Þjóðviljinn - 15.07.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.07.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hverjir græða á m * í Asíu? USA gera allt til að halda hráefnalindum nýlendnanna Það er ekki að ástæöulausu að nýlenduveldunum,. Frakklandi. Bandaríkjunum og Bretlandi þykir mikið við liggja að missa ekki yfirráð yfir Indó-Kína. Á síðastliðnu ári var verðgildi vörumagns þess sem Bandaríkin ein fengu frá Indó-Kína um 70 milljónir dollara. Margar þeirra vörutegunda eru taldar hernaðarlega mikilvægar. Árið 1938, er Frakkar höfðu enn óskoruð völd í nýlendu sinni Indó-Kína, var útflutn- ingur nokkurra framleiðslu- vara hinna indó-kínversku ríkja sem hér segir: Hrísgrjón: 954.867 tonn, kol: 580.792 tonn, gúm: 58.023 tonn, maís: 548.010 tonn, pipar og krydd: 5.521 tonn. En árið 1953, er sjálfstæðis- her Víet-Minh hafði þrengt mjög kosti Frakka, var útflutn- ingur þriggja höfuðútflutnings- varanna sem hér segir: Hris- grjón: 149.148 tonn, gúm: 52.987 tonn, pipar: 486 tonn. Hrísgrjón eru aðallega ræktuð í óshólmum Mekong-fljóts í Kambodja og Cochinkína (suð- urhluta Víet-Nam) og í ós- hólmum Rauðár í Víet-Nam, en þaðan neyddust Frakkar að hörfa af stóru landsvæði fyrir skömmu. Pipar og gúm eru aðallega ræktuð í Kambodja og Cochinkína. Verðmæti þess- arra þriggja vörutegunda var samkvæmt frönskum heimild- um um 65 milljónir bandaríkja- dollara. Er tölur þessar eru athug- aðar er auðvelt að skilja að nýlenduveldunum þyki mikið við liggja að halda því sem haldið verður, þó ekki væri nema þeim svæðum sem þeir enn ráða yfir í Indó-Kína, en á þeim eru mörg helztu gróða- fyrirtæki Frakka, t.d. gúmekr- ur í Kambodja og Cochinkína. Viðhorf nýlenduveldanna Bandariska tímaritið „US News and World Report", 14. maí sl., lýsir vel áhuga heims- veldasinnanna fyrir að missa ekki af nýlendugróðanum í Asíu. Það segir: „Frá Indó- Kína, Birma, Síam og Malakka- skaga fengu Bandaríkin á ár inu 1953 h. u. b. þrjú hundrað millj. dollara virði í vörum,. að mestum hluta tin og hrá- gúm. Frá Bandaríkjunum voru fluttar til þessara landa 130 milljóna dollara virði í vörum, aðallega vélar og bómullarvör- ur. Sé litið á þessar tölur og staðreyndimar athugaðar sést hversu missir þessara landa yrði mikið áfall fyrir hráefna- öflun og verzlun Bandaríkj- anna. .} -y Á árinu 1953 fengu Banda- ríkin vörur frá Indó-Kína fyr- ir iim 70 millj. dollara. Af þeim var stærsti hlutinn, hrá- gúm, eða fyrir 15,3 millj. En land þetta hefur þar á móti keypt vörur í Bandarikjumun fyrir þvínær 37 millj. dollara. Síam, sem liggur að vestur- landamærum Indó-Kína, hefur á síðastliðinu ári selt til Bandá- ríkjanna vörur fyrir meir en 69 millj. dollara. Þar af var hrágúm fyrir 46 milljónir og tin fyrir 11 millj. Á árinu lét Síam af hendi við Bandaríkin wolfram, sem er mikilvægur málmur fyrir framleiðslu stáls, fyrir 5.3 millj. dollara. Voru þetta ein mikilvægustu kaup á hemaðarlega mikilvægum hrá- efnum sem gerð voru á tíma- bilinu. Iðnaður Bandaríkjanna flutti Út á þessu ári til markaðar í Síam vörur sem voru nær 57 millj. dollara virðd. Af þeim voru .vélar og farartæki 26.5 millj. dollara virði. Birma flutti út til Banda- ríkjanna vörur fyrir .3,4 millj dollara., aðallega wolfram. Frá Bandaríkjunum flutti það inn fyrir 6,8 millj. dollara. Utanríkisverzlun Malakka- skaga er því nær eingöngu við Bandaríkin. 