Þjóðviljinn - 06.08.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJJLNN — Föstudagur 6. ágúst 1954
jlza
ÍNNAN
m
MÚRVEGGINN
EFTIR A. J. CRONIN
67.
Enn varS þögn. Það var eins og lögreglustjórinn ætl-
aðist til þess að Páll segði eitthvað, vonaðist jafnvel eftir
því að hann talaði af sér á einhvern hátt. En um leið
og Dale hafði komið inn í klefann hafði Páll tekið þá
ákvörðun aö segja ekki neitt. Honum byðist tækifæri
síðar, — í réttinum. Hann hlustaði næstum viðutan á
næstu orð lögreglustjórans:
„Og hvað haldið þér að verði um yður 'núna? Þér búizt
ef til vill við að þér fáið aðeins áminningu og fleiri
heilræði. Þó held ég að svo verði ekki. Þaö mætti segja
mér að dagar heilræðanna væru liðnir. Og nú hafið þér
verið að reka nefið í hluti sem yöur koma ekki við,
unnið gegn þjóðfélaginu, angrað heiðvirða borgara og
verði laganna, jafnvel þingmenn. Auk þess/‘ hann lækk-
aði röddina, „hafið þér angrað mig. Ekki svo að skilja
að ég standi ekki á traustum fótum. En samt sem áður
gremst mér það, mér gremst þrjózka yðar og sú sann-
færing yðar að ég hafi gert mig sekan um embættis-
glöp. Og ég hef óljóst hugboö um að það komi yður í
koll. Nú eruð þér búinn aö brjóta af yður. Þér verðið
leiddur fyrir fógetann í fyrramálið. Það kæmi mér ekki
á óvart þótt hann liti alvarlegum augum á málið og
hefði sektina háa — til dæmis fimmtíu pund. Og trúlega
myndi yður veitast erfitt að ná saman fimmtíu pundum
— er það ekki? Mér datt það í hug.“ Hann hristi höfuð-
ið, þögull og háðskur. „Og þá verðið þér aftur sendur
hingað til ckkar. Jæja, þetta er ógætis klefi,.-------að
vísu útsýni í minnsta lagi .... en öll þægindi. Ég vona
að yður líki hann vel, þvf 'að það er aldrei að: vita nema
hann verði aðsetur yðar um óákveðinn tíma.“
Enn horíði hann langa hríð rannsakandi á Pál; svo
sneri hann sér við og fór út.
En um leiö og Dale var kominn út úr klefanum breytt-
ist svipur hans. Hann hleypti brúnum. Hann hafði ekki
verið með sjálfum sér þarna inni. Hann var eins og
leikari sem hafði leyst hlutverk sitt illa af hendi og var
nú gramur sjáifum sér. En hvern fjandann annan hefði
hann getað gert? Hann hafði fengið áríðandi skilaboð
frá sir Mattbew um eð hringja til lians hiö bráðasta. En
áður en hann gerði það þurfti hami-að hafa tal af fang-
annum.
Þegar hann kom inn í einkaskrifstofu slna og settist
við borðið, varð hann enn þungbrýnni. Þótt hann væri
vanur alls konar ,,klúðri“, alls konar flækjum og vand-
ræðum, sprottnum upp úr glæpum og lögbrotum, var
honum meiniila við þetta mál sem enn var komið í
hendur hans; því fylgdi kynlegur cnotafiðringur. Hann
óskaði með sjálfum sér aö þessi þrjózki og ringlaði ungl-
ingur hefði notfært sér meinleysi hans og farið burt úr ;
borginni einhvern tíma á undanförnum vikum. Og enn'
brá íyrir hinni óljósu spurningu í huga hans, sem var
þó tæpast spurning, öllu heldur ákveðið hvísl: „Hefur
hann eitthvað fyrir sér .... eftir allt saman?“
Hann setti hnykk á höfuðið eins og reiður tarfur. Nei,
harningjan gcða, hvað sjálían hann snerti var allt á
hreinu. Hann þekkti sjálfan sig til fullnustu. Ferill hans
var byggöur á heiðarleik og réttsýni sem stóð af sér
allar rannsóknir. Hann var ekki eins og sumir aðrir,
sem hann þekkti, sem svæfðu samvizku sína. Kjörorð
hans hafði alltaf verið: Það er ekki hægt aö taka á sora
án þess aö saurga sig. Heiidur hans voru hreinar.
