Þjóðviljinn - 18.07.1954, Page 7
Sunnudagur 18. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
VII
I
Alþýða á íslandi og
fínt fólk í Stokkhólmi
og París.
Utanfarir íslendinga hafa frá
. öndverðu verið ríkur þáttúr í
. menningarlífi þjóðarinnar.
Brautryðjendur hvers konar
hafa sótt til erlendra menn-
ingarstöðva fræðslu og kunn-
áttu, nýjar hugmyndir og nýja
starfsháttu. í krafti þessara
utanfara tókst íslendingum að
standa öðrum þjóðum framar í
ýmsum greinum á þjóðveldis-
tímabilinu, og til þeirra var
sóttur kjarkur og kraftur og
kunnátta til endurreisnar síð-
ustu alda, þegar við vorum
orðnir eftirbátar annarra. Út-
anfarar voru öðrum hæfari til
forustu á framfarabráut, þar
sem þeir með eigin augum
höfðu séð þær þjóðlífsumbætur,
sem við þurftum einnig að afla
okkur, og erlendis drukku þeir
í sig andrúmsloft þeirra þjóð-
lífshræringa, er lágu að baki
menningarlegrar framvindu
þeirra þjóða, sem staðið hafa
okkur nánast. Háskóli Kaup-
mannahafnar hafði hér um
mestu hlutverki að gegna hin-
ar síðari aldir, og íslenzkir
■námsmenn þar höfðu langsam-
■)ega mest forustu um öll okk-
ar framfaramál og menningu
hvers konár, svo á sviði bók-
mennta og lista sem öðrum.
Og hugur þeirra djörfustu
stefndi enn lentrra út í heiminn
að dæmi Sæmundar fróða og
'Gissurar Hallssonar, og því víð-
ar sem ungir fslendingar hafa
farið ogiþsií fleiri sem lagt hafa
leiðir sínar út meðal fjarlægra
þjóða, ■ þvi betur hefur
þjóðlíf ekkar verið vopnum
búið til nýrra sigra. Við vor-
um eftirbátar og höfðum flest
af öðrum að læra, og í and-
legum samskiptum við þá, sem
iengra voru komnir, glædd-
um við þann eld, sem er hreyfi-
afl hvers konar framsóknar á
menningarbraut.
Út um heim þurfum við
vissulega enn til náms og sam-
bands við ölduhræringar nýrra
strauma mannlífsins. En í því
sambandi þarf nú þeirrar var-
úðar við, sem engrar var þörf
fyrir hundrað árum. Þá voru
leiðandi öfl umheimsins í fram-
sóknarhug á framfarabraut, þá
sat að völdum ung stétt, sem
átti lífið framundan. í þeim
sama umheimi situr sú sama
stétt enn að völdum. En nú er
það orðin gömul stétt og dauð-
vona, sem einum þræði er
brjáluð og miðar vísindi sín
i ueigamiklum atriðum við
drápsiðju, en öðrum þræði kar-
lægur aumingi, sem biður lista-
menn sína að yrkja fagra og
blíða liksöngva eða skella ó-
hlutkenndu litavali á yfirborð
hins ömurlega raunveruleika.
Það gæti virzt eðlilegt, að
menningaröfl íslenzkrar auð-
stéttar leituðu í faðm áður um-
ræddra listastefna. Sto er þó
ekki nema að mjög litlu leyti.
íslenzk auðstétt á lítil sem
engin menningaröfl í sinni
þjónustu, því að áður en hún
kömst til nokkurs menningar-
)egs þroska, hafði ellihrörnun
alþjóðlegrar auðbróunar læst
sig um öll hennar lífíæri/hún
hefur aldrei komizt á það
menningarstig, að hún geti not-
ið þeirrar óhlutkenndu fegurð-
ar, sem er aðal hinna nýju
listastefna, ekki skt á sviði
bókmennta, sem standa hjarta
okkar íslendinga næst allra .
listgreina. Sósíölsk lífsskoðun
hefur dregið til sín flesta þá,
sem kennt hafa menningarlegs
þorsta og þrár til að ganga
í þjónustu fagurra lista.
