Þjóðviljinn - 15.07.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. júlí 1&54
þlÓOVIUINN
STtífcfandl: Samelnlngarflokkur alþýOu — Sósíallstaflokkurtnn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson (éb.), SlgurBur GuCmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Éjarnl Benediktsson, GuO-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
kuglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustl*
1». — Síml 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl I Reykjavlk og nágrennl; kr. 1T
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. elntakið.
, Prentsmiðja ÞjóÖvIljans h.f.
Ié>--------------------—--------------------------<£>
• Boðskapur lávarðarins
Framkvæmdastjóri Atlanzhafsbandalagsins, brezkur
lávarður, Ismay að nafni, hefur dvalizt hér nokkra daga.
Eílaust hefur hann átt einhver alvarleg erindi við stjórn-
arflokkkana, en reynslan er sú að þegar slíkt stórmenni
téemur uppsker þjóðin ný ótíðindi. En auk þess hefur
liann greinilega orðið var við að stjórnarflokkarnir voru
crðnir næsta framlágir í hernámsmálum og fundið á-
stæðu til að hressa þá upp. Hefur því verið stundaður mik-
131 áróður kringum komu hans, og hann hefur verið beð-
inn að færa fram þær röksemdir sem stjórnarflokkunum
kæmu bezt 1 glímunni við vaxandi andstöðu almennings.
Eitt er greinilegt af því sem Ismay lávarður hefur
sagt í ræðu og viðtölum við blaðamenn: hann ræðir ekki
hernám íslands og aðild að Atlanzhafsbandalaginu út
frá íslenzkum sjónarmiðum og hagsmunum, heldur út frá
herfræðilegum sjónarmiðum annarra ríkja. Hann komst
þannig að orði um ísland og íslenzku þjóðina:
„Landið á sér ekki margar auðlindir, og mér er tjáð
aö lífsbaráttan sé örðug. En fyrir sakir legu sinnar hef-
ur landið mjög hernaðarlega pýðingu jyrir bandalagið.“
' Lávarðurinn virðist þannig telja að líf og stríð þjóðar-
innar í þessu landi sé næsta kynlegt uppátæki — landið
hafi fyrst og fremst gildi sem herbækistöð erlendra stór-
velda, og ef þjóðin vilji halda áfram basli sínu hér beri
henni fyrst og fremst að þjóna því sem mikilvægast er,
hernaðarhagsmunum erlendra ríkja. Og þetta sjónarmið
lávarðarins er að sjálfsögðu mjög skiljanlegt; hitt er at-
hyglisverðara að stjórnarblöðin skuli birta sem gullvæg
sannindi fyrir íslendinga þær kenningar sem byggðar eru
á slíkum forsendum. Það er enn ein sönnun þess að ráða-
raenn stjórnarflokkanna eru hættir að geta hugsað eins
cg íslendingar. i
En í viðtali lávarðarins við blaðamenn komu fram
nokkrar staðreyndir sem gott er að íslendingar veiti sér-
staka athygli, þegar þeir hugsa um hagsmuni sína:
1) Hernám íslands og pátttaka í Atlanzhafsbandalag-
inu hejur cevinlega verið rökstutt með pví að pjóðin fái
í staðinn „öryggi“ og „vernd“. Ismay lávarður lýsti yfir
peirri augljósu staðreynd að „öryggi“ og „vérnd“ vœri
ekki hœgt að veita í kjarnorkustyrjöld — par vœri að-
eins hœgt að skipuleggja björgunarstarf eftir á, telja lík-
in. Þessi staðreynd breytir auðvitað engu um afstöðu
hans, sem hugsar um hagsmuni erlendra ríkja, en hún er
íslendingum sönnun pess að hernáminu verður að af-
létta án tafar. Það tryggir engar „varnir“ en kallar yfir
okkur hœttu sem ekki er hœgt að standast, ef í odda
skerst.
2) Þegar lávarðurinn var spurður um hernám íslands
flœktist hann inn í sömu rökleysuna og ráðherrar stjórn-
arilokkanna, að „árásarhættan“ á Íslandi vœri meiri en
í Noregi og Danmörku, og pví pyrfti erlent hernám hér en
ekki par! Þessi rökleysa er afleiðing af pví að hugsað er
úi frá annarlegum forsendum. Hernámið hér er í sam-
ræmi við erlenda hagsmuni, en Danir og Norðmenn hafa
neitað um erlendar herstöðvar út frá hagsmunum pjóða
sinna.
3) Ismay lávarður játaði enn einu sinni peirri stað-
reynd að allt ta! um „árásarhœttu“ frá Sovétríkjunum
er tilbúningur. Hann sagði að pau hefðu án nokkurrar
ieljandi fyrirstöðu getað lagt undir sig alla Vesturevrópu
í pann mund sem Atlanzhafsbandalagið var stofnað —
cg er sú staðreynd, að ekkert slíkt gerðist, ekki nægilega
skýr? Einnig játaði lávarðurinn að Sovétríkin hefðu ekk-
ert aukið herafla sinn á sama tíma og Atlanzhafsbanda-
lagið hefur komið á laggirnar liðsafla sem hann reiknaði
á 90 til 100 herdeildir. Það sýnir einkar glöggt hvorum
megin árásaraðilinn er.
. Allt eru þetta fróðlegar staðreyndir sem gaman var að
fá staðfestar af þessum manni sem átti að verða áróðurs-
tromp stjómarflokkanna. Vandamálið er jafn einfalt og
áður; spumingin er sú ein hvort menn hugsa eins og ís-
lendingar eða eins og útlendingar.
