Þjóðviljinn - 25.04.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.04.1954, Blaðsíða 7
Suimudagur 25. apríl 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Hér á árunum, og það er raunar ekki langt síðan, þótti það ein öruggasta leiðin til fjár og frama á ritvelli á Vesturlöndum að setja saman níðrit um Sovétríkin. Þessi iðja lagðist að miklu leyti niður á styrjaldarárunum, þegar þjóð- ir Sovétríkjanna björguðu mannkyninu frá villimennsku nazismans, en þegar tímabil kalda stríðsins hófst, var bók- menntagrein þessi að nýju haf- in til vegs og virðingar. Við íslendingar höfum að vísu lítið kynnzt þessu blómaskeiði sovét- níðsins af bókum, en því meiri svip hefur það sett á síður reykvískra dagblaða og gerir reyndar enn. Sovétníðbækur þær, sem hér hafa verið gefn- ar út seinni árin, hafa jafnan boðað gjaldþrot forlagsins, sem í útgáfuna réðist, eins og viður- kennt var á dögunum á alþingi af einum helzta útgefanda slikra bóka á íslandi. ,W?n annarsstaðar á Vestur- " löndum hefur slík útgáfa til skamms tíma verið gróða- vænleg. En nú sjást þess ýms merki, að hér sé að verða á breyting, a. m. k. í Vestur- Evrópu. Kalda stríðið er að þoka fyrir vori friðarins, þjóð- ir Vesturlanda eru orðnar þreyttar á stríðsæsingunum og þeim skefjalausa áróðri sem. þeim fylgja, þær gera sér æ betur ljóst, að sovétníðið er undirbúningur hugens undir nýja heimsstyrjöld. Augu borg- aralegra menntamanna í Vest- ur-Evrópu hafa um leið opn- azt fyrir þeirri staðreynd, að vinsamleg sambúð allra ríkja álfunnar er frumskilyrði þess að friður haldist og hindrað verði að þau menningarverð- mæti sem þeim eru kærst verði lögð í rúst. Það er því engin tilviljun að um þessar mundir eru að koma út í Vestur-Ev- rópu tvær bækur, samdar af borgaralegum menntamönnum, öðrujn sænskum, hinum vestur- þýzkum, þar sem tilraun er gerð til að feykja burt blekk- ingarykinu sem setzt hefur í a-ugu Vestur-Evrópumanna eftir moidviðri sovétniðsins síðustu árin. Hér verður sagt örlitið frá annarri bókinni, síðar gefst e. t. v. tækifæri til að víkja að hinni. Ovíinn heitir Göran Schildt. ^ Hann er doktor- í listsögu og hefur um nokkurt skeið ver- ið menningarritstjóri Stoklc- hóhnsblaðsins Svenska Dag- þladet, sem verður ekki einu sinni talið%frjálslynt á borgara- lega vísu. Schildt er höfundur tveggja ferðabóka, sem þýddar hafa verið á margar þjóðtung- ur. Hann fór til Sovétríkjann'a á vegum blaðs síns og skrifaði 10 greinar í það um dvöl sína þar. Það eru þessar greinar, sem Schildt gefur út í bókar- formi. Greinarnar hafa þegar vakið mikla athygli. og hafa birzt víðar en í blaði Schildts. Þannig hafa þær allar verið endurprentaðar í íhaldsblaðinu Berllngske Aftenavis í Kaup- hannahöfn. Hans Scherfig ger- ir þær að umtalsefni nýlega í Land og Folk og er hér stuðzt við frásögn hans. Schildt fer ekki dult með það að hann er íhaldssamur. Hann hafði komizt í nokkur * Um BÆKUR og annaS * j ( ##############« #############»#^ Hin miklu mannvirki sem eru að rísa um öll Sovétríkin munu tryggja síbatn- andi lífskjör og aukna velmegun og menningu. — Myndin: Kalcovkaraforkuver- ið í Úkraínu í smíðum. réttri Vesturlendingur uppgötvar ngjan heim kynni við sovézkt fólk, áður en hann dvaldist í Sovétríkjun- um s.l. ár: Hann var sjálfboða- liði í her Finna í