Þjóðviljinn - 18.07.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.07.1954, Blaðsíða 10
10) ÞJÓÐVILJINN — Suanudagur 18. júlí 1954 INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 52. ■ Tuttugasti og sjöundi kafli. Sama kvöldið, þegar Sir Matthew Sprott fór út úr búningsherberginu í dómshúsinu, stóð hann um stund í súlnagöngunum og velti því fyrir sér hvernig hann gæti bezt varið þeim tveim klukkustundum sem voru fram að kvöldverði. Það var keppt 1 keiluspili í Bur- roughs Hall, Smith gegn Davis. En þótt hann hefði á- nægju af þeim leik og væri sjálfur allslyngur, gerði hann ráð fyrir að keppninni væri því nær lokið. Hann ákvað að fara í klúbbinn sinn í Leonard stræti. 1 Það var enn kvöldroði á vesturloftinu þegar hann gekk af stað, rauður bjarmi sem litaði himininn og lýsti sér í lagi upp lítið ský niðri við sjóndeildarhringinn, sem ekki var stærra en mannshönd. Sir Matthew var einkum starsýnt á þetta ský sem hékk á himninum eins og fyr- irboði um ógnir. Hann reyndi að hrista af sér þessa þanka. Undanfarnar vikur hafði hann verið miður sin á einhvern hátt. Ef til vill hafði hann lagt of mikiö á sig, gert of miklar áætlanir í sambandi viö væntanlegar kosningar. Þótt hann hefði oft stært sig af því, aö ekki væri taug til í líkama hans, hafði hann upp á síðkastið ' fengið áhyggjuköst út af smámunum. Því í ósköpunum var hann að taka svona nærri sér þessa heimskulegu drauma sem konu hans dreymdi? Það kom gremjusvipur á Sprott þegar honum datt þetta í hug. Þessi marklausa vitleysa — hvað var byggj- andi á henni? En allir draumarnir áttu eitt sameigin- legt. Þeir snerust allir um hann og í þeim öllum varð hann fyrir einhverri dæmalausri óheppni. Hann var í dómsalnum og hafði gleymt málsskjölunum; hann reis á fætur til að tala og kom ekki upp orði; dómarinn á- vítaði hann á mjög auðmýkjandi hátt; og þegar hann gekk út úr réttarsalnum — og þessi draumur var allra^ algengastur — risu allir á fætur þil að, hæða hann og smána. Og það var þessi draumur sem eiginkona hans tók svo nærri sér með þeim afleiðingum að hún hafði trúað honum fyrir öllu saman. Það var kvöldroðalitur á andliti Sprotts þegar hann beygði inn á torgið, einmana og þungbúinn. Hversu mjög sem hann þóttist fyrirlíta hina nýju sálfræöi, neyddist hann til að viðurkenna að þessi óþægindi sem hin ástkæra Katrín hans varð nú að þola, komu sem bergmál af hinu löngu liðna Mathrymáli. Reiðibylgja flæddi um hann, þegar hann hugleiddi hversu miklu uppistandi þessi strákasni hafði komiö til leiðar. Hann hafði logið þegar hann sagði lögreglustjóranum að hann hefði litið yfir málsskjölin. Það hafði ekki verið nauðsynlegt; minni hans var afburðagott og hann mundi hvert einasta smáatriði. Hvernig ætti hann að geta gleymt á fimmtán árum því sem komið hafði fót- unum undir hann og verið upphaf að velgengni hans? Jafnvel nú sá hann fyrir sér andlit Mathrys, þegar fanginn stóð 1 kvínni fyrir framan hann, frítt suörænt andlit, andlit manns sem gengur í augun á kvenfólki, því til angurs og skapraunar. Já, hann hafði lagt áherzlu á það, hann viðurkenndi það fúslega .... og ýmislegt annað, veikleika ef til vill, sem