Þjóðviljinn - 23.07.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.07.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 23. júlí 1954 VIÍ) MURVEGGINN EFTTR A. J. CRONIN 56. Majór Prentice og kona hans reyndust Lenu í alla staöi hiö bezta. Þegar hún var búin aö jafna sig eftir fyrsta áfallið og var komin á fætur, lögðu þau að henni að taka sér langt frí á þeirra kostnað áður en hún tæki aftur til starfa á gistihúsinu. En Lena gat ekki fallizt á það. Hún gat ekki þolaö meöaumkunaraugnaráðin og samúðina sem henni var stöðugt sýnd í bezta tilgangi. Hún vissi að starfsferli hennar á gistihúsinu var lokið. Og enn ein ástæða var til þess að hún vildi komast burtu. Þótt hún segði engum neitt, geymdi leyndarmáliö með þrjózkulegri hetjulund, hafði hún komizt að raun um það sér til sárrar skelfingar, að hún var barnshaí- andi. Um þetta leyti var gestur á gistihúsinu að nafni Dunn, fáskiptinn og ómannblendinn maður, sem kom ár hvert til Astbury í þeim tilgangi að veiða lax. Dunn hafði auk annars mikinn áhuga á mannlegu eðli, og- milli þess sem hann elti laxinn með litlum árangri, virti hann Lenu íyrir sér. Þótt hann stærði sig af því, að ekkert hefði áhrif á hann, tók hann með orðlausri aðdáun eftir hugrekki hennar og þreki, viðleitni hennar til að gera hið bezta- úr því sem orðið' vár og umfram allt stillingu hennar og( andlegu jafnvægi sem kom í veg fyrir að móðursýkin næði valdi á særðri sál hennar. Þegar hánn sat viö ána niðursókkinn í hugsanir sínar og lét sólina baka á sér skallann, datt honum stundum í hug, að hann langaði til að skrifa bók um Lenu, en hann var ekki rithöfundur í þeim skilningi og var því hræddur um að það færi í handaskolum. En honum var ljóst að það sem Lena þráði mest var að komast burt — losna við umhverfið fyrir fullt og allt, glata persónuleika sínum, hverfa sjónum öllum þeim sem áður höfðu þekkt hana. í kyrrþey gerði hann ráðstafanir til þess að hún gæti komizt til Wort- iey, til konu að nafni frú Hanley, gamallar vinkonu sem hann vissi að hann gat treyst. Dunn var ekki ríkur maður og hann átti konu cg börn En vegna einhvers, sem ef til vill mætti kalla sérvizku, stóð hann við hlið Lenu í þrengingum hennar, þegar hún var gleymd öllu því góða fólki sem hafði ausið yfir hana blíðulátum og borið að hehni svæfla og ábreiður á svölum gistihússins. Hann sá um allt viðkomandi fæðírigunni, sem reyndist erfið og hættuleg. Barnið fæddist daufduipbt og van- gefið, lifði aðeins í nokkrar vikur. En það liðu margir mánuðir áður en Lena, lömuö á sál og líkama, gat flutt heim til frú Hanley á ný. Dunn bauðst ekki til að útvega Lenu atvinnu. Þegar hið versta var um garö gengið vildi hann að hún kæmi sjálf undir sig fótunum. Þegar hún fékk loks starf í kaffisölunni í Bonza, sagði hann ekkert um að starfið væri fyrir neðan hennar virðingu. Hann kinkaði aðeins kolli til samþykkis. Og iðulega á leið í vinnu sína, leit hann inn og fékk sér kaffisopa til að fylgjast meö skjól- stæðing sínum. Hann fylgdist af áhuga með afturbata hennar. Hann varð þess var, að hið óbrigðula lyf, sem hún beitti þegar þunglyndið sótti á hana, var vinna og starf. Og nú leitaði hún einnig á náðir vinnunnar. Þegar hún kom heim úr verzluninni fór hún í hlífðarföt og- tók til óspilltra málanna, þvoði gólfið og fágaði, þvoði glugga- tjöldin og strauk, bar á aringrindurnar, fægði glugga- rúðurnar, unz herbergin hennar tvö voru tandurlirein og gljáfægð. Eitt kvöldið horfði hún vandræðalega í kringum sig: meira gat hún ekki gert, hvergi var rykkorn sem hún gat f jarlægt. Hún fór niður í eldhúsið hjájrú Hanley og bak- ‘ aði fyrir haná köku. Síðan satiún urii stund í dagstofu húsmóður sinnar og hlustaði á nýkomiö bréf frá eigin myndi leggja að í Tilbury næsta mánudag. En hugsanir hennar reikuðu í sífellu burt frá bréfi vélstjórans. ,,Hvað gerigur að þér, Lena?“ spuröi frú Hanley. ,,Þú lítur ekki vel út. Þú hefur lagt of• hárt að þér.“ , ,,Það er ekki neitt.“ Hún neyddi sjálfa sig til að brosa. ,,Nei, þú ert föl og veikluleg. Mér þykir leitt að þurfa a.ð fara frá þér. Það er ieiðinlegt að Jói skuii ekki rnega víkja frá skipinu meðan þaö er í klössun......cg hann sem á mánaðarleyíi.“ „Mér er óhætt. Og dvölin í London verður vafalaust skemmtileg.“ „Já .... mig hefur alítáf langað þangað. Og útgerðar- félagið borgar gistinguna fyrir okkur í fjórar vikur. En samt sem áöur .... loíaðu mér því að þú skulir fara vel með þig.