Þjóðviljinn - 22.08.1954, Qupperneq 3
Sunnudagur 22. ágúst 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Dóná, Valagilsá, Hvaj og
fleiri ár hafa orðið vatns-
meiri í sumar en nokkru
sinni í mannaminnum. Tjón-
ið í Linz og á Fremri-Kotum
hefur mjög vérið til umræðu,
ekki síður en orsakir hinna
óvenjulegu vatnavaxta. Sjald-
an hefur eins mörgum orðið
það jafnljóst að vatnið er
mikil höfuðskepna.
• Skáldin og vatnið
Það hefur verið sagt að
tvennt sé jafnan sjálfu sér
líkt hvarvetna á jörðinni:
söngurinn og vatnið. Um það
má nú sjálfsagt deila, og víst
er um það að kinverskur ó-
perusöngur og evrópskur
stinga mjög í stúf hvor við
annan. Hitt er jafnvíst að
vatnið hefur orðið skáldum
vítt um heim yrkisefni, og
þau hafa meira að segja öll
lesið svipaðan sannleik úr
straumnum. Sérstaldega. hef-
ur þeim orðið hugstæð lík-
ingin milli mannsævinnar og
læksins, sem alltaf fellur að
ósi eins og lífinu lýkur í
■dauðanum. Sjórinn sjálfur er
tákn hins óendanlega, öld-
urnar við ströndina tákn
þess sem alltaf kemur á ný.
Vatnið hefur orðið skáldun-
um uppgötvun hins æðsta
sannleiks -—- hver sem hann
hefur verið, því vitaskuld má
lesa varanleik úr iðju þess
straums sem aldrei þrýtur,
ekki síður en hverfulleik úr
hinu óstöðvandi flugi hans.
En athyglisvert er það að þó
skáldin hafi jafnan unnað
vatninu sem yrkisefni hefur
þeim ætíð verið öðrum mönn-
um ósýnna um að drekka það.
En það er þeirra mál.
• Þjórsá og: Njála
Menningarsögur kenna að
hámenning fornþjóða hafi
fyrst og fremst þróazt á ár-
hökkum. Hafa menn þá víst
einkum í huga Níl og Indus
og Gulá. Það hafa verið óþæg-
ar ár, og eru það enn; hafa
knúð menn til samvinnu og
átaka. Þar mundu sumir
segja að kæmi til greina
kenning Toynbees um nauðsyn
hæfilegra örðugleika, að bar-
átta mannsins við náttúruna
sé . ,,mátulega“ hörð. Eftir
þessari kenningu um vatnið
og menninguna ætti hún að
eiga . örðugra uppdráttar á
Miðnesheiði en , vi.ð Þjórsá.
Það hefur sem sé verið geng-
ið úr skugga um það að á
allri strandlengjunni milli
Selvogs og Hafnarf jarðar falli
hvergi spræna til sjávar.
Vatnið fellur allt í undirbing.
Annars er nýjasta kenningin
um vatn og menningu sú að
Þjórsá hafi skrifað Njálu.
Það skal tekið fram að þetta
er aðeins kenning enn sem
komið er. En höfundurinn er
einmitt þessa dagana að leita
raka fyrir henni, og hefur
látið þess getið í einkaviðtöl-
um að hann skuli finna þau
nú í vikunni. Hann ætlar þá
að birta þau í útvarpinu á
laugardagskvöldið.
• Að takast á við
jörðina
En nú er önnur öldin
en þegar Njála var skrifuð,
og nú hafa menn allt annað
við Þjórsá að gera en láta
.. krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða“.
ÞÆTTIR UM VATM
HrÍRgrós vatnsins er mikHfengiegasfa
eilífðarvéi sem sögur fara af
hana skipta sköpum í valda-
baráttu, enda gerast nú nógir
til að skrifa bækur. Og ýmsir
góðir menn hafa lengi haft
augastað á virkjunarmögu-
leikum þessa mesta fljóts á
íslandi. Það er Sigurður Thor-
oddsen verkfræðingur sem
manna mest hefur rannsakað
Þjórsá frá þessu sjónarmiði.