1953 fengu Banda- ríkin þaðan hrágúm og tin fyrir um 100 millj. dollara“. Óttinn við kommúmsmann Er litið er á þessi ummæli hins . bandaríska tímarits verð- ur ljóst hversvegna leiðtogar Repúblikanaflokks Bandaríkj- anna á þingi töldu nauðsynlegt að beita óvenjulegu offorsi í yfirlýsingum þeim er þeir gáfu út vegna undanhalds franska hersins í Víet-Nam. Patrick Knowland, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni lýsti því yfir að stöðva yrði útbreiðslu kommúnismans í Asíu og koma í veg fyrír aðild Kína að sam- tökum Sameinuðu þjóðanna, jafnvel þótt það kostaði heims- styrjöld. Hið bandaríska hringaauðvald telur öll ráð til- tækileg til að viðhalda hinu skef jalausa arðráni. sínu, heima fyrir og í nýlendunum. Vernd til hanða Síam Einnig varpar grein: tíma- ritsins ljósi yfir þá ráðstöf- un Bandaríkjastjórnar að láta Síam biðja Sameinuðu þjóðirn- ar um sérstaka vemd landa- mæra sinna og Indó-Kína, í þann- - mnttd sem • undanhald franska. hersins á óshólmum Rauðár stóð yfir. Tilgangurinn var að tryggja áframhaldandi yfirráð heims- auðvaldsins yfir hráefnalindum landsins. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna varð þó ekki við beiðni þessari. En síðan hefur Bandaríkja- stjórn aukið að mun vopna- sendingar til Síams til þess að styðja leppstjóm Pibuns Song- grams í sessi, en valdaaðstaða hexmar er mjög ótrygg vegna óánægju alþýðu í landinu og sjálfstæðishrevfingar lands- manna sem eflist með degi hverjum. Meiri gróði eina takmaridð Þannig eru valdamenn auð- valdsins óþreytandi að leitast Framhald á 8. síðu. Hinar fyrrum frumstœðu pjóðir Asíu sem nú búa við soVétskipulag, njóta nú stöðugt meiri tækni og menning- ar. Samyrkjubændur í Altai-héraði í Asíu taka hér á móti nýrri sendingu dráttarvéla. gera eppreisn Á fundi þingflokks brezka íhaldsflokksins í fyrrakvöld gerðu 40 af 321 þingmanni hans uppreisn gegn flokksforingjanum Churchill og ríkisstjórn hans. Lýstu þeir yfir að þeir myndu greiða atkvæði gegn því á þingi, að gerður verði samningur við Egypta um brottför brezka setu- liðsins af Súezeiði. Einn þessara þingmanna, Nigel Birch, sagði sig úr íhaldsflokknum í gær og telst hér eftir óháður. Gagntillögur Egypta ,við síð- ustu tillögum Breta um brott- flutninginn frá Súes bárust í gær til London. Er sagt að'* Egyptar vilji þvi aðeins leyfa brezkum her að koma til Súes aftur ef eitthvert Arabaríkj- anna verður fyrir árás. Bretar vilja láta hið sama ná til Tyrk- lands og Iran. Eiseislsöwer iiýðns* Hliee Eisenhower Bandaríkjafor- seti tilkynnti í gær, að hann hefði boðið Syngman Rh'ee, for- seta Suður-Kóreu, að sækja sig heim í Washington. Vön er á Rhee 26. júlí. — Eisenhower kvaðst myndi ræða við Rhee um sameiningu Kóreu, en fyrir nokkru lýsti hann sig . lausan allra mála af vopnahléssamn- ingnum og hótaði að hefja stríðið á ný upp á eigin spýtur. Coloradobjalla ger- £r usla í Daxunörku Colorado-bjallan herjar nú í Danmörku og gerir mikinn usla í kartöfluökrum þar. Dýr þetta er hið erfiöasta viður- eignar og búast menn við að það valdi miklu tjóni á kartöfluuppskeru Dana í ár. Hislles sendir.... Framhald af 1. síðu. segir að þar sé það talin tölu- verður sigur fyrir Mendés- France að honum skyldr takast að telja Dulles á að- senda Bedell Smith til Genf. Áður hafði verið tilkynnt í Washing- ton, að hvorki Dulles né Smith myndu koma til Genf. Franskir stjórnmálamenn telja, segir fréttaritarinn, að Mendés-France hafi fengið Dulles til að lofa því að leggja ekki stein í götu friðar i Indó Kína en hinsvegar hafi' Dulles ekki viljað heita neinu um að Bandaríkin taki ábyrgð á friðarsamningum. Obdulio Barthe lótinn lous Obdulio Barthe, verkalýðsleiðtoginn frá Paraguay, sem