Þjóðviljinn - 08.04.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.04.1954, Blaðsíða 6
6)1 — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 8. apríl 1954 þlÓOVIUINN Útgefandl; Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinit Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sígurður GuSmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. BlaSamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Siml 7500 (3 línur). Áskriftan-erð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.í. _________________________________ Baráttan fyrir virkjun Efri fessa ber árangur Eins og skýrt var frá i blaðinu í ga'-r hefur ríkisstjómin lagt fyrir Alþingi frumvarp um lántökuheimild til virkjunar Efri lossa í Sogi, að upphæð allt að 100 milljónum króna. Er til þess ætlast að frumvarpið fylgi stjómarfrumvarpi þvi scm lagt vár íram s.l. föstudag um 10 ára áætlun í raforkumálum laudsins og fái afgreiðslu á yfirstandandi þingi. Lántökuheimildin er ætluð stjóm Sogsvirkjunarinnar, enda lrumvarpið flutt eftir beiðni hennar. Þó er gert ráð fyrir í frum- varpinu að ríkisstjórnin geti ákveðið, ef hentara þykir, að Eramkvæmdabanki íslands annist lántökuna og endurláni síðan íéð Sogsvirkjuninni gegn gildum tryggingum. Það er ástæða til að fagna þvi fj-rir Reykvikinga og Sunn- lendinga yfirleitt að ríkisstjórnin og flo',.tkar ‘ltónnar hafa með flutningi þessa frumvarps loks viðurkennt þörfitia á nýjum virkjunarframkvæmdum í Sogi. Flutningur þéss cr tvímælalaust árangur af þeirri einörðu og ótrauðu baráttu sém Sosialistaflokk- urinn, og þá ekki sízt formaður hans, Einar Olgeirsson, hefur háð f\rir framgangi þessa mikla hagsmuna- og nauðsjnjamáls allra þeirra sem búa á orkusvæði Sogsviritjunarinnar. Rökin iyrir nauðsyn nýrrar virkjunar í Sogi hafa verið sett svo fkýrt fram og reynst svo mikilvæg að stjórnarvöldin hafa séð }>ann kost vætistan að láta undan síga. Úm það ber flutningur þessa frumvarps greinilegast vitni, þótt hinu beri ekki að gleyma að mikið tjón er að þeirri töf sem orðið hefur á. framgangi máls- ins, þvi öll rök hnigu að því að heppilegast hefði verið að halda rirkjunarframkvæmdum i Sogi óslitið áfram þegar að Irafoss- rirkjunlnni lokinni. Einar Olgeirsson flutti þegar á Alþingi 1952 tillögu um þessa ’ántökuheimild og sýndi með skýrum rökum fram á nauðsyn þessara framkvæmda. Tillagan var felld af sameinuðu liði EÍjómarflokkanna. Slíku.r var skilningurinn á málinu þá. Aftur tók Einar málið upp í frumvarpi því um rafvæðiagu atlls landsins sem liggur fyrir yfirstandandi Alþingi. Sýndi hann enn í greinargerð fram á þá brýnu nauðsyn að lántökulieimildín yrði samþykkt svo unnt yrði að byrja sem allra fyrst á virkjun- inni og henni yrði Iokið eigí síðar en 1956-1957 og þamig komið í veg fyrir yfirvofandi rafmagnsskort. Elnn fckk málið daufar undirtektir í liði ríkisstjórnarinnar og ekf.ú jók það á líkurnar iyrir heillavænlegri lausn að ekkert atriði stjómarsamnings íhalds og Framsóknar var jafn loðið og teygjanlegt eins og á- kvæðið um fyrirgreiðslu við virkjun Efri fossa. Var full ástæða lil að ætla að fyrir ríkisstjórninni og flokkufn hennar vekti að láta Sogsvirkjunina nýju sitja á hakanum þótt ráðstafanir yrðu gerðar til uíidirbúnings annarra virkjana. Þegar þessar óglæsilegu horfur blöstu við fluttu þeir Einar Olgeirsson og Sigurður Guðnason tillögu sína um að Sogsvirkj- unarstjómin sjálf fengi heimild til lántökunnar með á.byrgð rík- issjóðs og Reykjavíkurbæjar. Hlaut það eins og komið var að teljast fullkamin lágmarkskrafa á hendur ríkisstjóraar og Al- þingis að Sogsvirkjunin hefði lögformlega heimild til að taka lán til fi'amkvæmdanna ur því ríkisstjómin