Þjóðviljinn - 04.08.1954, Page 6

Þjóðviljinn - 04.08.1954, Page 6
t*Sr:»r 6) —ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 4. ágúst 1954 þlÓfSVIUINN íítgefaadi: Sajnelningarflokkur alþýðu — Sóaiallataflokkurinu mtstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson. ’CYéttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónssor.. Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torf! Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraidsson. Stltfltjórn, afgreiðsla, auglýsingftr, prentfliaiðja: BkólavörðusUg 19. — Siml 7600 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuði í ReykjavEk og nágrennl; kr. lt snnars ataðar á landinu. — Lausasoluverö 1 kr. eintakið. Prentamiðja jÞJóðviljans h f. -----------------------------------------------------------♦ i»að setn Ólafur Thcrs gieymdi Það getur óneitanlega verið dálítið gaman að standa upp sem íslenzkur fulltrúi á norrænni fiskimálaráðstefnu og seg’ja frá því hvernig tókst eftir stríðið að endurnýja fjskiflota íslendinga og vinna á fáum árum afrek í sköp- un stórfellds fiskiðnaðar. Það getur líka verið tilkomu- mikið og verður erlendum mönnum minnisstætt að heyra a& 95% af öllum útflutningsverö'mætum íslendinga séu sjávarafurðir, og aö aflanum sem er undirstaöa þessara gífurlegu verðmœta sé komið á land af 6000-7000 íslenzk- um sjómönnum. Flestum útlendingum sem heyra þessar fáu staðreyndir verður þaö ljóst hvernig efnahagslíf ís- lendinga stendur og fellur með sjávarútveginum, með : stsrfi þessara sex til sjö þúsund sjómanna. En það sern forseti norrænu fiskimálaráðstefnunnar og fórmaður íslenzku nefndarinnar Ólafur Thors lét að siálf- sögðu liggia í þagnargildi var sú ískyggilega staðreynd að vegna óstjórnar ríkisstjórnar Ólafs Thors og afturhalds- flokka þeirra sem að henni standa hafa hin mikilvitku framleiðslutæki, stolt íslenzku þjóðarinnar, nýsköpunar- togararnir verið bundnir við bryggju í mestallt sumar og meinað að afla bjargar í bú fyrir íslenzku þjóðina. Honum láðist einnig að fræða fiskimálaráðstefnuna um það, aö svo væri búið aö íslenzkum togarasjómönnum, afkasta- mestu sjómönnum heimsins, að þeir hefou undanfarið neyðzt til þess hver af öðrum aö taka poka sinn og fara í land til þess að siá fjölskyldum sínum bcrgið. En hver veit nema forjnaíþr, varaformaður og ritari Sjómanna- íélags Reykiavíkuú, sem sit.ja ráðstefnuna sem fulltrúar íslenzkra sjómanna, éigi eftir að minna á þessar athyglis- verðu staðreyndir. Hver veit nema einhverjum hinna erlendu fulltrúa hefði líka þótt fróölegt til frekai’i skýr- - ingar á þessu ástandi í sjávarútveginum, lífsbjargarat- vínnuvegi Íslendiiíga, að í sjö ár heföu rikisstjórnir ís- lands talið þjóðinni hollara að sælast eftir bandarísku betlifé en að nota hin stórvirku íramleiðslutæki til íram- háldandi sóknar þjóðarinnar til velmegunar, enda þótt íyrir þetta betlifé hafi verið af hendi látin dýrmætustu landsréttindi og raunverulegt sjálfstæði þióðarinnar, í stjórnmálum og efnahagsmálum, og landiö lagt undir herstöðvar stríðsóðasta stórveldis sögixnnar. Væri ekki ííka fróðlegt að vita að ríkisstjórn Ólafs Thors