Samt starði hann lengi á símtólið áður en hann tók
heyrnartólið af. Og hann valdi númerið hægt og hikandi
eins og hann væri 1 vafa. Bur-rr, ritarinn svaraöi, en
samstundis tók Sprott símann.
„Halló, halló. Eruð það þér, Sir Matthevv?“
Um leiö heyrði Dale smellinn sem gaf til kynna aö.
Sprott heföi tekið úr sambandi allar áukahnur/ svo aö
enginn gæti hlýtt á mái þeirra. Svo heyrðist rödd
Sprotts. Nú var hún ekki mild og vingjarnleg, heldur
reiðiiea..,
tÁ 'i-vi.éCá i kdt Úf<* ■ '• : ■ ■ , ;,.í ^ ' .
„Hver er ástæðan fyrir þessu nýja axarskafti?“
„Axarskafti, sir Matthew?“ sagöi Dale undrandi.
„Þér vitið fullvel hvað ég á við. Þetta sem geröist í
dag á torginu. Gaf ég yður ekki ákveöin fyrirmæli í
sambandi við þessa persónu?“
,,Það var farið eftir fyrirmælum yðar.“
„Hvers vegna hefur þetta þá gerzt — þetta uppþot á!
almannafæri — einmitt það sem ég vildi koma í veg!
fyrir? Þér ættuð þó einstaka sinnum að vera fær um aö
beita örlitlu hugmyndaflugi.” !;
Lögreglustjórinn reyndi að stilla sig. Hann hafði ekkií
efni á að missa vald yfir sér. Hann svaraði:
„Við áttum ekki hægt um vik, sir Matthew. Hver gat
vitað að þessi ungi fáviti tæki upp á þessu? Viö höfum
vakað yfir hverju hans fótmáli. Ég lét einn minna beztu
manna fylgjast með honum. En við tókum hann ekkii
fastan, vegna þess aö þér sögðuð að við skyldum ekki
beita hann hörðu. En í þetta sinn hefur hann gengið'
of langt. Fyrir þetta ætti hann með hægu móti að geta;
fengið sex rnánuði."
„Enga vitleysu.“
Það varð kynleg þögn. Þegar sir Matthew hélt áfram'
var rödd hans mildari og þrungin saimgirni.
„Heyrið þér, Dale. Það var nær sanni þegar þér nefnd-
uð orðið fáviti. Það virðist enginn efi á því lengur, að
þessi piltur er sjúkur á geðsmunum."
Til þess að stilla sig hafði lögreglustjórinn dregið upp
strik og hringi á þerripappírinn fyrir framan sig. En nú
hætti hann því allt í einu og einblíndi á vegginn fyrir
framan sig.
„Ef svo er,“ hélt Sprott áfram sömu rólegu röddinni,
„þá þurfum við ekki lengur að hugsa um réttarrann-
sóknir og hegningu, heldur um vist á einhverju sjúkra-
húsi okkar þar sem geðlækningar fara fram.“
„Vitlausraspítala?“ sagði Dale.
Sprott gaf frá sér gremjulega upphrópun.
„Góði Dale minn, skiljið þér ekki að orð eins og vit-
lausraspítali og brjálaður eru ekki lengur til í mennt-
uðu máli? Að viðliafa það orð um svo ágæta stofnun
sem Dreem er óafsakanlegt.“ {
Eftirfarandi á að vera gott
dæmi upp á „nútímablaða-
mennskr.":
Enskur biskup kom í heim-
sókn til New York. Hópur
blaðamanna tók á móti honum.