“ „Það skal ég gera .... ég hvíli mig á morgun. Ég á laugardagsfrí.“ En laugardagurinn bætti lítið um fyrir Lenu. Morg- uninn eftir, þegar hún var búin að fylgja frú Hanley á brautarstöðina, varð hún gagntekin óviðráöanlegum einmanaleik og ósjálfrátt gekk hún aðra leið en hún gekk að jafnaði. Ringluð og undrandi áttaði hún sig þar sem hún stóð fyrir framan hliðið að grasgörðunum. wJæja,“ hugsaði hún, gröm yfir veiklyndi sínu. „Fyrst ég er komin hingað, get ég alveg eins farið inn fyrir. Það er að minnsta kosti ókeypLs aðgangur í dag.“ Hún gekk inn um stóra hliðiö og lagöi af stað eftir snyrtilegum stígunum í öfuga átt við þá sem hún hafði gengið með Páli. í heila klukkustund barðist hún við löngun sína, en loks, þegar hún var að því komin að fara, fór hún inn í gróðurhúsið, þar sem appelsínutrén uxu. Með kinninni snart -hún sem snöggvast grein, hlaðna fögrum, ilmandi biómum. Eitt. einasta tár, salt og beizkt, féll á hönd hennar um leið og hún sneri sér undan. Sama kvöldið þegar hún var að hátta kom hún alltí í einu auga á hálfnakinn líkama sinn í speglinum, sá greinilega merkin eftir bamsburðinn, bláleit æðaslit á hvítu hörundi hennar. Hún stirðnaði upp, fylltist við- bjóði á sjálfri sér og ósjálfrátt rak hún sjálfri sér þungt i högg á kinnina sem örið var á. I Bíístjóri frá Húsavík kom í búð á Akureyri. Hann hafði vcrið beðinn að kaupa grammófónplötu með tilteknu: sönglagi, en nú hafci liann steingleymt hvað lagið hét:. ,Þp sagðist hann muna að það væri eitthvað um hest. ,-'v Búðarstúlkan reyndi að lið- sinna honum og tiinefncli nokkur sönglög: „Ég berst á fáki fráum“, „Þú komst í hlaðið á hvítum he3ti“ osfrv. En allt í einu rankaði bíl- stjórinn við sér og sagði: „Nú man ég það. Það var þetta hérna: Jesús, kóngur lenzk fyndni). „Víst ert klár“. — þú, (ís- Hann hafði mikla veizlu heima hjá sér, og hafoi aðal- lega ofan af fyrir gestunum með því að segja þeim frægð- arsögur af veiðimennsku sinni. Einn gesturinn, sem var ná- inn vinur húsbóndans, fylgd- ist betur með frásögnum hans en flestir aðrir. Og einu sinni er hann sá sér færi, ’ drap hann tittlinga framan í vin sinn og sagði síðan: Ég tek eftir því að þú breyt- ir stærðunum á löxunum al- veg eftir vild, eftir því hverj- um þú segir sögumar. Alveg rétt — ég hef laxinn aldrei stærri en svo að ég telji víst að hlutaðeigandi trúi mér. Skemmtilegir hanzkar Nú koma margir skemmtileg- ir hanzkar á markaðinn. Hér er mynd af frönskum rúskinns- hönzkum með skemmtilegu sniði Basf- og köíínl’.Vkur Fléttaðar töskur úr basti og tágum eru nú mjög i tízku og þessar tÖ3kur eru bæði léttar og fallegar. Þær fara vel vlð næst- um alla liti og eiga jafnvel við ljésa sumarkjólinn, göngubún- inginn og sumarkápuna. Aðal- kostur þeirra er hvað hægt er i að nota þær við margt. En þær hafa líka ýmsa galla sem ástæða er til að vekja at- hygli á. Einkum hér á norður- hveli, þær sem svona töskur hafa verið lítið notaðar, er hætt við að þær géu ipisnotaðar o^; þá er voðinn vís. feasttöskurnar sem oft eru í laginu sem inn- kaupatöskur þola ekki míkinn • q ,í Framhaid á 11. síðu. á laskanum. Til hliðanna eru raufar og í miðjunni er laskinn rykktur saman með dálítilli lykkju. Þetta er mjög snoturt og hægt er að notfæra sér þess.a hugpnvnd á ódýra tauhanzka sem fáanlegir éru í flestum búð- manni frú Hanleys, sem var nýfarinn frá Tampico og ‘ um. Skór úr strái og basti Eitt af því sem komið hefur fram í sumartízkunni í ár eru skór úr strái og basti, sem sumir hverjir eru mjög skemmtilegir útlits. Ef þessir skór ná vinsæidum má búast við að þeir verði á boðstólum fyrir lítið verð áður en langt um líður. Bæði er efnið í þá ódýrt og svo er það ónýtt líka og þegar þeir verða ólirein- ir er ekkert við þá að gera. Það er ekki hægt að bursta þá, kríta né hreinsa. Þeir eru úr sögunni um leið og þeir verða óhreinir. • ■>i "' Fallegt hálsmál Bt]?iðu og flegnu hálsmáiia eru mjög mikið í tízku nú, hvort íieidur er á- sumarkjóia, strand- kjóla eða samkvæmiskjóla. Á myndinni sést mjög fallegt hálsmál á hvítum samkvæmis- kjól. Því er lokað að framan á skemmtilegan hátt og speldin fest saman með glitrandi simili- skartgrip. Svona hálsmál má auðvitað einnig hafa á venju- legum sumarkjól, en í honum þarf að vera einlitt efni. Þetta hálsmál nýtur sín ekki á mynstruðu efnunum sem nú eru svo vinsæl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.