Þjóðviljinn - 18.07.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.07.1954, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 18. júlí 1954 SKAK Ritstj.: Gnðmundur Amlaugsson SIGURVILJI 06 TÆKNI Þegar táflmeistarinn Flohr var upp á sitt bezta var hann svo öruggur á skákmótum að af bar. Með óhugnanlegu nærri vélrænu öryggi gerði hann jafntefli við alla hættu- legustu keppinauta sína en vann alla hina, töp voru und- antekning. Þannig gekk mót eftir mót og þessi frammi- staða nægði að jafnaði til efstu sæta. Taflstíll þessi var einstaklega virkur og spar- neytinn: ' þá beztu reyndi Flohr ekki að vinna, hina sneri hann einhvem veginn niður. Nú er öldin önnur, menn leggja sig í líma — og hættu — jafnvel gegn hættuiegustu andstæðingum, eru óhræddir við að taka á sig skelli, en það gildir sem fyrr að til þess að ná háu sæti er nauðsynlegt að vera öruggur og harður við . hma lakari, sleppa þeim ekki með jafntefli, en leggja sig þó TVÖ TÉKKNESK SKÁK- DÆMI í dag snýst allt um Prag, skákdæmin líka. Eg skil að vísu ekki orð í tékknesku, en þessi dæmi eru í einhverju sambandi við mótið, ég get mér til að þau séu tileinkuð því Hið fyrra er eftir Pachmann. Það hefur einfaldleikann sér til ágætis, það liggur við að manni komi á óvart að af- brigðin skuli þó vera tvö (og annað reyndar þrefaltl). En lausnin liggur beint við og ætti ekki að valda neinum erf- iðleikum. Vladimir Pachmann 1954 ABCDEFGH Mát í 4. leik Hið síðara er heldur ekki flókið, en þó gæti það valdið einhverjum heilabrotum, eink- anlega þeim er ekki hafa séð hugmyndina áður, t.d. í tveim- ur dæmum Sveins Ilalldórsson- ar í einum þætti fyrir alllöngu. En nú eru bendingarnar víst orðnar full ákveðnar! Miloslav Klepáceb 1954 abcdefgh Mát I 3. leik Lausn á 2. síðu ekki um of í hættu. Hver hef- ur sitt lag á þessu, en það getur verið fullerfitt, ekki sízt þegar teflt er á svo öfl- ugum mótum að jafnvel hinir slökustu eru reyndir og seig- ir skákmenn, gamlar rottur eins og það heitir á máli hnefaleikamanna. Friðrik sóttist þetta vel í Prag, enda er stíll hans hvass. Skákin sem hér fer á eftir er gott dæmi um þessa tegund taflmennsku. Hún er tefld í fyrstu umferð mótsiðns og andstæðingur Friðriks er sá maður er að lokum lenti í neðsta sæti. Hann heldur hlut sínum allvel fram eftir skák- inni, enda hefur hann hvítt; en svo fer. smám saman að síga á ógæfuhlið. Það er ekki ófróðlegt að sjá þau tök er Friðrik beitir til að fella hann. SIKILEYJARIÆIKUK Hodza — Friðrik 1. e2—e4 c7—c5 2. Rbl—c3 Rb8—c6 3. g2—g3 g6 4. Bfl—g2 Bf8—g7 5. Rgl—e2 e7—e6 6. 0—0 Rg8—e7 7. d2—d3 0—0 8. Bcl—e3 Rc6—cI4 9. Ddl—d2 Ha8—b8 10. Be3—f4 d7—d6 11. Hal—bl Tilgangur þessa leiks er mér ekki ljós. Til greina kom 11. Rdl til þess að loka síðan c2 —c3, en einnig mátti hamla gegn fyrirætlunum svarts með a2—a4. 11. b7—h5 12. Re2xd4 Nú er orðið óhægara um vik að stjaka riddaranum brott, því að 12. Rdl b4 13. Re3 e5 kostar mann. 12. c5xd4 13. Rc3—e2 e6—e5 14. Bf4—hS Bc8—e6 15. Bh6xg7 Kg8xg7 16. f2—f4 f7—f6 17. c2—c3 Dd8—a5 18. Dd2—el d4xc3 19. b2xc3 Re7—c6 Ekki er Bxa2 20. Hal Db6f 21. Df2 nógu gott vegna þess að svartur nær sér niðri á a- peðinu. Hins vegar hótar svartur því nú ef svo ber und- ir. 20. d3—d4 Það er eðiilegt áð peðið sé ó- þreyjufullt að komast áfram, enda er hótunin d5 freistandi, en leikurinn opnar svarti nýj- ar línur, svo að betra hefði verið að stilla sig enn um sinn. 20. Be6—c4! 21. Hfl—f2 Ba5—b6 22. d4—d5 Rc6—a5 Riddaranum standa góðar leið- ir opnar (Ra5—b7—c5—d3 t.d.). 