bar á í skapgerð fangans, leikið sér að þessum veilum hans með þeim afleiðingum að hann varð ringlaður og vissi ekki sitt rjúkandi ráð í vitnastúkunni. Og því ekki það? Var það ekki skylda hans að gera mál sitt eins sterkt og unnt var, neyta ' allra bragöa til að vinna málið? Sir Matthew var nú kominn að Leonardtorgi, gras- flötin á því miðju var sett styttum af liðnum tignar- mönnum sem dúfurnar ásóttu nú, og hann reyndi eftir megni að hrista af sér ólundina. Þegar hann kom inn í viröulegt anddyri klúbbsins lagði hann frá sér frakka og hatt, fann sér horn í fremri salnum og bað um te. - Meðan verið var að sækja það leit hann í kringum sig. Sherwoodklúbburinn var lokaður klúbbur, meðlim- irnir flestir af gömlum grónum ættum og hefðarfólki. Sprott var ekki vel séður þarna; áður en honum tókst að troða sér inn í klúbbinn haföi honum verið synjað þrisvar sinnum — og þetta kitlaði hégómagirnd hans á kynlegan hátt. Honum fannst sem fólk öfundaði hann yfir velgengni hans, og þess vegna naut hann óvinsælda sinna og valds síns til aö brjóta á bak aftur alla and- spyrnu. Stundum þegar hann stóö í skikkjunni fyrir framan spegilinn og Burr, miðaldra þjónninn hans rétti honum hárkolluna, brosti hann framan í spegilmynd sína og sagði: „Burr! Ég er óvinsælasti maðurinn í allri Wortleyborg.* En þetta kvöld var honum undarlega mnanbrjósts og þegar hann leit á félagana sem dreifðir voru um salinn, langaði hann ákaft til þess aö einhver þeirra kæmi og talaði við hann. Að undanteknum nokkrum höfuðhneig- ingum var eins og enginn hefði orðið komu hans var. í hominu á móti voru fjórir menn að spila bridge, meöal þeirra starfsbróðir hans sem hann kannaðist lauslega við, Nigel Grahame lögmaður. Einu sinni eða tvisvar litu þeir í áttina til hans og ósjálfrátt flaug honum í hug að þeir væru að tala um Mathry málið. Nei, nei, það var óhugsandi — hann varð að taka sjálfan sig taki. En hvers vegna lét Grahame sem hann þekkti hann ekki? Meðan hann drakk teiö sitt hægt og rólega einblíndi hann á þennan mann. Honum fannst Grahame skrýtinn fugl, með hinar furðulegustu skoðanir. Hann var sonur sveitaprests og hafði sem drengur verið svo heppinn að fá styrk til náms í Winchester. í þeim fræga skóla hafði hann hlotið góða menntun og námsframa og þaöan hafði hann farið til Oxford. Ári eftir áð hann hafði lokið laganámi haföi faðir. hans dáið og arfleitt hann að tvö hundruð punda tekjum á ári. Eftir jarðarförina hafði hann tafarlaust farið utan og næstu fimm árin hafði hann verið á flandri. Um tíma hafði hann verið kennari berklaveiks drengs frá Ástralíu, sem hafði aðsetur í fjallahéruðunum í Tyrol. Annars ferðaðist Grahame um Evrópu, mest- megnis fótgangandi með bakpoka á bakinu, hafði vetr- ardvöl í Juras, sumardvöl í Dólómítunum. Hann hafði yndi af að ganga um fjallahéruð — á einum degi hafði hann gengið frá Merano til Innsbruck, fimmtíu og fimm mílna vegalengd. Vitaskuld hafði þetta tilgangslausa líf valdið vinum hans áhyggjum, en árið eftir kom Grahame aftur til Wortley, heill á sál og líkama og áhyggjulaus, rétt eins og hann hefði farið daginn áður, og tekið upp störf sín að nýj. Smám saman fékk