Þjóðviljinn - 08.07.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.07.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 8. júlí 1954 þlÓOVIUINN | Btgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — SósialistaflokkuriBn. yréttastióri: Jón Bjarnason. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SlgurOur GuSmundsson. BlaSamenn: Ásmundur Sigurjónssor.. Bjarnl Benediktsson, Gu8- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlOja: Skólavðrðusti* 1a. — Síml 7600 (S línur). ÁakriftarverC kr. 20 á mánuðl í ReykjavOt og nágrenni; kr. 11 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. --------------------1------------------------ ... v Kosningamálgsgn Stefáns Jóhanns Alþýðublaöið skýrir svo frá í gær að listi til fulltrúa- kjörs í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur til flokksþings Al- þýðuflokksins liggi nú frammi, og sama dag birtir Morg- unblaðið förustugrein- helgaða flokksþinginu. Það er eng- in tilviljun. Hægri klíkan í Alþýðuflokknum hefur hina nánustu samvinnu við ráðamenn íhaldsins, og Morgun- blaðinu verður beitt sem tæki í átökunum innan flokks- ins; Stefán Jóhann og félagar hans hafa fengið heimild til að birta í Morgunblaðinu hvað sem þeim sýnist og þeir ætla að geti orðið sér til framdráttar fyrst ekki tókst að reka formann Alþýðuflokksins frá Alþýöublaðinu. í þessari forustugrein Morgunblaðsins, um flokksþing Alþýðuflokksins er m.a. komizt svo að orði: ,.Þá verður í raun og veru skorið úr um það, hvort Al- þýðuflokkurinn ætlar sér að bíta á agnið, sem Ijommún- istar hafa rennt fyrir hann. Jafnframt verður skorið úr um það, hvort flokkur jafnaðarmanna á íslandi á fram- vegis að verða hjálenda kommúnista undir forustu manns, sem ekki hefur hikað við að styðja kommúnistaflokkinn í kosningum, eða hvort hann á að verða sjálfstæður lýð- ræðissinnaður stjórnmálaflokkur". Eins og sjá má eru áhyggjur íhaldsins miklar, og um- hyggjan fyrir velgengni Alþýðuflokksins og „sjálfstæði“ leynir sér ekki. Það skortir víst ekki á að málgagn auð- mannastéttarinnar vilji hag Alþýðuflokksins sem beztan! Þó kann að vera að ýmsir minnist þess gamla kjörorðs seni einn af forustumönnum flokksins mótaði, að það væri örugg leiösögn að breyta þveröfugt við þaö sem Morgunblaðið segir. Þetta blað ríkisstjórnarinnar segist einnig hafa áhyggj- ur af því hvað Alþýðuflokkurinh sé smár og aö hann kunni enn að ganga saman. Þó er það vandamál býsna einfalt. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei veriö stærri en þeg- ar hann barðist einarðlegast gegn íhaldinu og leiðtogar hans gengu undir nafninu Rússabolsar 1 Morgunblaðinu, hann hefur aldrei verið smærri og áhrifaminni en eftir að Stefán Jóhann og félagar hans gengu opinskátt í þjón- ustu íhaldsins. En hvað sem öllum slíkum böllaleggingum líður er sú staðreynd athyglisverðust aö ætlunin er auðsjáanlega að beita Morgunblaðinu sem kosningamálgagni hægri klík- unnar 1 Alþýðuflokknum fyrir flokksþingið. Slík vinnu- brögð eru næsta óvenjuleg, en þá þeim mun lærdómsrík- arí. SjáEfsvirðing í Eitlu gengf Þjóðviljinn hefur sýnt fram á að stöðvun 30 togara kostar þjóðina um 750.000 kr. hvern dag sem líður — í erlendum gjald- eyristekjum. Auk þess hefur stöðvunin í för með sér að við get- um ekki hagnýtt okkur þá markaði sem bjóðast og allar líkur á að við getum ekki einu sinni afhent það magn sem við höf- um sjálfir stungið upp á í viðskiptunum við Sovétríkin. Tor- velt