cg' vina hans Framsóknarmanna hefur í-framhaldi af betlifjár- stefnu sinni lagt allt kapp á að flærna íslendinga frá framleiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar til vinnu að bvgg- íngu herstöðva á íslandi, þangað sé vísað þúsundum vel vinnandi íslendinga á sama tíma og ríkisstjórnin lætur stöðva hinn glæsilega togaraflota landsmanna og hindra að hann skófli upp auðæfum hafsins. Einmitt þegar slík tilefni geíast til aö' rifja upp mögu- leika hins ágæta fiskiflota íslendinga og fiskiðnaðar verö- ur það átakanlega ljóst hve þjóðinni er það dýrt að hafa glæpzt á því að lyfta til valda afturhaidsflokkum og aft- urhaldsstjórnum, er settu betlistefnu í stað hinnar glœsi- legu nýsköpunarstefnu sem Sósíalistaflokknum tókst að knýja fram um tveggja ára skeió’. Einmitt þegar hugsað •er til hinnar miklu framleiðslugetu íslenzks sjávar- útvegs og fiskiðnaðar, hugsað' til þess að óþrjótandi mark- aðir bíða íslenzkra sjávarafurða, verður það ljóst hve óskaplega dýrt það er íslendingum að hafa við völd stiórn bandarískra leppa sem láta gróð'aklíkur síriar fjötra ' sjávarútveg landsmarma og hindra að sjómenn fái þau kjör sem þeim ber, en neyöa í þess stað íslenzka menn til stunda auömýkjandi herstöðvavinnu á Keflavíkurvelli. Þarna verður að leggja inn á nýjar brautir ef þjóðinni á ekki að vera varanleg hætta búin. Hefja verður á ný tíl vegs merki íslenzkrar nýsköpunarstefnu er byggi á :.því að nýtt verði. til fulls hin afkastamiklu framleiðslu- tæki sjávarútvegsins cg fiskiðnaðarins,. og sjómönnum jaínframt fengin stórbætt kjör frá því sepi nú er. Treysta ,á ný á sjáífsbjargarþrótt íslenzku þjóðarinnar, kraft henn ar íil sjálfstæðis og scknar ti! velmegunar allra landsins barna. En þetta veröur ekki gert nema þjóðin víki frá vöidum afturhaldsstjórn hinna bandaxísku leppflokka og’ sdþýða landsins taki öll höndum saman um nýja sókn á öi?,Ium sviðum þjóðlífsins. Gegn áhrifym afvirmurek- enda i verklýðsfélögunum Nokkur undanfárin ár hefur íslenzkur verkalýður átt meira í vök að verjast ágengni auð- stéttar og fjandsamlegra ríkis- stjórna heldur en áður var. Á þessum tíma hafa verið háð- ar yfirgripsmiklar launadeilur, sem hafa hver með sinum hætti borið samtakastyrk og baráttuvilýa verkalýðsins vitni, ekki síður fyrir það þótt allar þessar deilur haíi einkennzt af þeirri kynlegu staðreynd, að þar hefur verkalýðurinn orðið að mæta stjórn heildarsamtaka sinna í bandalagi við andstæð- inginn, — að visu misjafnlega opinskáu. Þessar deilur haia jaínframt einkennzt af frum- kvæði einstakra verkalýðsfé- laga sem ráðamenn Alþýðu- sambandsins hafa haft lítil eða engin áhrif í, eins og t. d. Verkamannafélagsins Dags- brúnar, Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík o. fl. Þótt í öllum þessum deilum hafi verkalýðurinn eftir atvik- um fengið miklu áorkað, er það auðskiiið mál að með heildarsamtök í höndum slíkr- ar forystu er ekki að vænta að hann hafi getað neytt bol- magns stéttarsamtaka sinna og náð í þessum átökum árangri, sem ella væri mögulegur. Það er mála sannast að þeir, sem ráða nú yfir Alþýðu- samhandi íslands, hafa aldrei