Þjóðviljinn - 08.04.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.04.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 8. apríl 1954 t js. I Selma Lagerlöl: KARLOTTA LÖWENSKÖLD um þetta. Hann gekk sjálfsagt enn og lét sig dreyma um fögru dalastúlkuna sína. Aö vísu dvaldist hann öll kvöld í húsi organleikarans, en sennilega var það frem- ur hinn fagri söngur og hljóðfærasláttur sem dró hann þangað en nokkuð annað. Auk þess þurfti hann ein- hvern til að létta á hjarta sínu við og Thea Sundler var gamall vinur fjölskyldunnar. Það hefði ekki verið undarlegt, þótt unga stúlkan hefði orðið óttaslegin eða hrygg yfir uppgötvun sinni, en svo fór þó ekki. Þess í stað rétti hún úr sér, varð teinrétt og reist eins og hún átti að sér. ' „Það er Thea Sundler sem stendur á bakvið þetta allt,“ hugsaði hún. „En hana ætti ég að geta ráðið við.“ Henni fannst hún vera eins og sjúklingur sem loks hefur komizt að því hvaða sjúkdómur þjáir hann, og er sannfærður um að hægt sé að ráða bót á honum. Hún fylltist nýrri von, nýju trausti á framtíðina. — Og ég sem hélt að það væri óheillahringurinn, sem enn væri farinn að koma illu af stað, tautaði hún. Hana minnti að hún hefði heyrt föður sinn segja frá því, að loforð eitt sem Löwensköldarnir hefðu gefiö Malvinu Spaak, móður Theu Sundler, hefði ekki verið haldið, og fyrir það ættu þeir eftir að taka út þunga refsingu. Það var til þess að komast til botns í þessu sem hún hafði verið á leið til systur sinnar. Fram að þessari stundu hafði hún talið að allt það sem komið hafði fyrir hana undanfamar vikur væri óviðráðanlegt og fyrirfram ákveðið af forlögunum. En skýringin var aðeins sú, að Thea elskaði Karl-Artur og hafði valdið öllum óhöppum hennar og sjálf gat hún ráðið bót á því. Allt í einu hætti hún við áform sitt að heimsækja systur sína og sneri heim á leið. Nei, þetta var ekki henni að skapi. Hún vildi ekki trúa því að hún þyrfti að berjast gegn gömlum álögum. Hún vildi treysta eigin skynsemi, eigin mætti og uppfinningasemi án þess að þurfa aö ímynda sér að hún ætti í höggi við eitthvað yfirnáttúrlegt og óviðráðanlegt. Þegar hún afklæddi sig um kvöldið inni á herbergi sínu, stóð hún drykklanga stund og horfði á litla amorsstyttu úr postulíni sem stóð á kommóðu hennar. — Þú hefur haldið hlífiskildi yfir henni allan tímann, sagði hún við styttuna. Þú hefur verndað hana en ekki mig. Hennar vegna, vegna þess að hún elskaði Karl- Artur, var Schagerström látinn biðja mín og allt fór sem fór. _______^ Hennar vegna varö sundurþykkjan milli okkar Karls- Arturs, hennar vegni varð Karl-Artur að biðla til dala- stúlkunnar, hennar vegna varð Schagerström að senda mér blómvöndinn, svo aö sættir komu ekki til mála. Ó, amor, hvers vegna heldur þú hlífiskildi yfir ást hennar? Er það vegna þess að hún er í meinum? Er það satt að þú lítir einkum í náð til ástar sem er ó- leyfileg? Amor, þú ættir að skammast þín, Ég hef gert þig aö .að verði yfir ást minni, og þú hjálpar einungis hinni konunni. Vegna þess að Thea Sundler elskar Karl-Artur léztu mig þola róg, níðvísur, niðrandi söng án þess að bera hönd fyrir höfuð mér. Vegna þess að Thea Sundler elskar Karl-Artur léztu mig játast Schagerström, þú lézt lýsa með okkur og ef til vill hefurðu í hyggju að láta gefa okkur saman. Vegna þess aö Thea Sundler elskar Karl-Artur hefur þú látið okkur öll þola