Þjóðviljinn - 18.05.1954, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur ,18. maí 1954
þJÓOVIUINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Rltstíórar: Magnús KJartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
BJaðamenn: Aamundur Sigurjónsson, Bjaml Benedlktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson.
Rltatjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmiBJa: Skólavörðustíg
ía. — Siml 7600 (S Hnur).
AakriftarverS kr. 20 á mánuOi í Reykja\'Ik og nágrenni; kr. 17
annars staSar á landinu. — LausasoIuverS 1 kr. eintakiS.
Prentamiöja ÞjóSviljans b.f.
----------------------------------------------------
Kópavogur
í Morgunblaðinu í fyrradag var komizt svo að orði að
eftir því sem oftar yrði kosið í Kópavogi, ykjust vonirnar
nm það að takast mætti að sundra þeim samhenta meiri-
hluta sem farið hefur með málefni hreppsins um langt
skeið, og er sú yfirlýsing næsta hreinskilin skýring á
þeim furöulega eltingaleik sem Kópavogsbúar hafa orðið
sð þola.
Að þessu sinni var tilraunin til að sundra framkvæmd
þannig að settur var á svið geysilegur hanaslagur milli
Þórðar hreppstjóra og Hannesar félagsfræðings og reynt
að láta alit snúast um það hvor felldi hvorn, þótt hinn
raunverulegi tilgangur væri auðvitað að svipta G-listann
meirihluta sínum. í þetta var sóað miklum fjármunum,
iiokksvélar stjórnarflokkanna fóru hamförum — en alit
kom fyrir ekki. Þótt nokkur hópur af fólki viðurkenndi
siónleikinn hefip- einingarstjórn hreppsbúa enn sem fyrr
sinn trausta meirihluta og hefur staðizt þrefalt herhlaup.
Það er ástæða fyrir alþýðu manna um land allt að
íagna þessum úrslitum. Sú samvinna vinstri afla sem
tekizt hefur í Kópavogi þarf að verða öðrum stöðum
fyrirmynd. Ofsi afturhaldsaflanna sýnir hversu mjög þau
óttast slíka einingu, þótt væntanlega verði nú látið stað-
ar numið í eltingaleiknum við Kópavogsbúa að þessu
sinni og þeir fái tóm til að sinna hagsmunamálum sínum
í friði með þeirri traustu forustu vinstri aflanna sem þeir
hafa kosið sér.
Hú reynir á
Það er alkunna að Bjarni Benediktsson leit á það sem
mikinn persónulegan ósigur þegar hann var hrakinn úr
utanríkisráðherrastóli s.l. haust, og Bjarni Benediktsson
er maður langrækinn og hýggur á hefndir. Raunar var
þetta ekki aðeins persónulegt áfall fyrir þennan vaida-
mann, heldur áfellisdómur yfir flokki hans, Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði unnið kosningasigur í fyrrasumar, en
engu að síður sá hann þann kost vænstan að sleppa ut-
anríkismálunum, vegna hinnar öflugu andstöðu þjóðar-
innar gegn undirlægjuhætti og þjónustusemi í viðskipt-
unum við hemámið.
Framsóknarflokkurinn taldi að tiltölulega auðvelt
myndi að taka við þessum störfum; þaö væri engin leið að
stjórna þeim verr en gert hefði veriö. og hverja smávægi-
lega lagfæringu mætti nota í áróðursskyni. Enda fór
Framsóknarflokkurinn ekki fram á mikið þegar hann
^akti máls á nauðsyn endurskoðunar og vænti þess ef-
laust að Bandaríkjamenn yrðu fúsir til samninga.
En ráðamenn Framsóknarflokksins virðast ekki hafa
gert sér ijóst að í þessum samningum var ekki aðeins við
Bandaríkjamenn að eiga heldur og Siálfstæðisflokkinn.