Hann hafði náttúrlega heyrt
að amerískir blaðamenn væru
óprúttnir og betra að vera á
varðbergi gagnvart spurning-
um þeirra.
Ætlið þér að koma í nætur-
klúbb, meðan þér dveljið í
New York? spurði einn blaða-
maðurinn.
Eru nokkrir næturklúbbar í
New York? spurði biskupinn
varkár.
Daginn eftir birtist svo frá-
sögn af komu biskupsins í
blöðum borgarinnar. Eitt
þeirra hafði sett svofellda
fyrirsögn á frásögn sína:
Fyrsta spurning biskups er
hann steig á land í New York:
Eru nokkrir næturklúbbar
hér í borginni?
Vísindi eru á marga lund
hjál’ileg kaupmönnum. Iiyað
mundi til dæmis verða um
axlabandasala ef ekki væri
þyngdarlögmálið ?
Eg á von á miklum óhreinind-
um er ég opna fyrirtækið mitt.
Ha, hvað er það ?
Þvottamiðstöð.
/BBSE
/ J j •' ' tu r — * L1 4 1 C~ 1 fí; .
rumfojs !
J
Steffur *
-jr
Kjólar geta verið ótrúlega
einfaldir í gniðinu,. en verið
snotrir og þokkalegir engu-.að ÍÉIM
síður. Þetta á bæði við Um éin- 5|v3||v;;?j8|
lita kjólinn og jmim mynstr-
aða.
Eiiiliti kjóllinn ’frá Gattegao
er mjarahvítur. ’ Hann. er' með
lausrykktn, ermáiausri biússu,
sem hneppt er aiveg upp í háls.
Víða piisið. ér ,fe!it áLf i kríng, ustu sniðum.
og í mittið er belti úr sama
efni og kjóllinn. Einfaldara
getur það varla verið, og þó
er kjóllinn mjög snotur,
smekk’egur og þægilegur.
Mynstraði silkikjóUinn er
látlaus líka. Blússan er þröng,
pilsið vítt með ör itlu klukku-
sníði. Ermarnar eru sniðnar út
í eitt og sniðið er því eins ein-
fait og frekast getur verið.
Efnið er eina skrautið. ÞaJ er
líka. staðreynd að mynstruð
efni fara bezt á sera einföld-
Upp og mðiir á eggjuEi
Já, hvað snýr eiginlega upp
ogs'hvað niður á eggjum.? —
Venjulega leggjum við eggin
þannig að mjói endinn snýr
n!ður, en ætli flest okkar geri
það ekki af vana og hugsi sem
svo, að hinn endinn mætti svo
sem alveg eins snúa upp.
En það hefur komið í ljós
að þessi vani á rétt á sér. Er-
lendis hafa verið gerðar til-
ráunir með 100.000 egg sem
pakkað hefur verið niður ým-
ist með mióa endann hiður eða
öfugt, og þau síðan send ein-
hverja vega’engd. Það kom í
ljós að þau e"g sem sneru
,,rétt“ geymdust betur. Af
bám voru 93% þannig eftir
flutninginn að þau gátu’ kall-
ast fvrsta flokks, en af h’num
har s°m miói endinn sneri uþp,
voru það aðeins 24%.
MeS íf s va!ai3
Það kemur stundum fyrir, að
fólk fer í sundlaugar eða sjó-
inn með armbandsúr á hand-
leggnum —- úr sem þola ekki
vatn. Og hvað á að gera
uncúr he’m kringurr'.stæðum ?
Við þessu er aðeins eitt að
gera: Að fara be’nt tií úr-
smiðs með úrið, því að salt-
vatn getur orsakað ryð á
nokkrum klukkustundum.
Ef enginn úrsmiður er til-
tækur, j>á er rétt að opna úr-
ið. skoia ]>að með steinolíu og
fyda það síðan af olíu. Þá dug-
ar ef til vill venju’eg hreinsun
hjá úrsmiðnum á eftir.
'íhn armi