kviða og skelfingu. Þú hlífir engum. Gömlu hjónin hér og gömlu hjónin í Karlstað verða að þjást vegna þess eins að þú heldur hlífisskildi yfir litlu feitu organleikarafrúnni með ýsuaugun. Vegna þess að Thea Sundler elskar Karl-Artur hefur þú rænt mig hamingjunni. Ég hélt að einhver hræði- legur óvættur væri valdur að ógæfu minni, en það varst þá þú Amor, þú og enginn annar. í upphafi haföi vottað fyrir glettni í rödd hennar, en minningarnar flyklttust að henni meðan hún talaði og loks var rödd hennar farin að titra af geðshræringu. — Ó, þú guð ástarinnar, hef ég þá ekki sýnt þér, að • • ég get elskað? Er ást hennar þér þóknanlegri en mín? " Er ég ekki eins trygg, er loginn í hjarta hennar sterk-' ari eða hreinni en í hjarta mínu? Hvers vegna verndar, þú ást hennar en ekki mína? Hvað get ég gert til að blíðka þig? Amor, Amor, gættu ■ þess að þú leiðir hann sem ég elska út í eymd og ófær-" ur! Er það ætlun þín að veita henni ást hans í ofanálag? " Hún er það eina sem þú hefur neitað henni um fram að þessu. Amor, ætlar þú líka að veita henni ást hans?, Hún spurði einskis frekar, braut ekki heilann framar. . Hún fór grátandi í rúmið. GREFTRUN DÓMPRÓFASTSFRÚRARINNAR Nokkrum dögum eftir að Ekenstedt ofurstafrú kom lieim til Karlstað eftir heimsókn sína í Krosskirkju prestsetur, hafði fögur og glæsileg dalastúlka komið . gangandi til bæjarins með stóran leöursekk á bakinu. En í þessum bæ, þar sem mikið var af kaupmönnum,,, var henni bannað að verzla á þann hátt sem hún . hafði vanizt. Hún skildi því stóra sekkinn eftir á her-" bergi sínu og gekk út á götuna með smátuðru á hand-" leggnum, þar sem hún hafði í smáhluti, sem hún hafði'' sjálf búið til. " Unga stúlkan, sem gekk hús úr húsi til að leita að,. kaupendum að þessum varningi, kom einnig í hús ■ Ekenstedtanna. Ofurstafrúin varð mjög hrifin af hinum" fallegu gripum og bauð stúlkunni að dveljast í húsinu" nokkra daga til þess að búa til minjagripi úr nokkmm '' síðum, ljósum hárlokkum, sem hún hafði klippt af,, Karli-Artur syni sínum í æsku hans og geymt síðan.,. Þetta tilboð virtist vera hinni fögru dalastúlku að skapi. • Hún þáði það umhugsunarlaust og hóf starf sitt þegar ' morguninn eftir. Ungfrú Jaquetta Ekenstedt var myndarleg í höndun- ’ um, og hún fór oft :nn til dalastúlkunnar, sem haföi,, aðsetur í litlu herbergi í húsinu, og horfði á hana vinna. . pc Útlendur lögfræðingur og- auð- maður varð skyndilega veikur og lét gera erfðaskrá sína 5 snarhasti. Hö’4 sína hina miklu ánafnaði hann fávitahæli þar í grenndinni. Er hann var spurð- ur um ástæðuna fyrir þeirri ráð- stöfun, svaraði hann: Frá siíku fólki fékk ég höllina, svo það er bezt hún fari aftur til þess. Stúlka nokkur var að sækja um skrifstofustarf, og gerði sér sklljanlega far um að vlnna sér áltt tllvonandi húsbónda síns. Eg hef alltaf verið álitin anzi skörp, sagði hún. Eg get ráðiS krossgátu á augabragði, fyrir tveimur mánuðum vaim ég verð- laun í auglýsingakeppni, og núna rétt um daglnn seldi ég tímariti meira að segja smá- sögu. Já, það er nú gott og biessað, sagði forstjórinn. En mig vanfc- ar stúlku sem getur verið skörp í vlnnutímanum. l»að er ég Uka, svaraði stúlkan. Eg gerði þetta einmltt i vinnu- tímanum. Klerkur nokkur og sóknarbarn hans, gamall maður, voru á heimleið frá kirkju að vetrar- lagi. f>eir voru gangandi og lá leið þeirra yfir