Og það eru þessir menn, sem
leitað hafa á náðir þeirra lista,
sem hin menningarlega upp-
gjöf auðstéttanna hefur útval-
ið sem ellinnar rórent fyrir sig
og sitt skyldulið. Menntafröm-
uðir, sem eru blóðrauðir i af-
stöðu ti) skipulagsmála mann-
kynsins, hafa gert beinharðar
hjartanum og beðið eftir þvi,
að sá ómur kristallist, helzt i
einni setningu, sem er svo
hrein og tær, að hún er óraleið-
ir frá skynjunarmöguleikum
allra venjulegra manna.
Með þessu móti hefur hver
efnismaðurinn af öðrum stein-
drepizt. Eins og gefur að skilja,
þá er hvert hjarta hætt að slá,
þegar búið er að þvinga það
til að hlusta á sinn eigin óm
árum saman, og ekkert má
gera, fyrr en sá ómur hefur
kristallazt, og svo á að tjóðra
þetta sama hjarta við eina
kommu í tvo sólarhringa, þar
til sú komma hefur samhljóm-
azt þeim kristallaða ómi. Það
er heldur ekki gerð krafa til
að hjörtu slái i listaverkum og
GUMAB BENEÐIKTSSOK:
DIIGIIR
EÐA
DREP
HugleiðingaE nm menn og málefni, líf
og d&ttða, hugsjónir og siðleysi.
Hornstr&ndii og Paiís.
Þriðja grein
*
kröfur um fullkomna undir-
gefni við listkröfur hinna deyj-
andi. Þetta á meiri þátt en
margur hyggur i niðurlægingu
listrænnar gagnrýni, einkum
bókmenntalegrar. Dómar eru
felldir út frá neikvæðum sjón-
armiðum, aðalkrafan er galla-
leysi. Meginatriði dóma er elt-
ingarleikur við einstök orð og
orðasambönd, sem ekki h-ljóma
á fullkominn hátt í sínum sam-
böndum, en miður skeytt um
hina jákvæðu þætti. Maður sér
vart minnzt á byggingu verks,
inntak verks, félagslegt og
persónulegt hreyfiafl. Ungur
maður, sem setur saman tvær
hendingar með einhverjum sér-
kennilegum ómi, sem slær á
einhvern sérkennilegan streng
í brjósti einhvers fagurkera,
hann vekur vonir, komi þriðja
hendingin. þar sem eitt orð
haltrar á óminum, þá er tár-
azt út af skorti á herzlumun.
Það dynja yfir kröfur um meiri
natni, meiri >-firlegu, haldið á
loft sem mikilli fyrirmynd að
liggja tvo sólarhringa yfir
einni . kommu, sem enginn
venjulegur maður tekur svo
eftir, hvar sett er eða hvort
sett er. Og fullkomin listaverk
kváðu ekki verða til, — og
yfirleitt er ekki talið leyfilegt
að gera neitt það, sem ekki er
fullkómið —- nema fyrst sé ár-
um sarran hlustað á óm i.
ekki þá nema óskap hengslis-
lega. Þjóðfrægum stórskáldum,
sem hafa átt aðalstyrk sinn
í hjartanu, fellur allur ketill í
eld, þegar ólgandi hjartsláttur
er orðinn stórkostleg hneyksl-
unarhella bókmenntalegum
byltingásinnum. — Fyrir tutt-
ugu árum var ungur maður að
vaxa úr grasi i fátæku þorpi
hér á landi. Hann orti kvæði,
sem á svipstundu varð þjóð-
frægt og lá á tungu fjölda al-
þýðumanna um land allt. Hann
orti á mjög venjulegan og hefð-
buhdinn hátt um hversdags-
leika daglegs lífs í hans fátæk-
lega og hversdagslega þorpi, um
svanga krakka og slor, þreytt-
ar konur og báfa, sem koma
með fisk að landi. Svo fór
þessi ungi maður út í heim-
inn og lærði á finum stöðum
að hlusta á óminn í hjartanu.
