Þjóðviljinn - 08.04.1954, Blaðsíða 4
4) — T’.TÓÐVILJINN — Fimmtudagur 8. apríl 1954
Um kosningarnar í vetur
var það ein háværasta krafa
allra andstæðinga íhaldsins,
að stórt átak yröi gjört t.þ.a.
bæta úr því ófremdarástandi
sem stór hópur Reykvíkinga
é við að búa í húsnæðismál-
um.
Allir hugsandi menn vita
a'ö aðbúð þess fólks sem býr
ennþá í hermannaskálimum
er sá blettur á bæjarfélaginu
sem verður að afmá. Meiri-
•hluti kjósenda gerði sér líka
ljóst, að það verður ekki
gjört í náinni framtíð, ef
Sjá’fstæðismenn, sem ennþá
sitja með meirihlutavald í
bæjarstjórn fá að rá'ða einir
hvaða framkvæmdir verða
gerðar og hvenær. Röðin kem-
ur seint að þeim verst settu í
þijóðfélaginu.
Við fjárhagsáætlun báru
fullfrúar allra andstöðuflokk-
anna fram breytingatillögur
varðandi framkvæmd í bygg-
ingamálum. Krafa Sameining-
arflokks alþýðu var þa.nnig:
,,Bærinn hefii á þessu ári
bygglngu 400 íbúða og gefi
þeim sem nú búa í herskál-
ími og iiðru heilsuspillandi
húsnæði, kost á þessum íbúð-
um með leigukjörum er sam-
svari greiðslugetu þeirra.
Skuli þessar íbúðir byggðar í
f jölbýlishúsum á hentugum
stað.“
Þessi tillaga var felld orða-
laust, eins og allar áðrar til-
lögur sem fram komu varð-
andi þessi mál.
Minnihluti bæjarstjórnar er
sammála um að nauðsynleg-
um framkvæmdum megi ekki
MINNISBLAÐ UM BÆJARMÁL
fresta áfram. Þessvegna báru
allir fjórir flokkar minni-
hlutans fram sameiginlegar
tillögur í húsnæðismálum á
síðasta fundi bæjarstjórnar.
Fyrri tillagan, sem Ingi R.
Helgáson lagði fram, og allir
andstöðuflokkarnir töluðu fyr-
ir var um skráningu nú þeg-
ar á öllu heilsuspillandi hús-
næöi, eins og gert er ráð fyr-
ir í heilbrig'ðíssamþykkt bæj-
arins 34 gr., en svikizt hefur
verið um að framkvæma.
Hina tillöguna fluttí Gils
Guðmundsson í .nafni hinna
4 flokka, var liún þess efnis
að samhhða rannsókn á heilsu
spillandi húsnæði, væri athug-
að hvað margir gæiu sjálfir
lagt frám eit'thvert'fé til hús-
bygginga ef tryggt væri að
60% af byggingakostna'ði yrði
veitt með hagkvæmum lánum
frá því opinbera.
Borgarstjórinn sneríst auð-
vitað öndverður gegn báðum
þessum sjálfsögðu kröfum til
undirbúniags raunhæfra að-
gerða. í ræðu sinni tíndi
han.n til ýmislegt sem þeim
herrunum hafi fundizt nauð-
synlegt í framkvæmd heil-
brigðissamþykktarinnar. T. d.
nefndi hann rannsóknir á
matvörubúðum, það taldi hann
raunhæfara en skýrslugerðir.
Skipastóll landsmanna
um 100000 brúttólestir
í október 1953 áttu landsmenn skv. skipaskránni 653
skip samtals 99363 brúttólestir, þar af eru gufuskipin 64
samt. 39004 lestir, en mótorskipin 589 og 60359 lestir
brúttó. Á sama tíma árið 1952 var skipastóll lands-
manna 97644 lestir og hefur því vaxið um 1719 brúttó-
lestir á árinu.
Þeir hefðu þurft að vinna
nokkra mánuði dagleg störf
í Bamavemdarnefnd Reykja-
víkur, þá hefðu þeir ekki
þurft a'ð vera í vafa um það
hvar ætti að byrja á fram-
kvæmdum, hvað væri mest að-
kallandi. Jafnframt lofaði
borgarstjórinn ,,raunhæfum“
tillögum á næsta fundi. Lof-
orðin þekkir reykvísk al-
þýða, og efndirnar.
Um þessar mundir hefst 10.
árið, síðan reykvískt alþýðu-
fólk fór að setjast áð í hin-
um yfirgefnu hermannaskál-
um I bænum og í umhverfi
hans.
Fyrst og fremst var það
barnafólkið sem í neyð sinni
varð að gera sér þetta að
góðu. Mörgum þótti rúmgott
þar og gerðu sér vonir um að
geta, me'ð því að búa í svo
ódýru húsnæði nokkurn tíma,
eflt svo efnahag sinn að síð-
ar meir gæti það komið sér
upp húsi eða íbúð í húsi.
