Þjóðviljinn - 08.04.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.04.1954, Blaðsíða 11
Tweed-k}ólaefni Það er nýjasta tízka MARKAÐURINN Bankastræti 4. seyrtivorur komu í morgun — Mikið úrval MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Saltvinnsla i Krýsuvlk Framhald af 1. síðu. ur verið á þriðja hundrað krónur tonnið. Verksmiðja sem ynni 35.000 tonn á ári, myndi væntanlega kosta 15—20 millj. króna. Hún myndi veita 70— 90 manns beina atvinnu við 'vinnsluna sjálfa, viðhald verk- smiðju og flutnings salts frá verksmiðju. Milljóna tjón af óhreinu salti Baldur bendir einnig á hversu mikilvægt það væri fyr- ir saltfiskverkunina að örugg- lega fáist hreint og vel unnið salt. Salt það sem nú er flutt inn er mjög gallað vegna ó- hreininda sem valda milljóna tjóni árlega. Einnig mun salt- vinnsla í enn stærri stíl en hér er gert ráð fyrir eiga framtíð fvrir sér hér á landi. Nú er kemiskur iðnaður að hefjast. Líkur þenda. til þess að þess verði t. d. ekki langt að biða að vinnslu vítissóda og klórs . hefjist hér, en talið er að slík vinnsla ein þarfnist 50—80 þús. tonna salts á ári, sé verk- smiðja býggð af hagkvæmri stærð. Verðmæt aukaefni Þegar salt er unnið úr sjó fást ýmis »verðmæt aukaefni, svo sem bróm, magnesíumefni og jafnvel kalíumefni. Myndi slík vinnsla koma mjög til greina í sambandi við 35.000 tonna verksmiðju eins og rætt er um í Krýsuvík. — Vegna þess hve kostnaðarsamt er að koma upp saltvinnslustöð sem fullnægði þörfum landsbúa á salti, er fyrirsjáanlegt að Hafnarfjarðarbær einn getur ekki staðið undir framkvæmd- um. Verður því eflaust leitað samstarfs við aðra aðila og þá að sjálfsögðu fyrst við ríkis- stjórnina. Rugumferðarstjórn Fyrirhugað er að efna til námskeiðs í flugum- ferðarstjórn á næstunni. Þeir, sem hafa áhuga á þátttöku í slíku námsskeiði sendi skriflegar um- sóknir, þar sem getið er um menntun og fyrri störf, til skrifstofu minnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir 20. þ.m. Reykjavík, 8. apríl 1954 Flugmálastjórinn Agitaz Koíoed-Hansen Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu. Kínverjar komi til liðs við sjálfstæðisherinn í Indó Kina. Jafnframt hefur Frökkum ver- ið boðið að bandaríski flugher- inn taki að sér að gera loft- árásir á sjálfstæðisherinn. Undirtektirnar af hálfu banda- manna Bandaríkjanna hafa verið daufar. Tregust í taumi er franska stjórnin enda ríkir gremja í Frakklandi yfir tilraunum Bandaríkjastjórnar til að banna Frökkum að semja frið í stríði sem þeir heyja með eigin mannafla þótt vopnin séu bandarísk. Hið ihaldssama borgarablað I’Aurore sagði í fyrradag að Bandaríkjastjórn mætti ekki komast upp með það ,að reyna að ákveða stefnu í þýðingarmiklum málum án tillits til vilja bandamanna sinna. Fréttaritari brezka út- varpsins í París sagði í gær að franskir ráðamenn væru síður en svo hrifnir af boðinu um bandaríska þátttöku í stríð- inu, hún myndi verða til að gera Indó Kína að annarri Kóreu og Frakkar myndu fá þar sama undirlægjuhlutverk og her Syngmans Rhee í Suð- ur-Kóreu. Að sögn Bandaríkjamanna sjálfra er aðstoð Kínverja ^ við sjálfstæðisherinn í Indó Kína ekki nema tíundi hluti þess sem Frakkar fá frá Banda- ríkjunum eða 3000 tonn af vörum og vopnum á mánuði á móti 30.000 tonnum. (U. S. News & World Report 19. marz bls. 29). Erfiðlega gengur að telja nánustu bandamönn- um Bandaríkjanna hvað þá öðrum trú um að stríðið þar stafi af