Þjóðviljinn - 18.05.1954, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 18.05.1954, Qupperneq 8
8) — ÞJÖÐVIL3TNN — Þriðjudagur 18. maí 1954 Að slá ranið fyrsta sinn Framhald af 7. síðu, in U.S.A.“, enda sendi banda- ríska auðvaldið til aðstoðar fulltrúa sinn, sem að vísu hafði eitt sinn verið í heiminn borinn af íslenzku foreldri. Þetta fyrirbæri er Benjamínið fræga, sem enn leikur hér laus- um hala. I»á fyrst keyrði um þverbak Þetta læknisráð „bændafull- trúanna“ og íhaldsins við meini dýrtíðar og verðbólgu verkaði þannig á hinn margumtalaða sjúkdóm „bændafulltrúanna", að þá fyrst keyrði um þverbak. Er það mjög sjaldgæft og tor- skilið ráð gegn sjúkdómi, að hleypa honum í algleyming, en það hlaut gengislækkunin fyrirsjáanlega að gera. Allar aðkeyptar vörur hækkuðu af völdum gengislækkunarinnar um rúm 70%, og auðvitað ekki undanskilin hin nauðsynlega rekstrarvara bænda, tilbúinn á- burður. Hinsvegar hækkaði ekki, og var haldið niðri kaupi verkafólks og launþega. Fengu þeir þannig ekkert til að vega á móti stórhækkuðu verðlagi allra aðfluttra vara, sem þeir þurftu að kaupa. Minnkaði þá eðlilega kaupgeta þessa fólks af völdum „bjargráðsins“. Nú vildi svo til að þetta fólk voru einu kaupendurnir að fram- leiðslu bændanna. Vegna minnkandi kaúpgetu þessa fólks, var auðvitað ekki hægt að hækka verð landbúnaðaraf- urðanna. Fengu því bændur sömu útreið og verkamenn, og sízt betri, vegna „bjargráðs“ „bændafulltrúanna", og sann- aðist þar sem oftar, að hagur bænda og verkamanna fer ætíð saman. Það hefur alit reynzt ósatt Það væri efni í heila bók, að skilgreina áhrif gengis- lækkunarinnar á atvinnulíf okkar og hag fólksins. Eitt er víst: Fullyrðingar formælenda gengislækkunarinnar um nauð- syn hennar og gagnleg áhrif og verkanir yfirleitt hefur allt reynzt ósannindi, eins og oft hefur verið sýnt og sannað af þeim sem gegn henni börð- ust. Um þá bölvun sem geng- islækkunin hefur orðið bænd- um, verður að fara langt aftur í annáia til að finna dæmi líkr- ar plágu, leita uppi sagnir af hafísárum og meiri háttar eld- gosum. Sá er þó munur á, að hafís lagði brátt frá landi, og gras spratt um síðir yfir um- merki eyðandi öskufalls, en aftur á móti vinnur gengis- lækkunin enn um ófyrirsjáan- iegan tíma að því að bíta bak- fiskinn úr íslenzkum landbúnaði. Af völdum gengislækkunarinn- ar er tilbúinn áburður t. d. svo dýr, að fæstir bændur geta keypt eins mikinn áburð og þörf er á. Er þá stefnt í voða árangri aukinnar ræktunar. gengislækkunarinnar. Þann mismun ásamt öðrum stofn- kostnaði fá þeir að borga, sem áburðinn kaupa næstu tuttugu árin. Augljóst ,er að áburðar- verksmiðjan verður nærri strax of lítil. Hún getur ekki fullnægt köfnunarefnisþörf landbúnaðarins, þegar tillit er tekið til þess, að bændur hafa alltaf notað of lítið af köfnun- arefnisáburði, og að sífellt bæt- ist við hið ræktaða land. Þó er það ótalíð sem verst er í þessu máli, en það er það hneykslanlega athæfi, þeg- ar meirihluti alþingismanna á- kveður að stela áburðarverk- smiðjunni úr eigu ríkisins og fá hana i hendur bröskurum, sem áreiðanlega ætla að" nota hana sem féþúfu. Fer þá að dofna sú von bænda, að með tilkomu innlends áburðar fengju þeir ódýrari áburð, og þeim yrði þá ekki lengur fjár- hagslega um megn að sjá tún-^ unum sínum fyrir nægri nær- ingu. En þrátt fyrir allt þetta er áburðarverksmiðjan nýja bændum gleðiefni. Niðurlag á morgun. títvarplð Framhald af 4. síðu. — Fréttaviðaukar komu tveir, og gætu hver um sig talizt til betri erinda vikunnar. Vil- hjálmur Þ. Gíslason talaði sérlega verðugum orðum um Einar Jónsson myndhöggvara í tilefni af áttræðisafmæli hans. Hefur þessa merka og stórbrotna listamanns verið undarlega lítið getið. á síðari árum, og hygg ég það muni þjóðinni sízt til sóma, hve hljótt hefur orðið um nafn hans. í næstu viku er gert ráð fyrir að lesa upp úr rit- •verkum hans. Er það að vísu góður Iestur, svo sem ætíð eru orð göfugra og hrein- hjartaðra manna. 