En þetta var bara gildra
sem andvaralausir forráða-
menn bæjarins settu fólk í.
Braggana átti aldrei að leyfa
sem íbúðir barnafólks.
Þegar á fyrsta vetri fundu
íbúamir áð þetta voru ekki
híbýli, sem hægt var að vera
í allt árið við góða heilsu.
Enda aðeins reistir sem bráða
birgðaskýli hermanna.
1 stað þess að þetta væru
ódýrir bústaðir kom brátt í
ljós hið gagnstæða. Bragg-
arnir hrörnuðu ört, veðráttan
átti ekki vel við þyggingarn-
ar. Ryðið át járnið jafnhratt
að utan sem innan, og storm-
urinn, þessi stöðugi gustur,
og umhleypingar, smaug á
milli gólfs og súðar svo a'ð
oft var ólíft inni dögum sam-
an.
Ef.ni íbúanna fóru í von-
laust viðliald, eða allt í elds-
neyti, vaxandi upphæðir.
Með hverju ári sem hefur
liðið fjarlægja húsráðendur
það að geta lcomizt af eigin-
ramieik úr gildrunni.
í páskahretinu í fyrra
flyðu heilar fjölskyldur
bragga sina og fengu að liggja
Flest skipanna (193) eru að
etærð frá 12 til 29 lestir
brúttó, 133 slcip eru milli 50
og 99 lestir, 50 milli 500 og
999 lestir.
Nokkrir aukasenimetrar — Mikilvæg ákvörðun tek-
in — Bæjarpóstur í lífsháska — Ekkert eins
grennandi og sund
Fiskaklettur í
Hafnarfirði minn-
ist 25 ára afmælis
Slysavarnadeildin Fiskaklettur
í Hafnarfirði — ein með allra
fyrstu slysavarnadeildunum hér
á landi — varð 25 ára 16. nóv.
s.I. Verður afmælisins minnzt
n.k. laugardag 10. apríl kl. 8,30
síðdegis í húsakynnum Rafha h.f.
Fiskaklettur hefur ávallt starf-
að af miklum þrótti og átt þeim
forystumönnum á að skipa, er
alla tíð hafa staðið mjög fram-
arlega í slysavarnamálum. í hlut-
falli við fólksfjölda er Fiskaklett-
ur langfjöimennasta karladeild-
in, sem starfar hér í kaupstað.
Fyrstci stjórn deildarinnar skip-
uðu Magnús Kjartansson málara-
meistari, Sigurður Finnbogason
vélfræðingur og Finnbogi Arndal
sýsluskrifari. Núverandi stjórn
skipa Ólafur Þórðarson skip-
stjóri, Jón Halldórsson skipstjóri
og Stígur Sæland lögregluþjónn,
en stjóm björgunarsveitar deild-
arinnar er í höndum Þorbjamar
Eyjólfssonar og Haralds Krist-
jánssonar.
Eftir notkun skiptast skipin
þannig: Botnvörpuskip eru 53
talsins samt. 32342 lestir, þar
af 48 gufuskip og 5 mótorskip.
Önnur fiskiskip yfir 100 lestir
eru 56, samt. 8369 lestir, 11
gufuskip og 45 mótorskip.
Fiskiskip 30-—99 lestir eru 209
og undir 30 lestum 293. Far-
þegaskip eru 5, vöruflutninga-
skip 17.
Frá hausti 1952 til hausts
1953 voru tekin af skipaskrá
14 skip að rúmlcstatölu 256
lestir brúttó, allt mótorskip
sem fórust eða eyðilögðust á
anman hátt.
Frá 1952 tii 1953 bættust
við 13 skip alls 1965 nimiest-
ir. Voru það vöruflutninga-
skipin Tungufoss (1176 lestir)
Dísarfell (642 lestir), samtals
1818 lestir, auk 11 fiskibáta,
en 9 þeirra voru minni en 12
rúmlestir.
Hækkunin, 10 rúmlestir brúttó
sem varð umfram mismun
skipa sem tekin voru af skrá,
og skipa sem við bættust, staf-
ar af breytingu á stærð skipa.
