Þjóðviljinn - 06.04.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.04.1954, Blaðsíða 4
&) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. apríl 1954 Bóndinn í Bráðagerði Síðasti þátturinn úr ævisögu járðar var skemmtilegur og á- hrifamikill eins og lok mikil- íenglegrar skáldsögu, og er þá eftir að vita, hvað nsest kemur. Ungir höfundar hafa óvenju- mikið verið framá í dagskránni. Rannveig Tómasdóttir, sem ég veit reyndar ekki, hvort ung skal teljast, kom enn með sama æskusjarmann yfir frásögn sinni. Thor Vilhjálmsson las frumsamda smásögu, „Snjór í París“, sem mér finnst reyndar vafamál, hvort rétt er að nefna smásögu. Þetta eru skyggningar í líf allmargra persóna í höfuð- borg tízkunnar, en tengibandið er snjór úr lofti. Ég gæti hugsað að í Thor búi meira efni-en flest- um öðrum hinna yngri höfunda. Síðast þegar ég kynntist hon- um var hann ekkert annað en friðsæl þrá eftir dauðanum. Nú hefur honum vaxið þróttur og áhugi á lífinu, hann hefur öðlazt ást á því og jafnframt aðkenn- ingu af hatri til óvina þess. Blær frásagnar bæði sterkur og Ijóðrænn, myndir skýrar og af- markaðar. — Erfiðara er að fella dóip um sögukafla Elíasar Mar- ar, ýmsir þýðingarmiklir þættir þess, er lesið var, eru háðir því sem á undan var. gengið og á eftir mun koma, og verða ekki að fullu metnir án sambands við það. Frásögn er lipur og mál gott. Til æsku í dagskránni Björnssonar og ekki síður fyrir safntal hans að þessu sinni við ungan listamann, Jóhannes Jó- hannesson. Það er mörgum fagnáðarefni, ef ungir hstamenn sveigjast að nýju inn á þá braut að tengja list sína sem mest daglegu lífi. Þannig hefur hún verið andlegur lífgjafi fólksins í gegnum aldirnar. Kvöldvakan á fimmtudaginn var ein hin heilsteyptasta og innihaldsríkasta sem flutt hef- ur verið. Úr miklu var að velja, þar sem tekin var samfelld dag- skrá úr sögu Árnesþings. Ár- nessýsla er fjölbreyttasta hérað landsins frá jarðsögulegu sjón- armiði, og þar var miðstöð ör- lagaátaka þjóðarsögunnar um liðnar aldir. Þá var einnig ágæt- ur fræðimönnum á að skipa til að gera dagslcrána úr garði, svo að úr varð brotalaus heild. í vetur hafa átthagafélögin og héraðsbúar heima lítið komið fram á kvöldvökum til kynn- ingar einstökum héruðum og minna en oft að undanförnu. Útvarpsráð á að leggja sig fram um að fá héraðakvöldvökur sem flestar á vetri hverjum og láta sig sem minnstu skipta, þó að einhverjir séu með merkilegheit út í þær og þyki þær sveitó. Því ber ekki að neita, að sumar héraðskvöldvökurnar hafa verið nokkuð hástemmdar og jafnvel angurværar, og bæri að taka vara fyrir þvílíku. Kvcldvaka Árnesinga var mjög til fyrir- myndar að hlutlægni og þegar kynning er gerð á þann hátt, þá geta héraðskvöldvökurnar orð- ið merkilega vinsæl og áhrifarík fræðslustund. Erindið frá útlöndum var ó- merkilegt hjá Þorsteini Thorar- ensen. Áróðurinn lá utan á hverri setningu, og stefndi allt að því að gera áheyrendum ljóst hættuleysi tilrauna með vetnis- orðum hans, að allar fréttir um örlagarík áhrif sprengjunnar 1. marz væri þjóðsögur einar, að því undanskildu, að einn einasti bátur hefði álpazt inn á bann- svæðí. Þá tók hann undir með stjórn Bandaríkjanna um að það væri haugalygi, að sprengju- meistararnir hefðu misst tök á sinni bombu, hún hafði aðeins verið helmingi sterkari en þeir höfðu haldið. — Ekki veit ég, hvernig Útvárpsráð og Útvarps- stjóri geta þolað það þegjandi og hljóðalaust, að japlað sé í Út- varpinu á þvílíkri bölvaðri vit- leysu sem þeirri, að það heiti tök á viðfangsefnum, þótt skeiki um helming. Það þætti lélegur mælingamaður, sem fengi 200 metra, þar sem ættu að vera 100. Það væri allalvarlegur ásetning- ur, ef 400 rollum væru ætlaðar birgðir, sem hæfilegar væru handa 200. Ég held bara, að Páll Zophoníasson fullyrti að bóndi sá, er það gerði, hefði ekki tök á hlutunum. Við skulum bara segja það alveg eins og það er: Um leið og Bandaríkin lýstu því yíir, að sprengja þeirra hafi verið helmingi sterkari en þeir