Þjóðviljinn - 06.04.1954, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 6. apríl 1954 — 19. árgangur — 80. tölublað
Skattafrumvarpið til l. umr. í efri deild:
Auðfélög landsins stórhagnast á
skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar
ívilnanirnar til fjölskyldufólks nema litlu
hroti af skattaráni hins opinbera
Bretar handtaka
frá Jagan og
8 aðra
Brezki landstjórinn í nýlend-
unni Guyana í Suður-Ameríku
lét í gær handtaka frú Jagan,
konu fyrrverandi forsætisráð-
herra landsins ,og átta mean
aðra. Eru þau sökuð um að
hafa hvatt til mótmælafundar
gegn handtöku manns hennar,
Framhald á 5. síðu
Skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar var til 1. umr. í
efri deild Alþingis í gær. í ræðu, er Brynjólfur Bjarnason
flutti, deildi hann fast á galla frumvarpsins, og sýndi
fram á ,að þeir sem hagnast mest á því, eru auðféiögin,
sem fá stórar upphæðir í 20r/o skattalækkun frumvarps-
ins. ^
Útdráttur úr ræðu Brynjólfs
fer hér á eftir:
Menn höfðu lengi beðið eftir
þessu frumvarpi og með mik-
illi eftirvæntingu. Stjómarflokk-
arnir höfðu lofað, að það skyldi
fela í sér miklar kjarabætur
fyrir almenning. Og nú er það
komið. Og ég held að óhætt sé
að segja að það hafi valdið
miklum vönbrigðum.
Það skal játað, að frumvarp
þetta felur í sér nokkrar íviln
anir fyrir hinn almenna skatt-
þegn. Tekjuskattur fjölskyldu-
fólks er lækkaður nokkuð og
auk þess eru í frumvarpinu ýms-
ar minni háttar lagfæringar. En
það sem fyrst og fremst vekur
athygli er hvað þetta er smátt
og munar litlu.
Brot af álögunum
Þetta sést strax á því, hvað
Heimsókn forseta Islands
til Norðurlanda hafin
Noregsförin ferst fyrir vegna and-
láts krónprinsessunnar
Ásgeir Ásgeirsson forseti og frú Dóra Þórhallsdóttir
komu í gær til Kaupmannahafnar á fyrsta áfanga heim-
sóknar sinnar til Norð'urlanda.
hækkunin nemur örlítilli upp-
hæð, borið saman við heildar-
tekjur hins opinbera, sem lagð-
ar eru á skattþegnana. Skatta-
lækkunin mun varla nema miklu
hærri upphæð en 10 milljónum
króna. Allir opinberir skattar
nema nú varla minna en 800
milljónum króna, þegar allt er
talið, tollar og óbein gjöld,
tekjuskattur og útsvör, tekjur
af einkasölum, tryggingagjöld og
Framh. á 11. síðu.
Franskir ráðherrar sluppu
naumlega frá mannfjölda
Athöfn við Sigurbogann snerist upp
í mótmæli gegn Evrópuher og stríði
í Indó Kína
Forsætisráðherra og landvarnaráöherra Frakklands
fengu óblíðar kveðjur 1 fyrradag þegar þeir hættu sér í
talfæri viö franskan almenning.
Laniel forsætisráðherra og París til að
Pleven landvarnarráðherra fóru
á sunnudaginn til Sigurbogans í
Gullfoss kom í gærmorgun til
Kaupmannahafnar og tók mik-
ill mannfjöldi á móti íslenzku
gestunum. Friðrik konungur og
Ingiríður drottning tóku á móti
forsetahjónunum. Herskip og
virki heilsuðu með fallbyssu-
skotum og forseti og konungur
skoðuðu heiðursvörð úr danska
lífverðinum.
„Dönsk alþýða skilur bar-
áttu íslenzkrar alþýðu“
Dönsku blöðin rita mikið um
íslenzk málefni og birta forystu-
greinar í tilefni forsetaheim-
sóknarinnar.
Land og Folk, málgagn Komm-
únistaflokks Danmerkur, segir
m. a. að dönsk alþýða hafi skil-
ið aðgerðir íslendinga á stríðs-
árunum eins og hún skilji nú
baráttu íslenzkrar alþýðu fyrir
frelsi sínu undan bandaríska
hernáminu. . fslendingar megi
einnig vita að alþýða manna í
Danmörku líti sömu augum á
handritamálið og þeir sjálfir.
Drukku hvor öðrum til
Af hafnarbakkanum óku kon-
ungur og forseti og drottning og
forsetafrú í vögnum með fjór-j
um jörpum hestur fyrir til
Amalienborgar. Þar var snædd-
ur hádegisverður en síðan fór
forsetinn og lagði sveig á minn-
isvarða þeirra Dana sem féllu
í baráttunni gegn hernámsliði
Þjóðverja. Þaðan var farið í
móttöku fyrir þrjátiu erlenda
sendimenn og kynnti Sigurður
Nordal sendiherra þá fyrir for-
seta.
