Þjóðviljinn - 15.07.1954, Side 10
\
JO) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. júlí 1954
INNAN
VIÐ
' MllRVEGGINN
EFTIR A. J. CRONIN
49.
Castles var nýrakaður og vel búinn í gráleitum íötum
meS hvítan flibba og dökkt bindi, og hann rataði um
allt. Hann tók Pál með sér gegnum hliðardyr, upp breið-
an hringstiga og að þungri mahogny hurð, þar s^m lög-
regluþjónn stóð vörð, lagði fingur á varir sér til .að sýna
að þeir ættu að þegja, ýtti þeim síðan ,inn um dyrnar
inn á þröngar almenningssvalir, þar sem þeir tróðu
sér niður í tvö auð sæti.
Fyrir neðan var troðfullur réttarsalurinn — skikkju-
klæddur dómarinn á palli fyrir endanum, kviðdómenda-
stúkan til vinstri, vitnastúkan til hægri, dómhringurinn
þar sem sat fjöldi manna í skikkjum og með hárkollur
og í honum miðjum kvíin, þar sem ung kona með rytju-
legt sjal stóð milli tveggja þögulia varðkvenna. Þótt allt
væri skuggalegt og grátt brenndi þessi sýn sig inn 1 huga
Páls. Hann greip um grindurnar á svölunum, hallaði
sér áfram og staröi á Oman lávarð. Lávarðurinn var
gamall maður, hár vexti og dálítið álútur eins og hann
kiknaði undan þunga tignarinnar. Andlit hans var meö
portvínslit, þar sem það bar við hvíta skikkjuna cg
það var með yfirlætissvip blöndnum þungri alvöru. Sitt
hvorum megin við arharnefið héngu þúngar, slapandi
kinnar og minntu á kjamma á bolbít. Undán loðnum
brúnum sást í augun, ellidöpur og þó ógnandi.
Castles greip um handlegg Páls og benti nú á mann^
sem reis upp í dómhringnum.
„Vertu ekki að brjóta heilann um Oman, hann er elli-
ær.“ Orðin sörguðu hljóðhimnu hans. „Þarna er hann
vinur þinn .... að búa sig undir að taka til máls ....
hann Sprott.“
Páll fann svitann spretta út á sér þegar hann leit
þangað sem honum var bent og kom auga á saksóknar-
ann með hrokkna hárkollu og í. skuggalegum svörtum
hjúp. Hörkulegir, nauðrakaðir kjáíkar hans og ávöl
hakan voru eins og meitluð í stein í hálfrökkrinu í réttar
salnum; hann kipraöi vel lagaöar varirnar og leit gáfu-
legum augunum hvasst og rannsakandi. út í salinn eins
og leikari sem kannar áheyrendalið sitt; eftir tilhlýðilega
þögn hóf hann lokaávarp sitt til kviðdómsins.
Málsatvikin voru einföld en Ijót og ömurleg. Hin á-
kærða var götustúlka, skyndikvinria af lægsta tagi, sem
hafði'; frá seytján ára aldri — hún var nú tuttugu og
fjögr^ ára — sinnt starfi sínu í lélegasta hverfi borgar-
innar^ Eins og gefur aö skilja átti hún „vin“, mann sem
fylgcHst með henni á götuhornunum. sem lifðimeð
henni á hinum ömurlegu tekjum Jiehnáf; senl yar i
rauninni sníkjudýr á henni og barði hana oft tií óbóta.
Nóttceina þegar hún var drukkin og iðrun og viðbjóður
hafði nær yfirbugað hana, rak hún hann í gegn með eld-
húshníf, beindi síðan vopninu að sjálfri sér en mis-
heppnaöist áformið.
1 Fléstum hefði fundizt ástæðulaust að smjatta á þess-
ari ömurlegu sögu, en Sprott gerði það, tíndi til allt hið
versta með miklum alvöruþunga; beindi þeirri alvarlegu
áminninga til kviðdómenda að láta engin mildandi rnáls-
atvik hafa áhrif á dómsúrskurðinn. Ef hin ákærða hefði
vitandi vits myrt elskhuga sinn, þá var hún sek um
morð. Páli virtist sem Sprott notaöi hæfileika sína til
þess að svipta hina ákærðu öllu því sem verða mætti
henni til málsbóta, þótt hann hagaði orðum sínum
þannig að það var eins og sanngirni og hlutleysi væru
honum efst í huga.
Þegar hann lauk máli sínu með tilkomumiklu lát-
bragði, settist hann niður og dauðaþögn ríkti í salnum.
„Virtu hann vel fyrir þér.“ Hás rödd Castles var hvísl-
andi. „Þannig fór hann að við Mathry.“
Páll þuifti ekki neina hvatningu til að einblína á
Sprott 'og hann fann ákafa geðshræringu gagntaka sig,
svo sterka og magnaða að honum varð óglatt og kald-
ur sviti spratt út á enni hans. Til þessa hafði hann oft
orðið fyrir ógeðfelldum áhrifum af fólki — sumt fólk
fær sameiginlegt ógeð hvert á öðru við fyrstu sýn og
þaö er eins og andúðarbylgja streymi milli þess. En þessi
tilfinning var meira, miklu meira en venjuleg andúð.
Hún gagntók hann allan, jafnt líkama og sál. Hann
hugsaði um allt það sem maður þessi hafði sagt um
föður hans, um svívirðilegar og auðmýkjandi aðdróttan-
ir hans. Vissulega sigldi fyrirlitning oft í kjölfar van-
ans og vaninn svæfði viðkvæmustu tilfinningarnar. En
samt sem áður var í framkomu þessa starfsmanns krún-
unnar eitthvað svo tilfinningalaust, svo gersneytt mann-
legum tilfinningum að í huga Páls vaknaði ómótstæði-
leg hefndarlöngun.
Allt í einu varð þögn. Dómarinn hafði lokið útdrætti
sínum. Kviðdómurinn dró sig í hlé, allir starfsmenn
dómsins hurfu.
„Klukkan er fjögur,“ sagöi Castles og kipraði fölar
varirnar. „Tími kominn til að fá sér te.“
„Hvernig er það hægt?“
Castles yppti öxium með kæruleysi og fyrirlitningu í
svipnum.
„Þetta er daglegt brauð hjá þeim. .. Oman og Sprott,
hlutafélag. Mér þætti gaman að vita hvað þeir hafa
kálað mörgum sameiginlega undanfarin fimmtán ár.
Langar þig út?“ .; 16
„Nei“, svaraði Páll samanbitnum tönnum og sneri
sér undan.
Sessunautur hans hinum megin var að borða brauö-
sneiðar upp úr bréfpoka og virtist gera sig heimakominn
þarna — lítill maðu.r með innfallið brjóst og þunnt hár
sleikt yfir gljáandi hársvörð. Hann hallaði sér að Páli
þýöingarmikill á svip.
„Þiö komuð fullseint. Þið misstuð af því bezta. Sprott
var ekki svo afleitur í lokaræðunni, en þið hefðuð átt að
heyra til hans í morgun. Hann talaði við hana með
tveim hrútshornum. Sori göturæsanna — dreggjar
mannfólksins .... hún grét og barmaði sér. Það heyrð-
ist um allan salinn. Kviðdómurinn verður sennilega
burtu tíu mínútur enn. Hún fær að hanga. Eftir svipn-
um á formanninum að dæma — hann á ábyggilega geð-
illa konu — þá er ekki um neina miskunn að ræða. Það
má nú segja að þetta er æsandi. Ég vil heldur horfa á
þetta en fótboltakeppni.
Halló, þú þarna — ertu að
veiða?
Nei nei, ég er að drekkja orm-
um.
—O—■
Sagði ég þér ekki að fylgjast
með því ef syði uppúr?
Jú, ég gerði það — klukkan
var kortér yfir ellefu.
Þegar verkstjórinn hafði unnið
tvo mánuði í verksmiðjunni
þóttist hann fara að verða þess
var að verkamönnunum væri
ekki sérlega um hann gefið.
Færðist andúð þeirra heldur í
aukana, og kom svo að lokum.
að verkstjórinn kallaði einn
e'zta verkamanninn é eintal og
spurði hann hvað ylli þessu. Eg
var mjög vinsæil þar sem ég
vann síðast, sagði verkstjórinn,
og þegar ég fór gáfu verka-
mennimir mér 'silfurskjö’d fag-
‘nrlega áritaðan.
Silfurskjöld, hrópaði gamli mað-
urinn upp yfir ,sig, — okkur
hefur komið til hugar að gefa
þér gullúr þegar þú ferð.
Verkstjórinn: Hvernig stendur á
því að þú berð aðeins einn
pianka , í einu, en ailir hinir
verkamennirnir bera tvo?
Stráksi: Þeir eru sjálfsagt of
iatir til að fara tvær ferðir.
Var mikill árangur af ráðstefn-
unni?
Óvenjumikill árangur — við á-
kváðum að koma aftur saman
eftir viku.
—O—
Vinur: Svo þú hefur fengið sjálf-
stætt starf.
Artúr: Fullkomlega sjá’.fstætt —
ég kem á hvaða tíma sem mér
þóknast fyrir k’. 8 og fer hve-
nær sem ég vil eftir 5.
4»
Shráwtbönd
Eitt tízkuatriði, sem auðvelt
og ódýrt er að tiieinka sér, eru
breiðu bönd!n. Þau eru notuð
Svona svuntur hafa rutt sér
mjög til rúms upp á síðkastið,
enda eru þær að mörgu leyti
þarfaþing. 1 vösunum komast
fyrir ósköpin öll af allskonar
hlutum, og í stað þess að nota
körfu undir fægiklúta, afþurrk-
unarklúta og þetta ýmsa sem
nota þarf við hina daglegu til-
til að lífga upp á hálsmál,
sem belti í mittið og slaufur
á kraga. Á mörgum flegnum
strandkjólum er breitt band
notað sem hálfgildings beru-
stykki, á öðrum sem hlírar.
Skrautlegu rósóttu silki- og
nælonkjólarnir eru oft brydd-
aðir einlitum böndurn.
Ilér er sýnt hálsmál með
breiðum dökkum slaufum til
hliðanna. Það er mjög punt-
legt og undirstrikar sniðið á
hálsmálinu. Kjóiiinn er frá
Jacqueline Monnin.
★
Hin fiíkin er býsr.a ólík,
þótt það sé líka kona sem
stendur að henni. Kjóllinn sá
er frá Madleine des Ráuch,
og í mittið er breiðröndótt
band en kjóllinn er annars
úr grófgerðum liör. Að aftan
er slaufa, og það er óne'tan-
tekt, má hafa það allt í vösun-
um. Þessar kengúrusvuntur eru
því ágætar til síns brúks, en
þær eru þó of stuttar til að
hlífa vel kjólnum sem maður
er í undir. Pilsið stendur ber-
skjaldað undan þeim,. svo að
maður þarf eiginlega að
vera í morgunkjól und:r eða
þá í síðbuxum. Og annað er
það líka að hætt er við að
þessir stóru vasar festist í
hurðarhúnum og öðru slíku,
einkum þegar þeir eru úttroðn-
ir.
lega upplífgandi að nota belti
meí skærum rauðum, bláum og
hvítum röndum við einlitan
daufgráan kjól. Bönd eru not-
uð á margan og mismunandi
hátt og það er ástæða til að
fagna þessari tízku, því að
hún skapar marga möguleika
á því að breyta gömlum fiík-
um á einfaldan og ódýran
hátt.
y