Þjóðviljinn - 06.08.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.08.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 6. ágúst 1954 þlÓOVIUINN tltget&nái: Sameiningarflokkur alþýCu — Sósiallstaflokkurinn. aitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Slaðamenn: Asmundur Sigurjónssor.. Bjarni Benediktsson, Guð-' orundur Vlgfússon, Magnús Torfi Ólafsson. *-uglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. aitstjóm, afgi-eiðsla, auglýsingar, prantsmiðja: Skólavörðuatís >9. — Sími 7600 ( 3 linur). áskriítarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrennl; kr. lt annare staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Preatsmiðja Þjóðvlljans h.f. A> Það. er vissulega einkennandi fyrir ábyrgðartilfinningu og vir.nubrögð þeirrar ríkisstjómar milliliðanna og braskara sem nú situr við völd á Islandi, að hún skuli hafa stöðvað stórvirkustu jramleiðslutæki landsmanna um tveggja mánaða skeið meðan gæðingaklíkur stjórnarflokkanna hnakkrifust um innflutning á bifreiðum og hvernig honum yrði fyrir komið þannig að aðstaða beggja yrði tryggð í samrærni við hin viðarkenndu „helminga- íkipti". En þannig hafa vinnubrögðin einmitt verið í reynd. Fyrir rnörgum vikum liafði togaranefndin sem skipuð var á s. 1. vori raunverulega skilað áliti sínu um hvernig hag togaranna væri komið og hverjar tillögur væru líklegastar til úrbótá. En þá skarst ríkisstjórnin í leikinn, stöðvaði störf nefndarinnar vikum saman og hóf þann skollaleik baktjaldamakks og klíkusamninga, sem nú virðist vera að taka enda með þeim „úrræðum“ til að- f-.toðar togaraútgerðinni sem stjórnarblöðin skýrðu frá í fyrradag. Það er athyglisvert við „úrræði“ ríkisstjórnarinnar, þegar lækkun á kostnaðarliðunum og bílaskattinum sleppir, hve frá- munalega loðin þau eru og óákveðin á alla lund. Nægir í því sam- bandi að rifja upp orðalagið:: —„Gerð verði tilraun til þess að fá frystihúsin til að greiða hækkað verð fyrir þann fisk, sem þau kaupa af togurunum". Og: „Ennfremur hefir verið að því u.nnið, að fá hækkað söluverð á útfluttum fiski og ná þannig upp nokkru af því, sem á vantar til þess að togararnir beri sig“. Ríkisstjórnin er sem sé ekki komin lengra með þessi úrræði. sín. Þau eru á tilraunastiginu og tilkynnt er að unnið hafi verið ?.ð. því að fá hærra verð fyrir fiskinn, en ekkert um raunveru- leg'an árangur eða niðurstöðu tilraunastarfseminnar! Kinsvegar hafa ráðherrarnir náð fullu samkomulagi um að ieggja 100% aðflutningsgjald á allar bifreiðar sem fluttar verða til Iandsins, að vörubifreiðum einum undanskildum. Þar undir m. a. allar sendiferðabifreiðir, jeppar og fólksbifreiðar atvinnu- bílstjóra. Slík er „gjöf“ ríkisstjórnarinnar til iðnfyrirtækjanna, verzlananna og þeirra fólksbifreiðarstjóra sem hafa akstur að atvinnu sinni. Og Framsóknarflokkurinn hefur jafnframt fengið þá kröfu sína uppfyllta að úthlutunar- og spillingarkerfinu verði haldið ('breyttu. Framsóknarforingjarnir gátu ekki hugsað sér að inn- flutningur á bifreiðum yrði gefinn frjáls, þrátt fyrir hina nýju skattlagningu. Þeir héldu dauðahaldi í leyfisveitingarnar og klíkulyrirkomulagið sem byggt hefur verið upp á undanförnum árum. Og þeir fengu vilja sinn fram. Sjálfstæðisflokkurinn beygði sig fyrir kröfum Framsóknar og hljóp frá öllum sínum svardögum og fyrirheitum um frjálsan innflutning. Það alvarlegasta er þó, að augljóst er að með ,,úræðum“ rík- isstjórnarinnar er engin varanleg lausn fundin á reksturserfið- ieikum togaraflotans. Þau eru aðeins kák og skottulækning, enda við það eitt miöuð, að skipin verði rekin fram að næstu áramót- nm. Þetta viðurkenndi Morgunblaðið hreinskilnislega í fyrradag og gaf í skyn að Alþingi yrði látið fjalla um málið á komandi hausti. Hinsvegar var afstaða ríkisstjórnarinnar sú á síðasta Al- þingi að koma með öllum ráðum í veg fyrir að þingið fjallaði um vandamál togaraflotans. Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur þing- manna Spsíalistaflokksins og ákveðnar og rökstuddar tillögur þeirra til lausnar á erfiðleikum, var Alþingi sent heim án þess að nokkur Jausn væri fundin og það jafnt þótt fyrirsjáanlegt væri að' stöðvun skipanna væri framundan að óbreyttum aðstæðum. Ríkfsstjórhín treysti sem sagt sjálfri sér bezt til að leysa vand- ann, hún þurfti ekkert á Alþingi að halda! Nú er aftur á móti komið annað hljóð í strokkinn. I raun og ve.ru:er. yfirlýsing Morgunblaðsins í fyrradag gjaldþrotayfirlýsing í togaramálinu af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hún hefur gefizt uþp við að finna varanlega lausn á erfiðleikum togaraútgerðar- innar. Og skýringanna þarf ekki langt að leita. Núverandi ríkis- Síjóm er klíkustjóm milliliðanna og gróðamannanna sem arð- ræna sjávarútveginn svo að hann ríðar til falls. Frá henni var því aldrei að Væhta þeirrar lausnar sem ein getur orðið til fram- fcúðar fyrifi togaraflotann, af þeirri einföldu ástæðu að slík lausn tekur óhjákvæmilega álitlegan spón úr aski milliliðanna. Minnugir menn muna svo langt að snemma á tímabili hinnaf bandarísku ásælni voru menn í Framsóknarflokknum og það meira að segja allt upp í forystu hans sem sýndu af sér” nokkra tilburði til manndóms gagnvart hinu er- lenda valdi. En sá manndómur eða rétt- ar sagt tilburðir til manndóms eru löngu horfnir Framsóknar- flokknum og forystu hans og ekkert orðið eftir nema sama flatmagandi betlistefnan og undirlægjuhátturinn gegn hin- um erlendu yfirgangsmönnum sem einkennt hefur og einkenn- ir afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Enda er keppni þeirra flokka um það hvor þeirra skuli vera aðalflokkur Bandaríkj- anna hér á landi farin að móta flestar gerðir þeirra, enda þótt þeir hafi enn helmingaskipti um múturnar og gróðann af hernáminu og sitji saman í ríkisstjórn til að öruggara sé að hvergi linist tök erlends auðvalds á efnahagslífi íslend- inga og auðveldara sé að beita makkartíisma, skoðanakúgun og atvinnukúgun í þjónustu hernámsliðsins og innlendra leppa þess. En Framsóknarflokkurinn var þó það smeykur viS al- menningsálit heiðarlegra ís- lendinga rétt fyrir kosning'arn- ar í fyrra að hann lét það boð út ganga að allt væri í ólestri með hernámsmálin hjá Bjarna Ben. enda gæfi hann sér lít- inn tlma til að sinna þeim fyrir svívirðilegum réttarof- sóknúm gegn heiðarlegum Framsóknarmönnum. Nú ætti þjóðin kost á því að gera Framsóknarflokkinn nógu slerkan. Heíði þjóðin vit á því skyldi sýndur sá manndómur í viðskiptum íslendinga við Bandaríkin og herinn á ís- landi að ekki þyrfti framar um að kvarta. Svo liðu kosningarnar hjá án þess að Framsókn og hinir bandarísku flokkarnir fengju verðskuldaða refsingu. Og samstundis var setzt í ríkis- stjórn með- hinum ofsóknar- glaða Bjarna Ben. en nú skyldi Framsókn sýna manndóminn í viðskiptunum við Bandaríkin og bandaríska herinn á íslandi. Að vísu höfðu hvorki Hermann Jónasscn eða Eysteinn Jónsson þá karlmennsku eða þann manndóm til að bera að þeir þyrðu að setjast í sæti Bjarna Ben. Sóttur var lítt þekktur Framsóknarmaður til Akur- eyrár og settur í embættið, að sjálfsögðu ekki til þess að síð- ar væri hægt að láta hann hverfa svo lítið bæri á í þægi- legt sendiherraembætti né heldur til þess að einhverjum gæti sýnzt að manndómurinn skartaði ósnortinn eftir sem áður á Hermanni og Eysteini hvern skollann sem