vetrarstríð- inu og á þá minningu síðasta af vígvellinum, að hann lá ó- vígur með sovézka kúlu í kviðn- um. Og nú flaug hann yfir skógi klætt Kyrjálaeiðið, þar sem hans siðasta orusta stóð, og þar sem hann hafði áður talið að væru endimörk sið- menningarinriar. Hann átti eftir að komast á aðra skoðun. Hann segir sjálfur, að ferða- lag til Sovétríkjanna sé slíkur viðburður í lífi Vestur- landamanns, að ekkert geti kannski jafnast á við það. „Hafi manni ekki skilizt það áður, kemst maður nefnilega að raun um það við dvöl í So- vétríkjunum, að kommúnism- inn, sem þegar hefur lagt undir sig hálfan heiminn, er hið mikla vandamál, sem mann- kynið stendur nú gagnvart, vandamál, sem bæði við og komandi kynslóðir verða að glíma við, á jákvæðan eða nei- kvæðan hátt“. Schildt ferðaðist víða um So- vétríkin og hann vísar á bug öllum gróusögum um, að menn séu ekki frjálsir ferða sinna í Moskva. Hann gat far- ið hvert sem hann vildi og talað við hvern sem var. Hann var í Leníngrad, borg lista og menningar, þar sem vakað er yfir menjum fortiðarinnar, jafnframt þvi sem stórfellt endurreisnarstarf er unnið til að má burt verksummerki stríðsins, „Engin orð fá lýst ‘'þessarí borg“ segir hann. Hann var í Stalíngrad um hávetur, i 25 stiga frosti, og sá hvernig viðurstyggð eyðileggingarinnar hefur orðið að víkja fyrir hinni ótrúlegu starfsorku sovétþjóð- anna, haim var í Armeníu og kom á óvart, að Sovét-Armenía er i dag hliðstæða við ísrael Gyðinga, nýtt föðurland þar sem landflótta Armeníumenn hvaðanæva úr heiminum hafa fengið griðland. „Armeniu- mönnum er á sama hátt og Gyðingum píslarganga margra alda nú að baki, dimmur bak- grunnur að baki hins bjarta lífs í dag, en morgundagurinn umvafinn björtum geislum". Schildt ver að sjálfsögðu miklum hluta bókar sinnar til að lýsa i sovézku listalifi. Hann segir frá leiklistinni, sem náð hefur hámarki listmætis og tæknikunnáttu, og stendur hvergi í jafnmiklum blóma. Hann talar um listdansinn, sem í Sovétríkjunum er orðinn al- menningseign. Hann ræðir um byggingarlistina, sem tekið hef- ur stöðugum breytingum síð- ustu þrjá áratugina og segir: „Það er ef til vill þrátt fyrir allt skömminni til skárra að byggja hallir handa hænsnun- um, eins og gert er í Sovét- ríkjunum, en byggja, eins og við á Vesturlöndum, mannahí- býli sem líkjast mest hænsna- kofum, sem ætlaðir eru handa æ hænsnalégra mannfólki“. Og eins og að líkum lætur, gerir hann sér tíðrætt um sovézka myndlist. Hann telur hið sósíalska raunsæi í mynd- list arftaka hins akademíska máiverks 19. aldar og hafa aðrir orðið til að láta í Ijós þá skoðun. í Sóvétríkjunum sé lögð megináherzla á að listin eigi ríkan þátt í þjóðfélagslíf- inu og að hún riái til sem flestra. Schildt viðurkennir að myndlistin á Vesturlöndum fari fyrir ofan garð og neðan hjá 99 af hverjum hundrað. En honum þykir vafasamt að byggja alla listina á „óþrosk- uðum smekk fólksins". Honum er samt ljóst, að alger eðlis- munur hlýtur að vera á mynd- list i Sovétríkjunum, þar sem hið jákvæða Hfiviðborf er ríkj- andi, og á Vesturlöndum, þar sem líf einstaklinga og heildar einkennist af öryggisleysi, eirð- arleysi, sjálfshyggju og svart- sýni. Og þegar hann sér hvern- ig sovézkur almenningur flykk- ist á listsýningar og listasöfn, þá verður honum spurn, hvort okkar