er að meta hvert tjón getur af því hlotizt, en afleiðingarn- ar geta sagt til sín um langa framtíð. Það er meginverkefni hverrar ríkisstjórnar að tryggja að at- vinnulífið geti starfað ótruflað. Sú ríkisstjórn sem gefst upp við það hefur sjálf kippt stoðunum undan sér. Ábyrgð ríkis- stjcrnar Ólafs Thors er þeim mun meiri sem hún hefur horft á þetta ástand skapazt mánuðum saman án þess að gera nokkr- ar ráðstafanir og hefur látið allar aðvaranir sem vind um eyru þjóta. Aðgerðaleysi hennar er yfirlýsing um það að ráðherr- arnir hafi gefizt upp; þeir séu ekki megnugir að tryggja að mikilvirkustu framleiðslutæki landsmanna starfi. í flestum lönd- heims myndi slík ríkisstjórn segja af sér, þó ekki væri af öðru en því að ráðherrarnir gætu ekki annað sjálfsvirðingar sinnar vegna. Sá eiginleiki er hins vegar i litlu gengi iunan stjóm- xnálaflokkanna hérlendis, enda verður ekki annars vart en ráð- herramir uni sér hið bezta í stólum sinum, meðan togararnir eru bundnir og þjóðin tapar stórfelldum gjaldeyristekjum og markaðsmöguleikum. Kunnasti blaSamaSur Bandarikjanna og fyrverandi sendiherra i Moskva vara v/ð stríðsflokknum í Washington Kunnasti og mikilsvirtasti blaðamaður Bandaríkjanna er tvímælalaust Walter Lipp- mann. í næstum fjóra áratugi hefur hann skrifað aragrúa blaðagreina og margar bækur um heims- málin og þó einkum þátt Bandaríkj- anna í þeim, Greinar Lippmanns, sem hann hefur sið- ustu 23 árin skrifað fyrir New York Herald Tribune, áhrifa- mesta blað Bandaríkjanna sem fylgir Republikanaflokknum að málum, eru endurprentaðar í hundruðum annarra blaða ut- an Bandaríkjanna og innan. Oft hafa skoðanirnar, sem Lippmann setur fram í greinum sínum, vakið mikla at- hygli og umræður, en varla hefur hann þó skrifað neitt, sem ýtt hefur eins við mönnum og tvær greinar sem birtust í öndverðum síðasta mánuði. Þar slær Lippmann því föstu.að vold ugir aðilar í Bandaríkjunum myndi það sem hann kailar stríðsfíokkinn, þeir telji þriðju heimsstyrjöldina óumflýjanlega og vilji að Bandaríkin hefji „stríð til að fyrirbyggja árás“ gegn Sovétríkjunum og Kína. Foringjar stríðsflokksins sitja í ráðuneyti Eisenhowers, segir Lippmann. Áhrifamestan þeirra telur hann Arthur Radford að- mírál, sem Eisenhower forseti gerði að formanni yfirherráðs Bandaríkjanna. T ippmann kemst svo að orði: AJ „íhlutunarsinnarnir, sem Radford aðmíráll hefur forustu fyrir, hafa ótakmai’kað stefnumið — sem sé það að kollvarpa stjórn kommúnista í Kína ... Öll aðstaða Vesturveld- anna er b^'ggð á sandi, vegna þess að markmið Radfords að- míráls eru svona langtum víð- tækari en það að koma á og ábyrgjast einhverskonar vopna- hlé í Asíu“. í næstu grein sinni tók Lippmann jafnvel dýpra í árinni. Hann talar þar um „ofstopamennina í okkar Arthur Radford hópi hér í Washington“ og seg- ir að þá megi þekkja á „of- stæki þeirra, fyrirlitningu þeirra á samningaviðræðum, málsvörn þeirra fyrir að lagt verði út i stórstyrjöld“. Svo brýnir Lippmann raustina: „Undirrót vandræðanna er að rikisstjórnin sjálf er klofin í stríðsflokk og friðarflokk — klofin í þá sem telja það nauð- synlégt og æskilegt að fara með ófriði á hendur Kommún- ista-Kína og þá sem vilja stemma stigu við útbreiðslu kommúnismans án þess að hrinda af stað þriðju heims- styrjöldinni". TTann nafngreinir ekki aðra sem fylla stríðsflokkinn í Washington en Radford aðmir- ál, en í átökunum um afstöð- una til bandarískrar íhlutunar í stríðið í