Þá orti hann að nýju um sitt
þorp: Og það var fagur skáld-
skapur. En það var ekki kveð-
ið við andardrátt þorpsins á
liðandi stundu, það voru ekki
ómar daglegrar annar í flæð-
armálinu, heldur hugnæmir óm-
ar hugljúfra endurminninga
frá sælum dögum löngu liðinn-
ar æsku. Dásamlegan unað er
oft að finna i endurminningum
dauðvona gamalmenna.
TilhneigingaT ungra lista-
manna til að leita út á þessar
brautir. eru næsta skiljanlegar.
þegar nánar er aðgætt. Það er
ekki auðstéttin ein, sem finnur
skapadægur sitt nálgast, þessi
sama auðstétt hringir dánar-
klukkum yfir gervöllu lífi jarð-
ar. Hver mannssál. stendur
frammi fyrir þeim möguleika,
sem aldrei fyrr hefur blasað
við mannkyni í heimi raun-
veruleikans, að mannlegur
máttur sópi burt öllu lifi jarðar.
Tilfinningin fyrir vanmætti
gagnvart valdi dauða og al-
gerrar tortímingar leitar inn á
sálimar með lamandi krafti,
ekki sizt þar sem fyrir er við-
kvæmni og næmleiki' i óvenju-
lega rJkum mæli. Þannig verð-
ur tilfinningin fyrir nálægð
dauðans andlegur tengiliðúr
glæpaþrunginnar auðstéttar og
hjartahreinna byltingasinna í
alþýðustétt. Ungur byltinga-
sinni, sem leggur af stað út í
lifið til að vekja þjóð sína til
andstöðu gegn völdum myrkurs
og tortímingar, getur rekið
sig svo átakanlega á það, hve
máttur hans er lítill, hve rödd
hans er veik til að kveðja
hljóðs i gegnum náöskur nú-
tímans, að það ryður honum
rennslétta braut til fyllkom-
innar uppgjafar. Það þarf allt
að því ofurmannlegan þrótt til
að standast, sækja fram til
aukins manndóms með hverju
ári, við hverja misheppnaða á-
rás á mannlífsóvininn og þjóð-
svikarann. Og því .meiri per-
sónulegs þróttar er þörf, því
sjálfsagðara sem tjðarandanum
þykir, að gefizt sé upp.
Ungt skáld sendj mér um
daginn nýjustu ljóðabók sína.
Þar blasa átakanlega við vissir
þættir lifsörlaga hihs unga
höfundar. Hann yrkir á Þing-
völlum hertekinnar þjóðar sinn-
ar, minnugur mikillar frelsis-
hátíðar á sama stað:
Kom ég hér áður er aldanna
bragur
ómaði skærast i fagnandi
hjörtum
íslenzkra barna og bjartástur
dagur
á Bláskóga steig fram úr
regnskýjum svörtum.
Enn hef é? vitjað um vatnið
og ána,
vakað á tali við jurt sem
ég þekki
setið í Fangbrekku, géngið
um gjána,
gleðinnar leitað, en farin hana
' ekki.
í völlurium dunar af víg-
mannaglaumi.
Vekið nú, hamingjudísirnar
góðar,
óðinn sem vornóttin orti i
draumi
við Öxará fyrrum í sál minnar
þjóðar.
Hér er rödd þjóðarhjartáns
og kveðið út frá örlögum dags-
ins í dag. Skáldið er í full-
komnum tengslum við form
háttbundinnar kveðandi, sem
ómað hefur í blóði þjóðarinnar
frá kynslóð til kynslóðar, og
kann svo með að fara, að
hvergi verður á snurða eða
bláþráður á formsins þræði.