Allt frá upphafi stefndu Bjarni Benediktsson og félagar
hans að því aö hlutur hins nýja ráðherra yrði sem háðu-
legastur cg samningarnir yrðu Framsókn sízt til fram-
dráttar. Bjarni neitaði að taka þátt í samningunum sem
nefndarmaður af hálfu íslendinga; hann vildi hafa alger-
iega óbundnar hendur. Enda mun niðurstaðan hafa orðið
sú að þessi varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafi raun-
ar mátt heita nefndarmaður Bandaríkjanna!
Það er svo að sjá sem Framsóknarflokknum sé nú loks
að skiljast hvernig sakir standa. Fyrir nokkrum dögum
birti Tíminn, blað utanríkisráöherráns, mjög athyglis-
terða grein um hið nána sa.mband Sjálfstæðisflokksins
og njósnadeildar Bandaríkjahers á íslandi. Síðan hefur
hann vikið að þeim möguleika að segja hernámssamn-
ingnum upp.
Ljósin renna seint upp fyrir Framsóknarflokknum, og
viðbrögð hans eru ekki röskleg. Frásögnin um njósnar-
ana á Keflavíkurflugvelli er þungur áfellisdómur yfir
Kristni Guðmundssyni utanríkisráðherra, og ekki er vitað
að hann hafi hreyft hönd eða fót til að stöðva þessa ólög-
legu starfsemi. Hótunin um uppsögn hernámssamnings-
ins er einnig vafin inn í hið loðnasta orðalag. Hins vegar
rnun nú senn reyna á hvort ráðherrann nýi á þann mann-
dóm sem hrekkur eða hvort flokkur hans lætur niðurlægja
sig einu sinni enn.
Hagur togaraútgerðarinnar
Kjör togarasjómanna eru
nú orðin lakari en kjör land-
verkamanna og sjómanna á
öðrum skipum, og það er or-
sök þess, að illa gengur yfir-
leitt að fá menn á togarana.
Þetta vita útgerðarmenn
mæta vel og xnun það orðið
noklcuð títt, að há-setum á tog-
urum sé greitt hærra kaup en
ákveðið er í samningum sjó-
manna við togaraeigendur.
Nú er þessum samningum
sagt upp og samningaumleitan
ir standa fyrir dyrum. Tog-
araeigendur hafa tekið dauf-
lega undir kjarabætur og bera
fyrir sig, að útgerðin sé- rekin
með tapi fyrir og þol: því ekki
að greiða hærra ltaup. Sjálf-
sagt er það rétt, að flést allir
íslenzkir togarar eru reknir
með tapi, en heimskulegt væri
að álykta, út frá þcirri stað-
reynd, að kjör togarasjó-
manna megi ekki bæta, jafn-
vel þyrfti að rýra þau. Þann-
ig verður rneinsemdin ekki
bætt; að Ieggja til að leysa
vandamál togaranna á kostn-
að þeirra, sem á skipunúim
vinna, er álíka hyggiiegt og
að leggja tiT, að annars lieU-
brigður maður, sem hefði
stórt graftarkýii á fæti, verði
læknaður 'með því að skera
í handlcgg hans.
Á útgerð íslenzku togar-
anna er í raun og veru stór-
felldur gróði, en gróðirm renn-
ur ekki til útgerðarinnar og
því síður til sjómannanr.a,
gróðinn rennur til verziunar-
innar, bankanna og ríkissjóðs.
Þegar þessar blóðsugnr á. út-
gerðinni hafa tekið sitt, er all-
tir gróðinn farinn. Þegar bezt
lætur, stendur útgerðin með
reksturinn í járnum, en oftast
með töp og stuntíum mikil töp.
Ef dæmi er telcið af útgerð
i-----------------------------
l!m allt land ræða menn
nú hag togaraútgerðarinnar
og þá ískyggiegu staðreynd
að allar horfur eru á að tog-
araflotanum verði lagt um
næstu mánaðamót án þcss
að ríldsstjórnin hreyfi legg
eða lið. Hér fer á eftir grein-
arkafli úr Hjölni á Sigln-.
firði, en annar Siglufjarðar-
togarinn, Hafliði, cr scm
kunnugt er þegar stöðvaður:
eins togara, sem fiskaði fyrlr
4 miilj. kr. yfir árið, myndi
það líta út á þessa leið:
Eráttó afla-verðmæti lagt
,í iand hérlenilis kr. 4.000.000)
00, en r.tgerðárkostnaður 4 til
4,5 railijón. Kn þá er búið að
greiða bankanum, oiíusalan-
uni og öSrum.miliiliðum a.m.k.
