Þjóðviljinn - 15.07.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Fímmtudagur 15. júlí 1954 Sícan — púðurtum&cxn við hllð Indó Kína Fyrir nokkru var þess getið í fréttum að Síam hefði sent beiðni til Sameinuðu þjóðanna um að þær sendu herlið til landsins til að verja landamæri þess og Indó Kína. Frétt þessi lét ekki mikið yfir sér en hún bendir til þess að sitthvað gæti gerzt þar eystra um þess- ar mundir. Landið er hernað- arlega mikilvægt, áhrifa Banda- ríkjanná gætir þar mikið, stjómin er gerspillt. En um það bii; einn íimrfttí 'lilutí í'bú- anna í Bangkok eru kínverskir, þvínær öll verzlun og iðnaður Táhdins er í höndum Kínverja og- landamæri Síams sem liggja að Laos og Kambodiu eru um ■ 2000 km. löng. Lénsaðalsskipulag ríkir í land- búnaðinum. Höfuðframleiðslu- varan er hrisgrjón og hrís- grjónaframleiðslan er um 80% af heildarframleiðslu landsins, og helmingur útflutningsins. Meðan aðrar útflutningsvörur landsins, t. d. tin og gúm, voru í háu verði vegna Kóreu- stríðsins og verðlag á hrís- grjónum var alltryggt, var efnahagur ríkisins sæmilega góður. En upp á síðkastið hef- ur verðlag á útflutningsvarningi tekið að falia, og hefur ekki stoðað 22 millj. dollara efna- hagshjálp sem Bandaríkin hafa látið landinu í té á síðustu ár- um. Þetta kemur fyrst og fremst niður á hrísgrjónarækt- endum og verkamönnum við tin- og gúm-nám. Hin f jölmenna handiðnaðarstétt, sem lifir við hungurkjör, er jafnmikið vanda- mál í Síam og öðrum Asíulönd- um. En í Bangkok, höfuðborg landsins, blómgast spilling og mútuþægni í opinberu lífi og þykir valdastéttin þar lifa all hátt. Almenningur í Síam hefur lítt látið að sér kveða í stjórn- málum og látiðj sig litlu skipta veðrabrigði í stjómmálaheimi Asíu. En ýmsir stjómmálaat- burðir síðari ára í Asíu hafa stuðlað að breytingu á þessu: Sigur kommúnista í Kína og blómgun efnahags og menn- ingar Kínverja, sigur Viet-Minh hersveita við Takhek í Laos, rétt hjá landamærum Síams í des. s.l., aukið stjómmálalegt frumkvæði alþýðu í Laos og Kambodiu, en þjóðir þeirra landa eru af sama uppruna og Thai-þjóðflokkurinn í norð- austur hluta Síams. Aukin í- 'hlutun Bandaríkjanna í iríh- anlandsmál Síams hefur valdið því að alþýða er betur á verði en áður. Að lokinni heimsstyrjöldinni síðari ríkti um tíma í landinu stjórn sem hafði gert stjórn- lagarof árið 1932 og bundið með því endi á einveldisstjóm þá sem ríkt hafði í landinu. Leiðtogi hennar var maður að nafni Pridi. Hann var fram- farasinnaður lýðræðissinni og treysti mjög á yngri kjmslóðina í Iandinu. Hann fór frá í júní 1946, er konungur landsins lézt á dularfullan hátt. Spilltir ráð- gjafar hans náðu þá völdunum í sínar hendur, en fjöldi hæfra manna úr stjóm Pridi neitaði að láta bendla sig við spilling- arstjóm þessa og voru þeir ým- ist dæmdir í útlegð, settir í fangelsi eða skotnir. Frá því í nóv. 1947, að und- anteknu stuttu tímabili á árinu 1948, hefur einræðisklíka nokk- urra herforingja farið með völd í landinu. Foringi þeirra er hershöfðingi að nafni Pibun Songgram. Hann keppti við Pridi um völdin, er alger henti- stefnumaður og " ekkl undir- gefinn neinurh þeini sem ekki tekur fullt tillit til metnaðar- girni hans. Áril 1940 und#B»i|% aði hann' ftínm ára griðásátt- mála við Bretland, en sama dag undirritaði hann og „samning um vinsamleg samskipti og