Þjóðviljinn - 08.07.1954, Síða 12

Þjóðviljinn - 08.07.1954, Síða 12
. Frá Rifshöfn eins og liún lítur nú út Höfnin í Rifi verður tekin í notkun í haust Fyrirspurnir um útgerðarskilyrði berast víðsvegar að aí landinu Sandi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Framkvæmdum við hafnargerðina á Rifi miðar allvel áfram, og er ætlunin að höfnin verði tekin í notkun í haust. Er áhugi mikill fyrir þessum framkvæmdum hér í byggðarlaginu, og eins berast fyrirspurnir frá mönnum í öðrum landsfjórðungum sem hafa hug á að gera út héðan. Lokið er við að reka niður staura i bryggju, og uppgreftr- inum miðar sæmilega 'áfram. Hins vegar er menn farið að lengja eftir því að vitamála- stjórnin setji upp innsiglingar- merki fyrir höfnina. Einnig er nú brýn þörf á því að vegurinn verði fullgerður, að öðrum kosti komast Sandarar ekki inn í Rif Landsstniðjan smíðar fyrstu síldarnótabótana úr stóli Getnr lokið við smíði 10 til 20 slíkra báta 1 á milli vertíða Landssmiðjan hefur lokið við smíði tveggja síldarnóta- báta úr stáli. Eru það fyrstu stálbátarnir, sem smíðaðir eru hér á landi. Annar nótabáturinn var sett- ur á sjó í gær og var þá blaða- •mönnum boðið að skoða hann. Hinn báturinn verður sjósett- ur í dag og í kvöld mun v.b. Snæfugl frá Reyðarfirði halda með báða bátana til síldveiða fyrir Norðurlandi. Mikið notaðir í Noregi. Jóhannes Zoega, forstjóri Landssmiðjunnar, skýrði svo frá að Norðmenn hefðu fyrir nokkrum árum byrjað að nota nótabáta úr stáli í stað tré- bátanna, sem hingað til hafa verið algengastir. Hefur notk- un stálbátanna í Noregi gefið mjög góða raun. Kostir stálbáta eru einkum þeir að þeir verða ekki vatn- sósa eins og trébátarnir og þyngjast því ekki með tíman- um, auk þess sem viðgerð á þeim er oftast einfaldari og óaýrari. Stál ryðgar að vísu Keppa um dócentsembætti Um dócentsembætti í guðfræði vivð Háskóla íslands, sem aug- lýst var laust til umsóknar 15. marz s.l. með umsóknarfresti til 1. júlí, hafa þeir sótt Guðmund- ur Sveinsson, settur dócent. og Þórir Þórðarson, cand. theol. (Frá menntamálaráðuneytinu) en sé þvi viðhaldið ætti ryðs- ins að gæta minna en fúa í tréskipunum. , n Samkeppnisfært verð. Bátar þeir, sem Landssmiðj- an hefur nú lokið smíði á, eru byggðir í tilraunaskyni. Var smíði þeirra hraðað sem kostur var til þess að þeir yrðu komn- ir á flot áður en sítdarvertíðin hæfist. Jóhannes Zoega býst við að Landssmiðjan geti fram- leitt 10-20 svona báta milli síldarvertíða og verði hægt að selja þá á 60-65 þús. krónur stykkið, með díselvél, spili og öðrum útbúnaði, en það er mjög svipað verð og er á tré- bátum þeim, sem smiðaðir eru hér innanlands, og innfluttum norskum stálbátum. Sökkva ekki. Hinir nýju bátar eru 9.75 m. á lengd, 2.80 m. á breidd og dýptin 1.30 m.‘ 1 þeim eru 33 hestafla Bolinder-díselvélar, en það eru taldar óþarflega stórar vélar i báta af þessari stærð og því ætlunin að í bátum þeim, sem smíðaðir verða í framtíðinni verði 22-25 hestafla vélar. Flotholt eru í skut og stafni og eiga bátamir ekki að geta sokkið þó að þeir fyllist af sjó. með skaplegu móti. Verður vegar- lagningin þeim mun dýrari sem lengur dregst, en vilyrði hefur fengizt hjá vegamálastjórninni fyrir því að hafizt verði handa um verkið 20. þ. m. Fimmtudagur 8. júlí 1954 —19. árgangur — 149. tölublað Æskulýðsfylkingin fer '1 akoti Lagt aí síað á laugardagskvöld og suimu- dagsmorgun Æskulýósfylkingin býöur öllu starfsíólki útisskemmtun- arinnar í Hvalfirði í skemmtiferð um næstu helgi, og er öðrum fylkingarfélögum og velunnurum einnig heimil þátttaka gegn vægu gjaldi. Fyrirkomulagið verður þannig dvalizt þar um daginn. Verður að þeir sem eiga heimangengt. gróðurlundurinn skoðaður og á laugardag leggja af stað kl. 6 annað sem gleður augun á þeim. fagra stað. Starfsfólk útiskemmtunarinn- ar og aðrir sem hug hafa á að taka þátt i íerðalaginu þurfa að tilkynna þátttöku sína á skrif- stofu ÆFR, Þórsirötu 1. fyrir kl. 9 annað kvöld. um kvöldið og dveljast í Fylking- arskálanum um nóttina. Aðrir leggja af stað kl. 9 á sunnudags- morgun. Verða þeir sem gista í skálanum teknir i leiðinni, en síðan haltíið að Múlakoti og