Þjóðviljinn - 22.08.1954, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. ágúst 1954
INNAN
VIÐ
MÚRVEGGINN
EFTTR A. J. CRONIN
81.
var pergamentgul, þykk og þakin hrukkum sem minntu
á ör og í þeim bláleitir blettir. Hann var klæd'dur gljá-
andi brúnum fötum, sem voru að springa á saumunum,
úrelt í sniði og alltof lítil honum, og hann minnti einna
helzt á afdankaðan sjómann í landi.
Og sem Páll stóð þarna grafkyrr með ákafan hjart-
slátt, leit þessi bláókunnugi maður upp, hélt áfram að
tyggja með sterklegum, gulleitum tönnum og virti hann
fyrir sér með svipiausum, fjandsamlegum augum. Andar-
tak gat Páll ekki komið upp orði. Þúsund sinnum og á
þúsxmd mismunandi vegu hafði hann í huganum lifað
þessa stund, hina langþráðu endurfundi, hlý faðmlög og
tárin sem ruddust fram — æjá, hvað hann hafði gyllt
fyrir sér endurfundina við hinn elskaða föður bernsku
sinnar. Að vísu hafði hann gert ráð fyrir eðlilegum breyt-
ingum sem árunum fylgja, en að slík ummyndun gæti
átt sér stað hafði honum aldrei flogið í hug. Hann gat
með erfiðismunum gengið í áttina til hans og rétt fram
höndina. Fingurnir sem réttir voru fram á móti eftir
andartaks hik voru stórir og sprungnir, hrjúfir og harð-
ir og neglurnar gulleitar og sprungnar.
„Jæja þá,“ sagði Dunn með innileik í röddinni, sem
var svo óeðlilegur og stakk svo !f stúf við tal hans rétt
áðan, að Páli varð illa við. „Ég vona að þeir sjái vel um
yður“.
Maðurinn við borðið leit sem snöggvast á Dunn. Hann
svaraði engu en hélt áfram að tyggja eins og hann hugs-
aði um þaö eitt aö njóta matarins til fulls.
Dunn sneri sér í staðinn að Smith.
„Hefur þú séð fyrir öllu, Ted?“
„Já, það hef ég gert“, svaraði Smith.
„Þú hefur séð um að blaðamennirnir létu herra
Mathry í friði“.
„Já vissulega .... Ég afhenti þeim skýrsluna.“
1 „Ágætt“.
„Það varð þögn. Ritarinn tók upp hattinn sinn sem
lá á gólfinu fyrir framan hann.
„Jæja“, sagði Dunn og tvísté á gólfinu. „Þið tveir
hafið ekki sézt í langan tíma. Við Smith viljum ekki
ónáða ykkur. Við lítum inn til ykkar á morgun. Þið
hringið ef þið þurfið á mér að halda“.
1 Páll fylltist reglulegri skelfingu. Hann hefði viljað
gefa hvaö sem var til þess að mennirnir tveil’ yrðu kyrr-
ir, en hann gat ekkert gert. Hann sá að þeir vildu
komast burt.
Þegar dyrnar lokuðust á eftir þeim stóð hann um
stund steinþegjandi; tók sér síöan stól og settist að
borðinu. Ókunni maðurinn, þessi Rees Mathry, sem var
faðir hans, var enn að boröa, hallaði sér yfir diskinn og
ýtti á eftir matnum inn í munninn með þumalfingrin-
um, og leit öðru hverju útundan sér þessu stirnaöa
augnaráði og vottaði fyrir spurn í svipnum. Páll þoldi
þetta ekki lengur. í örvæntingu sinni tók hann til máls,
setningar hans voru slitróttar og sundurlausar.
„Ég get ekki lýst því hvað ég er feginn .... að sjá
‘ þig aftur, pabbi. Það hefur mikla þýðigu fyrir mig. Auð-
vitað, eftir öll þessi ár .... er það dálítið erfitt fyrir
okkur báða. Ég er viss um að þér finnst þetta jafnóþægi-
legt og mér. Það er svo margt að segja og ég veit varla
1 á hverju ég á að byrja. Og þaö er líka margt ógert. Fyrst
þarftu að fá þér sæmileg föt. Þegar þú ert búinn að borða
.... ættum við að koma út og líta í búðir .... “
Orð hans létu heimskulega í eyrum hans sjálfs og
loks þagnaði hann. Honum varð hverft við og um leið
varð hann feginn þegar hinn maöurinn tók til máls.
„Áttu nokkra peninga?"
' Spurningin var næstum ruddalega hreinskilin, en
Páll flýtti sér að svara.
„Það ætti að nægja að sinni“.
„Ég gat ekkert haft út úr þessum. Dunn“. Svo var
eins og hann hugsaði upphátt: „Ég skal ná í peninga.
I Ég skal láta þá borga fyrir það sem þeir hafa gert mér“.
I Röddin var hrjúf og hás eins og hljóðfæri sem sjaldan
| fcr, notað, en verxi en hrjúfi hreimurinn var hin hræði-
lega beizkja, hatrið sem gegnsýrði hann. Páli leið enn
ver.
„Áttu sígarettu?“
„Því miður ekki“. Páll hristi höfuðið. ,,Ég hef ekki
reykt lengi“.
Mathry virti hann rannsakandi fyrir sér eins og hann
vildi ganga úr skugga um að hann segði sannleikann.