bjuggust við, þá kunngerðu þeir öllum heimi, að þeir höfðu ekki tök á vítisvopni því, er þeir hentu, og það er svívirðing við mannlega skynsemi að halda öðru fram. Einar Arnórsson flutti síðara erindi sitt um suðurgöngur ís- lendinga í fornöld. Fræðsluer- indi sem þessi þykja sumum æði þurr, en vegna þeirra er áhuga hafa á fræðilegum efnum, ætti Útvarpið að sjá fyrir einu slíku erindi á viku hverri af hendi góðs fræðimanns. — Er- indi Jóhönnu Friðriksdóttur var mjög ánægjulegt eins og sjálft hið íburðarlausa líf. Þáttur Rúriks með kvöldkaffinu var bráðskemmtilegur. Val hljóm- listar til flutnings finnst mér hafa tekið miklum breytingum til batnaðar nú í seinni tíð og \ farið bil beggja milli léttrar hljómlistar og hinnar æðstu. Jassar og harmonikkur hafa verið dregin í hlé, minna af stórverkum meistaranna, sem allt of fáir hafa aðstöðu til að njóta og geta aldrei notið sín í gegnum útvarp yfir önn heim- ilisins á sama hátt og í tónlist- arsölum. Létt og hrein smátón- verk eru orðin meira ábérandi en áður. Hljómlist Akureyring- anna á föstudagskvöldið var mjög ánægjuleg og ég get ekki stillt mig um að láta enn í ljós aðdáun mína á þul þeim, er þeir hafa nú. Lög eftir Helga Helga- son, Aladdínsvítan, léttu og ljúfu klassisku lögin, sem Carl Billich færir okkur vikulega, Rósamunda og lög eftir Karl Runólfsson á vegum Útvarps- hljómsveitarinnar, sónata eftir Beethoven undan slætti Þórunn- ar Jóhannsdóttur, — þetta hvert fyrir sig og allt til samans hygg ég hafa mikla möguléika til að veita ánægju og unað öllum al- menningi hlustenda. Musica sakra tel ég ekki með af þeirri Álfur Utangarðs: Bóndlnn í BráðagerSi. — Skáldsaga. — 155 blaðsíður. — Bókaútgáfan Kjölur, Beykjavík 1954. Það höfðu margir gaman af Bóndanum í Bráðagerði þegar hann var að koma út í Þjóðvilj- anum í haust og vetur. Það var einkar eðlilegt. Sagan er skrifuð í léttum tóni, mörg hláleg atvik koma fyrir, og — umfram allt — þekktu reykvískir lesendur blaðsins sögusviðið út í æsar. Þar bregður meirá að segja fyrir persónum sem torveldara er að villast á en nafngreina. Mátti jafnvel segja að sagan væri dómabók um menn og málefni sem Reykvíkingar hafa verið sérstaklega handgengnir á und- anförnum árum. Efnið er annars það I höfuð- atriðum að Jón bóndi í Bráða- gerði er sendur til höfuðstaðar- ins til að leita fyrir sér um viðréttingu Vegleysusveitar hjá máttarstólpum þjóðfélagsins. Það er mikill mannflótti úr sveitinni; það vantar lán og styrki og prest og fleira. Jóni er fetigið í hendur skipunarbréf eitt mikið, til sönnunar því hver hann er. En honum veitist tor- velt að hitta höfðingjana á eðli- legum skrifstofutíma, en lendir í staðinn í drykkju þegar fyrsta kvöldið og eftir það í „kjallar- einföldu ástæðu, að ég hafði ekki aðstöðu til að hlusta. Leikurinn Koss í kaupbæti naut sín vel í Útvarpinu af svo fjölmennum leik. En öðru sinni leyfi ég mér í nafni hlustenda að fara fram á það, að meiri rækt sé lögð við það • að kynna persónur, þegar um svona marga leikendur er að ræða. Það er lágmark, að við upphaf leiks séu aðeins kynntir þeir, sem koma fram í fyrsta þætti og síðan við hver þáttskil þeir, er nýir koma til sögunnar. G. Ben. anum“, Iætur mann af götunni snuða sig um heila máltíð, lendir í slagsmálum daginn sem verið er að selja landið — og er seint að telja alla ógæfu sveita- mannsins í þessari babýlon. Býst hann að lokum til brottferðar, og hefur ekki haft annað upp úr krafstrinum en beinhoraða þýzka stúlkukind sem hann von- ar þó að Jónsi sinn geti brúkað þegar búið er að ala hana um hríð á undirstöðumat heima í Bráðagerði. Þetta er sem sagt ekki leiðin- legur lestur, og sagan er að því leyti hýstárleg hér hjá okkur að henni er ætlað að vera skop- rit og ýkjusaga á alvarlegum bakgrunni. Hún á að vera satíra um ýms þau fyrirbæri nútímans sem aðsópsmest eru hér í Reykjavík: drykkjuskapur, stjórnmálaspilling, trúhræsni og fleira. Jón á hinsvegar að vera sá náttúrlegi sveitamaður, sem skilur hlutina