.LJÓMANDI ertu feit og sæl-
leg,“ sagði konan sem ekki
hafði séð mig í rúmt ár. Hún
var fjarkkalega ánægð með
mig, en allt þetta tal hennar
um hvað ég væri bústin og
blómleg vakti mig tii um-
hugsunar iim að sennilega
væri tímabært að stinga við
fótum og losa sig við nokkur
kíló. Sama daginn komst ég
yfir fyrirmyndarflík sem
hafði alla þá kosti sem eina
flílc mega prýða; gallinn var
aðcins sá að hún var nokkr-
um sentímetrum of þröng og
um leið var ákvörðun mín
tekin. Eg strengdi þess heit
að hætta að borða sex klein-
ur með eftirmiðdagskaffinu
— halda mér við eina eða
jafnvel enga; og ég ákvað
líka að fara að stunda sund
í stórum stíl. Mér hafði verið
fortalið að nafngreindur mað-
tir hefði losnað við öll sín
aukakíló í sundhöllinni á ör-
stuttum tíma og ég ætlaði að
fara eins að. Sama daginn fór
ég í sundhöllina. Um það leyti
stóð yfir sundmót og grunna
laugin og sú djúpa voru að-
skildar með heilmikilli milli-
gerð úr tré. Eg var að dóla
mér í djúpu lauginni, en dótt-
ir mín buslaði í þeirri grunnu
og öðru hverju þurfti ég að
klifra yfir þetta tréverk til
að fylgjast með atliöfnum
hennar. En vegna allra auka-
kílóanna var sundbolurinn í
allra þreagsta lagi og mér var
því mjög illa við þetta óhjá-
kvæmiiega klifur, þvi ég gat
jafnvel búizt við að saumarn-
ir svikju ’a liverri stundu. En
þá var það sem ég tók eftir
því að smátelpur, 10-12 ára,
klifruðu ekki yfir milligerð-
ina heldur köfuðu undir liana
og ég ákvað að reyna þetta
líka. Eg andaði djúpt og
dembdi mér í bólakaf, komst
undir skilrúmið með höfuð og
inni hjá skyldfólki eða vinum
sem í húsum bjuggu.
Híbýlasjúkdómar eru orðn-
ir fastir í fjölskyldunum og
vonleysi fólkg á bezta aldri
setur svip sinn á líf margra
íbúa þessara hverfa. Svall og
siðspilling síðara hernámsins
hefur náð hámarki sínu í þess
um hreysum. Heilsu barna og
andlegri velferð er ógnað. El-
ur bæjarfélagið ekki vesalinga
í vaxa.ndi mæli með þessu a'ð-
gerðarleysi?
I krapa og bleytu híma
börnin úti í kring um bragg-
ana, því inni er ennþá erfið-
ara að halda á sér hita, þeg-
ar kalt er.
Það eru í tuga tali börn í
Reykjavík sem híma úti og
bíða þess að kvöld komi svo
hægt sé að fara beint írúmið.
Heimilislífið, skólabókalestur
og anna'ð fer í handaskolum.
Vandamál braggabúanna
eru ekki aðeins mál þeirra
sjálfra. Þau varða allt heið-
arlegt fólk í þessum bæ.
Þúsundir bæjarbúa brugð-
ust við og sendu hjálp til
fólks á flóðasvæ'ðum í Hol-
landi, í Pódalnum, á jarð-
skjálftasvæðum í Grikklandi
og víðar um heim, til þess að
líkna bágstöddum, þótt hjálp
héðan sé í slíkum tilfellum
aðeins dropi í hafið. Hvernig
getum við lokað augum fyrir
því sem gerist við okkar eig-
iti húsdyr?
Allir verða a'ð láta sig þetta
mál skipta, hvar í félagi sem
þú stendur Reykvíkingur góð-
ur. Áskoranir um raunhæfar
úrbætur á þessu sumri ættu
að streyma inn á fundi bæj-
arstjórnarinnar með kröfum
almennings um að hafizt sé
handa.
Þeim mun verða fylgt eftir
af sameinuðum andstæðingum
kyrrstöðunnar og afturhalds-
ins í bæjarstjóm.
Petrína K.
handleggi en svo stóð ég föst.
Bakhlutinn komst ekki undir
með no'kkru móti. Og þarna
var ég stödd niðri á botni
sundhallarinnar og komst
hvorki aftur á bak né áfram.
Eg ætla ekki að reyna að
lýsa því hvernig mér leið, en
einhvers staðar hef ég lesið
að drukknandi maður öðlist
yfirnáttúrlega krafta og svo
var einnig um mig í þetta
sinn. Eg hef lúmskan grun
um að ég hafi lyft allri milli-
gerðinni upp með bakhlutan-
um, að minnsta kosti varð
ég allt í einu laus undan þessu
ógnarfargi og það stóð á end-
um að ég var að byrja að
súpa þegar ég losnaði. Þetta
er einhver sá hræðilegasti
vandi sem ég hef komizt í á
lífsleiðinni og stundum síðan
hef ég hrokkið upp af svefni í
Iköldu svitabaði og fundizt ég
vera að drukkna. Eg þarf ekki
að taka það fram að þetta
atvik sannfærði mig endan-
lega um það að ég væri of
umfangsmikil hér og þar og
um ieið varð það til að losa
mig við aukakílóin, bæði
vegna þess að það eýðilagði
svefnfrið minn að miklu leyti
og matarlystin þvarr meðan
endurminningin var sem allra
ferskust. Síðan er ég ekki í
neinum vafa um að ekkert er
eins grennandi og sund.