I tímariti Verkfræðingafélags
Islands í hittiðfyrra birti
hann „virkjunarkort“ Þjórs-
ár og Hvítár; og er kannski
fróðlegt fyrir ferðalanga á
Hveravelli að vita, að þar er
gert ráð fyrir virkjun Hvítár
skammt fyrir neðan brúna
norðan Bláfells, og inn á bak
við Heklu eru margar stór-
virkjanir í Þjórsá. Því má
skjóta hér inn að það hlýtur
að vera ánægjulegt að vera
verkfræðingur með ímyndun-
arafl — og fá að beita því.
Þúsundir vísindamanna glíma
alla sína ævi,^v|0o,alls^onar'
bakteríúr og önflítr smákyikr,
indi, og lúta stundum { lægrá
haldi. En þó þeir beri af þeim
sigurorð, með því að leiða
þær fram í dagsljósið og finna
meðöl gegn þeim — hvað er
það móti því að glíma við
landið sjálft, takast á við
jörðina ?
• Vatnsföll í rafljósi
Ef áætlanir Sigurðar Thor-
oddsen kæmust til fram-
kvæmda, þá mundi Þingvalla-
vatn ekki lengur vera stærsta
vatn á Islandi. Tvær virkjun-
aruppistöður í Þjórsá mundu
verða miklu stærri. 1 ritgerð
um vatnsaflið á Islandi og
beislun þess, í áðurnefndu
tímariti, gerir Sigurður ráð
fyrir tveimur uppistöðum; yrði
önnur um 250 ferkílómetrar,
en hin um 170 ferkílómetrar,
þar sem Þingvallavatn er
„ekki nema“ 83 ferkílómetrar
að flatarmáli. Þetta mundi
gefa landinu á stóru svæði nýj-
an svip, burtséð frá öllu því
rafmagni sem þaðan yrði leitt
um landið. En Sigurður hefur
gert sér nokkra hugmynd um
virkjanlega orku Þjórsár og
annarra íslenzkra stórvatna.
Telur hann að Þjórsá búi yfir
2 milljónum hestafla. Næst
kemur Jökulsá á Fjöllum með
tæpa milljón. Þannig er óþarfi
að skoða vötnin á íslandi ein-
göngu í ljósi skáldskaparins
eða örðugleikanna við að kom-
ast yfir þau. Það má líka
skoða þau í ljósi þess rafmagns
sem hægt væri að leíða frá
þeim út um landið.
© Lindárogdragár
.Qkkur, var, kýnnt í skólun-
um að árnar á Islandi væru
ýmist bergvötn eða jökulvötn.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja að skólakrökkum er
stundum sagt rangt til, vilj-
andi, af því staðreyndirnar
eru of flóknar fyrir þau.
Náttúrufræðingar láta sér
fátt um þessa tvískiptingu
finnast, og skipta íslenzkum
vatnsföllum í þrjár tegundir:
lindár, dragár og jökulvötn.
Er þá ekki farið eftir litnum
á ánum, heldur eftir því
hvernig upptökum þeirra er
farið. Hefur Guðm. Kjart-
ansson ritað merka grein um
þetta efni: Islenzkar vatns-
fallategundir, í 3. hefti Nátt-
úrufræðingsins 1945. Ekki
skal hér gerð grein fyrir þess-
ari þrískiptingu, en það er sér-
kennilegt um lindár að þær
grafa sér ekki gil, heldur
renna um eilífð í mikilli spekt
á grunnum botni sínum. En
dragárnar eru helzt ekki á-
nægðar fyrr en gilin að þeim
eru svo djúp að enginn þorir
að koma fram á barminn. Um
þetta efni segir svo í ritgerð
Guðmundar Kjartanssonar:
• Hvítir strengir
í hlíðum
„Munurinn á lindám og
dragám kemur berlega I Ijós
þar, sem báðar þessar árteg-
undir renna hlið við hlið, t.d.
í Laugardal, Árn. Þar koma
upp tvær lindár, sem nefnast
Ljósárnar, allhátt uppi í hlíð
Miðdalsfjalls. Hvor þeirra
sprettur upp að kalla í einu
lagi úr stórri lind. Þarna hafa
þær verið allt frá ísaldarlok-
um og ekki gert betur en
skola lausum jökulruðningi af
klöppunum, sem þær belja of-
an eftir. Þær hafa ekkert graf-
ið sig niður og blasa því við
langar leiðir að eins og glitr-
andi hvítir strengir í dökk-
grænni, skógi vaxinni hlíðinni.