6 li! 800 þús. krónur í netúó
gróoa. Þessl féflétting er þó
smámunir einir hjá því, sem á
eftir kemur. Ef verðmæti afl-
ans lagt í land neniur 4 mTIIj-
ónum hróaa, nðmur það út-
fiutt eftir \innsluna í !ani; 8
til 10 miPj. kr Ekki hefur úi-
gerð'n neinr*. nrrrúðarétt yf:r
þessun gja’deyri, ekki e-nn
sinni ti! katipa á veiðarfærum,
varahlutum eða öðrum brýn-
um nanðsynju-"..
Allur þessi g jahieyrir er af •
.hentwr heUösölnnum og verzl-
un&rstéttinni, setn flytur inn
fyr’r hann vörur erlendis frá,
en þegar búið er að kaupa vör
ur eriendis frá fvrir 8 tii 10
milljónlr krónr,, og bæta þar
\ið iimflutmngskostnaði, to!l-
u:n og söluskatti ása.mt ver/J-
unarálagningu, er upphspðin
orðin nokkuð há samanlagt
til kaupendanna innaniands.
Sjálfsagí er ekki óvarlegt að
áætla neító gróða verztuuar-
iituar og tolla og söluskatt rík
issjóðs af ársframleiðslu eins
togara eits og hér er talað iur»
ca. þrjár milljónlr króna. Þeg
ar þessi hlið togararekstursins
er athuguð, kemur greinilega
í ljós, hvar meinscmdin er og
hvar á að skera í. Þeita
hroðalega farg, sem á útgerð-
inni h\-íiir, þarf að létta.
Skattinn fcrlega, til militlið-
anna, bankanna og ríkissjóðs
þarf að Iækka og læidca svo
mikið, a ð útgerðin geti greitt
sjómönnura það góð kjör, að
þeir beri úr býtura í hlutfalii
\ið strit sitt og vcsbúð fram
yfir flesta aðra vinnandi
meiui.
Þær fréttir Jiafa borizl af
samtökum togaraeigenda, að
þau hafi í hyggju að fyrir-
skipa, að togarafiotanum skuii
lagt í næsta mánuði, og við
það látiö sitja, þar til ríkis-
stjórnin ÍFgrr rekstrargrund-
vc.ll togaranna á viðunandi
hátt. Engu skal um spáð,
hvað um þetta verður, en af
raynslunnt er vitað, að núver-
andi ríkisstjcrn lætur sér
aldrei til hugar koma að leysa
hið aðkalígndi vandamál tog-
aranna á kostnað milliliðanna
og bankanna. Eíkissjórnin.
mun reyna að leysa málið á
kcstnað alhýðunnar, annað
hvort með gengis’ækkun eða
öðrum slíkum ráðstöfunum.
Hinn hóflausi okurgróði, heild
sa’a, banka og anr.arra sníkju-
dýra á úígerðinni er núver-
andi ríkisstjórn heilagur hlút-
ur, sem ekl:i má skerða, að
hennar dómi munu það verða
þeir fátæku sem eiga að
borga. Hír er mikil hætta á
ferðum, sem verkalýðssam-
tökin verða að gera sér ljcsa
og undirbúa gagnráðstafanir.
: s§£
lillll
fgllli
Afturhaldið á Islaudl hefur á undanförnum ánun stÍMhað aflcasta-
mestu franUeáðsIutækl þjóðarinnar, togarana, hvaS eftir annað. Nú
sjnist tramundan lengri stöðvun en nokkru stnni fjTr. Það virðist
óskadraumur afturhaldsins að sem oftast sé hæg-t að ná samskonar
ntyndiun af togurunum og hér getur að líta.