sýnt hina minnstu tilþurði í þá átt að búa verkalýðssam- tökin uridir átök í hagsmuna- málunum, hvað sem á hefur gengið, nema einstök verka- lýðsfálög hafi áður verið búin að taka frumkvæðið í ein- hverri mynd eða þegar kosn- ingar á sambandsþing hafa staðið ■ fyrir dyrum, — nema hvort tveggja hafi komið tfl. —• Og þegar ekki varð lengur komizt hjá átökum, hefur verkalýðurinn jafnan mátt ganga að sambandsstjórn á vís- um stað við hlið andstæðings- ins. Hér er að finna megin orsök þess, að tekizt hefur að rýra kjör alþýðu svo sem raun ber vitni á síðustu ár- um. En hér tjáir vitanlega ekki að sakast um og láta þar við sitja, heldur horfast í augu við staðreyndir og draga lærdóma af. Það ev staðreynd, að s.l. 5 —8 ár hefuv verkaJýðsstéttin raunverulega ekki ráðið yfir lieildarsamtokum sínum. Það er staðreynd, að í stjórn A\:ýðusambands íslauds eru mestu ráðandi fulltrúar stór- atvinnuvekenda og verkalýðs- fjandsamlegTa ríkisstjórna. Það er staðreynd, að stavf sambandsforystunnar kefur í vaxandi mæli markazt af á- hrifum auðjöfranna í sam- síeypu þríflokkanna í verka- lýðssamíökunum og þá einkum áhrifum fjárplógsklíkunnar í SjiUfstæJisflokknum. Það er staðreynd, að nú- verandi stjórn Alþýðusam- bandsins og liagsmunir verka- lýðsstéttarinnar eru ósamrýni- anlegar stærðir. — Þetta ástand innan verka- iwðssamtalíönna verður. , a3 binda endi á. Verkalýðurinn verður að sameinast um það, hvað sem flokkum líður, að gerast aftur herra sinna eigin stéttarsamtaka. Það er vissulega ekki nema að vonum að verkalýður sá, er fylgir Alþýðuflokknum að málum og aliir heiðarlegir verkalýðssinnar í þeim flokki. hafa komið auga á tjónið, sem hlotizt hefur af ráðsmennsku auðstéttarinnar og fulltrúa hennar í Aiþýðusambandinu og þá hættu, sern vofir yfir með sama áframhaldi. Það er því heldur ekki vonum framar, að stefnu einingarinnar gegn stéttarandstæðingnum í verka- lýðssamtökunum vex fylgi meðal þessa iólks og formæl- endum hennar fjölgar þar í seinni tíð. En hér eiga fieiri hlut að máli og hagsmuna að gæta en vinstrisinnaður verkalýður. Eng’inn efast t. d. um það að verkafóik, sem telur sig til Sjálfstæðisflokksins, er i verka- lýðssamtökunum vegna stéttar- hagsmuna sinna og gerir sér ljóst við athugun hvílík fjar- stæða það er að fela atvinnu- rekanda eða kauþsýslumanni að gegna æðstu trúnaðarstöð- um í stéttarsamtökum þess, — og hér breytir það engu hvort vinnukauparidinn eða vörusal- inn er fiokksbróðir eða ekki. 1 Sama máli gegnir einnig um V hvern, sem rekur erindi stétt- v arandstæðingsins í trúnaðar-? stöðu, sem honum hefur verið.'^j falin innan verkalýðssamtak anna, þótt hann teljist tili verkalýðsstéttar. — Þegar sjálfstæðisverkamenn kjósa flokksbróður í trúnaðarstöðu innan hagsmunasamtaka sinna, hvort sem hann kynni að heita Friðleifur eða Sigurjón, ætlast_. þeir vissulega ekki til þess að hinn kjörni hagsmunavörður þeirra láti það verða sitt fyrsta verk . að ganga á fund hátt- settra flokksbræðra, manna, sem tangja gróðavonir við háa vöruálagningu eða ódýrt vinnu- afl, og hlíti verkstjórn þeirra og fyrirmælum í stjórn heild- arsamtaka verkalýðsins o. s. frv. — Óþarft er að taka frarn, að í slikum tilgangi velur eng- inn verkamaður sér fulltrúa í hagsmunafélagi sínu, hvaða flokki sem hann kann að til- heyra i stjórnmálum. — Hitt er staðreynd, að núverandi ráðam-nn A.S.