svellbunka á ein- um stað. Gamli maðurinn missti fótanna, og skall á svellið. Prest- inum hugkvæmdist að hugga gamia manninn og sagði: Synd- ararnir eru sterkastir á háiu svelli. Já, ég sé það, anzaði sá gam'i. CAMMsi Flestir tedrykkjumean vita að te inniheldur ýmis örvandi efni, en færri vita að það inni- heldur einnig ritamín. En þó er það svo, eftir því sem sov- ézkur vísindarnaður K. Kolbin skýrir frá í tímaritinu Ogon- jok. Kolbin segir í grein sinni að FRANSKUR SJÓHATTUR. Sjóhatturinn er hentugur höf- uðbúnaður þegar eitthvað er að veðri, og ekki ætti það að saka þótt Frakkarnir taki hann til meðferðar og geri haim dálítið nýtízkulegri, án þess að hann verði óhentugri viö það. Þenn- an sjóhatt fundum við í Jard- in des Modes og okkur finnst hann svo snotur að okkur dauð langar í hann. Hann er hent- ugri fyrir íslenzkt veðurfar en margir stásshattarnir sem sýnd ir eru í búðargluggunum. líffræðirannsóknadeild há- skólans hafi tekizt að ákvarða ýmis efni sem til eru í telauf- um, .m a. hefur fundizt víta- mí.n, sem hlotið hefur nafnið „p" og þetta vitamín hefur marga mikilvæga eiginleika. Hjálpar c-vítamíninu til starfa. Eins og kunnugt er hefur c- vítamínið mikla þýðingu fyrir líkama maimsins. C-vítam’a- skortur orsakar meffal a.nnars vorslen. Hægt er að búa til c- vítamín, en það hefur komið í ljós að þau vítamín eru ekki mjög áhrifamikil. En það staf- ar af því að þau vantar nokk- urs konar hvetjara til þess að líkaminn geti notfært sér þau. Þessi hvetjari er p-vítamínið. Lyf gegn skjaldkirtli. P-vítamínin hafa aðra þýð- ingarmiklá eiginleika. Þau hafa áhrif á fínustu bíóffæðarnar og örva blóðrásina gegnum þiær og það er þessi eiginleiki sem gefið hefur vítamíninu nafn; p er fyrsti stafurinn í permea- bilitet, sem þýðir geg.num- streymi. Tilraunir með dýr sýna að þetta nýja vitamin hefur enn einn mikilvægan eiginleika. Þegar það er notað á sérstak- an hátt getur það dregiff úr starfsemi skjaldkirtilsins og það gæti orðið til þess að .nota megi p-vítaminið til að vinna gegn hinum illkynjaða skjald- kirtilssjúkdómi. Sovétvísinda- Te er uppfullt af vítamínum í mennirnir líta svó á að vita- minið búi yfir enn f’eiri eigiu- leikum, sem enn á eftir að rannsaka. Er í mörguin efnum, en mest, í tei. P-vítamvnin eru í margs konar grænmeti og ávöxtum og af þvi stafar það að c-vítamí.n t. d. í sítrónum eru áhrifameiri en tilbúin hrein c-vítamín. En mest magn er af þvi í telauf- um, bæði i svörtu tei og grænu. Þetta ' opnar nýja mögu’eika í sambandi við terækt, þvi að dtóru telaufin sem ekki er hægt að aota til drykkjar ætti að vera hægt að nota til fram- leiðslu á p-vita.míni og þessa stundina er þetta einmitt til rannsóknar hjá lyfjaiðnaffinum í Sovétríkjunum. E&GJA- ILAKA (Oinelet). I. 3 egg 6 matsk. mjólk eða rjómi 50 g. smjörlíki. Eggin eru þsytt saman og mjólkin sett í, smjörlíkið brún- að á pönnu og eggjab’öndunni hellt á hana. Pannan er hrist dálítið svo að ekki festist við hana þangað til eggin eru hlaupin. II. 2 egg 1 matskeið hveiti 6 matsk. mjólk 50 g. smjörlíki Eggin þeytt, hveitið lirært út í mjólkinni, jafningnum sið- an he’lt upp í eggin. Aff. öðru leyti búin til eins og eggja- kaka I. Inn í eggjakökur.nar er gott að láta soðið, saxað grænmeti, reykt flesk og tómata, saxaða kjöt og kartöfluafganga o.s.frv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.