Þjóðviljinn - 23.07.1954, Blaðsíða 6
C) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 23. júlí 1954
f þlÓÐVIUINN
WtgKfandl: Samelnlngarflokkur alþýOu — SósIaUstaflokkurlnn.
! Hltutjórar: Magnús Kjartansaon (&b.), SlgurSur OuSmundason.
< Fréttaatjórl: J6n Bjarnaaon.
BlaOamenn: Asmundur Sigurjónssor.. Bjarnl Benedlktsson, Ou8-
mundur Vlgfúason, Magnús Torfi Ólafsson.
A-Uglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
j Rltstjórn, afgreiösla, auglýslngar, prentsmiöja: BkólavörCustíf
{ 1a. — Sími 7500 (8 línur). r
Áskriftarverö kr. 20 á m&nuðl I Reykjavlk og n&grennl; kr. lt
' annars staðar & landinu. — Lausasöluverfl 1 kr. eintakið.
j Prentsmiðja Þjóðviljans b.f.
fe---------------------—--------—---;--------------é
Valtýr og Sigurður fá áminningu
Það er engu líkara en Valtýr Stefánsson og Sigurður Bjarna-
son hafi fengið heldur bágt fyrir það hjá eigendum Morgun-
biaðsins að sleppa því út úr sér í forustugreininni á þriðjudaginn
að það sé hrein falskenning að atvinnurekandinn hagnist mest á
því að verkamenn hans hafi sem lægst laun og að ,,það sé beint
hagsmunamál, fyrir t. d. iðnaðarframleiðanda eða bónda, að
verkamennirnir við sjávarsíðuna, sjómenn og iðnaðarfólk, hafi
góð laun og þar af leiðandi mikla kaupgetu“, eins og komizt var
að orði í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.
Þjóðviljinn og Alþýðublaðið leyfðu sér að benda á þessi aug-
ljósu sinnaskipti Morgunblaðsins og fögnuðu þeim nýja liðsauka
í hagsmunabaráttu verkalýðsins sem vænta mætti úr herbúðum
Morgunblaðsmanna. En svo undarlega bregður við í Morgunblað-
inu i gær að þar er birt ný forustugrein um málið þar sem mjög
er dregið úr fyrri ummælum blaðsins og höfundur virðist meir á
sínum fornu heimaslóðum i afstöðunni til kaupgjalds og kaup-
getu vinnandi fólks.
Enn segir Morgunblaðið að atvinnurekendur og verkamenn
eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta „eins og Sjálfstæðismenn
halda fram“. En svo kemur ákveðinn fyrirvari um afstöðu Sjálf-
stæðisflokksins til krafna og baráttu verkalýðsins fyrir sóma-
samiegu kaupi og aukinni kaupgetu. Morgunblaðið segir orðrétt:
„En eru þá SjálfstæðLsmenn aJltaf með öllmn kaupiiækkunum,
sem kröfur kunna að vera gerðar um?
Nei, aJIs ekki. Hæð kaupgjaldsins hJýtur á hverjum tíma að
iRÍðast við greiðslugetu framleiðslunnar. Ef atvinnuvegirnir hafa
þolmagn til að borga hærra kaup, og auka þar með lilutfall vinn-
uunar í arði framleiðslunnar, þá ber að hækka kaupið. Ef kaup-
hækkun þýðir hinsvegar hallarekstur atvinnutækjanna, þá er
hún ekki aðeins þýðingarlaus heldur stórhættuleg. . . . Sjáif-
stæðismenn telja með öðrum orðum að kaupgjaldið eigi að vera
eins hátt og framleiðslan þolir á liverjum tíma.“
Þarna kannast maður við Morgunblaðið og hver efast nú um
áð Valtýr og Sigurður hafi fengið stranga áminningu frá auð-
mönnunum, sem eiga blaðið og flokkinn, fyrir fljótfærnislegt
geip sitt um ágæti góðs kaups og mikillar kaupgetu. Það getur á
stundum haft óþægileg eftirköst að gæta sín ekki, þótt tilhneig-
ingin tii blekkinga og lýðskrums sé áleitin! Það hafa ritstjórar
Morgunblaðsins fengið að reyna í sambandi við þessi skrif sín
ura Sjálfstæðisflokkinn og kaupgjaldsmálin. Þeim hefur verið
sagt skýrt og skorinort að til þess væri ætlast að Morgunblaðið
gætti tungu sinnar og gleymdi ekki skyldum sínum við auðstétt-
ina og atvinnurekendur.
