Þjóðviljinn - 06.05.1954, Page 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. maí 1954
Sömu laun fyrir sömu vinnu!
Framhald af 7. síðu.
hreinsuðum fiski er greiddur
með kr. 11.93, hinsvegar er
óalgengt, a. m. k. þar sem
ég veit til, að kvenfólk kasti
á bíla og hengi á trönur.“
„Hvernig líkar ykkur ann-
ars þessir samningar?“
„Svona upp og ofan, þeir
eru auðvitað bót frá því sem
áður var, en ég álít að hægt
hefði verið að ná betri samn-
ingum, ef vilji og samtök
hefðu verið fyrir hendi.“
„'Álítur þú ekki, að rétt
hefði verið að segja upp
samningum?“
„Jú, en ekki 1. maí eins og
kastað var fram á aðalfundi
Framsóknar. Það hefði þurft
að gerast miklu fjnr, um
miðja vertíð t. d., þá hefði
eflaust verið hægt að komast
að betri samningum og ná
fullu jafnrétti við karla í
launakjörum.“
„Bar þá ekki á neinni óá-
nægju með að semja á þess-
Ódýrt — Ódýrt
Chesterfieldpakkinn 9.00 kr.
Barnasokkar frá 5.00 —
Andlitspúður frá 5.00 —
Handsápa 2.00 —
Blautsápa 4.50 —
Þvo'ttadúft 2.75 —
Amerískur varalitur 8.00 —
Amerísk dömubindi 5:75 —
Kaffipokar frá 2.50 —
Þvottapokar 5,00 —
Dömupeysur frá 45.00 —
Herraskýrtur 85.00 —
Herrasokkar frá 10.00 —
Bamahúfur frá 12.00 —
Svuntur frá 15.00 —
Ný vörupartí daglega.
Vörumarkaðurinn
Hverfisgötu 74.
xmmecus
_ jKmatmmsaa.
Minningarkortin eru ttl
söln í gkrifstofn Sósíaiista-
flokksins, Þórsgötn 1; af-
greiðslu Þjóðviljans; Bóka
búð Kron; Bókabúð Máls
og mennlngar, Sbólavörða-
stíg 21; og í Bókaverzlnn
Þorvaldar Bjarnasonar i
Hafnarfirði
um grundvelli á þínum vinnu-
stað ?“
„Ja, það er nú saga að
segja frá. Við vissum alls
ekki, að neinir samningar
væru á döfinni fyrr en við
sáum þá fullgerða í Alþýðu-
blaðinu. Verkakvennafélagið
hér virðist hafa siglt alger-
lega í kjölfar félagsins í
Hafnarfirði, án þess að leita
á nokkurn hátt álits félags-
kvenna. Annars kann að hafa
verið erfitt um vik, þegar bú-
ið var að semja í Hafnarfirði
og Keflavík. Svona átak eins
og að ná launajafnrétti við
karla með samningum þarf að
gera með samstilltum vilja
allra kvenna, sem þessi störf
vinna, og ég álít of lítið gert
að því að leita álits hinná ó-
hreyttu félagskvenna og reyna
að vekja hjá þeim þann stétt-
arþroska, að þær sætti sig
ekki lengur við að vera ann-
ars flokks vinnuafl við verk, ■
sem við afköstum jafn miklu
við og karlmenn. Ailur þorri
ungra stúlkna, sem vinna á
vinnustað, virðast ekki gera, *
sér ljóst, að þarna sé neitt
athugavert."
Að síðustu læt ég svo samn'
inginn fylgja hér með og vil!
benda konum á, hve víðs
fjarri því fer, að hér sé um
fullkomið launajafnrétti að
ræða um þá vinnu sem aðal-
lega er unnið að bæði af körl-
um og konum eins og t. d.
blóðhreinsun og spyrðingu á
fiski til herzlu. Qg vil ég
beina þeirri áskorun til allra
vinnandi kvenna, hvort þær
eru við andleg eða líkamleg
störf, að láta það ekki leng-
ur viðgangast að vinna störf,
sem þær leysa vel af hendi
Qg í mörgum tilfellum betur
en karlmenn, fyrir miklu
minna kaup en þeir. Kjörorð
okkar allrá hlýtur að vera:
Sömu laun fyrir sömu vinnu.
