og stjömurnar. Að þvi loknu skyldu börnin skrifa mæðrum sínum fáelnar línur í tllefni dags- ins. Stebbi lltli komst þaimlg að orði í sfnu bréfi: Þú ert bezta mamman í öllu sól- kerfinu. Q^eimilí eimilisþáttur LoSin kápa Mörg nýju kápuefnin eru svo loðin að þau minna á loðfeldi. Það eru bæði teddybearefniin °g nýju tweed efnin sem eru mjög loðin og afarmjúk. Hér Þegar giuggar eru málaðir Þegar gluggakarmur er mál- aður er erfitt að komast hjá því að málningarblettir komi á glerið og oft er vont að ná þeim af aftur. Hér er dálítið ráð sem mörgum hefur reynzt vel. Ræmur af dagblaðapappír eru vættar í vatni og þær límd- tir á rúðuna méðan málað er; þær tolla meðan pappírinn er blautur. Og það er auðvelt að ná þeim af jægar verkinu er lokið. er mynd af kápu úr ósviknu skozku tweedi sem er mjög loðið. Þessar kápur eru dásam lega hlýjar og þær geta verið mjög fallegar ef sniðdð er í samræmi við loðna efnið. Það er ekki fallegt að hafa flókið og margbrotið snið á þessum kápum og það þýðir ekki að sníða þeér eins og kápur úr sléttu kambgarai, en ef tekið er tillit til hinna sérstöku eig- inleika efnisins geta flíkurnar orðið mjög fallegar. Á mynd- inni sést víður frakki með skemmtilegri hneppingu að framan. Þótt kápan sé tví- hneppt endar hneppingin á ein- um hnapp í hálsinn. Kápan er með innanávösum og breiðum uppslögum á ermunum. Hentugur klæðnaður eða skringilegur? Stundum getur verið gaman að Arera skringilega klæddur, en hentugu fötin eru betri þegar til lengdar lætur. Frönsku flík- urnar tvær sýna hvað við eig- um við. Röndótta ullarpeysan er dæmalaust skringileg og hún vekur óneitanlega á sér athyglij en er hún hentug? Að vísu er hún úr ull og mjög þykk, en það næðir gegnum hana og hún er því ekki heppileg til að nota utandyra, og hún er alltof viöa- mikil til að nota hana inni. Og maður þreytist fljótlega á of stórröndóttum peysum nema maður eigi því meiri föt fyrir. Þá er Ijósa stormblússan betri og hentugri. Hún er ekki mikið fyrir augað, en hún er afbragð að bregða sér í á næð- ingssömum frostdegi. Með síö- buxum og ullarpeysu er engin hætta á að manni verði kalt í þessari blússu. Stormblússan er með rennilás að framan og hettan er laus og hægt að taka hana af þegar veður leyfir. — Hettan er með smekk að framan sem lokaður er með rennilás og fellur þétt að hálsinum. Nœlonpelsar Nú fást nælonpelsar í Kaup- mannahöfn. — Úrva'ið er ekki mikið og pelsamir eru ekki sérlega girnilegir. Verðið er milli 500 og 700 danskar kr. Og þeir hafa aðeins verið til í brúnum lit. Ef pelsarnir eru góðir eru þetta mjög góð kaup, en reynsla er ekki fyrir hendi enn. Ef gæðin eru léleg eins og í næ’onsokkunum er lítið í þá vari'ð. Næionpelsarnir líta út nákvæmlega eins og skinn og útlitið er miliistig milli teddybearefnis og mjúks bib- erettskinns.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.