Þjóðviljinn - 08.07.1954, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 8. júlí 1954
INNAN
VIÐ
MÚRVEGGINN
EFTIR A. J. CRONIN
43.
mn að' Burt hafði haft á réttu að standa. En hann
fann sárlega til vanmáttar síns að geta ekki aðhafzt
neitt. Hann þurfti að gera eitthvað, framkvæma eitt-
hvað sem máli skipti þegar í stað. Eiröarleysi hans óx
því lengur sem hann gekk um góif. Þegar honum
fannst, sem hann gæti ekki lengur afborið þetta var
barið aö dyrum hjá honum. Hann opnaði dyrnar í flýti.
Lena Anderson stóö fyrir framan hann. Hún var í
regnkápunni sinni og hattlaus. Svalt næturloftið og ef
til vill hröð ganga hennar um göturnar hafði strokiö
lióst hár hennar frá enninu og hleypt mildum roða
í kinriar hennar. Hun stóð vandræðaleg á þröskuldin-
um, augu hennar voru galopin og hræðsluleg og það
var mikill áhyggjusvipur á andliti hennar.
„Páil .... mér þykir leitt ef ég trufla þig .... ég
varð að koma. í búðinni í dag .... spurði maður um
þig“.
„Já?“ sagði hann spyrjandi og vandræðalegur. Hon-
um hafði ósjálfrátt létt í skapi við hina óvæntu komu
hennar. En samstundis geröu verkanir eitursins, sem
Harris hafði gefið honum inn, vart við sig. Kann þoldi
ekki að hugsa um hana í þessu nýja og sorglega ljósi.^
Honum fannst sem hún hefði með uppgerðar sakleysi
sínu reynt að tæla hann. Ósjálfrátt varð hann kulda-
legri í framkomu þegnr hann bætti við: „Viltu ekki koma
inn fyrir?“
„Nei. Ég verð að fara strax aftur“. Síðan sagði hún:
„Mikiö var Harris ósanngjarn í morgun“.
„Hann hefur haft sinar ástæður“.
Hún horfði á hann og var enn í geðshræringu. Yfir
kápukraganum sá hann æðasláttinn í hvítum hálsi
hennar.
„Heíuröu fengiö aðra vinnu?“
„Ég hef ekkert reynt til þess“.
„En hvað ætlarðu að gera?“
Augljós kvíði hennar ýföi enn hin andlegu sár hans.
En ha.nn yppti öxlum.
„Hafðu engar áhyggjur af því. Ég bjarga mér. Hver
var það sem spurði um mig? Einhver úr lögreglunni?“
„Nei, nei,“ sagði hún í flýti og greip andann á lofti.
„Það var lítill fulloröinn maður. Herra Harris var mjög
ruddalegur við hann, vildi hvorki taka skilaboð né gefa
neinar upplýsingar. En á eftir tókst mér að ná tali af
honum. Hann heitir herra Prusty og á heima í Ushaw
Terrace 52. Hann langar til að þér komið til hans í
kvöld“.
„í kvöld?“
„Já. Það er sama hvað seint það er. Hann sagðí að,
þaö værj mjög mikilvægt".
„Þakka þér fyrir“, sagði Páll rólegri röddu. „Þú hefur
gert mér mikinn greiða“.
„Það er ekkert að Ipakka .... Það er ekki af afskipta-
semi .... en ef ég gæti eitthvað hjálpað ....“
Samúð hennar, hógvær en sönn, fyllti hann ákafri
löngun til að trúa nenni fyrir öllu saman. En hann
vildi ekki láta undan henni. Þess í stað neyddi hann
sig til að brosa — gleðisnauðu brosi sem var eins og
gretta.
„Hefur þá ekki nægar áhyggjur sjálf?“
Hún leit á hann kynlegu augnaráði, næstum spyrj-
andi.
„Ætti ég þá ekki aö skilja þínar áhyggjur þeim mun
betur?“
Hún beið næstum kvíðandi eftir svari hans. Þegar
hann sagði ekkert, beit hún á vörina eins og til aö
bæla niður andvarp.