gagnkvæma virðingu fyrir nú- verandi landayfirráðum ríkj- anna“ við Japan, og í janúar 1942 lýsti hann styrjöld á hend- ur Bretlandi og Bandaríkjun- um. En þessi atburður var gleymdur 1948, er hann sölsaði undir sig völdin í Síam, Bret- land og önnur auðvaldslönd flýttu sér að viðurkenna stjórn hans. Þeim virtist hann vera harður andkommúnisti og það var nóg. Þjóðfrelsishreyfingar sem á þessum tíma létu að sér kveða í Burma og á Malakka- skaga gerðu mikilvæga hem- aðaraðstöðu nýlenduveldanna í Síam. Um það bil sem kommúnistar unnu lokasigur sinn í Kina, féllst Pibun á uppástuugu Fil- ippseyjastjórnar um að taka þátt í andkommúnistabandalagi ásamt Syngman Rhee og Sjarig Kaj-Shek. En hann setti fram tvö skilyrði: Bandaríkin skyldu veita Síam efnahagsaðstoð og Pibun Songgram öðrum ríkjum suðaustur Asíu skyldi boðin þátttaka í banda- laginu. Þannig fengu Bandarík- in ítök í landinu. Þegar á árinu 1950 varð Síam bandarísk her- stöð, og Pekingútvarpið kallaði það leppríki Bandaríkjanna. Dollarar streymdu í stríðum straumum til Bangkok. Tækni- menntaðir menn og ráðgefandi fólk af ýmsu tagi kom til lands- ins, verzlunarhagur batnaði, krár og ópíumholur græddu, Bangkok varð borg neon-ljósa, fjárkúgunar og spillingar. Spill- ingarinnar fyrst og fremst. Á- standið minnir á síðustu daga Kúómíntang stjómarinnar í Kína. Þó að spilling sé ekki nýtt Kortið sýnir afstöðu Síams til Indó Kína. fyrirbrigði í stjórnmálum Sí- ams hefur hún að öllurn líkind- um aldrei náð þvílíku stigi sem^ nú undir stjórn Pibuns. Ráð- herrar hafa flestir umfangs- mikla fésýslu með höndum, m. a. yfirmenn hers, flota og lög- reglu. Flotamálaráðherrann hefur flækst í mörg hneykslis- mál. Má þar til nefna að eitt sinn seldi fyrirtæki hans hern- um óökufæra byssuvagna á uppsprengdu verði. Svipuðu máli gegnir um flesta embættisr menn ríkisins. Stjórnmálaástandinu svipar til stjórnar Kúómíntang í Kína að því leyti að stjórnin er ger- spillt, studd bandarísku fjár- magni og auðsveip Bandaríkja- stjóm, heiðarlegum mönnum gert ókleift að skipta sér af opinberum málum. Það er ólíkt að því leyti að fátækt, óánægja og þjóðernistilfinningar fólks- ins eru ekki eins sterkar né djúptækar og var í Kína. Sós- íalistískar hugmyndir hafa eink- um náð útbreiðslu meðal Kín- verja en þeir eru margir hverj- ir allóvinsælir vegna aðstöðu þeirrar sem þeir hafa í efna- hagslífi landsins. Sigur komm- únista í Kína var mikil hvatn- ing löndum þeirra í Síam. Árið 1950 var hinn máttlitli Komm- únistaflokkur Síams sameinað- ur Kínverska flokknum og mynduðu þeir nýjan kommún istaflokk. Árið 1952 * var hann lýstur ólöglegur. Þeir fara þó enn með stjórn í verkalýðssam- bandi landsins og hafa með því allgóða aðstöðu til að veita stjórninni mótstöðu. Utan höfuðborgarinnar Bang- kok er mótstaða gegn stjóm- inni sterkust í norðausturhér- uðum landsins, sem eru 18 að tölu. Stjórnin hefur gert þar lítið fyrir fólkið og embættis- mennirnir frá Bangkok koma fram við það eins og hverja aðra ólæsa fátæklinga. í öðru lagi er efnahagslíf héraðanna að mestu í höndum Kínverja. Síamskir embættismenn hafa þar. þó stór fyrirtæki, reka and- kínverskan áróður í Bangkok, en græða á framleiðslu kín- verskra handa í norðausturhér- unum. í þriðja lagi liggja landamæri þessara héraða að Laos í Indó Kína og eru um 800 km að lengd. Þjóðirnar