dr. Krist- inn hefðist að, heldur ein- göngu til þess að lofa dýrmæt- um starfskröftum Framsóknar- manna að njóta sín. Enda hef- ur einkum vaxið stórum mann- dómsorð Hermanns Jónasson- ar við það hve fimlega hann dró sig i hlé fyrir vini sínum Kristni .Guðmundssyni. En auðvitað hlaut að því að koma að reyndi á manndóm þessa nýja ráðherra og Fram- sóknarflokksins að baki hon- um i hinni djörfu baráttu sem Framsókn lofaði kjósendum: að berjast við hernámslið Banda- ríkjanna og allt það illa sem af dvöl þess herliðs leiddi. Upp hófust miklir samningar við Bandaríkjastjórn um breyting- ár á''1 hérti'áftissámniégnum og horfði ‘undrandi þjóðin á birt- ingu manndóms Framsóknar- flokksins í þeirri samnings- gerð. Og þetta voru fióknir og merkilegar ‘ samningatiíraunir. Þær tóku langan tíma og mik- il heilabrot. Loks er ráðherr- anum leyfðist að sýna þjóð sinni árangurinn af mann- dómssamningum Framsóknar varð þjóðin dálítið hissa að ekki skyldi verða meiri árang- ur af svo digurbarkalegu tali Dr. Kristlnn Guftmundsson heils stjórnmálaflokks, að minnsta kosti Framsóknar- menn hugguðu sig við að lítið væri þó alltaf lítið, þarna ætti hann Hamilton þó að fara og Vilhj álmur Þór áð taka við, þarna ætti þó að koma upp girðingu kringum bandaríska óþjóðalýðinn sem Hermann og Eysteinn höfðu pantað til landsins til að vernda íslend- inga, svo vernd þeirra yrði ekki alltof tilfinnanleg, og svo átti að setja strangar reglur um samskipti þessa verndar- lýðs þeirra Hermanns og Ey- steins, sem einnig væru til þess fallnar að vernda íslend- inga fyrir bandarísku verndur- unum. Víst þurfti Framsóknarflokk- urinn að taka á öllu því sem hann átti eftir af manndómi til að gera þessa samninga ásamt vinum sínum Bjarna Ben. og Ólafi Thórs, enda þótt heið- arlf'crir TfslpnH mcrnr Ipfll fátt um finnast: En svo kom í ljós að þó manndómur Fram- sóknarflokksins ..hefði 'ekki-enzt til stærri sigra, þurfti reyndar. líka manndóm til að fram- kvæma samningana. Nú eru meira að ségja Framsóknar- menn fárnir að spyrjá hvenær hann Hamilton ætli að fara að. hypja sig úr landi. Aðrir spyrja hvernig það gangi að koma upp girðingunum um verndar-, ana. Og loks var spurt hvernig hin ar ströngu reglur yáeru, sem ættu að vera .aðalatriðið í því að vernda íslendinga fyrir verndurum: Bjarna Ben., Her- manhs og Eýáteins. Þegar að þeirri spurningu kom birtist. manndómur Fram- sóknarflokksins. svo stórfeng- lega að allt annað bliknaði. Aðalmálgagn Framsóknar- flokksins, málgagn utanríkis- og varnarmálaráðherrans lýsti því yfir að birting hinna ströngu reglna væri ekki æski- leg, þvi þær kynnu að verða óvinsælar hs vernduruhum, sem þó var- meiningin að færu eftir þeim! Þar við sténdur, og þar við mun stánda þar til manndómur Framsóknarflokks- ins í viðskiptum við Bandarík- in og bandaríska herliðið á ís- landi hefur aukizt að mun. En um það eru meira að segja Framsóknarmenn orðnir vondaufir. Fréttir af Héraði Framhald af 3. síðu. duglegi menntafrömuður okkar. Héraðsbúa, varð fimmtugur snemma í júní. Þá lá hann veik- ur á Landspítalanum í Reykja- vík,. en kom heim í júlíbyrjun. Héldu þá vinir hans og kunn- ingjar honum fjölmenntsam- sæti á Eiðum. Guttormur Pálsson, skógar- vörður á Hallormsstað, v^rð sjötugur hinn 12, júlí og Ey-jólf- ur Jónsson, bóndi á Höfðá á Völlum 75 ára hinn 18. sama mánaðar. Héldu sveitungar þeirra þeim fjölmennt samsæti á Ketilsstöðum. Guttorm er ó- þarft að kynna lesendum Þjóð- viljans, en Eyjólfur. ér eirin af elztu bændum sinnar sveitar og merkismaður ®g. vinsæll. , ' Þetta er liið markverðasta í fréttum . héðan frá - okkiHY.' að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.