Og við megum ekki slaka á
baráttunni fyrr en því er náð.
Og við skulum berjast fyrir
þeim sjálfsögðu réttindum
sjálfar. Þeim málum er alls
elcki borgið með þeirri sýndar-
ályktun sem Alþingi afgreiddi
nú fyrir páskana.
Samningur verkakvenna-
félagsins:
Samkomulag. Það hefur orð-
ið að samkomulagi milli
Vinnuveitendasambands ísl.
og Verkakvennafélagsins í
Reykjavík, að eftirtaldir kaup
gjaldsliðir verði þannig:
Vinna við fiskflökun, upp-
þvott og köstun á bíl á
skreið, og upphenging á
skreið á hjalla, verði þannig:
Kr.
Dagvinna ............. 14.60
(9.24)
Eftirvinna ........... 21.90
Nætur- og helgidagav. 29.20
Við hreingerningar, uppskip-
un á saltfiski, hreistrun, blóð-
hreinsun á fiski til herzlu og
uppspjTðingu á fiski:
Kr.
Dagvinna ............. 11.93
(7.55)
Eftirvinna ........... 17.90
Nætur- og helgidagav. 23.86
í allri annarri vinnu:
Dagvinna ............. 10.43
(6.60 í gr.kaup)
Eftirvinna ........... 15.65
Nætur- og helgidagav. 20.86
Laugardag:
Frakkíand — írland 2:0
Luxemburg- — England 2:2.
Ungverjaland — Beigía 3:1
Holland -— í’ortúgal 4:2
Saar — Austurríki 2:0
Júgóslavía — A.-Þýzkaland 3:1
Páskadag:
Qngverjáland — Júgóslavía 1:0
Austur-Þýzkaland —- Belgía 3:2
Portugal — England 2:0
Austurríki — írland 3:0
Saar — Frakkland 3:0.
^ ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON
------------------------------
Fiitnl»|örfii9 ílm ©g Maiikiir
Claisseis eria liyi°|saélr aitiir
Frá keppni tveggja bandarískra háskóla í peirri íprótt,
sem Bandaríkjamenn nefna fótbolta.
Það var hringt til mín fyrir
skömmu, og ég spurður hvört
ég vissi að þeir Finnbjörn, örn
og Haukur Clausen ætluðu að
fara æfa aftur. Nei, heyrðu
góði, það er 1. maí í dag en
ekki 1. apríl! Þetta er dagsatt
sagði röddin í símanum. Þ.e.a.s.
þeir ætla að fára að æfa og
leiðbeina ungum og eldri mönn
um sem sækja vilja námskeið
sem ÍR ætlar að gangast fyr-
ir á næstunni og stendur í mán-
aðartíma. Og þá rann ljós
upp fyrir mér: Góðir íþrótta-
menn sem lagt höfðu keppnis-
skó og búning á hilluna, höfðu
tekið þá niður aftur, burstað
vandlega af þeim rykið, mátað
búninginn sem nú var orðinn
dálítið þröngur (hann hefur
sennilega hlaupið!) í þeim ein-
læga ásetningi að nota hann nú
til að klæðast í við að leiðbeina
ungum mönnum, miðla af
kunnáttu og reynslu sinni til
þeirra sem nú eru að byrja.
Þetta er eítt af því sem frjáls-
ar íþróttir vantar, að afreks-
ÍMA sigraði í Maí-
boðhlaupinu
Hið árlega maíboðhlaup fór
fram á Akureyri 2. maí s.l.
Hlaupið, sem er 1600 m (10
sprettir) fór að þessu sinni
fram á íþróttavellinum fyrir
neðan Brekkugötu. Fjórar sveít-
ir tóku þátt í hlaupinu, eða
frá Akureyrarfélögunum KA,
Þór og ÍMA (íþróttafélagi
Menntaskólans á Akureyri),
svo og UMS Eyfirðinga.