Og vitanlega hlýða þeir Valtýr og Sigurður í auðmýkt þess sem
veit sig eiga strangan og voldugan húsbónda. Eins og ekkert
hafi ískorizt hefja þeir hinn gamalkunna söng Morgunblaðsins
um að greiðslugetan verði að ráða kaupgjaldinu og kjorunum.
Og þeir eru auðvitað ekki með nein heilabrot eða bollaleggingar
urn að atvinnurekendum sé ekki trúandi til að ákveða þetta
hverju sinni og segja rétt og satt um raunverulega greiðslugetu
fyrirtækja sinna. En kannast annars nokkur við það að atvinnu-
rekendur og samtök þeirra hafi nokkru sinni talið sig hafa bol-
rnagn til að standa undir hækkuðu kaupgjaldi ? Og vel að.
merkja; Hvenær í fjörutiu ára sögu sinni hefur Morgunblaðið
stutt sanngjarnar og eðlilegar kaupkröfur verkamanna og talið
þær réttmætar vegna þess að auðstéttin hefði efni á að upp-
fylla þær? Væntanlega stendur ekki á svarinu hjá ritstjórunum.
Verkalýðurinn í landinu þarf raunar ekki á upplýsingum
Morgunblaðsins að lialda í þessum efnum. Honum er fullkunnugt
um að lcauphækkanirnar, kjarabæturnar og unnin mannréttindi
hafa samtök hans orðið að sælcja með krafti einingar sinnar og
stéttarafls í greipar fégráðugrar og eigingjarnrar auðstéttar. Hún
hefur aldrei þótzt hafa efni á að greiða það kaup sem gilt hefur
hverju sinni, hvað þá hærra. Og í öllum þeim átökum sem háð
hafa verið um kaupgjald og kjör vinnandi fólks hefur Morgun-
blaðið og Sjálfstæðisflokkurinn staðið með auðstéttinni og at-
vinnUrekendavaidinu. Þar er engin undantekning til. Og þótt
Morgunblaðinu rataðist satt orð á munn í forustugreininni á
þriðjudaginn sýna viðbrögðin í gær að húsbændurnir leyfa engin
frávik frá þeirri stefnu sem blaðið hefur fylgt frá upphafi. Því
verður hér eftir sem hingað til beitt gegn hverri viðleitni verk-
lýðssftmtakanna til að bæta launin og auka kaupgetu alþýðu-
heimilanna.
Umræður um Genfariundlzin
Framhald af 4. síðu.
ur benti réttilega á, hverjir
hagsmunir okkar eru í þessum
efnum. Hagur okkar er einfald-
lega sá að stuðla að því, að
hinar ýmsu þjóðir Asiu geti
fullvalda þróazt í samlyndi og
tekið fullan þátt í málefnum
heimsins... Um Indó Kína
mundi ég segja, að þar sé verið
að binda endi á úrelta nýlendu-
skipan . .. Samt sem áður er
það ef til vill markverðast við
(Genfar-) ráðstefnuna, að hún
var fyrsta ráðstefnan í Evrópu,
sem stjórnendur Kína hafa
tekið þátt í“.
„í>að er í raun réttri skrípa-
leikur að viðurkenna ekki nú-
verandi stjórn Kína sem stjórn
þess í reynd... Eg vona,. að
brátt taki aðrar þjóðir upp
raunsærri afstöðu til Kína,
einkum vinir okkar í Banda-
ríkjunum. Hve trauðlega geng-
ur að leysa Kóreuvandamálið,
held ég, að stafi af því, að staða
Kína hefur ekki hlotið viður-
kenningu og Kína hefur verið
meinað að taka meðal Samein-
uðu þjóðanna það sæti, sem
því ber... en meðan Kina er
af þrákelkni haldið utan við
Sameinuðu þjóðirnar, mun það
lita á þær sem óvinveitta ríkja-
samsteypu“.