list geti verið verðmæt- ari. IT'n ekkert kom hinum sænska •“-^ listfræðingi og blaðamanni meira á óvart meðan hánn dvaldist i Sovétríkjunum en mannfólkið, bað var „mesta gátan“. Það vakti furðu hans, hve viðhorf manna sem hann ræddi við. voru lík; að tala við einn þeirra var að tala við þá alla. En samt væri ekk- ert fráleitara, segir hann, en að halda bVí frám, að íbúar So- véiríkjdnna séu allir steyptir í sarna mót. Þvert á móti eru það Vesturlandabúar sem í saman- burði við Rússa virðast svip- litUr, og sviplikir. Sú skoðun Vesturlandamanna er fráleit, segir Schildt, að borgarar So- vétríkjanna ,séu kúgaðir 'af valdbeitingu stjómarvaldanna pg það sé skýringin á hinum svipuðú lífsviðhorfum þeirra. Nei, segir hann, en þeir eiga félagsanda, sameiginleg verð- mæti, sameiginleg áhugamál, sameiginlega lífsskoðun, sam- hygð, sem vesturlérizkur ein- staklingshyggjumaður á erfitt að gera sér í hugarlund. „í Sovétríkjunum finnst manni oft maður vera orðinn gamall og hörmulega vonsvikinn gagnvart þessar lifandi trú á umskap- andi mátt listarinnar, vísirid- anna og siðgæðisins“. Og hann spyr: „Erum það við, sem villzt höfum af réttri leið?“ T¥ann hafði hitt nokkrar ung- ar stúlkur í Leníngrad, sem stunduðu nám við háskól- ann þar. Þetta voru fimm vin- konur, sem héldu hópinn, fóru í ferðalög saman, allar voru þær músikalskar svo af bar, auk þess þaulkunnar fræðirit- um marxismans, þær fóru með kvæði eftir Heine, báru heita ást til Tjajkovskís og Grieg og kunnu allar aríur kunnustu söngleikja utan að. Það var eins og í eldhúsreyfara: SHkt skyn- bragð á hinum fögru listum, slíkt rómantískt draumavingl, slík trú á hina göfugu fram- tíð mannkynsins og svo allar þessar hárnálar í vanduppsettu hárinu! — Það þýðir ekki að ræða við þessa æsku um hinn dulspekilega ótta vestursins og ráðaleysið, tilgangsleysið og þá nístandi tilfinningu, að maður hafi fæðzt inn í ættir, sem eiga sér enga framtíð. Hinn sænski ferðalangur, fulltrúi vestur- evrópskrar hámenningar, verð- ur magnlaus gagnvart þessari lifandi trú og öruggu innri vissu. Hann sér fyrir augum sér allan þann góða vilja og allar þær fórnir sem færðar eru til að byggja upp betra þjóðfélag og hann spyr: Hvað gera Vest- urlönd til að sanna, að þjóð- félag þeirra standi þessu fram- ar? Okkur hættir til að gera of lítið úr Sovétríkjunum nema þá hernaðarmætti þeirra og þeirri ógn sem okkur stafi af honum. Ég held að það væri viturlegt af okkur að endur- skoða þetta mat og gera okkur skiljanlega þá miklu alvarlegri hættu, sem okkur stafar af þeim á hinu siðferðilega sviði, en hún verður því meiri sem allt það, er áður var hægt að afgreiða sem áróður og tálsýn- ir, verður að veruleika í Sóvét- ríkjunum, veruleika sem ekki verður unnt að sneiða hjá“. ¥^að er þess vert að leggja við * hlustirnar, þegar slík orð falla af vörum vestræns borg- aralegs einstaklingshyggju- rnanns. Það hefur runnið upp fyrir honum ljós: allt það sem. skrifað var í blöð hans og sagt í útvarp hans var blékking ein. Staðreyndin er, að Sovétrikin eru í dag ekki einasta voldug- asta herveldi heims og annað mesta iðnaðarlandið, heldur er þar nú verið að „bæta lífskjör fólksins, svo að þau eru þegar orðin ekki aðeins margfalt betri Pramhald á 8 stðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.