Þjóðviljinn - 23.07.1954, Síða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1954, Síða 1
Föstudagur 23. júlí 1954 — 19. árgangur 163. tölublað Sigfúsarsjóður Þeir sem greiða smám saman framlög sín til sjóðsins eru minntir á að skrifstofan á Þórs- götu 1 er opin alla daga kt. 10—12 og 2—7, nema laugat- daga aðeins fyrir hádegi. Eden og Mesidé s-France fogn- csS er þeir komu heim fró Genf Samkomulagi því sem náðist á Genfarráöstefnunni um frið í Indó Kína var almennt fagnaö um allan heim í gær. Mendés-France, forsætis- og utanríkisráðherra Frakka, og Anthony Eden var ákaft fagnað er þeir gáfu þingum landa sinna skýrslu um störf og niðurstöður Genfarráðstefnunnar. Formælandi EisenhOAvers forseta Bandaríkjanna sagði þó í gær að Bandaríkjastjórn liti á mál Indó Kína með áhuga og áhyggjum. Sendinefndir þeirra ríkja er aðild áttu að Genfarráðstefnunni halda nú heimleiðis hver a.f annarri. V. M. Molotoff, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna kom til Moskvu í gær, Bedell Smith, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kom til Lundúna í gær á leið sinni til Bandaríkjanna. Sjú Enlæ, utanríkisráðherra Kína og Pham Van Dong, utanríkis- ráðherra Alþýðuríkis Víet Nams eru báðir enn í Genf. Mendés- France, forsætis- og utanríkis- ráðherra Frakklands, kom til Parísar í gær, og Anthony Eden, utanríkisráðherra Bretlands, gaf neðri deild brezka þingsins skýrslu um Genfarráðstefnuna. Meadés-France fagnað Mendés-France fiaug frá Genf til Parísar í gær. Á flugvellinum í París tóku á móti honum ráð- herrar, þingmenn og fulltrúar lofthers, flughers og flota. Þús- undir manna höfðu safnast sam- an á götum þeim sem Mendés- France fór um á leið sinni frá ílugvellinum til miðhluta borg- arinnar. Seinna í gærdag flutti forsætisráðherrann þinginu skýrslu um störf og niðurstöður Genfarráðstefnunnar. JEr hann hóf mál sitt risu allir þingmenn allra flokka úr sætum og klöpp- uðu honum lof i lófa. Nokkrir íhaldsþingmenn sátu þó sem fast- ast. ÁheyrendapallSr voru full- skipaðir áheyrendum. Ræða Mendés-Francc Mendés-France hóf mál sitt með því að segja að hann hafi ekki haft neinar tálvonir um árangur af Genfarráðstefnunni er hún hófst. Her Frakka í Indó Kína hafi verið í erfiðri aðstöðu og átt miklar hættur yfir höfði sér. Hann hafi orðið að leyna því hvernig komið var til þess að spilla ekki fyrir 'aðstöðu franska hersins í Indó Kína. Timatakmark það sem hann hafði sett, hafi verið alvarleg aðvörun til mótaðilans á ráð- stefnunni, og samkomulag það, sem náðist áður en fresturinn rann út hafi verið það bezta, sem vonir stóðu til að gæti náðst. Hinni þungu byrði styrjaldar- innar i Indó Kina er nú létt af efnahagslífi Frakklands, sagði Mendés-France. Frakkar gætu nú einbeitt sér að lausn annarra vandamála og mætti þar á meðal nefna efnahagsmál Frakk- Vestur-þýzkur ríkis- starfsmaður hverfur Innanríkisráðuneyti Vestur-Þýzkalands tilkynnti í gær að dr. Otto Jung, formaður stofnunar til verndunar stjórnarskránni, hefði horfið frá heimili sínu og væri á- litið að hann hefði verið numinn á brott til hernámssvæð- is Sovétríkjanna í Austur-Berlín. Dr. Otto Jung, formaður þeirr- ar deildar innanríkisráðuneytis Vestur-Þýzkalands sem nefnd er Stpfnun til verndunar stjórnar- skránni, hvarf frá heimili sínu nýlega og segir í tilkynningu innanríkisráðuneytis Vestur- Þýzkalands að álitið sé að hann hafi verið numinn á brott til Austur-Þýzkalands. Dr. Jung háfði um nokkurn tíma þjáðst af alvarlegri sálsýki og þung- lyndi og hafði leitað læknis nokkurs í Vestur-Berlín til að fá hjá honum bót meina sinnaý í tílkynningú innanrikisráðu- neytis Vestur-Þýzkalands um hvarf dr. Jungs segir að ekki sé öruggt að Jung^hafi verið numinn á'brott gegn vilja hans, þar sem fundist hafi á náttborði hans bréf, undirritað af doktornum sjálfum þar sem hann skýrir frá því að hann af fúsum og írjálsum vilja hafi horfið til Austur-Þýzkalands og óski ekki að koma aftur til Vestur-Þýzkalands. Rhee hafnar viBskipfum Stjórn Syngmans Rhee í S- Kóreu hefur hafnað tilboði frá stjórn Norður-Kóreu um að verzlunarviðskipti yrðu tekin upp milli landshlutanna. Kvaðst Norður-Kóreustjóm geta selt kol, rafmagn, tilbúinn áburð og ýmsan annan varning, sem S- Kóreu skorti. Rhee komst svo að orði að hann vildi ekkert hafa saman við stjórn Norð- ur-Kóreu að sælda. Ókyrrð