Verkfall í bandcirísk- um kjarnorkuverum Framleiðslan stöðvast í ár ef deilan leys- ist ekki fljótt Verkamenn í tveimur þýðingarmestu kjarnorkuverum Bandaríkjanna lögðu niður vinnu í gær. Bæði verkamenn sem vinna að viðhaldi stöðvanna og þeir sem vinna að framleiðslu geisla virkra efna taka þátt í verkfall- inu. Krefjast þeir hækkaðs kaups og bættra vinnuskilyrða. Allt U-235 kemur þaðan. Frá þessum tveimur kjarn- orkuverum, sem eru í fylkjun- um Kentucky og Tennessee, kemur allt það magn af úraní- umafbrigðinu U-235 sem fram- leitt er í Bandaríkjunum. U-235 er notað í kjarnorkusprengjur. Verkfallsmennirnir eru 4300 talsins. Ef þeir verða það lengi frá vinnu að framleiðslan í kjarnorkuverunum stöðvist með öllu mun það taka að minnsta kosti ár að koma fram- leiðslunni af stað aftur, segja starfsmenn kjarnorkunefndar Bandaríkjastjórnar. Námumenn ■ með Vestur- Evrópuher 1 í gær samþykkti þing brezka námumannasambandsins yfirlýs- ingu þar sem lýst er yfir fylgi við ákvijrðun stjórnar Verka- mannaílokksins að styðja að her- væðingu Vestur-Þýzkalands inn- an Vestur-Evrópuhers. Samvinnuslit Yesturvelda, upplausn A-bandalagsins íyrir dyrum eí Bandaríkjamenn halda uppteknum hætt, segir Manchester Guardian Brezka borgarablaðið Manchester Guardian sagöi í gær að fyrirsjáanlegt sé að slitna hljóti upp úr samvinnu Vesturveldanna ef þingið 1 Washington haldi áfram að ráða utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Blaðið segir að það verði æ Ijósara að foringjar republikana Tvístígandi afstaða Eisenhow- ers til úrsagnar USA úr SÞ Eisenhower Bandaríkjaforseti vildi hvorki svara af né á þegar blaðamenn spurðu í gær um afstöðu hans til kröfu ýmissa þingmanna að Bandaríkin fari úr SÞ. Eisenhower sagðist ekki enn hafa ráðið það við sig hvort hann ætti að vera með eða móti þvi að Bandaríkin fari úr SÞ ef Kina fær þar inngöngu. Þó kvaðst hann vilja vekja athygli á því að slíkt skref megi ekki stíga nema að vandlega athug- uðu máli. Óumbreytanlega andvígur Forsetinn kvaðst vera „alger- lega og óumbreytanlega“ and- vígur því að alþýðustjórn Kína fái inngöngu í SÞ við núverandi aðstæður. Kvað hann hana eiga í stríði við SÞ og hafa verið stimplaða árásaraðila með sam- þykkt allsherjarþingsins. Hún yrði ekki tæk í SÞ nema eftir .tímabil góðra verka. Dulles andvigur Knowland Bandaríska stórblaðið New York Herald Tribune skýrir frá því í gær sem Dulles utanríkis ráðherra og Knowland öldunga- deildarmanni fór á milli þegar þeir ræddust við í fyrradag. Knowland er formaður þingflokks republikana, bandaríska stjórn- arflokksins, og er fremstur í flokki þeirra ' þingmanna sem vilja að Bandarikin fari úr SÞ ef Kínastjórn fær inngöngu í samtökin. Blaðið segir að Dulles hafi lagzt gegn tillögu Knowlands og sagt honum, að ef hún næði fram að ganga myndu Bandaríkin standa uppi algerlega einangruð í heim- inum. Hinsvegar kvaðst hann myndi beita öllu valdi og áhrifum Bandarikjanna til að hindra að Kínastjórn fái inngöngu í SÞ á allsherjarþinginu sem hefst ‘21. september. á þingi séu staðráðnir í því að halda úrslitavaldinu um utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna, sem þeir hafa fengið í hendur vegna skorts Eisenhowers á forystu- hæfileikum. Þingið gerir utánríkisstefnu Bandaríkjanna sífellt óbilgjarn- ari og stirðari, ségir Manchest- er Guardian. Bendir blaðið á samþykktirnar um að svipta þau lönd bandarískri fjárhags- aðstoð sem gera griðasáttmála við sósíalistísk ríki og gera stofnun V-Evrópuhers að skil- yrði fyrir aðstoð við löndin í Vestur-Evrópu. Tillagan um brottför Bandaríkjanna úr SÞ ef Kínastjórn fær þar inn- göngu bítur þó höfuðið a£ skömminni. Vandséð er, segir MAN- CIIESTER GUAKDIAN, hvern- ið Bretar og aðrir geta haldið áfram að samræma stefnu sína bandarískri utan- ríkisstefnu sem myndnð er á þennan hátt. Haldi Eisenhower að sér liöndum hér eftir eins og hingað til er ekki annað fyrír- sjáanlegt en að upp úr vest- rænni samvinnu slitni og A- bandalagið liðist sundur. Þetta eru skelfilegar framtíðarhorfur, en það verður að horfast í augu við þær, segir hlaðið að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.