'En rit- mennska er ekki hans aðal, og væri hörmulegt, ef þess þyrfti lengi að bíða, að fyrir- fyndist Islendingur, sem vilja hefði og getu til að kynna og skýra list þessa brautryðj- anda og öldungs fyrir þjóð hans. — Hinn fréttaaukinn var um 25 ára afmæli Nes- kaupstaðar, furðulega mikill fróðleikur í fám orðum um fjórðungs aldar þróun eins af kaupstöðum okkar. Á sunnudaginn hlýddi ég guðsþjónustu Fíladelfíu-safn- aðarins. Það þóttu mér góðar ræður, þar töluðu menn ekki aldeilis utangarna, og inn á milli voru sungnir mjög hug- ljúfir slagarar. G. Ben. Laugardagsíeikir I. flokks Á laugardag fóru fram tveir I. fl. leikir og urðu úrslit þau að KR og Valur gerðu jafntefli, 2:2, en Fram vann Víking 2:1. Áburðarverksmiðj- an of lítil En nú förum við að fá til- búinn áburð framleiddan á ís- landi. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi varð mörgum mill- jónatugum dýrari en ella vegna Ármann varð sundknottleiks- meistari 1954 í 15. sinn Eins og áður hefur verið frá sagt fór úrslitaleikur Islands- mótsins í sundknattleik fram í sambandi við sundmót ÍR. Átt- ust þar við sveitir Ármanns cg Ægis. Áður höfðu keppt Ár- mann og KR 6:1 og ÆJgir og KR 3:1. 1 leik þessum er það Sigur- jón Guðjónsson sem fær fyrsta. tækifærið en skaut framhjá en á 2. mín. skorar hann úr send- ingu frá Rúnari. Nokkru síð- ar syndir Pétur Kristjáns fram og skaut, en Halldór varði, Pétur fær knöttinn aftur og skorar. Einar Hjartarson fær góða aðstöðu til að skjóta en veitir sér þann „lúxus“ að kasta aftur fyrir sig og tæki- færið eyðilagðist. Litlu síðar skorar Guðjón Sigurbjörnsson fyrir Ægi eftir aukakast. Fyrri hálfleikur endaði 2:1 en Ármann hafði meiri yfir- burði en mörkin benda til. Á 6 fyrstu mín. síðari hálfleiks setur Pétur Kristjánsson 3 mörk. Nokkru síðar skorar Gunnar Júlíusson fyrir Ægi eft ir hornkast. Einar Hjartarson gerir 6. mark Ármanns eftir góðan forleik Ólafs Diðriksson- ar. Sjöunda ,pg síðasta markið gerði Pétur eftir að knötturinn hafði gengið milli fjögurra manna án þéss að snerta vatn- ið. Vel gert! Ef til vill hefur lið Ár- manns aldrei verið eins heil- Ssiisks hand- knattleikslifóð kemur á festudag Sænska handknattleiksliðið frá Kristianstad kemur n. k. föstu- dag og keppir fyrsta leik sinn á laugardag kl. 2.30 á íþróttavell- inum við úrval úr Reykjavíkur- félögunum. Þjóðviljinn birtir hér með mynd af einum keppanda sænska liðsins, Áke Skoog. steypt og sendingar voru mun ákveðnari en áður, fastari og nákvæmari. — Háar, meining- arlausar sendingar voru sjald- gæfar. í liði Ægis voru frískir sundmenn en þeir kunnu ekki list flolcksleiksins og höfðu ekki eins gott vald yfir sendingum og Ármann. Tap Ægis hefði getað orðið mun meira ef ekki hefði notið við Halldórs Back- manns í marki Ægis sem varði frábærlega vel og var e.t.v. bezti maður leiksins. Sveit Ármanns skipa: Stefán ■Tónsson, Ólafur Diðriksson, Einar Hjartarson, Sigurjón Guðjónsson, Theódór Diðriks- son, Rúnar Hjartarson og Pét- ur Kristjánsson. Sigurjón