beggja megin landamæranna eru af sama uppruna, af Thai- þjóðflokkinum, búddatrúar og hafa sama tungumál. Thai-þjóð- arfólk býr í Yunnan-héraði í Kína og Shan-ríkjum Burma. Fyrir og eftir stríðið reyndi Pibun hvað hann gat að færa sér í nyt þjóðérnishreyfingu Thai-þjóðarinnar. Thai-hreyf- ing hans miðaði að því að sam- eina alla Thai-þjóðina í eitt rí'ki og þessvegna skírði hann riki' sitt,-upp og nefndi Thái- land. Er Pibun hélt að>; Indó- Kína væri að gefast upp árið l84ð gekk hann hart að Frökk- um til að fá þá til að afsala sér í hendur Síams þeim hlutum ríkjanna Laos og Kambodíu sem byggðir voru Thai-þjóðar- mönnum. Hugmyndin um sam- einingu Thai-þjóðarinnar í eitt ríki er því ekki ný. Alþýðustjórnin kínverska hef- ur nú viðurkennt sjálfsstjórn Thaiþjóðarmanna í Yunnan í samræmi við stefnu þeirra gagnvart þjóðernisminnihlut- um. í Indó Kína hefur stjórn sjálfstæðishreyfingarinnar fylgt sömu stefnu, enda eru í norð- austurhéruðum Síams fjölmarg- ir ákafir fylgjendur Ho Chi Frajnhald á 8. siðu. Um Neskirkju, bœjarprýði og heisluspillandi hús- næði — Ösléttar farir í höfuðborginni A.H. HEFUR sent okkur eft- irfarandi bréf: „Reykvíking- ar sem ganga vestur Snorra- braut hjá Landsspítalanum, munu sjá að hinni veglegu há- skólabyggingu hefur bætzt ó- vænt skraut: á miðhluta henn ar klessir sér turnspíra hinn- ar nýreistu Neskirkju eins og beyglaður pípuhattur. Hefur þannig komið í ljós að óvænt- ur fegurðaraukí er að guðs- húsi þessu. Vonandi er að Fegrunarfélag bæjarins sæmi guðsmennina, er guðshúsið reistu ríflegum verðl. fyrir vikið og helzt gullmedalíu að auki, því að grjótklumpur þessi sem rexstur hefur ver- ið á Melunum mxm lengi standa sem óbrotgjarn minn- isvarði .yfir himinhrópandi smekkleysi hinna guðhræddu nessóknarbama um miðja tuttugustu öld. Þama byggja þau gluggalausan grjót- kumbalda, þennan líka litla, til þess eins að prestur þeirra geti gaulað þar yfir sjálfum sér og tómum bekkjum á sunnudögum. Það er lítt skiljanleg heim- speki. VÆRI ÞEIM þó nær að verja peningunum til þess að byggja yfir meðbræður sína sem búa í heilsuspillandi hús- næði, svo sem til dæmis í bragga þeim sem klúkir skammt frá kirkjuveggnum. Þætti mér það að minnsta kosti hagnýtari heimspeki, þar sem guð gamli kvað víst hafa yfir hinum glæstustu salarkjmnum að ráða uppi í himninum. Þess vegna vikli ég ráðleggja hinum guð- hræddu sóknarbörnum nes- sóknar að sprengja þetta grjótbákn sitt í loft upp og beita sér síðan fyrir einhverj- um þeim framixvæmdum sem heilbrigðri skynsemi væru þóknanlegri." NÚ ER ÉG að fara i sumar- leyfið mitt, skrifar góður kunningi Bæjarpóstsins. Eg ætla inn á öræfi að þessu sinni. Þar er nú ekki alltaf göngu- né útivistarveðpr þótt sumar eigi að heita, og þess- vegna er ráð að hafa með sér eitthvað Sem innan dyra gæti komið manni í staðinn fyrir náttúrufegurðina utan dyra, þegar hennar verður ekki not- ið. Og svo sem vant er um okkur Islendinga, þá hefur mér auðvitað komið fyrst í hug að hafa með mér bók. Eg fór til Bæjarbókasafnsins og ætlaði að gramsa þar veru- lega í gððum ritum. En ég komst aldrei lengra en að dyrunum. Það er sem sé bú- ið að loka safninu fyrirvara- laust vegna sumarleyfis starfsfólksins þar. Og það fór þar. Eg les ekki erlend txmgu- mál, og vildi heldur ekki sóa Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.