í fjögur ár hefur verið hafður í haldi í fangelsi í Buenos Aires í Argentínu og Asuncion, höfuðborg Paraguay, hef- ur nú verið látinn laus. Var það einungis vegna ítrekaðra áskorana alþýðusamtaka víðsvegar um heim. Barthe var pólitískur flótta- maður í Argentínu er argentísk stjórnarvöld létu handtaka hann, þann 22. júli 1950. Hann var hafður í haldi og pyntaður fyrst í fangelsi í Buenos Aires, en síð- an í Asuncion, höfuðborg Para- guay. Sökum illrar meðferðar var líf hans í stöðugri hættu og heilsu hans hrakaði mjög. Hann var að dauða kominn er hann var loks látinn laus nú nýlega. Það eina sem Barthe var gefið að sök, var að hafa tekið þátt í kjarabaráttu alþýðu í landi sínu. Með fangelsun landsins, sem eru í höndum léns- herra og auðmanna, að beygja alþýðu landsins undir arðráns- og kúgunarok sitt. Það tókst þó ekki og eftir að hafa fengið þúsundir áskorana um að ieysa Barthe úr haldi, m. a. frá Al- þjóðasambandi verkalýðsfélag- anna, þingi VerkalýÖssambands Suður-Ameríku, Verkalýðssam- böndum í Asíu og víðar, neydd- ist stjómin til þess og varð Barthe frjáls maður á ný, eftir fjögurra ára fangeisisvist, í maí s.l.. Hann mun þá hafa haldið til Guatemala í boði þáverandi Barthe ætluðu stjórnarvöld stjórnar landsins. í Danmörku hefur colorado- bjallan- gert enn meir vart við sig í ár en nokkru sinni áður. Hún hefur lagt undir sig mikinn hluta Suður-Jót- lands, og eru bæirnir Grindsted og Brande nyrstu stað- irnir sem hún hefur enn sést á. Kartöfluupp- skera Dana er því í mikilli hættu, og má búast við að út- flutningur kartaflna frá Dan- mörku dragist allmikið saman, en Dar.ir hafa árlega flutt út kartöflur fyrir um 40 milljónir danskra króna. Coloradobjalia Berast með víndinum Skaðræðisdýr þessi berast í hópum með loftstraumum og koma úr suðurátt. Ræktunareft- 'irlit ríkisins hefúr 12 til 14 menn til að ferðast milli beirra staða sem skordýr þessi finnást ur. á og útrýma þeim. Það hefur og verið leitt i lög í Danmörku að refsivert sé að láta hjá líða að tilkynna yfirvöldunum ef colorado-bjollur finnast, titrýmlngarherferð Náist ekki í skordýraeitur úr lyfjabúðum er sjóðandi vatn á- hrifaríkasta meðalið gegn bjöll- um þessum. Danska ríkið stend- ur straum af kostnaði við að dreifa varnarlyfjum til svæða þeirra sem bjahan hefur fundizt á og af kostnaði við að eitra fyrir hana.-.Eitt kvendýr getur orpið frá 600—1400 eggjum á einu vori og þau klekjáát út um miðjan júlí. Er því lagt allt kapp á að eyðileggja lirfurnar um það leyti. Hingað til hefur tekizt að halda skaðvaldinum niðri með kostnaðarsömum aðgerðum. Það er og mikið í húfi bæði fyrir landbúnað Dana og nágranna- þjóða þeirra að honum takist ekki að-hreiðra um sig til fram- búðar í kartöfluökrum- Danmerk- V“Þýzkaland Framhald af 1. síðu. lands þá frestað „fyrst um sinn“ segir Dulles. I umræðunum um utanríkis- mál á brezka þinginu í gær staðfesti Churchill forsætisráð- herra yfirlýsingu Dulles fyrir hönd brezku stjórnarinnar. Varð kurr á bekkjum Verka- mannaflokksins og Attlee, for- ingi stjórnarandstöðúnnar, spratt upp og krafðist þess að umræða yrði um þessa ákvörð- un, sem mörgum hlyti að getast illa að þar sem hún boðaði endurreisn þýsks hers. Murizt við Manm Sjálfstæðisher Indó Kína sækir stöðugt að útvirkjum Frakka kringum stórborgina Hanoi á Rauðársléttunni. — Franska herstjómin játaði í gær að' eitt virki 45 km norð- austur af borginni hefði verið umkringt. Eru setuliðinu þar sendar. birgðir ineð- fiugyélum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.