hann praksís, sem var traust- ur, þótt hann gæfi ef til vill ekki mikiö afsér. Það var sagt að hann ynni mjög á útliti sínu og framkomu. En bak- við þetta ytra útlit mátti greina einbeitni og stefnufestu Burstaðar kartöílur Hefur ykkur nokkurn tíma dott- ið í hug, hvað það er þægilegt að hreinsa kartöfiur með potta- nýjar kartöflur koma á mark- aðinn með næfurþunnt hýði sem varla tekur því að skræla er tilvalið að þvo þær í pottinn bursta? Það er ef til vill ekki tímabært að hugsa um það enn, því að gömlu kartöfiurnar er sjálfsagt að skræla. En þegar með þvottabursta sem keypt- ur er í þeim sérstaka tilgangi. Þá er auðvelt að hreinsa þær og engum dettur annað í hug en borða þær með hýði og öllu saman. Gúmmísólar og gólfteppi Hver skyldi trúa því að ekk- ert slítur gólfteppum eins og gúmmísólar, hversu mjúkir sem þeir eru? Og því óslítanlegri sem sólarnir eru því meira slíta þeir teppunum. Þegar fram- leiðendurnir eiga í auglýsinga- styrjöld út af leðursólum og gúmmisólum, þá sakar ekki að hafa þetta í hyggju þegar mað- ur velur á milli skósóla. Þeir sem kjósa heldur gúmmísóla ættu að gera sér það að reglu að fara í inniskó eða skó með leðursólum þegar heim kemur. Sasidpappír í mynstnð Ef maður ætlar að sauma taumynstur á eitthvað og þarf að klip;a sama mynstrið út í mörgum eintökum og þau þurfa að vera nákvæmlega eins er oft erfitt að fá mynstrið til að ±____________________ <. oc gampn Hann kom þjótandi inn í reyk- sal skipsins og hrópaði upp: Það hefur liðið yfir konu. Hef- ur nokkur ykkar viskilögg? Ótal hendur voru þegar á lofti, því það var góðsemi á háu stigi, og réttu honum pela með umbeð- inni viskilögg. Hann saup rösklega á einum þeirra, þakkaði síðan fyrir sig með þessum orðum: Þakka yður innilega fyrir, það fær alltaf svo mikið á mig að sjá konur falla í öngvit. s=3SS=> Einn lögreglumaður: Hvað kom þér til að halda að maðurinn væri drukkinn? Annar lögreglumaður: Hann stóð í svo áköfum deilum við bílstjóra. Sá fyrri: En ekki þarf það að sanna neitt? Sá seinni: Ja, það var enginn bílstjóri. Sonur: Mamma, hve mikils virði er ég eiginlega? Mamma: Þú ert mér milljóna virði, sonur minn. Sonur: Viltu þá láta mig hafa eins og hundrað krónur? =ssjs== Er blek mjög dýrt, pabbi minn? Nei, ekki svo mjög, en af hverju spyrðu af því? Mamma er alveg óð og uppvæg yfir því að ég helUi úr nýju byttunni á gólfteppið í stofunni. bg'g'ja fast á efninu meðan sniðið er eftir því. Á myndinni er sýnt hvernig mynstrið er klippt út í sandpappír og ef hrjúfa hliðin er látin snúa að efninu meðan klippt er rennur mynstrið ekki til. Hugmyndin er ágæt, þegar maður ætlar að sauma fjörleg mynstur á barna- föt eða púða og teppi. Þó er ekki hægt að nota hana ef um mjög stóra hluti er að ræða og þess ber einnig að gæta að efnið sem maður notar, þoli snertinguna við hinn hrjúfa flöt. Silkiefni og nælon þola það ekki. EF ÞÚ liggur andvaka eitt- hvert kvöldið, ættirðu að reyna að drekka bolla af einhverju heitu; þó auðvitað ekki kaffi eða te sem innihalda örvandi efni. Og það á ekki að drekka heita vökvann fyrr en maðyir er kominn upp í.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.