Guðjónsson hefur verið með í öll skiptin sem Ár- mann hefur unnið eða í 16 ár en eitt árið vann Ármann ekki en nú síðast í 14. skipti í röð. Er Sigurjón eða Dolíi eins og hann er nefndur var spurður hvort hann mundi hætta nú, Sigurjón Guðjónsson hélt hann nú ekki, kvaðst aldrei vera ákveðnari en nú, og þeir sem sáu hann í þessum siðasta leik munu ekki í móti mæla. Alls hefur Sigurjón stundað keppnissund í 18 ár, geri aðrir betur. Þjálfari flokksins er Þor- steinn Hjálmarsson. Hann hef- ur líka ritað sundsögu sem vert væri að minnast síðar. ReykjavíknrmóHð: Valur sigraSi Þrótt 5:2 eftir þéf- kenndan og tilþrifalétinn leik Áke Skoog er 25 ára og vinnur við bókaverzlun. Hann er einn af þekktari keppendum liðsins, þrefaldur sænskur meistari og hefur verið 9 sinnum skánskur meistari. Það verður gaman að sjá Sví- ana á vellinum n. k. laugardag og ætti enginn handknattleiks- unnandi að láta þetta tækifæri fara framhjá sér. Þessi fimmti leikur Reykja- víkurmótsins verður fáúm sem á horfðu minnisstæður; til þess var þar of lítil knattspyrna sýnd. Það litla sem það var, gerði Valur í örfá skipti síðast í fyrri hálfleik. Eftir tækifærum hefði Valur getað gert nokkur fleiri mörk en sjaldnast var það vegna vel skipulagðrar sóknar. Flest var tilviljanakennt og annað markið var bein orsök af rangri staðsetningu varnarinnar. Þróttur kom nú með nokkuð breytt lið frá síðasta leik og virðist liðið sízt hafa eflzt við það. Áhlaup þeirra voru tilvilj- anakennd. Virkasti maður sókn- arinnar var Hörður Guðmunds- son. Wiiliam var sá sem bezt- ar tilraunir gerði til að byggja upp. Halldór Backmann eyði- lagði margt áhiaup Valsmanna en spörk hans voru óörugg. Eftir rokleik sinn við KR var búizt við að Valur myndi sýna meira í góðu veðri eins og hér var, en það brást, þeir höfðu [ enn einkenni æfingaleysis. Þeir hafa ekki fundið hinn jákvæða samleik og hreyfanleik, og ör- yggi í sendingum. Framvörðun- um Sveini og Gunnari Sigur- jónssyni tókst ekki að hafa vald ÁristnMM vasaii á miðju vallarins, þeir voru oft- ast of framarlega eða of mikið saman. Hörður iðkar um of einleik og það alla leið inn á markteig. Gunnari Gunnars tókst ekki eins vel upp og á móti KR. Einar var sterkasti maður öft- ustu varnarinnar sem lék í heild opið og óvaldað og mátti þakka fyrir að fá ekki eitt mark til og við það tækifæri hljóp Helgi of fljótt út úr markinu. í fyrri hálfleik settu Valsmenn 4 mörk gegn einu en í þeim síð- ari gerðu liðin sitt markið hvort. Dómari var Haraldur Gíslason. Áhorfendur voru fáir. Boðhlaup KR fór fram á íþróttavellinum á sunnudag og lauk með sigri sveitar Ármanns, sem hljóp á 2.30.6 mín. Önnur varð sveit KR á 2.33.4. Sveit ÍR missti keflið og hætti. Sprettirnir voru: 7x100 m og 2x200 m. 28G kr. fyrii 10 létta Úrslit leikjanna á 19. seðlinum: Þróttur 2 — Valur 5 2 Júgósiavía 1 — England 0 1 Asker 2 — Nordnes 0 X Larvik 2 — Viking 1 1 Strömmen 0 — Sarpsborg 1 2 Odd 1 — Lilleström 1 x: AIK 0 — Djurgárden 0 x Gais 1 — Göteborg 1 x Hálsingborg 3 — Malmö FF 3 x Degerfors 2 — Jönköping 0 í Elfsborg 1 — Norrköping 0 I Kalmar 2 — Sandviken 1 1 Flestar réttar ágizkanir í síð- ustu leikviku reyndust 10, sem komu fyrir á 7 seðium. Hæsti vinningur varð 280 kr., sem greiddar verða fyrir 4 af þessum 7. Voru það kerfi með 1/10 og 6/9 rétturh. Vinningar skiptust annars þannig: 1. vinningur: 112 kr. fyrir 10 rétta (7). 2. vinningur: 28 kr. fyrir 9 rétta (56).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.