í gærkvöld var veizla í Krist-
jánsborgarhöll þar sem konung-
ur bauð forseta velkominn og
drakk honum og frú Dóru til en
Framh. á 5. síðu
Stórveldafundur um
vetnlssprengj una
er einróma krafa brezka þingsins
Þaö er einróma álit brezka þingsins að æðstu menn
Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna eigi að koma
saman til aö ræöa hættuna sem mannkyninu stafar af
vetnissprengj unni.
René Pleven
Attlee, foringi Verkamanna-
flokksins, hóf umræður um til-
lögu flokksins um að skora á
ríkisstjórnina að eiga frumkvæði
að því að slíkur fundur verði
haldinn þegar í stað.
Siðmenningin í hættu
Vetnissprengjan hefur skapað
algerlega nýtt viðhorf, valdið
þáttaskilum í sögu mannkynsins,
sagði Attlee. Þegar svo er kom-
Æðstu menn USA
héta árás á Kína
Dulles og Knowland tala um árásir á kín-
verskar borgir með öfIugustu vopnum
UtanríkisráÖherra Bandaríkjanna og leiötogi stjórnar-
flokksins í öldungadeildinni hafa haft í hótunum um
bandarískar hernaöaraögeröir gegn Kína.
ið að hægt er að eyða stærstu
borgir með einni sprengju er
tilvera siðmenningarinnar í voða.
Fólk er óttaslegið og það með
réttu.
Framhald á 5. siðu.
Attlee.
Cburchill.
heiðra minningu
hermanna, sem
fallið hafa í
Indó Kína.
Töluverður
mannfjöldi
hafði safnazt
saman og þeg-
ar ráðherrarn-
ir komu var
farið að hrópa:
„Niður með
Evrópuherinn!
Niður með
stríðið í Indó Kína!“
Einnig hrópaði fólk: „Lifi Juin
marskáikur!1 en Laniel svipti
hann nýlega öllum trúnaðarstörf-
um fyrir að gagnrýna Vestur-
Evrópuherinn. Loks var Pleven
beðinn að hypja sig til Indó
Kína ef hann væri ekki ragur.
Landvarnaráðherrann
fékk á’ann
Ráðherramir tóku þann kost
að flýja af hólmi. Lögreglan átti
fullt í fangi með að hindra að
bíl Laniels yrði velt og Pleveri
fékk þéttingsmikið kjaftshögg
þótt hópur liðsforingja reyndi að
slá skjaldborg um hann.
í gær ræddi Juin við LanieT.
Að viðræðunum loknum lýstj
hann yfir að hann myndi ekkl
láta af herstjórn fyrir A- banda-
lagið fyrr en tryggt væri að
annar Frakki tæki við af sér.
Á sunnudaginn sagði Will-
iam Knowland, formaður þing-
flokks republikana í öld-
ungadeild Banraríkjaþings að
ef Kína veitti sjálfstæðishreyf-
ingunni í Itidó Kina lið gegn
Frökkum,
sem heyja
striðið þar
með banda-
rískum stuðn-
ingi sem nem-
ur % af her-
kostnaðin-
um, myndu
Bandaríkin
ráðast á Kína
sjálft. Know-
land kvað
Bandaríkjamenn eiga margra
kosta völ ef til þess kæmi að
ráðast á Kína. Hægt væri að
gera loftárásir á kínverskar
bogir, loka öllum höfnum lands
ins með hafnbanni eða efla
Framhald á 5. síðu.
Krónprinsessa
Noregs látin
Marthe, krónprinsessa Norð-
manna, dó í gærmorgun í Osló
úr lifrarsjúkdómi. Hún hafði
lengi verið vanheil.
Márthe er af sænsku konungs-
ættinni. Þau Ólafur ríkisarfi áttu
þrjú börn. Hún varð 53 ára
gömul. Þjóðarsorg er í Noregi
eftir lát hennar.
Drengileg afstaða í
liandrítamálinu þökkuð
Sósíalistafélag Reykjavíkur hélt árshátíö sína
aö Hótel Borg s.l. laugardag. Var hún fjölsótt og
tókst meö ágætum. M.a. flutti Sverrir Kristjáns-
son þar snjalla ræöu sem birt veröur hér í blaö-
inu á morgun. Á fundinum var samþykkt meö
langvarandi lófataki að senda svohljóðandi skeyti:
„Reykvískir sósíalistar, saman komnir á árs-
hátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur aö Hótel Borg
laugardaginn 3. apríl 1954, fhjtja yður, Thorkild
Holst og Aksel Larsen og Kommúnistaflokki Dan-
merkur, alúðarfyllstu pakkir fyrir hina drengilegu
afstöðu í handritamálinu. Þó að vér tölum hér í
nafni Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista-
flokksins, þá'pökkum vér yður fyrst og fremst
sem íslendingar og erum þess fullvissir að allir
sannir föðurlandsvinir þakka yður af sama huga
og vér“.