„Eg held, að það dyljist ekki
lengur, að sigur verður ekki
unninn í Indó Kína ... Eg tel
ýmsar yfirlýsingar Tsjá En-laj,
þar sem viðurkennt er, að öðru
máli gegni um Laos og Cam-
bodia en Viet Nam, ganga í
samkomulagsátt“.
„Þegar litið er á Asíu rná sjá,
hvernig áhrif kínverskrar
menningar ná yfir norðanvert
meginlandið, en áhrif indverskr-
ar menningar yfir það sunnan-
vert og alla leið til Cambodia
og yfi-r alla Indónesíu. Eg get
ekki séð nokkra ástæðu til, að
árekstrar verði milli þessara
tveggja siðmenninga ... Við
ættum að stefna að því að ná
varanlegri málamiðlan í Asíu
... Vel leizt mér á hugmynd
utanríkisráðherra um Locarno-
samning fyrir Asíu.
„Eg tel, að við þurfum ekki
að fyrirverða okkur fyrir að
greina á við Bandaríki Norður-
Ameriku .. . (Ágreiningsatrið-
in) eru að nokkru söguleg, en
að nokkru landfræðileg. Eg ef-
ast um, að við gerum okkur
fulla grein fyrir, hvað Banda-
ríkjunum finnst um að standa
Kyrrahafsmegin . .. andspænis
öðru meginlandi í uppgangi. En
ég er þess fullviss, að frá sjón-
arhóli Bandaríkjanna séð felist
meira öryggi í friðsamlegri
Asíu, sem er þátttakandi í
virku varnarbandalagi, en í
varnarkeðju eyja meðfram
ströndum meginlandsins. Þar er
um ólik sjónarmið að ræða“.
„Eitt er það, sem ég vonast
til, að (Bandaríkjaför þessi)
geti stuðlað að ... en það eru
viðræður við Malénkoff. Þær
viðræður vildi ég gjarnan, að
ættu sér stað hér í Lundúnum. . .
Það væri gífurlegur ávinningur,
ef i landi þes^u, sem er miðja
Samveldisins og liggur milli
hinna tveggja miklu megin-
landa, yrði fundur að minnsta
kosti þriggja þessara leiðtoga,
— og ef til vill stærri fundur.
— til að fjalla um þau miklu
vandamál,... sem liggja að baki
þess ótta, er grefur um sig í
heiminum“.
Slr Robert Boothby, einn •
þingmanna íhaldsflokksins,
sagði meðal annars: „Eg vil
vera í hópi þeirra, sem farið
hafa viðurkenningarorðum um
frammistöðu utanríkisráðherra
í Genf . . . Án hans hefði ráð-
stefnan aðeins varað skamma
hríð, og hefði án efa engan
árangur borið. Eg kann ekki að
nefna annað áþekkt diplomat-
iskt afrek síðasta aldarfjórð-
unginn“.
„Rétt er að benda á það, að
Bandaríkin voru þegar i önd-
verðu fráhverf öllum samninga-
umleitunum ... Þau fóru þess
á leit við okkur, að við hlutuð-
umst til í stríði, sem gat orðið
að meiri háttar styrjöld, í því
skyni að rétta við herstöðu,
sem þegar \'ar glötuð. Eftir að
Clement Attlee
hafa á þennan hátt alið á tál-
vonum í Frakklandi um íhlut-
un í Indó Kína, tóku þau að
afneita henni; og það var bein-
línis tilefni falls stjórnar LanÞ
els“.
„Hver er rót vandamálsins, —
vandamálsins, sem forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra eru
að halda til Washington til að
ráða fram úr? Mér þykir senni-
legt, að Walter Lippmann hafi
komizt fyrir rætur þess . . . þeg-
ar hann sagði, að þær mætti
rekja til ágreinings innan
bandarísku stjórnarinnar milli
þeirra, sem telja nauðsynlegt
og æskilegt, áður en um sein-
an verði, að heyja styrjöld
gegn Kína og hinna, er vilja
halda kommúnismanum í skefj-
um án þess að hleypa þriðju
heimsstyrjöldinni af stokkun-
um“.
