Þjóðviljinn - 29.08.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.08.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN »---f—---------- Sunnudagiir 20. ágúst 1954 Sarualningarílokkur alþýðu — SósiaUsíafiokkTirlnxi. Kitstjórar: SÆagnúa KjartaEsson (áb.), SigurÓur truóir uadsatn*. Fréttaatjórl' Jón Bjarnasoa. Biaö&menfl: Asmundur Sigurjonssot,. Bjarni Benediktaeon, QuS- njunöur Vigíússon, Magnús Torfi Ólafsson Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraidssou Hitsijórn, afgroiðsla, auglýsingar, prentamlSja: SkólavörOuatig 18. — Simí 7500 (3 línur). lakrift'irverO kr. 20 4 mánuöl í Reykjavik og nagrennl, kr. ÍS íEnars BtaO&r á landinu. — LausasöluverB i kr. eíntakiS. '"’rontsmiöja ÞjóOviljans h.f. tíðindi í snarkal'SffillÍB! Því heíui’ lengi verið lýst sem einu mesta áfalli sem yfir islenzkt atvinnulíf hefur duniö að sett var löndunarbann é ísienzkan fisk 11 Bretiandi. Hafa verið fluttar um þaö margar ræður af hérlendum stjórnmálamönnum og grein- ar verið skrifaðar, en Ólafur Thors hefur með regiulegu millibiii gefiö áhrifamiklar lýsingar á hinni skeleggu bar- áttu sinni fyrir því að þau viðskipti veröi tekin upp aftur á nýjan leik. Þegar ráðizt var í hið furðulega Dawson- æfintýri ætluðu stjórnarblöðin einnig af göflunum að ganga, þau sendu fréttaritara til útlanda og létu þá sentía dagleg hi’aðskeyti, gefin var út sérstök bók um Dawson og þar fram eftir götunum. Hefði því mátt ætla að lífsafkoma íslendinga væri undir bessum viðskiptum komin, en reynslan segir því miöur nokkuð annað. Hún sýnir að þjóðin hefur haft furðu litlar gjaldeyristekjur af ísfisksölunum til Bretlands cg furðu rnikilJ niuti af andvirðinu át sig upp í kostnaö sem virtist misjafnlega eöJUegur. Sún sýnir einnig að mjög erfitt var að reiða sig á uppboðsmarkaðinn, sveifl-, urnar voru oft geysilegar og fylgdu þeim stórfélíd töp, fyrir útgeröina. Voru þessi viðskipti einskonar happdrætti, i sem erfitt er að byggja á nokkrun atvinnuveg. Á sama liátt hefur ísfisksölunum til Vesturþýzkalands verið háttaö siðustu árin. Fiskurinn er boðinn upp og söl-! urnar hafa verið ákaflega misjafnar, á þessu hausti hafa ýmsir togarar t.d. tapað 1—200.000 kr. á ferð. Engu að síður hafa stjórnarvöldin talið þessi vesturþýzku viðskipti mjög mikilvæg og veruleg sárabót fyrir löndunarbanniö í Bretlandi. ■ | En nú er komið í ljós að það cr hægt aö iiago U'sfisk- sölum á annan hátt en tíðkast í Englandi og Vestnrbvzka- ’ Jandi. Eins og Þjóðviljinn hefyr skýrt frá fcru þeir Lúð- vík Jósepsson og Ársæll Sigurðsson til Austurþýzkaiands til þess að ræða við þarlend stjórnarvöld um möguleika, á því að þau keyptu íslenzkan togarafisk. Var þetta mjög athyglisveröur möguleiki, því vitað var aö einmitt Aust- , ui’þjóðverjar höfou keypt mikinn íslenzkan fisk' fyrir styrjöldina. Og það kom í ijós aö austurþýzk stiórnarvcld höfðu fullan hug á því að taka upp þau við -kinti á ný.jan leik. Kveðst austurþýzka stjórnin vera reiðubúin til að taka við 7000 tofinum af ísvörðum togarafiski til áramóta, j en það eru 40—50 togarafarmar. Jafnframt eru Austur- j þjóðveriar reiðubúnir til að greiða allan þennan fisk á föstu verði sem samið er um fyrirfram, en það er 25—30 % i hærra en meðalverö þao sem íékkst í Vesturþýzkalandi á sliðasta ári. Þetta verð er miSaö við aö landað sé í Ham- ! borg, eins og gert befur verið til þessa, en ef landað er - í austurþýzkri höín er enn boöin 10% verðhækkun. Þetta eru mjög mikilvæg tiðindi fyrir islcnska tógara- útgerð. Ekki aðeins fæst þarna markaður sem vegur upp brezka löndunarbanniö, heldur er nú ioks boðið skapJegt j verö og kjör fyrir ísfiskinn. Þarf ekki að lýsa því hversu mjög hagur togaraútgerðarinnar breytist þegar hún fær I fast og öruggt verð fyrir fisk þann sem fluttur er beint til útlanda. En þaö er til skýringar á þessum viðskiptum og ágætt dæmi um það hvernig íslendingar hafa veriö . féflettir hingað til, að mikið af því