upprunalegu við- horfi og hverfur á braut með opnuð augu fyrir skinhelginni og spillingunni. Það er gaman að fá þessa tegund sögu inn í nútímabókmenntir okkar; og á- nægjulegt væri að mega treysta þvi að höfundur, hver sem hann er, héldi áfram á þessari braut. Nú er hann reynslunni og æf- ingunni ríkari, og ætti að geta tekizt betur næst — þó þetta verk hans hljóti í megindráttum að teljast misheppnað. Og er nú að segja frá því. Eins og sagði hlýtur sagan að eiga að vera dár og spé um þau ofannefndu fyrirbæri sem undanfarið hafa vaðið uppi hér í borginni. En sagan snýst svo hastarlega í höndum skáldsins að hún verður miklu fremur háð um Jón íbcjnda. Og ástæðan hlýtur að vera sú, að það er hann sem tekinn er úr sínu eðlilega umhverfi og settur á svið í ókunnum stað þar sem Framhald á 11. síðu mætti einnig telja þáttinn úr heimi myndlistarínnar, þæði að sprehgju. Helzt var. að skilja á formi hans í höndum Björns Th. FÓLK utanaf landi og annað það fólk sem sjaldan eða aldrei hefur í Þjóðleikhúsið komið, hefur stundum haft orð á því að erfitt væri ’að íinna miðasölu Þjóðleikhúss- ins. Það fer niður að Þjóðleik- liúsi í aðgöngumiðaleit á til- 'settum tíma, reyhir allar áðal- dyrnar og þær eru allar 'lok- aðar. Og þótt það snúi sér á alla enda og kanta og skin.i í allar áttir er engar leiðbein- ingar að finna. Ókunnugt iólk iætur sér ekki detta í hug aö íara að leita að hliðardyrum, heldur snýr heimleiðis í öng- um sínum og fær enga miða þann daginn, þótt einhver Kunnugur leiði það seinöa í allan sannleika. Þessu rnætti kippa í lag með lítilli fyrir- höfn. Annaðhvort mætti opna einhverjar af aðaldyrum Þjöð- leikhússins eða setja upp lítið Hvar eru mioarnir seldir? — Galli sem auðvelt er að lagfæra — Enn um okur og féflettingu — Verð- lag ekki í verkahring verðlagsskrifstofunnar ökilti til leiðbeiningar þeim sem rata ekki í miðasöluna. Vonandi sjá forráðameon ÞjóðreiIihúráÍM sér fært að taka þetta fll athugunar. JÓNlNÁ ákfifar°'eftirfái'andii — „Margir háfa kvartað yf- ir því undafarin ár hvað verð á sömu vöru sé mismunandi í hinum ýmsu búðúm. Sjálf hef ég aðeins kyimzt því af af- spurn, þangað til aú fyrir stuttu að ég rak mig svo ó- þyrmilega á svona verðmis- mun, að ég get ekki stillt mig um að taka mér penna í hönd. Frændfólk iiiitt úti á landi bað mig áð káúþá1 fyrír sig • nælonskyrtur á'tVo unga þilta af tiltekinni stærð, en þar sem ég vinn úti allan daginn og íkemst því ekki í ibúðir nema í matartímanum og þá á hlaup- um, keypti ég umræddar skyrt ur í stórií' verzlunarhúsi í Austurstræti. Verðið var kr. 238,00 á hvorri skyrtu. Ðýrt er drottins orðið, hugsaði ég í sakleysi minu um leið og ég tók við skyrtunum. Svo sendi ég þær út á land eins og um va'r beðið. En nokkrum dögum seinna var ég' á gangi' 'iim Laugaveginn og sá ég þá ná- kvæmlega samskonar skyrtur í búðarglugga þar. Eg gat ekki stilít mig um að spyrja um verðið á þeim og mér varð hreint ekki lítið hverft við þegar þær kostúðu á þessum stað kr. 171,50. Verðmunurinn á hverri skyrtu var hvorki meira né minna en 66.50 eða samtals 133 krónúr á tveim skyrtum. Eins og geta má nærri varð ég alveg eyðilögð yfir þessu, — ég hafði látið féfletta mig og frændfólk mitt, en við þéssu var ekkért að gera úr því sem komið var, enda voru piltarnir farnir að nota skyrturnar. Auk þess skilst mér að okur og upp- sprengt verð í verzlunum ikomi engum við ciú orðið nema kaupmanni og kauþ- anaa,' — og þótt til sé skiif- stofubákn sem nefnist verð- lagsskrifstofa og embættis- maður sem kallast verðgaezlu- stjóri þá skyldi -enginn láta sér detta í hug að bera sig upp við þá stofnim, því að verðlag er ekki í henaar verka hring. Hið eina sem ég get gert er því að segja mínar farir eigi sléttar og vara fólk við að kaupa að óreyndu næl- onskyrtur í einu stærsta verzl unarhúsi í Austurstræti, þótt hinir stóru og glæsilogu sýn- ingargluggar kunni að laða margaci inn í búðina. — Jón- ína“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.