, ,Farðu að minnsta kosti .... varlega“.
Andartak horfði hún í augu hans; svo sneri hún sér
snögglega við og fór,
Um leið var eins og honum kólnaöi; honum fannst
hann hafa misst eiithvað og hann var gramur sjálf- l
um sér fyrir að hafa ekki beðið hana að vera kyrraJ
-J
Hann langaði mest til að þjóta fram á stigapallinn og
kalla á hana. En um leið sló torgklukkan. Hann taldi
níu högg; og samstundis tók hann hatt sinn og frakka.
Á leiðinni niður var hann að velta því fyrir sér, um
hvað Prusty þyrfti áð tala við hann. Þetta stakk alveg
i stúf við hina fyrri varfærni tóbakssalans. Hann hleypti
brúnum og reyndi að leysa þessa gátu, meðan hann
gekk hröðum skrefum áleiðis til Eldon.
Tuttugasti og annar kafli
Veðrið hafði breytzt og kvöldið var kalt og vetrarlegt.
Götur oar voni líflausar undir blýgráum himni; það var
eins og borgin væri stirönuð af frosti. Brátt fór að snjóa.
Þurrar flyksurnar hringsnerust 1 loftinu, féllu síöan
mjúklega niður á gagnstéttirnar. Fótatak Páls heyrðist
varla þegar hann gekk framhjá lokaðri tóbaksbúðinni
cg að Ushaw Ten-ace.
Tóbakssalinn var heima, klæddur þykkri ullarpeysu.
Hann gægðist gegnum dálitla rifu á hurðinni og þegar
hann þekkti Pál opnaði hann alveg. Páll gekk inn en
sló fyrst snjóinn af skónum sínum. Stofan var jafn
skuggaleg og rykug og áður; vindlaþefur í loftinu og
bjarmann frá gasloganum lagði yfir gólfábreiðuna. Það
var þungt og innilokað loft inni.
„Veturinn kemur snemma“, sagði Prusty og gaut aug-
unum yfir nefgleraugun. „Ég finn það á gigtinni í mér.
Fáið yður sæti. Ég ætla að fara að fá mér kvöldverð“.
Hann hellti bleksvörtu kaffi í bolla handa gestinum
og tók ekki annað í mál en hann fengi sér kjötbita sem
hann hafði keypt og hitað í ofninum hjá sér. Þrátt fyxir
þessa gestrisni hafði Páll sterkt hugboð um að hann
væri ekki eins velkominn og í fyrra skiptið. Tóbakssalinn
virti hann tortryggilega fyrir sér cg lagði fyrir hann
ýmsar ísmeygilegar spurningar og gat á þann hátt feng-
ið vitneskju um gerðir Páls undanfarnar vikur.
fiZEH
Ég þekki listmálara sem málaði
köngrulóarvef svo vel í eitt stofu-
hornið sitt að vinnukonan reyndi
heilan da.gr að ná honum burt.
SHkir iistamenn eru raunar
ekki sja'.dgaifir, en þetta hefur
verið fágæt vinnukona.
Það er sagt að hægrt sé að lesa
karakter konunnar með því að
lita á baðföt hennar. Vér álitum
að það hljóíi að vera eitthvað
má’um b’andað, því konan nli
á dögum h’ýtur að ‘hafa meiri
karakter en svo.
Kona nokkur. scm var á sumar-
ievfisferóa'a.cri i Sviss, hafði orð
á því við leiðsögumann sinn, að
hún furðaði sig á ölum þeim
geysistóru klettum, sem voru
hvanvetna í dalnum, sem hún
dva’.dist i.
„Hvaðan í óskcpunum eru a'lir
þessir klettar?" spurði hún.
„Skriðjöklarnir fluttu þá hingrað
ofan úr fjö’lunum", anzaði ieið-
sögumaðurinn.
,.En hvar eru þá skriðjök arn-
ir?“
„Þeir eru farnir upp eftir ti’ að
sæltja fieiri kietta". —- (Úr Sara-
tiðinni).