„Enda þótt öll vötn séu
gruggug... tel ég, að komast
megi að nokkrum ótviræðum
niðurstöðum . . . Fyrst og fremst
þeirri, að engar líkur séu til. ..
að unnt reynist að stofna til
bandalags um fyrirbyggingar-
stríð gegn Kína. Um það erum
við sennilega allir á einu máli;
og ég þykist fara nærri um, að
meiri hluti bandarísku þjóðar-
innar sé líka þeirrar skoðunar;
þrátt fyrir allt málæði megum
við ekki gleyma hinni miklu
erfðavenju, sem kennd er við
Jefferson og sktpað hefur land-
inu mikla handan hafsins í
fylkingar friðarins síðustu tvær
aldimar'1.
Woodrow Wyatt, einn þing-
manna Verkamannaflokksins,
lét meðal annars svo umrriælt:
„Svo virðist sem bezta vonin
um málamiðlun í Indó- Kína
felist í skiptingu Viet Nam í
samræmi við skiptinguna frá
17. og 18. öld .. . Skipting sú
hélzt um 150 til 200 ára skeið.
í stórum dráttum má segja, að
norðurhluti landsins hafi verið
það svæði, sem Tongking nær
yfir, og suðurhlutinn Cochin-
Kína“. .
„Rétt er að minnast þess, að
Viet Nam þarf ekki endilega að
verða fylgiríki kommúnistísks
Kína, þótt kommúnistar komist
þar til algerra yfirráða. Saga
óvinfengis milli Annamíta og
Kínverja er löng, og hún hvarf
aðeins í skuggann við komu
Frakka á sjöunda tug síðustu
aldar“.
„En (hvað sem ofan á verð-
ur), verðum við að gera örygg-
isráðstafanir i Suðaustur-Asíu
gegn hugsanlegum árásum
kommúnista . . . Ennfremur ætt-
um við í félagi við Bandaríkin
að boða til viðræðna með lönd-
um Suðaustur-Asíu með það
fyrir augum að kanna leiðir
til að veita löndum þessum
efnahagslega aðstoð án þess að
minnast á hervarnir af neinu
tagi. Það mundi jöfnum hönd-
um tryggja Suðaustur-Asíu á
hljóðlátan hátt og gefa lýð-
ræðisstjórnum landa þessara
tækifæri til að sýna þjóðum
þeirra, að þær hafi upp á meira
að bjóða en kommúnistar; en
hafi þær ekki upp á meira a3
bjóða verður þeim kollvarpað
hvort eð er“.
Eden. utanríkisráðhérra, flutti
lokaræðuna og komst meðal
snnars svo að orði: „ ... Það
er staðreynd, að bæði Berlínar-
ráðstefnan og Genfarráðstefn-
an .. . hafa dregið úr alþjóðleg-
um átökum og hafa að nokkru
leyti opnað leiðir, sem við
vissum ef til vill ekki áður, að
væru til“.
„Leyfið mér að nefna eitt
dæmi. Gerum ráð fyrir að sam-
komulag náist um, að Laos og
Cambodia ráði sínum málum
sjálf, en hvað sem um semst um
Viet Nam, þá verði þeir samn-
ingar tryggðir með alþjóðlegu
samkomulagi; hugsum okkur
hring ríkja, sem væri myndaður
annars vegar af Kína og' Ráð-
stjórnarríkjunum, en hins veg-
ar af Frakklandi, Bandaríkjun-
um og okkur sjálfum — og ef
til vill Indlandi og fleiri lönd-
um — og bæri ábyrgð á, að
samningar væru haldnir. Það
væri alger nýjung í alþjóðamál-
um. Eg segi ekki, að sennilegt
sé, að svo verði, en ég tel, að
það sé vel hugsanlegt, og að
sönnu er það þess virði, að unn-
ið sé að því“.
„Hérlendis lítum við allir eða
nær allir svo á, að samvinna
milli Brezka samveldisins og
Bandaríkjanna sé hyrningar-
steinn friðarins. Það er í þeim
anda, að við erum nú beðnir að
talííist jí hendur, ferð yfir At-
lanzhafið. Eg held, að lýsa megr
boðskap (þingsins) með þessum
orðum; „Geri^i apif, sem þið get-
ið til að stuðla að sem beztri
sambúð við Bandaríkin, en
gleymir ekki, hvers (þingið)
væntir af ykkur“ “.