Svo dró hann með semingi pakka upp úr vasa sínum og
Páll sá að það var sama tegundin og Dunn reykti. Hann
tók sér sígarettu, beygði sig snögglega niður eins og
hann vildi komast hjá því að til hans sæist og kveikti í
henni. Hann faldi sígarettima í lófanum og reykti hratt
og með leynd, drakk reykinn í sig með áfergju. Meðan
Páll virti fyrir sér andlit hans, tók hann í fyrsta skipti
eftir þv!í að það var eins og steinrunnið. Einkum var
munnurinn hörkulegur og samabitinn fyrir neöan langa
illa rakaða efri vör. Allt í einu og fyrirvaralaust drap
Mathry í sígarettunni og stakk stubbnum í vestisvasann.
„Hvað er klukkan?"
Þegar Páll leit á silfurúrið sitt varð hann þess var
að Mathry horfði á hann með ágirnd í svipnum. Og svo
sagði hann:
„Ég hef ekkert úr“
Páll losaði festina með hægð úr hnappagatinu og
rétti honum bæði úr og festi.
,,Þú mátt hafa mitt þangaö til þú færð annað betra“.
Ekkert þakklætisorð. Mathry vó úrið og festina í lófa
sjinum; svo stakk hann hvoru tveggja í vasa sinn með
snöggum, laumulegum hreyfingum, sem honum voru
eiginlegar.
Um leiö var barið að dyrum og stúlka kom inn til að
taka af borðinu.
Páll reis á fætur. Hann vissi að faðir hans hafði
mikið sér til afsökunar, en samt leið honum illa. Hann
sagði svo lágt að varla heyrðist:
„Eigum við þá ekki að koma út núna .... og verzla“.
„Jú“, sagði Mathry. „Ég vil fá almennilega garma“.
Þeir fóru út í glampandi sólskinið, fóru með leigubíl
niður í Leonard stræti og þar fóru þeir inn í Drons
verzlun, eina af stærstu klæðaverzlunum borgarinnar.
Hafi Páll búizt við breytingu til batnaðar, varð hann
fyrir miklum vonbrigðum. Dagurinn varð honum hrein-
asta kvöl. Óhefluð framkoma föður hans gerði það að
verkum, að fólk starði á þá hvar sem þeir fóru. Rudda-
mennska hans kom einu sinni út tárunum á stúlkunni
sem afgreiddi þá. En verra var þó næstum sjúklegt
ííimilisþssítiir
Homsófi
borð eða stól til viðbótar við
sófann.
Það er mjög farið að tíðk-
ast að nota eitt horn í stof-
unni fyrir sófa eða sófabróður.
Hér er sænsk hugmynd. Sóf-
inn er samsettur úr litlum hlut-
um sem hægt er að kaupa
hvern fyrir sig. Tréverkið- er
beyki og sessumar eru úr
freyðigúmmi með verum sem
lokað er með rennilás. Sófinn
á myndinni er lengri öðrum
megin og litla borðið sem
stendur við styttri endann er
eitt af sófastykkjunum með
engum sessum á, það má eftir
hentugleikum nota sem stakt
Ef þú steikir fisk í raspi ætt-
irðu að reyna að blanda dá-
litlu kartöflumjöli í raspið. Þá
er síður hætta á að fiskurinn
festist við pönnuna.
Þegar vaskaskinnshanzkar
em þvegnir mega þeir aldrei
þorna nálægt ofni. Og meðan
þeir eru að þorna er gott að
núa þá milli handanna öðra
hverju til að halda þeim mjúk-
um.
pc CAMMSI
Elskan mín, sagði hann, mig
langar að segja þér það, og þú
verður að trúa því, að ég hef
aldrei elskað neina aðra konu
en þig, og þú ert fyrsta stúlk-
an sem ég hef nokkurntíma
kysst. Trúirðu mér ekki — Þú
verður, ástin mín. Hann starði
fast og lengi í augu hennar,
og sagði: Þú verður að trúa
mér.
Hún hikaði ofurlítið, svo
lagði hún höfuðið á öxl hans
og hvíslaði innilegasta rómi
sínum: Já, ég trúi þér, ég trúi
hverju einasta orði sem þú
segir. Og ég elska þig heitar en
ég hef nokkru sinni elskað fyrr,
og í rauninni hefur mér aldrei
þótt vænt um neinn annan en
þig. Þú ert hraustasti, bezti og
vitrasti maður í allri veröld-
inni. Trúirðu mér, vinur — þú
verður að trúa mér.
Þetta voru þau Adam og
Eva er þannig töluðu.
■=S5S5==»
Milljónamæripgur nokkur dó.
Maður nokkur sem heyrði and-
lát hans, brast þegar í ofsa-
legan grát. Kunningi hans einn,
er bar þar að, sagði við hann:
Hvað er að þér, maður — ertu
orðinn vitskertur?
Nei, ríki maðurinn var að
deyja.
Varst þú eitthvað í ætt við
hann?
Nei, það er einmitt þessvegna
sem ég er að gráta.
Eim um rendur
Við höfum áður minnzt á
breiðu rendurnar sem náð hafa
vinsældum í kvenkjólum. Hér
er mynd af einum slíkum kjól
og af honum sést á hve marg-
an hátt er hægt að nota rand-
mynstrið. En það er sjálfsagt
ekki heppilegt fyrir byrjendur
í saumaskapnum að ráðast í
saum á svona kjól.
Ti 1
1i9 9 n r leiðin