Þegar Dulles varð sem tíðförulast yfir Atlanzhafið í vor, kom danski teiknarinn Bid-
strup fram með pá uppástungu, að eina farartœkið sem telja mœtti nógu fljótt í för-
um fyrir slíkan ferðagarp, vœri hasarblaða-hetjan Súperman, sem er óháður tír>\a og
rúmi.
6S iMar
vinmislitum e
K* 4 JB * ©
ina i frassi
I7iku eftir að ráðstefnan í
* Genf um frið í Indó Kína
hófst, tók John Foster Dulles,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, saman föggur sínar og
hélt heim til Washington. Við
komuna þangað hafði ráðherr-
ann merkar fréttir að færa af
sigurvinningum sínum á hin-
um diplómatíska vettvangi.
Hann tilkynnti bandarísku
þjóðinni að sér hefði tekizt
að sitja í viku við samninga-
borð með Sjú Enlæ, forsætis-
og utanríkisráðherra Kína, án
þess svo mikið sem að kinka
til hans kolli, hvað þá heldur
yrða á hann. Þegar Dulles
hafði á þennan hátt sýnt stað-
festu sína í að viðurkenna ekki
í orði né verki tilveru alþýðu-
stjórnar Kína, sá hann enga
ástæðu til að dvelja lengur í
' Genf. I staðinn fór hann borg
úr borg í Bandaríkjunum og
flutti átakanlegar lýsingar á
því, hve lélegir og svikulir
bandamenn ríkisstjórnir Bret-
lands og Frakklands væru.
Rökstuddi hann þá skoðun
með því að benda á að Evrópu-
rikin hafa metið það meira að
ræða frið í Indó Kína en að
framkvæma tillögur Bullesar
um stofnun hernaðarbandalags
Vesturveldanna í Austur-Asíu.
17'nowland • öidungadeildar-
maður og aðrir flokks-
bræður Dullesar hafa komið
því til leiðar að í Bandaríkjun-
um er hver sá lýstur þjóðnið-
ingur, sem ekki viil fallast á
að yfirlýsingar stjórnarherr-
anna í Washington séu óvé-
fengjanlegur vitnisburður um
sannleiksgildi þeirrar staðhæf-
ingar, að ríkisstjórn sem ræð-
ur yfir fjórðungi mannkyns-
ins sé í raun og veru alls ekki
til. Hinn íangi armur FBI og
óamerísku nefndarinnar nær
hinsvegar ekki enn yfir Atl-
anzhafið og því hafa stjórnir
Frakklands og Bretlands hag-
að sér undanfarið eins og þær
vissu ekki að Washington er
eina uppspreíta allrar vizku
og enginn sannleikur er til
nema sá sem fengið hefur lög-
' -------------------\
Erleud
tíðlndi
___________________/
gildingu í Ilvíta húsinu. Ráð-
herrarnir Eden og Mendés-
France hafa gerzt svo djarfir
að blanda geði við Sjú Enlæ
og aðra útsendara -hins illa.
TCHtir að Dulles fcr frá Genf
•*-* og vinur hans og lærisveinn
Georges Bidault hröklaðist
úr utanríkisráðherrastóli
Frakklands vegha fylgispekt-
ar sinnar við óskeikulleikann í
Washington, brá svo við að
samningar- tóku að ganga
greiðlega í Genf. Um síðustu
helgi vitjuðu utanríkisráðherr-
ar Bretiands, Frakklands,
Kina og Sovétríkjanna aftur
þessarar friðsælu, svissnesku
borgar og Pierre Mendés-
France sagði frönsku þjóðinni
að hann væri mjög vongóður
um að geta efnt heit sitt að
færa henni vopnahléssamning
fyrir 20. júlí. En einmitt þeg-
ar friðarhorfur voru hvað
bjartastar hóf varðengill al-
þjóðlegs velsæmis u“>p raust
sína í Washington. Dulles til-
© s © 4>
kynnti starfsbræðrum sínum
og bar.damönnum að hann
myndi ekki láta sjá sig i Genf
og það sem meira var, hann
gaf ótvírætt í skyn að Banda-
ríkjastjórn myndi þvo hendur
sínar af svo syndsamlegu at-
hæfi sem því að semja mála-
miðlunarfrið í Indó Kína. Til
þess myndi aldrei koma að
nafn . bandarísks embættis-
manns yrði sett undir sama
plagg og nafn Sjú Enlæ.
Með þeirri afstöðu að neita
að gerast aðili að friðar-
samningi í Indó Kína setti
Bandaríkjastjórn helztu
bandamönnum sínum í Evrópu
tvo kosti. Þeir urðu að velja
um frið í Indó Kína og banda-
lagið við Gandarikin. Engin
launung var höfð á því í
Washington að Bandaríkja-
stjórn myndi ekki láta við það
sitja að neita að ábyrgjast
friðarsamninginn. Ætlun Dull-
esar og bandaríska yfirher-
ráðsins er • hvorki meira né
minna en að eyðileggja samn-
inginn með því að taka upp
beina samvinnu við keisara-
nefnuna Bao Dai og hans nóta
í Indó Kína, sem telja Frakka
hafa svikið sig meo því að
semja frið í stað þess að berj-
ast til þrautar við sjálfstæðis-
hreyfingu almennings, sem
beinist bæði gegn forréttindum
aðalsins og erlendum yfirráð-
um. Eitt ákvæði fyrirhugaðs
friðarsamnings í Indó Kína er
það, að allir aðilar á ráðstefn-
unni í Genf skuldbindi sig til
að standa saman gegn hverj-
um þeim, sem rýfur friðinn.
Bandaríkjastjórn hefur með
Framhald á 8. síðu.