er nú í nýlendum Portúgala á Indlandi og hef- ur Indlandsstjórn aukið lögreglulið sitt á þeim slóðum. lands sjálfs og lausn deilnanna í Marokkó og Túnis. Mendés-France kvað það skoðun sína að vinátta Frakka og Bandarikjamanna hefði eflst á Genfarráðstefnunni, og væri hann ánægður með þátt þann sem Bedell Smith hefði átt í störfum ráðstefnunnar. Hann hrósaði Eden, utanríkisráðherra Breta fyrir ágæt störf í þágu ráðstefnunnar og fór viðurkenn- ingarorðum um viðleitni V. M. Molotoffs, utanríkisráðherra Sovétríkjanna til þess að ná samkomulagi. Mendés-France sagði að lokum að Frakkar myndu veita suðurhluta Víet- Nams fullt sjálfstæði í lok þessa mánaðar. Skýrsla Mendés-France verður nú rædd i þinginu og í dag fer fram atkvæðagreiðsla um trausts- yfirlýsingu til handa ráðuneyti hans. Skýrsla Edens Anthony Eden, utanríkisráð- herra Breta flutti neðri deild brezka þingsins skýrslu um Genfarráðstefnuna. Kvað hann ráðstefnuna hafa haft mörg flók- in vandamál til meðferðar. Samt hafi náðst viðhlítandi lausn á þeim og samkomulag það sem náðist hafi verið það aðgengileg- Framhald á 11. síðu. Indlandsstjórn sendi í gær lögreglusveitir til Goa og Damao, nýlendna Portúgala í Indlandi. Hið indverska lög- reglulið umkringdi landsvæði Dönsk viðskiptanefnd sem dval- ist hefur í Moskvu undanfarið og samið um verzlunarviðskipti milli Danmerkur og Ráðstjórnar- ríkjanna fór heim í gær, án þess að samningar hefðu tekist. Full- trúar Sovétríkjanna við samn- ingaumleitanirnar höfðu haldið til t_____I____________ ' Mendés og Van Dong Mendés-France, forsætisráð- herra Frakklands, ræddi við Pham Van Dong, utanrikisráðherra Víet | Nams, áður en hann fór frá Genf í gær. Gerðu þeir með sér sam- komulag um það að eignir franskra manna í norðurhluta Indó Kína, þeim hlutanum sem fellur Víet Minh í hlut, skuli hvorki gerðar upptækar né þjóð- nýttar. Samkomulag þetta tók einkum til sjúkrahúsa í Norður Víet Nam sem eru í einkaeign franskra manna. bessi og hóf að grafa skotgráf- ir í nánd við landamæri þeirra. Fjöldi fólks var handtekinn í Goa í gær en átök höfðu engin orðið milli Portúgalsmanna og Indverja er síðast fréttist. streitu kröfu um að Danir smíð- uðu handa Sovétríkjunum tvö oliuskip samkvæmt þessum samningum. Þetta kváðust Dan- irnir ekki geta gert, því að með því brytu þeir alþjóðlega samn- inga sem þeir höfðu áður gert. Danska samninganefndin sleit því viðræðunum og hélt heimleiðis. Hansen, utanríkisráðherra Dan- merkur sagði í gær af þessu til- efni að krafan um að Danir smíðuðu tvö olíuskip fyrirSovét- ríkin hefði verið algerlega óað- gengileg. Benti hann einnig á að aðrar þjóðir sem gert hefðu við- skiptasamninga við Sovétríkin hefðu ekki orðið að uppfylla það skilyrði að smíða olíuskip fyrir Sovétríkin. Lýsti hann samt þeirri von sinni að verzlunarvið- skipti milli Danmerkur og Sovét- ríkjanna legðust ekki niður með öllu þrátt fyrir þetta. Rikisstjórnin játar landaafsalið Vestrænir stríðsmenn fá að þjóna lund sinni á landi Vogamanna næstu 6 vikur Um rniðjan maí í fyrra vöknuðu Vatnsleysustrand- arbændur upp við það, að á löndum þcirra höfðu verið sett upp merki er bönnuðu umferð því hér væri skot- æfingasvæði. Samtímis Iieyrðu þeir að upphófst skothríð mikil á bcitilöndum þeirra. Yatnslcysustrandarbænd- ur svöruðu með því sem Iandsfrægt er orðið að banna hcrraþjóðinni allar hcræfingar í löndum síhuni og sáu ríkisstjórnin og her- námsliðið sér vænzt að bevgja sig fyrir einbeittum \ilja bændanna. líernámsliðið og ríkis- stjórn þess ísleuzk undu illa hag sínum og ríkisstjórnin reyndi af fremsta megni að útvega herraþjóðinni land til að reyna sprengjur sín- ar á. Loks í vetur tókst henni að fá Vogamenn til þess að leigja land sitt und- ir bandarískt sprengjuregn. Þann dag var mikil gleði í herbúðum bingóspilarans. Þjóðviljinn sagði frá þessu landaafsali ríkisstjórnarinn- ar hinn 13. maí s.l., — en ríkisstjórnin þagði sncypu- legri þögn hins seka. I gær neyddist hún til að játa og sendi út cftirfarandi tilkynningu: „Samkvæmt varnarsamningn- um hefur varnarliðinu nú verið afhent landssvæði í landi Voga á Reykjanesi til skotæfinga. Æfingar munu hefjast nú þessa dagana og standa næstu sex vikur.“ □ Eitt af merkjunum er landræn- ingjarnir settu upp í lorboði Vatn; leysustrand- arbænda í fyrra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.