Í. hafa með svip- uðum hætti og hér var tekið clæmi um rækt þann trúnað, sem góðtrúað verkaíólk fól þeim með atkvæði sínu í vérkalýðshreyfingunni, á sín- um tíma. Samkvæmt opinberum tölum reiknaðist. svo til að frá því 1947 í tíð forystu sameining- armanna innan A. S. ,í. og þar -fil í nóvember 1952 hafi í vísi- tölutapi einu verið búið áð hafa af vinnaudi manni um 13 þús. 680 krónur á ári, miðað við venjulegan vinnudag, eða að fullt kaup Dagsbrúnar- manns þvrfti að hækka um 40% til að vega á móti dýr- tíðinni, sem vald bríf.vlking- . ar.'Jrisðvaldsio*. • í yerkalrðs.mál- um og þjóðmálum liefur leitt y.fir alþýðuna á undanförnum árum. Þetta gefur hugmjnid um hvað það kostar verkalýð- inn að velja stéttarsamtökum sínum forystu úr herþúðum andstæðingsins og glata því á- hrifavaldi, sem sterk verkalýðs- samtök undir heiðarlegri for- ystu geta haft á gang þjóð- málanna, svo sem reynslan sýndi íyrir daga þrifylkingar- innar í A. S. í. — Og þáð ætti hverjum manni að vera ljóst af reynslu síðustu árá. að svo áleitin sem hin fjand- samlegu stjórnarvöld landsins hafa verið hingað til við hags- muni verkalýðsins, munu þau verða á næstu tveim árum enn verri, ef handbendi þeirra hanga áfráfrn við völd í Al- þýðusambandinu, þótt nú kunni að verða dokað við á meðan ekki er séð fyrir end- ann á fulltrúakosningunum á sambandsþing næsta haust. Öll rök hníga nú að einni lausn. íslenzk verkalýðsstétt verður að bjarga hagsmuna- samtökum sínum úr klóm stétt- arandstæðingsins. — Það getur hún með því- einu áð samein- ast um bað, án tillits tií .flokka- skiptingar, að iosa sig við þjéna auðstéttarinnar í ' stjórn samtaka sinna og fela þarin trúnað þeim einúm, er treysta má tíl.að vikja hvergi frá mál- stað alþýðlegra hagsmuna. Til þess að þáð megi takast verður það verkafólk, sem fylgir Alþýðuflokknum, að skipa sér einhuga um þá merin, er berjast nú dyggilegast inn- an flokksins gegn vopnabræðr- um og þjónum -auðburgeisa. í verkaiýðshreyfingunni, um þá, sem berjast fyrir verkalýðs- einingu. og verkalýðsvöldum í Alþýðusambandi íslands. Verkafólk, sem telur sig eiga samleið með Sjálfstæðisflokkn- um í sljórnmálum, verður að sýna burgeisum þess (flokks það svart á hvítu að það líður ekki fjárplógsmenn eða þjóna þeirra í trúnaðarstöðurn innan verkalýðshreyfingarinnar frem- ur en burgeisarnir sjálfir óska eítir verkamönnum eða fulltrú- um þeirra í stjórn Vinnuveit- endasambandsins eða Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda o.. s. frv. Sama máli gegnir um verka- fólk yfirleitt, hvaða flokk.i. seni það telur sig fylgja, hverju sinni. —- Verkalýðurinn verður að sameinast sem stétt, hvað sem stjórnmálaskoðunum líður, um það að bjarga stéttarsam- tökum sínum úr óvinahöndum og taka stjórn síri’a aftur í eigin hendur. (Úr tímaritinu Vinnan og vevkalýðurinn). 1 i g g ú r 1 é i ð i n

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.