En beggja vegna í sömu f jalls-
hlíð eru djúp, svort gil, graf-
in í fast berg af smáám og
lækjum, sem öll eiga sér drög
hærra í fjallinu, en eru sum
hver miklu vatnsminni en
Ljósárnar. Graftarafköst þess
ara ártegunda koma elcki síður
greinilega í ljós, ef vér berum
saman dragána Bleiksá í
Bleiksárgljúfri innarlega í
Fljótshlíð og hinar vatns-
miklu lindir, sem víða annars
staðar fossa ofan Hlíðina og
eru ekkert niðurgrafnar“. Eru
ekki visindi af þessu tagi vel
til þess fallin að opna augu
manns fyrir náttúru landsins?
® Eilífðarvélin mikla
. uJlíCl: ■
Hringrás vatnsins er víst
stærsta eilífðarvél sem sögur
fara af — og hvar eru endar
hrings? Flest vötn renna að
lokum til sjávar, en þó verður
hafið aldrei fullt, eins og seg-
ir í Prédikaranum. Það gufar
upp af sjónum, ský myndast
á himni, sum berast inn yfir
land og falla þar niður sem
snjór eða regn. Þaðan koma
ár þær er um dali falla til
hafs. En þó okkur þyki fljótin
mikil vöxtum og undrumst
það að sjórinn skuli ekki
fyllast af þeim, þá mætti
undrun okkar verða ennþá
meiri af þeirri staðreynd að
úrkoman yfir hafinu er um
það bil tíu sinnum meiri að
vatnsmagni en öll þau fljót
sem í það falla, eða svo segir
minnsta kosti Henrik Ren-
qvist í sænskri heimslanda-
fræði. Regnið á þurrlendinu,
segir hann, er upphaf alls
vatns á yfirborði jarðar og £
iðrum hennar. Meginhluti
þessa vatns gufar aftur upp.
En um þriðjungur úrkomunn-
ar á landi myndar ár og læki
er falla til sjávar. Það er vita-
skuld mjög misjafnt hve mik-
ið vatn fellur frá hinum ein-
stöku svæðum jarðarinnar.
Kongó, sem hefur næst-
stærsta vatnasvæði allra
fljóta á jörðinni, skilar í haf-
ið 21 sekúndulítra af hverjum
ferkílómetra lands á vatna-
svæði sínu. Amazon skilar 17
sekúndulítrum, en verður
miklu vatnsmeira fyrir það að
vatiiasvæði þess er nær helm-
ingi stærra, á stærð við 70
Islönd. 1 löndum þar sem
bratti er mikill, svo sem í
Noregi, og á Islandi, skilar
hver ferkílómetri lands meira
vatni í ár en þar sem bratti er
minni — að öðru jöfnu. Það
má nefnilega segja að þar hafi
vatnið ekki tíma til að gufa
uppi.
• Ný vatnaskáld
Vatnið er víst mesti áburð-
ardreifari sem þekkist, og það
er raunar meðal annars fyrir
þessa staðreynd sem hámenn-
ing fornþjóða reis á fljóta-
bökkum. En þó nútímamaður-
inn sé máttugur er hann ekki
síður háður vatninu en áar
hans eú fyrstir hófu glímuna
við það; tækni nútímaþjóða
miðar enn sem komið er ekki
að því að gera þær óháðar
vatni, heldur ná fullum tökum
á því. Enn er óvirkjaður mik-
ill meiri hluti af vatnsorku
jarðar, og væntanlega kemur
ýmsum það á óvænt að í Af-
ríku er falin miklu meiri
vatnsorka en í nokkurri álfu
annarri. Svo er að sjá af línu-
ritum að virkja megi rösklega
helmingi fleiri hestöfl í Afríku
en í Asíu, utan Sovétríkjanna;
en vatnsorka Norðurameríku,
Sovétríkjanna allra og Asíu
innbyrðis sýnist vera álíka
mikil. Við íslendingar erum
meðal þeirra þjóða sem eiga
gífurlega orku ónytjaða í
vötnum sínum. Þeim sem
skynja það til hlítar er Þjórsá
ekki lífsháski eða eyðandi
flaumur, heldur ljós og orka
og framtíð. Skáldin halda á-
fram að vera heimspekingar'"
fljótanna, en verkfræðingarn-f-.
ir gerast skáld þeirra. — B.B**