árásarhneigð Kína- stjórnar og það því frem- ur sem stríðið hóf st þrem árum áður en núverandi stjórn Kína var mynduð. Til dæmis hefur Louis St. Laurent, for- sætisráðherra Kanada, tekið eindregið undir uppástungu Nehrus, forsætisráðherra Ind- lands, að vopnahlé sé gert í Indó Kína þegar í stað, til að búa í haginn fyrir friðarsamn- inga í Genf, Isvestia, málgagn sovétstjórnarinnar, tók í sama streng í gær. Ljóst er því að það er þungur róður sem Dull- es á fyrir höndum að fá banda- menn sína til að játa þá trú að frið megi alls ekki semja í Indó Kína. Frakkar eru að minnsta kosti vísir til að spyrja, hversvegna þá hafi mátt semja frið í Kóreu þegar Bandaríkjamenn sáu fram á að þeir gátu ekki unnið stríðið þar. En þyngst mun það vega að þjóðir heimsins verða æ þreyttari á hinu kalda stríði og krefjast raunhæfra aðgerða til að binda endi á það en biðja þá aldrei þrífast sem spilla vilja friðarhorfum og framlengja blóðsúthellingar sem sífellt er hætta á að breiðist út. M. T. Ó. Bré! í Chicago Tsibune Framhald ,af 5. síðu. hvað til að stjórn okkar sjái um að hermenn hennar, sern sendir eru til fjarlægra landa, hafi allar þær nauðsynjar, sem þeim er meinað um vegna f jand- skapar hinna innfæddu á þeim stöðum, sem þeim er komið fyrir. Ef Islendingar þarfnaat okkar, þá þarfnast þeir her- manna okkar. Ef þörf er fyrir hermenn okkar þar, þá ber að sjá þeim fyrir öllu sem gerir þeim dvölina bærilega". ---- Fimmtudagur S. apríl 1954 ÞJÓÐVILJINN — (11 \ Hús- og garðeigendur Nú er rétti tíminn til að skipuleggja nýja garða og eins að færa tré og runna meðan frost er í jörðu. Ég tek að mér allt er að skrúðgörðum lýtur. Hef ýtu og önnur verkfæri. Hringið bara í síma 4716, ef ykkur vantar garðyrkjumann. Þorkéll Árnason, garðyrkjumaður. Karlakózinn FósSbzæðuz Kvöldvaka í Sjálfstæöishúsinu sunnudaginn 11. apríl kl. 9 Gamanpœttir — Eftirhermur — Gamanvís- ur — Söngur o. fl. — Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar í Sjálfstæðishúsinu á morgun, föstudag, kl. 5—7. Borð tekin frá um leið. Pant- anir í síma .2339. Bezta skemmiun ázsins! um bótagreiðslur almannaizyggizigaiuia Bótagreiðslin' almannatrygginganna í apríl fara fram vegna páskahelginnar frá og meö föstu- deginum 9. apríl. Bæturnar verða greiddar frá kl. 9.30—3 (opið milli .12 og 1) nema laugardaga frá kl. 8.30—12 í húsnæði Tryggingastofnunar ríkisins að Lauga- vegi 114, fyrstu hæð, og verða inntar af hendi sem hér segir: Ellilífeyrisgreiðslur hefjast: Föstudag 9. Örorkulífeyris og örorkustyrksgreiðsl- ur hefjast: Mánudag 12. Barnalífeyrisgreiðslur hefjast: Þriðjudag 13. FjÖlskyldubótagreiðslur fyrir 4 börn eða fleiri í fjölskyldu og innistæður fyrir 2 og 3 böm í fjölskyldu hefjast: Miðvikudag 14. Eftir páska, frá og með 20., verða greiddar þær bætur, sem ekki hefur verið vitjað á þeim tíma, sem að framan segir, einnig aðrar tegundir bóta, er ekki hafa verið taldar áður. Iðgjaldaskyldiz bótaþegaz skulu sýna ið- gjaldakvittaniz íyziz ázið 1953, ez þeiz vitja bótanna. Tryggingazstofnun zíkisins Laugaveg 114 Útborganir 9.30—3. Opið mílli 12- -1. Öllum þeim er auðsýndu vinarhug og samúð í veik- indabaráttu og við andlát mannsins míns og föður okkar Finnboga Halldózssonaz, skipstjóra, færum við okkar innilegustu þakkir. Sérstaklega þökk- um við starfsfólki handlækningadeildar Landsspítalans. Jóna Franzdóttir og börn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.