hafði eíkki meiri á- huga fyrir málinu en raun bar vitni. Jafnframt þessari baráttu sósíalista á Alþingi vakti Þjóðvilj- inn hvað eftir annað athygli á málinu og skýrði það frá hags- jrunalegu sjónarmiði alm. og Sogsvirkjunarinnar sem fj-rir- iækis. Og í kosningastefnuskrá sinni i síðustu þingkosningum lagði Sósíalistaflokkúrinn sérstaka áherzlu á að málir.u yrði hrundið í framkvæmd. Bæjarfulltrúar fktk:sins í Revkjavik hafa og hvað eftir annað tekið málið upp á bæjarstjórnaríund- im og lagt í tillögum og ræðum áherzlu á mikiivægi þess að hæjarstjórnin væri vakandi í málinu og léti ekkert tækifæri ó- notað til að tryggja að sem allra fjTst yrði ráðizt í virkjuhar- framkvæmdimar. Allar þær tillögur hefur íhaldið drepið og sýnt hið mesta tómlæti i málinu, þrátt fyrir augljósa og aðkall- nndi nauðsj-n og almennan áhuga Reykvíkinga fyrir framgangi þess. Þetta eru í stuttu máli nokkur helztu atriði íæirrar baráttu Sósíalistaflokksins fyrir virkjun Efri fossa í Sogi sem háð hefur verið síðustu árin og nú liefur borið þann heillavænlega árangur •að fullvíst má telja að lántökulieimild til virkjunarinnar verði famþykkt á yfírstandandi Alþingi. Barátta Bandaríkjastjómar gegn friði í Indó Kína Þegar svona er í pottinn búié hefur hvorugur aðili bol- magn til að sigra hinn. Stríð- ið er því í raun og veru tauga- strið þar sem markmiðið er að þreyta andstæðinginn og sýna honum fram á að hann geti alls ekki unnið sigur. Þetta þóf hefur staðið ár- eftir ár og hafa Frakkar farið halloka og því meira sem lengra hefur liðið. Ef utanaðkomandi öfl koma ekki til skjalanna er því um tvennt að ræða, sama þófið um ófyrirsjáanlega framtíð eða friðargerð við samningaborðið. Andúð fransks . almennings á nýlendustriðínu' í Indó Kína er ríú orðin svo megn að eng- in ríkisstjórn getur lengur "irt hana að vettugi. Ho Chi Minh, forseti lýðveldisstjórnar sjálf- stæðishreyfingarinnar, hefur boðizt til að hefja samninga við Frakka. Á Berlínarfundi utanríkisráðherra fjórveldanna í vetur var það svo ákveðið að þau skyldu ásamt Kína, ná- grannaríki Indó Kína, og öðr- um hlutaðeigendum, ræða frið- argerð á fundinum í Genf. Fréttaritarar sem voru í Ber- lín segja að samþykki við samningaumleitunum úm frið í Indó Kíría hafi verið það verð Þorri hermanna í sjálfstæðishernum í Indó Kína eru ungi hæmlasynir sem berjast ekln einungis fyrir því að reka Frakk af höndmn sér heldur einnig fyrir afnámi lénsskijmlagHÍns sei um altlaraðir hefur þjakað sveitaalþýðuna. .4 myndinni sjást liei uienn og ÍKendur viuna sainan að ;því að þreskja kont sem Dulles, utanríkisraðherra Bandarikjanna, keypti Bidault, franska utanrikisráðherrann, til að hafna formálalaust öllum boðum sovétsendinefndarinnar um afvopnað, hlutlaust og sam- einað Þýzkaland. Vitanlegt er að Frakkar væru löngu búnir að axla sín skinn og yfirgefa Indó Kína ef ekki hefðu kom- ið til bandariskar kröíur um að þeir berðust áfram og bandarískar vopnasendingar og fégjafir til að standa straum af hernaðinum har. í fjárlaga- ræðu sinni í vetur skýrði franski fjármálaráðherrann frá Eriend J iíðindi | því að Bandaríkin greiddu nú 78% af herkostnaði Frakka í Indó Kina. Slík fjárútiát sýna að mikið þykir við liggja og í ræðu i vetur skýrði Eisenhow- er forseti Bandaríkjamönnum frá því hvaða augum stjórn hans litur á. striðið í Indó Kína. Að dómi forsetans. liggur hvorki meira né minna við en öll Suðaustur-Asía, eitt mesta matvæla- og hróefnabúr jarðarinnar. Ef alþýðunni í Indó Kína tagkist að varpa af sér tvöföidu oki erlendra yfir- drottnara og innlends léns- skipulags, myndi það verða al- þýðu Thailands, Malakka, Indó- nesíu, Filippseyja og Burma ó- mótstæðilegt