Þó er höfundur sér þess lík-
lega meðvitandi, að kvæði hans
fellur dautt niður. Það varf
oddhvassari ör til að ganga
í gegnum stálpansara tómlætis-
ins og nema ekki sfaðar fyrr
en i sjálfum stað þjóðarhjart-
ans. Hver ljóðlina kvæðisins er
prýdd þeirri kliðmýkt, sem '
gerð er krafa til af anda þeim,
sem svimar yfir vötnum eyð-
ingarinnar og gæðir uppgjöf-
ina unaði. Guð má vita, hve
löngum tima sinnar dýrmætu
ævi þetta unga skáld hefur eytt
til að hlusta á óminn og raða
orðum, sem hljómuðu honúm
samræmt. En kvæðið fellur
dautt niður, af þvi að skapið
vantar, ef til vill hefur hjart-
slátturinn slappazt við sveigj-;
una til kliðmýktarinnar í sam-
ræmi við kröfu tímans. En '
mikil má hún vera sú lífs-
reynsla að mæna eftir bylgjum
sinna hjartaóma út í tómið
án þess að ná hjarta þeirrár
þjóðar, sem hamingjudísirnar'
góðu eru svo auðmjúklega
beðnar að vekja óminn, serh
vornóttin orti í draumi. En
svo hlaut að fara, fyrst höfundi
hugkvæmdust ekki önnur við--
brögð gegn óhamingjunni en
frómar bænir til huldra vætta,
eins og þegar dauðvona maður
felur guði sál sína. Þessi höf-
undur hefur skynjað óm s{nn-
ar eigin þjóðar þagna, og í
stað þess að finna til kölluftar
að vekja þjóð sinni þanri úm
að nýju, þá lætur hann'^óm
síns eigin hjarta deyja með:
Felmtruð og þögul sem þöllin
er þjóðin mín unga,
brugðið þér sjálfum hið sagia:
þú syngur ei lengur,
þeyrinn ber handan um höfin
haustljóð á vori.
— Hvað veldur sorg þeirri sáru,
svanur á báru?
Þannig mætir skáldið her-
náminu 1951. Þetta er ekki
réttilegt svar við þvilikum at-
burðum. Og ég efast um, að
réttilegt svar verði fellt í klið-
mýkt þeirra krafa, sem drottn-
andi listastefna krefst og ungu
skáldin eru vanin undir og
látin læra„í París og Stokk-
hólmi, Til að kveða þá söngva,
sem hæfa, dugir víst ekkert
minna en sveitakona, sem er
svo fjarri miðstöðvum menn-
ingarinnar, að spámenn tímans
hafa ekki náð til hennar til
að kenna henni að yrkja, geng-
ur með kyngi vestfirzkra an-
nesja í blóði, djúpýðgi, sem
runnin er alla leið frá Agli
Skallagrímssyni, í hjarta, alda-
ræktaðan kliðþunga i taugúm,
mývetnsk hábyggðaloft f lúng-
um og ábyrgð á lífi tíý¥rár
kynslóðar á móðurherðuml Nú
dugir ekkert los í sambandi
við lifið o» landið sitt og
þjóð sína og arfleifðir. Þegar
svo er ástatt með þjóðlíf okk-
ar og nú er, þá skiptir það
engu máli, hvernig kveðið er
fyrir blóðlausa smáborgara suð-
ur í París.
En unga skáldið, sem í klið-
mjúku kvæði biður hamingju-
dísirnar góðu að vekja þjóð-
inni sinni óð og finnur sig svo
neyddan til að hætta að syngja,
af því að ómurinn dó í brjósti
þjóðarinnar, birtir uppgjöf sína
á mjög svo undarlegan hátt.
Hann fyllist ofnæmi gagnvart
islenzku ljóðformi og fer um
það þeim orðum sem væri það
höfuðóvinur okkar þjóðlífs.
„Helvítis rímið“, segir Helgi
Sæmundsson, og þá erum við
aftur komin að því fyrirbæri
og förum um það nokkrum orð-
um i sambandi við undirstraUm
ritdómanna, sem urðu tilefni
þessarar ritsmíðar.