23. Re2—cl Ra5—b7 24. a2—a4 a7—a6 25. Bg2—fl Bc4xfl 26. Kglxfl Ra5—c5 27. a4xb5 a6xb5 28. Hf2—b2 Db6—a6 29. Del—e2 Eftir þennan leik nær svartur sér niðri á e4; 29. fxef 30. Kgl kom því sterklega til greina. Framhald á 9. síðu. AUGLÝSINGIN Biástnip teiknaði „éjU, Fjölnismaður um þjóðbúning og sauðskinnsskó Á HEIMSMÓTINU í Búkarest í fyrra var fátt meira stoltar- efni en spóka sig með íslenzk- um kvenmanni á götum borg- arinnar. Ástæðan var sú að stúlkurnar okkar þóttu betur búnar en aðrir gestir mótsins. Þær voru sem sé í þjóðbúning- um — nánar tiltekið peysuföt- um eða upphlut. Meðan Heims mótið stóð var borgin lifandi safn þjóðbúninga frá öllum löndum heims, en það eru sem sé engar ýkjur að peysufötin íslenzku hafi þótt fegurri en flestir eða allir hinir. Og við, sem hættir þó stundum til að hrífast meira af því útlenda en því innlenda, hlutum að vera á sama máli er við hugs- uðum það á annað borð. Og það gerðum við raunar; við vorum eggjuð til samanburð- ar. Nú nú, okkur þykir gott að skarta þessum fallegu klæðum í útlöndum, en heima- fyrir gerum við lítið stáss af þeim. Sumir eru stundum að tala um endurreisn þjóðbún- ingsins, en það er víst tómt mála um að ræða. Hann er of þungur og viðamikill fyrir kröfur tímans um einfaldleik og léttleik. JÓNAS HALLgrímsson skrifaði eitt sinn snjalla grein um kvenbúninginn, er hann nefndi svo; og leyfir Pósturinn sér að birta hér úr henni tvo stutta kafla. Pósturinn hefur sem sé ekki á takteinum ann- an betri höfund í dag: „Kven- búningurinn á Islandi er enn þá víðast hvar svo fagur og þjóðernislegur, einkum hvers- dagsbúningurinn, að ég hefði næstum getað leitt hann hjá mér. Eg get ekki t.a.m. ímynd- að mér fallegra höfuðfat en húfuna. Það er nauðsynlegt fyrir kvenfólkið að hafa eitt- hvað á höfðinu, bæði til skjóls og til að halda hárinu saman, en höfuðfatið má ekki bera höfuðið ofurliða, eins og t. a. m. Hafnarfjarðarhúfurnar hérna um árið. Það gildir einu, hvort það er fríður kvenmað- ur eða ófríður, sem setur þess háttar upp, því höfuðið hverf- ur undir höfuðfatinu; húfan gerir þar á móti ekki meira en hún á að gera, hún er nægileg til skjóls, en lofar bæði hár- inu, sem er eitt með því feg- ursta á kvenmanninum, að leika frjálsu niður um herð- arnar, og stelur heldur ekki neinu af svipnum, því það er ekki henni að kenna, þó hún sitji stundum niður í augna- brúnunum og upp i hnakkan- um, heldur þeim, er setja hana svo upp. Islenzku stúlkurnar með húfumar þurfa því ekki í því efni að sjá ofsjónum yf- ir kvenfólkinu í danska bún- ingnum, því þeim er ekki nema um tvennt að velja, ann- að hvort að hafa nokkuð á höfðinu, sem á dönsku heitir kappe, en ekkert nafn á til á íslenzku og sem að útlitinu til er eins óumræðilegt, eða þá að öðrum kosti að ganga ber- höfðaðar og keyra hárið í hnút upp í hvirflinum. Eg Veit ekki hvað það heitir á íslenzku, en það er líkt því, sem menn kalla að gera upp tagl“. HINN KAFLINN er svona: „Um skófatnað Islendinga mætti víst margt segja, eink- um viðvíkjandi skinnaverkun- inni, en það er hvort tveggja, að ég er þess ekki fær, enda á það og ekki hér við, íslenzku skórnir sjálfir eru. þar á móti mikið hagkvæmir, því þeir gera fótaburðinn léttan og snotran og líka eru þeir dá- indis fallegir, ef þeir eru vel gerðir, því þeir breyta hvorki löguninni á fætinum né gera hann stærri en hann er í raun og veru. Á Norður- og Aust- urlandinu hafa menn oftast nær brydda skó, og eru þeir miklu snotrari en skór Sunn- lenainga, því bryddingin hyl- ur skóvarpið og fellingamar. Það er algengt heima að gera spariskó úr kálfsskinni, og þá þykja þau skæðin fallegust, sem annað hvort eru hvít eða mislit, en ég er sannfærður um að það leggja íslenzku stúlkurnar niður, þegar ég segi þeim að fóturinn sýnist miklu stærri í hvítum skóm eða flekkóttum en í svörtum, og ef þær trúa mér ekki, þá þurfa þær ekki annað en Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.