Indó Kína hafa að minnsta kosti nokkrir þeirra sýnt lit svo að ekki verður urn villzt. Annar af kunnustu blaðamönnum Bandarikjanna, Richard Nixon James Reston, aðalfréttaritari New York Times i Washing- ton, ræddi i blaði sinu 14. maí um hugmyndina um íhlutun i Indó Kína og sagði: „Innan rík- Erlend tíðindi isstjórnarinnar eru allmargir áhrifamiklir íhlutunarsinnar, sérstaklega formaður yfirher- ráðsins, Radford aðmiráll . . . Dulles utanríkisráðherra og Nixon varaforseti eru einnig sagðir hallast að þessari skoð- un“. Undanfarna mánuði hefur Nixon haldið hverja ræðuna af annarri, þar sem hann heíur sett fram þá skoðun að Banda- ríkjur.um hafi reynzt-um megn að heyja smástyrialdir á víð og dreif um hnöttinn, eins og í Indó Kína og Kóreu. Þau geti ekki haldið áfram að dreifa þannig kröftum sínum. Rétta stefnan, segir Nixon, er að til- kynna Sovétríkjunum og Kína að ef bylting verði hafin ein- hvers staðar í heiminum gegn ríkisstjórn vinveittri Bandaríkj- unum, verði þau talin ábyrg og kjarnorkusprengjum varpað á Moskva og Peking. Þessi mað- ur stendur aðeins eitt hjarta- slag frá forsetastóli Bandaríkj- anna. Walter Lippmann segir í greinini, sem áður var vitn- að til: „í augum umheimsins lítur svo út að við viljurn alls ekki semja um deilumálin i Austur-Asíu, að þjóð okkar vilji ekki berjast en að í ríkis- stjórninni og á þingi sé klika sem sé að reyna að flækja okk- ur í stórstyrjöld“. Ekki þarf lengi að leita að þeim manni sem er fyrir stríðsflokkn- um á Banda- ríkjaþingi. Það er Willi- am Know- land, formað- ur þingflokks republikana í öldunga- deildinni. Þegar Frakk- ar hörfuðu um daginn af suðurhluta ós- hólma Rauðár í Indó Kína komst Knowland svo að orði að slíkt megi ekki láta viðgang- ast. Bandaríkin verði að koma til skjalanna og rétta hlut Frakka og leppa þeirra jafnvel þótt það kosti heimsstyrjöld. Síðan hefur Knowland vakið á sér athygli með því að lýsa yfir að ef Kínastjórn fái aðild að SÞ muni hann segja af sér flokksformennskunni til að geta helgað sig algerlega baráttu fyrir þvi að Bandarikin segi sig úr alþjóðasamtökunum. Lyndon Johnson, foringi demo- drata í öldungadeildinni, hefur tekið undir orð Knowlands. TT'Ieiri Bandaríkjamönnum en Lippmann ofbýður atferli stríðsflokksins. Við uppsögn Radeliffe menntaskólans í Cam- bridge í Massachusettsfylki tal- aði George F. Kennan, fyrrver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Moskva. Kennan varð frægur 1947, þegar það vitnaðist að hann hafði lagt á ráðin um breytinguna á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í stríðslokin, þegar horfið var frá stefnu Roosevelts að hafa náið sam- starf við Sovétrikin og kalda stríðið hafið. Kennan hélt því fram að ef bandaríska stjórnin héldi nógu vel á spilunum gæti hún þvingað sovétstjórnina til að láta að vilja sínum án þess að til vopnaviðskipta kæmi. Þegar Kennan gagnrýndi tal Dullesar utanríkisráðherra um ,að „fre)sa“ þjóðir Sovétríkj- anna og annarra Austur-Evrópu- landa með hervaldi, var hann látinn fara úr bandarísku ut- anríkisþjónustunni. ■jT" ennan hefur síðan haldið því ■*■*■ fram í ræðu og riti, að ut- anríkisstefna sem byggist á hótun um kjarnorkustríð sé ó- samboðin viti bornum mönnum. Við uppsögn Radcliffe, þar sem Grace dóttir hans brautskráð- ist, vék Ker.nan enn að þessu eíni. Hann komst svo að orði að milljónir Bandaríkjamanna Framhald á 11. síðu. Lippmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.