Úrslit:
1. Sveit ÍMA 3:22,2 mín.
2. Sveit KA 3:26,0 mín.
3. Sveit Þórs 3:27,0 mín.
4. Sveit UMSE 3:37,8 mím
í sveit ÍMA voru þessir menn
(taldir í þeirri röð sem þeir
hlupu): Vífill Oddsson, Haukur
Böðvarsson, Vilhjálmur Einars-
Son, Sverrir Georgsson, Hörður
Lárusson, Stefán Hermannsson,
Ágúst Jónsson, Þór Guðmunds-
son, Haukur Frímannsson og
Friðleifur Stefánsson. — J.Á.
menn komi eftir gengna frægð-
arbraut og hjálpi til að byggja
upp framtíöarmennina á sama
hátt og þeim var sjáifum hjálp-
að upp. í sannleika sagt getur
enginn íþróttamaður sem notið
hefur alls sem félag gat í té
látið og fengið af því frægð og
frama látið það sigla sinn sjó,
þegar persónuleg framavoii er
ekki lengur fyrir hendi. Þetta
gildir um alla. afreksmenn í
ölium íþróttagreinum. Því hefur
oft verið haldið fram hér á
íþróttasíðunni að einmitt
þarna brysti veigamikill hlekk-
ur í íþróttastarfinu, sem er
íþróttalegur, félagslegur og fjár
hagslegur, og eru þetta ekki
þrír höfuð þættir íþróttalífsins?
Við ykkur „gömlu, stjörnur“
í hvaða íþróttagrein sem þið
starfið vil ég segja: Sjálfsagt
hafið þið fundið gleði í sigr-
unum, í metunum, í stigun-
um, í öllu verðskuldaða hólinu
fyrir góð afrek. Ef til vill eig-
ið þið eftir að finna til enn
meiri gleði og ánægju með að
skapa úr hinum ómótaða „leir“
sem í kringum ykkur iðar og
til ykkar mænir í aðdáun. Væri
það ekki konunglegt þakklæti,
og íþróttamannlegt, til félags-
ins, til íþróttahreyfingarinnar
sem hefur lyft ykkr til
frægðar og ánægju að lijálpa
æskumönnúm til þess að
FINNBJÖRN ÞORVALDSSON
njóta einhvers eða alls þess
sem þið nutuð?
Því miður slitnar þráðurinn
milli hins nýja og gamla tíma
allt of mikið. Hinn nýi timi
verður að hafa rót sína í því
liðna, sé rótin sterk gengur
ræktunin vel, deyji hún út
verður að byrja af nýju, og
það gengur oft svo grátlega
seint. Það ber því að gleðjast
yfir því að svo góðir íþrótta-
menn sem hinir þrír ÍR-ingar
ehu, skuli koma með og verð-
ur vonandi hvatping fleirum að
gera slíkt hið sama.
Spánn vann HM-keppni drengja
í knatfspyrnu
Um páskana lauk heimsmeist-
arakeppni drengja í knatt-
spyrnu sem fór fram í Vestur-
Þýzkalandi. Alls tóku 18 lönd
þátt í keppninni sem skipt var
niður í 4 hópa. Þeir sem sigr-
uðu í hverjum hóp voru Arg-
entína, Spánn, Tyrkland og
VesturjÞýzkaland.
Það óvænta skeði í hópi 1,
að Vestur-Þjóðverjar unnu
Ungverja sem voru taldir
líklegastir til sigurs; lauk þeim
leik með 2:0 og V.-Þýzkaland
hafði þar nieð einu stigi meira.
Ungverjar höfðu unnið Saar
6:0, England 3:1 og Norður-
Irland 7:2. Síðar gerðu V.-
Þjóðverjar jafntefli við Breta
2:2. í undanúrslitum fóru leik-
ar svo að Spánn vann Argen-
tínu 1:0, Þýzkaland vann Tyrk-
land 2:1 en Spánn og V,-
Þýzkaland urðu jöfn 2:2 eftir
framlengingu en Spánn vann á
betri markstöðu í úrslitaleikj-
unum. Var leikur Spánverja og
Þjóðverja hinn skemmtilegasti
og höfðu Þjóðverjar 2;1 í hálf-
leik. Um skeið stóðu leikar 2:0
fyrir Þjóðverja. Eq á fjórðu
mínútu í siðari hálfleik jöfn-
uðu Spánverjar.
Lið þau sem ekki náðu því
að komast í úrslit lcku á laug-
ardag og páskadag hér og þar
í þýzkum borgum og fóru þeir
ieikar þannig: