Þjóðviljinn - 15.07.1954, Síða 11

Þjóðviljinn - 15.07.1954, Síða 11
Fimmtudagur 15. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 DUGIJR EBA DREP Framhald af 7. síðu. óbrjálaðan málsmekk, annað- hvort segir maður: „kann þó að vera góð bók“ eða „kann að vera góð bók fyrir því“. Þá segir Indriði, að Kristján hafi „orðið fyrir þeirri óheppni að vera bráðþroska maður“, ' og „önnur óheppni Kristjáns er einlæg stjórnmálaskoðun“. Þetta er áður óþekkt í íslenzku máli, að andlegur þroski eða vanþroski eða skoðanir hvers konar sem er sé skilgreint und- ir heppni eða óheppni. Hafi Kristján dregið um það, hvort hann yrði bráðþroska eða ekki, og dregið blindandi þann kost- inn, er síður skyldi, þá var hægt að tala um óheppni. — Þá segir Indriði ennfremijr, að Akureyrardvöl og lýðskóli hafi lent á mótunarárum hugans hvað eftir annað með skömmu millibili. „Hvað eftir annað“ þýðir, að sami hlutur endurtaki sig. Ummæli ritdómarans ættu því að þýða það, að Kristján frá Djúpalæk hefði hvað eftir annað verið á lýðskóla og hvað eftir annað verið á Akureyri. En það er ekki það, sem rit- dómarinn vildi sagt hafa, held- ur hitt, að lýðskóli og Akureyr- ardvöl kom hvort á eftir öðru með shömmu millibili. Fleira verður ekki til tínt af þessu tagi, en sá er einn stærstur glæpur við íslenzkt mál, ef af- bökuð eru algengustu orðatil- tæki. Enn grginilegri verður þó lít- ilsvirðjngin á íslenzku máli, þegar farið er að sletta ýmist erlendum eða íslenzkum orðum eða samblandi hvors tveggja, greinilega í því skyni, að ekki sé hægt að leggja neina á- kveðna merkingu í rpál hans. Ritdómarinn segir, að skáldinu sé mjög „hætt við provinskveð- skap“. Samvizkumaður sveita- maður, sem lítil skil kann á erlendum tungum, mundi grípa til dansfcrar orðabókar, ef hún væri við höndina, til • að vita, hvað felst í orðinu provins- kveðskapur. í orðabók Frey- steins Gunnarssonar er merking orðsins provins gefin: hérað, úthérað, fylki, sveit, skattland, undirland. Og þá kemur merk- ingin upp í fangið á manni, það er. einmitt á öðrum stað í ritdómnum harðlega vitt, hve „mörg ljóð hans verða ættjarð- arljóð í annarri eða þriðju vísu". Auðvitað eru það ætt- jarðarljóðin, sem eru provins- kveðskapur, þar sem ísland er undirland Bandaríkjanna. — „Þarna lcemur skandinavisminn og lýðskólinn og Akureyrin í fullum krafti“, segir ritdómar- inn á einum stð. Og skandínav- isminn og lýðskólinn og Akur- eyrin eru auðsjáanlega mjög ægilegir hlutir, því að svo bæt- ir hann við: „Maður gæti allt að því lagt hendur á vin sinn’ Kristján fyrir þessa linku“. En hver mundi þá vera hin ægi- lega merking þessara orða? Lýðskólinn hefur áður komið. Það er í sambandi við sósíalska Hfsskoðun Kristjáns, sú skoðun hefur gert „fjölda gáfaðra manna að fíflum, þótt Kristján hafi aðeins orðið lýðskóla- kenndari vegna þeirrar stjórn- málaskoðunar". Þar hefur mað- ur það, að lýðskólakepnd er spor í þá átt að verða fífL — önnur málsgrein í ritdómnum gæti gefið bendingu um það, hvað fælist í hugtakinu Akur- eyrin. Ritdómarinn ber skáld- inu það á brýn, að það taki sér í munn „hrúgildi væminna lýs- ingarorða, sem prísuð eru í lýðskólum og ungskáldaaka- demíunni á Akureyri“. Þetta er eina skýringin, sem maður fær á 'Akureyrinni. Þá er það. skandínavisminn. Manni gæti dottið í hug, að veifið væri að sneiða að Wildenvey, sem staddur var hér á landi ein- mitt um þetta leyti, eða átti Andersen Nexö, sem um þessar mundir lá á líkbörunum, að taka þetta til sín? En sennileg- ast er, að skanínayisminn sé aðeins aukin útgáfa af provins- kveðskap, það eru menningar- tengsl við frændþjóðirnar austan hafsins og menningar- á'nrif frá þeim, þær eru and- stæða hinnar miklu vestrænu þjóðar, sem gert hefur ísland að sinni próvinsu, og skandí- navisminn andstæða hins mikla ameríkanisma, sem oss ber að að keppa. Enn kemur nýtt orð- tak, sem tekur öllu fram; ,„ . . væminn lýðskólamaður og skandínavi á hinni blaðsíðunni, yrkjandi a la andspyrnuhreyf- ingin“. Andspyrnuhreyfjng vit- um við hvað er. (jdanslagið hans Gunnars M. Magnúss", segir Helgi Sæmundsson, and- spyrnuhreyfing er barátta gegn hersetu á íslandi. Slíka bar- áttu heyja lýðskólamenn og skandínayar. Svo kemur .þetta a la, á reyndar að vera á la. Það er ekki skandínavismi, það er franska, það er París. A er forsetning, en af því að það er frönsk forsetning, þá hefur hún þá sérstöðu í íslenzku máli, að hún fær að taka með sér nefnifall. La er ákveðinn kvenkynsgreinir. Það er því ekkert hálfverk á greiningu ■þeirra hreyfingar, sem leyfir sér að vera á móti her á ís- landi, franskur greinir í fyrir, íslenzkur í bak, Það :er ekki allur afkáraskapurinn eins. Þá ,«r naest :að Hta á hug- myndahlið þessa ritdóms, rök- visina og siðahugmyndirnar, er að baki búa. Ritdómarinn leitar ástæðunnar fyrir þvi, Jáð skáld- ið veldur honum vonbrígðum. Ein ástæðan er sú, að höfund- urinn varð fyrir. áðumefndri' „óheppni“ að vera bráðþroska maður, „syo að dvöl hans ungs í lýðskóla og síðan mótunarár á Akureyri ætla að sitja lengur í honum en gott er“. Það er hverjum manni Ijóst, að þetta er hreint öfugmæH, því þrosk- aðri sem maðurinn er, þegar hann fer út í lífið, því sterkari er hann gegn hverskonar á- hrifum, lengst situr það í okk- ur, sem við meðtökum, þegar hugurjnn er gljúpastur. — Svo sem áður barst í tal, þá heldur ritdómarinn því fram, að sósí- ölsk lífsskoðun sé mjög lagin á það að gera menn að fíflum. Þó er þess síðar getið, að reyndar hafi skáldi tekizt að verða sæmilegt með þeim skoð- unum, „ef það notar það sem framdráttaratriði fyrir sína persónu, en hirðir minna um einlægnina". í framhaldi af þessu og sem afleiðing nefndra, staðreynda um sósíalskar lífs-. skoðanir ,og áhrif þeirra kemur svo niðurstpðan um örlög Kristjáns: „Líklegast er Krist- ján of mikill hjarttrúnaðarmað- ur til þess að gefa skít í .ein- lægnina og hafa því ljóð hans sett ofan vegna stjórnmálaskoð- ana hans og tilfinningahita hans í sambandi við þær“. Hér er margt að athuga. Orðbragð það að gefa skít í hluti er sjálfstætt atriði. Rit- dómarinn hefur miklar mætur á því að gefa skít, því að síð- ar lýsir hann því með miklum fögnuði, að Kristján frá Djúpa- læk sé maður, „sem gefur skít í skandínavisman(n), lýðskóla- menninguna og Akureyrina“. En sleppum því. Hjarttrúnaður hygg ég sé nýyrði, en merkir það sennilega að , auðsýna hjarta sinu hollustu, fara eft- ir röddu þess. Hjarttrúnaður er því samskonar Ijóður á raði eins manns og einlægni, og þess háttar gallar eru mjög hættu- legir þeim, sem ætla sér að vera skáld. Hér er sannarlega á ferðinni nýr boðskapur til andans manna þessa lands, ef skilyrði fyrir því, að skáldi með sósíalskar lífsskoðanir takist að verða sæmilegt, er skortur á einlægni og trúskap við rödd hjartans, skortur á tilfinningahita og að skáldið hirði fyrst og fremst um fram- gang sinnar eigin þersónu. Þessa kenningu hygg ég algert nýmæli í heimsbókmenntunum, og manni verður litið til þeirra manna, sem. óneitanloga hefur tekizt að verða sæmileg skáld þrátt fyrir sósíalskar lífsskoð- anir. Við nefnum aðeins nöfn, sem hver maður kannást við: Maxím Gorkí, Bernhard Shaw, Andersen Nexö, Halldór Kiljan Laxness. Þetta eru þá mennirn- ir, sem hefur tekizt að verða sæmileg skáld, af því að ,þá skorti einlægni. og trúskap við rödd hjartans, af því að þá skorti tilfinningahita, sökum þess að þeir hafa fyrst og fremst hugsað um framgang sinnar eigin persónu. Þetta verður að nægja um rökvísi og siðahugmyndir. En mig langar að bæta við nokkr- um dæmum um smekkvísi og samkvæmni. „Hann leyfir sér stundum að yrkja eins og meykerling í byggðaljóðum og tekur sér í munn orð,“ (kommusetning ritdómara), „eins og sumarfögur sveit og blá bergmálsfjöll“. „Mætti hann helzt aldrei yrkja ættjarðar- ljóð, á meðan hugarfari hans er þannig komið“. Ekki verður það ráðið af sambandi, hvernig þannig er meint, en ætla má að fyrst þurfi skáldið að losa sig við einlægnina, hjarttrún- aðinn og tilfinningahitann. Þá segir ritdómarinn af gefnu til- efni: „Það á ekíd að æja í skáldskap. Skáld geta æjað í sálinni og þau geta æjað við vini sína og ef stigið er oían á tána á þeim, en það eru fimm- tíu ár síðan hætt var að æja í góðum skáldskap". Ennfrem- ur: „Krístján er þunglynt skáld qg það er mannlegt og öllum frjálst gagnrýnislaust". „Og ef hann vill endilega vera sósíal- ist, þá á að vera það eins og knattspyrnumaður, sem spark- ar knetti, en ekki éins og mað- ur, sem lætur knöttinn sparka sér“. Eg gæti hugsað, að þetta ætti að vera háfleygasta setn- ing ritsmíðarinnar. En líkiiigin um knattspyrnumanninn og knöttinn haltrar þó alvarlega, þar sem þess munu ekki þekkj- ast dæmi, að knettir sparki mönnum af sjálfsdáðum. „Þú átt að yrkja drápu lífsins, eins og þú veizt hana sannasta og réttasta“. Þetta er síðasta á- minning ritdómarans til skálds- ins. Litlu fyrr hefur hann þó tilkynnt, að ekki megi yrkja um íslenzkt sumar, og hvernig á aumingja maðurinn 'að yrkja eins og hann veit sannast og réttast, en hafa áður upprætt hjá sér einlægni og hjarttrún- að? Að þessu mæltu sé ég á- stæðu til að biðja góðan les- anda afsökunar á því, hve ná- kvæmlega ég hef rakið þennrn þvætting. En hafi lesturinn reynt á þolgæði hans, þá get ég trúað honum fyrir því, að ég hef líka tekið það nærri mér að moka þessu á pappírinn. En við munum ekki sjá eftir erfiði okkar um það er lýkur, því að undir þessu sorpi er að finna miklu lærdómsríkari hluti en mann getur órað fyrir við snögga yfirsýn, svo sem sýnt skal verða í framhaldi þessa máls. Bæiarwéstar Framhald af 4. síðu. peningum í hækur sem ég gæti annnrs fengið lánaðar á söfnum. Og þá var ekki ann- að eftir af nýju lesefni en glæpatímaritin ,og þessi saga sem nú er apglýst livað mest og heit'r víst Sex grunaðir. Mann ..gnmar" fljótlega um hvað hún f jallar. EJg get ekki fe.ngið mig til að kaupa því- lika lesningu, svo ég fer a5 heita mi lesefnislaus inn á fjö’lin. Eg segi þannig farir mínar ekki sléttar hér í höf- uðborginni — vona bara að brer verði þeim mun sléttari á hrjóstrum öræfanna. Ný aðferð Framhald af 12. síðu. loftinu hleypt af slöngunni og hún dregin út aftur, en þá hafa myndast göng í steininn sem notuð eru til ídráttar rafmagns- þráða o. s. frv. — Nánar verður sagt frá , þessu siðar. ^UWVWWWVWWWAVWVWVWV^VWWW WiW^W.%V^%W.WJVVVWVWVWWW MQRGUN- EFTIRMIÐDAGS- OGKVÖLD- r a MIÐGARÐI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.