Hinn frægi cnski ieikari Garrick
var eitt sinn beðinn að bjóða. sig
fram til- þings í ti'tölulega ör-
uggu kjördæmi. Leikarinn færð-
ist undan heiðrinum með þess-
um orðum:
Ég vil he’dur ha’.da áfram að
ielka mik a menn á sviðinu en
fífj í þinginu. *
Útiloft og matarlyst
Það er eins og börnin séukoma inn og biðja um bita, og
ö!vuð af vorveðrinu. Þau leika þá'skiptir það ekki svo miklu
sér úti frá morgni til kvölds
og það er hægara sagt en gert
að ná þeim inn til að borða.
Sumar mæíur berjast erfiðri
og markvissri baráttu, rr.aður
heyrir hróp þeirra á börnin,
sem láta e’ns og þau heyri
ekki neitt og haida áfram að
leika sér. Grannkona mín,
þriggja barna móðir, á erfitt
þessa dagana og svipur henn-
ar verður æ þjmgri eftir því
sem á daginn líður. Börnin
þrjú láta sig matmálstímana
engu skipta, en móðurinni
gremst að bíða með matinn eft-
ir krakkakjánunum sem vilja
ekki koma inn að borða.
CEn það er auðvelt að spara
scr mikið af þessari gremju.
Börn sem leika sér úti allan
guðsiangan daginn hafa stór-
kostlega matarlyst og þau eru
ekki matvönd,' og það er því
fásinna að binda sig of fast í
ákveðna matartíma meðan
veðrið er himneskt og börnin
tíma ekki að sóa tímanum í
innisetur.
Oft er bezta lausnin að
smyrja brauðsneiðar sem hægt
er að borða undir beru lofti,
kalia á bömin þegar eru
tilbúnar og rétta þeim þær. Það
kemur áreiðanlega á daginn að
þau borða brauðið með beztu
lyst þótt þau hafi rétt áður
sagt að þau langaði ekki í mat.
Og ef þau verða reglulega
máli þótt þau fái eklti endi-1
lega heitan mat. Margir gcraj
sér lífið alltof erfitt raeð því!
að reyna að j.roða mat í krakk-j
ana, þegar þau eru um allt ann-
að að hugsa. Ef þau verða reglu
lega svöng koma þau og biðja
um mat, og það er leiðinlegt að
þurfa að gera þeim gramt í
geði þegar þau eru í óða önn
að njóta leiksin3 og veðurblíð-
unnar. — g
Spöng um káriS
Það er býsna langt liðið síð-
an það var í tízku að hafa
spöng um hárið, en flestar
okkar muna sjálfsagt eftir þess
ari tízku. Nú er hárspöngin
komin frám aftur enn á ný
og nýtízku hárspangir líta ná-
kvæmlega eins út og þær gerðu
í gamla daga, og ef einhver
á gamla hárspöng niðri í
kommóðuskúffu hjá sér getur
hún tekið hana í notkun á
ný, — svo framarlega sem
konan sjálf er eltki orðin of
gömul á meðan.
Hárspöngin er dálítið ung-
lingsleg og þessi tízka hefur
einkum náð útbreiðslu meðal
skólastelpna. Þeim fer hún líka
mjög vel. Hins vegar getur það
verið vafasamt þegar lconan
með spöngma er komin röngu
svöng faregzt það ekki að þau i megin við þrítugt.
Lanjjt er síðan maður heyrði talað
um ruslskúfiur með öngru skafti,
til þess að koma. í veg fyrir að
fó’.k þurfi að beygja sig um of í
bakinu þegnr það sópar. En sltúff-
an á myndinni gengur feti lengra,
Þegar búið er að sópa ruslinu upp
á hana, situr. það fast í kramaiv
hús aga hylkinu, sem auðvelt e*
að taema.
SUMAK-
SALAT:
Skyrostur hi'ærður út raeð
dálitlum rjóma, salti og pipar.
Síðan bætt í hann söxuðum
radísum, agúrku og tómatbit-
um og fínklipptum graslauk.