fordænii. Auð- hringar Bandaríkjanna myndu missa tökin á auðlindum þess- ara landa. Og þar að auki gætu Bandaríkin ekki lengur ógnað Kína með tangarsókn frá Indó Kína í vestri og Taivan í austri. En franskur almenningur gefur engan gaum að æðri herspeki bandaríska yfirherráðsins og eftir Berlinarráðstefnuna varð það æ ljósara að engri ríkis- stjórn yrði sætt í Frakklandi nema hún gerði á fundinum í Genf alvarlega tilraun til að semja frið við sjálfstæðis- hreyfingu Indó KLna. Fyrir Bandaríkjastjórn voru því góð ráð dýr. Bandarísk blöð játa það full- um fetum að vegna fylgis almennings við sjálf stæðis- hreyfingu Indó Kína myndi sérhver friðargerð hafa í för með sér valdatöku hennar. Að sögn Dana Adams Somidt i New York Times 28. febrúar eru embættismenn í Washing- ton sannfærðir um að sjálf- stæðishreyfingin myndi vinna glæsilegan sigur í frjálsum kosningum í Indó Kína. Frétta- ritarinn ber embættismenn ut- anríkisráðuneytisins og þing- menn fyrir því að í Genf megi búast við „tillögum um póli- tíska lausn sem hinir stríðs- þreyttu Frakkar ættu erfitt með að neita“. Bandaríkja- stjórn hefur því tekið þá á- kvörðun að hún verði að beita öllum ráðum til að hindra að vopnaviðskiptum verði hætt í Indó Kína. Dulles utanríkisráð- herra tilkynnti þessa ákvörð- un í ræðu 29. marz á fundi er- lendra fréttaritara í 'New York. Hann iýsti yfir að Bandaríkin myndu ekki láta það viðgang- ast að sjáifstæðishreyfing Indó Kína nái völdum „með hvaða hætti sem er“ og til að fram- íylgja þessari ákvörðun verði beitt öllum ráðúm enda þótt þeim kúríni að fylgja „mikil á- hætta“. Síðustu daga hefur svo verið að fréttast af fyrstu að- gerðunum af hálfu Bandaríkja- stjórnar. Hún reynir að fá stjórnir Frakklands, Bretlands, Ástralíu, Nýja Sjálands, Thai- lands og Filippseyja til að lýsa yfir með sér að gripið verði tii sameiginlegra aðgerða ef Framhald á 11. síðu Nokkru áður en Arthur Rad- ford flotaforingi varð for- seti yfirherráðs Bandaríkjanna að skipun Eisenhowers forseta komst hann svo að orði að hann væri sannfærður um það að Bandaríkin yrðu að berjast í háifa öld ef með þyrfti til að hindra það að kommúnistisk stjórn sitji að völdum í sterku og sameinuðu Kína. Þessi hugs- unarháttur, að gagnbylting í Kína sé brennandi hagsmuna- mál Bandaríkjanna, skýrir til- tektir bandarískra ráðamanna fyrir fundinn um Asíumál, sem setja á í Genf 26. apríl. Þar hefur verið ákveðið að ræða um endanlegan frið í Kóreu og ráðstafanir til að binda endi á stríðið í Indó Kína. En svo bregður við að síðustu daga hefur af hálfu Bandaríkja- stjórnar hver róðstöfunin rekið aðra til að girða með öllu fyrir þann möguleika að friður verði saminn í Indó Kína. H fernaðaraðstaðan í þessu frjósama og hráefnaauðuga landi er þannig eftir nærri átta ára styrjöld að nýlenduher Frakka heldur öllum heiztu borgunum en sjálfstæðishreyf- ingin Viet Minh ræður yfir mest allri landsbyggðinni. Sjálfstæðisherinn skortir þung vopn, skriðdreka og flugvélar, til að geta sótt Frakka heim í víggirtum stöðvum þeirra. Or- ustan um virkið Dienbienphu, sem er ekki annað en víggirt fjallaþorp, er sú fyrsta þar sem Viet Minh teflir fram meira en einni herdeild gegn öflugum, frönskum vörnum. Aðstaða Frakka er hinsvegar þannig að þeir eru eins og fiskar á þurru landi. Vegna yf- irburða í vopnabúnaði geta þeir haldið eirístökum borgum og takmörkuðum svæðum en allur almenningur fylgir Viet Minh svo að þar sem franskur her er ekki um kyrrt nær sjálf- stæðishreyfingin þegar í stað yfirráðum. Frakka skortir mannafla til að kúga milljóna- tuga þjóð ‘ sém hefur skapað sér her þjálfaðan í skæruhem- aði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.