ísfiskmagni. sem selt j var til Vestui’þýzkalands s.l. ár á happdrættióverði og með töpum, var selt áfram til Austurþýzkaiands á því fasta verði sem nú stendur íslendingum sjáifum tii boða. í Þetta eru því mjög stór tíðindi, og ber að þakka Lúðvík ; Jósepssyni og Ái’sæli Sigurðssyni fyrir frumkvæði þeiri’a og mjög góðan árangur. En því undarlegi’a er það að stjórnarbJöðin hafa ekki enn séö neina ástæðu til þess að minnast á þessi viöskipti, svo. mjög sem þau fóru þó ham- förum út af lí'sfisksölum til Bretlands. Er þögn þeirra næsta grunsamieg. þótt að óreyndu skuli ekki dreeið í efa að nefnd sú sem ríkisstjórnin hefur nú sent til Berlínar hafi-einvörðungu í huga hagsmuni íslenzkrar togaraút- gerðar og þjóðarinnar allrar. Að útrýma kommúnismanum Þær fréttir berast nú frá Bandaríkjunum að loks hafi lýðræði verið tryggt þar í landi, ásamt frelsi og mann- réttinaum, og hafi hið vest- ræna forusturíki þannig gef- ið öðrum þjóðum fagurt for- dæmi. Herma fréttir að kommúnistar hafi verið að því komnir að steypa lög- lega kosinni stjórn landsins frá völdum með ofbeldi og afnema fagrar og göfugar dyggðir, en þeim hafi þá ver- ið bannað þetta athæfi með lögum, að viðlögðum þung- um refsingum, sektum, tukt- húsvist og lífíáti. Hafa bandarískir forustumenn haldið ræður um þetta fram- tak sitt og lýst yfir því að nú hafi kommúnismanum ver ið útrýmt þar í landi í eitt ski ;ti fyrir öil. Svona ein- falt er þetta þá: banna að- eins sósíalistíska baráttu með lögum og upp er runnið þús- und ára ríki kapítalismans. Hefur þetta afrelc aö vonum vakið mikla athygli og um- ræður víða um lönd. 3 Vísir komst þannig að orði um þessi tíðindi að rneð þeim heföi „arnerísk deild álþjóð- legra bófasamtaka verið gerð útlæg“ og Morgunbiað- ið beitti hliðstæðu orðalagi, en starfsemi bófafiokka hef- ui' verið rnikið einkenni á baridarískum lífsháttum, eins og kunrihgt er af þarlendum' kvikmyndum og skáldsögum, og mætti það verða öllum góðum mönnum fagnaðarefni ef eitthvað tokst að fækka bófunum. En svo undarlega bregður við að bæði Morgun- blaðið og Vísir þykiast vcra harmi slegin. Segir Morgun- blaðið að með þessum aðgerð- um séu „grundvailarreglur lýðræðisins þverbrotnar" og Vísir segir í bófagrein sinni að tiðindin séu bæði „i!l“ og „hörmuleg", „samrýmist á engan hátt starfsháttum iýð- ræSisþjóða“ og „muni mæi- ast illa fyrir“. Samkvæmt þessu virðast bófaflokkar vera einn af hornsteinum lýðræðisiris og iðja þeirra ó- missandi í starfsháttum þess ágæta skipulags. Er erfitt að koma þessu saman og heim, en þannig getur fariö þegar reynt er í römu grein að . skrifa bæði f.vrir bandarí.ska sendiráðið og íslenzka ler,- endur. S En flcira cr 'da'arfuUt' í sambandi við þessa atburði. Edgar J. Hoover, yfirmaður FIB'— ssm er gestapó þeirra Bandaríkjamanna —- hefuv að sjálfsögou kornið mikið við þessa sögu. Ka;m skýrir svo frá að í Kommúnista- flokki Ba nd arí kja nr.a séu 25.000 flokksbundnir menn, og skuli þeir nú hundeltir, sektaðir, fangeisaðir og líf- látnir. Kennsiubækur herma að íbúar Bandaríkjánna séu 130 milljónir manna, þúsund sinnum fleú’i en íslendingar. 25 hræður hérlendis ættu því að samsvara öllum flokks- bundnum kommúnistum Bandaríkjarma. Engu að síður var alveg yfirvofandi að þeir steyptu stjórn lands- ins frá völdum með ofbeidi og tortímdu fornuin dyggð- um, og varð það eitt til bjarg- ar að banna þeim með lögurti að framkværna fyrirætlanir sínar. Svo veik eru þá stjórn- arvöld hins volduga ríkis, og' það er mikið happ að auösjá- anlega er gert ráð fyrir því að þarlendir kommúnistar séu löghlýðnir menn og hætti við þessar fyrirætlanir sín- ar, þegar búið er að banna þær. B Þessi dæmi eru nefnd til að benda á í hverja sjálf- heldu þeir menn komast sem reyna að verja eða réttlæta þessi nýjustu afrek banda- rískra stjórnarvalda. Það er rétt sem Morgunblaðið og Vísir segja, að hugsjónir lýð- ræðis hafa verið fótum troon- ar fyrir vestan haf, en um leið játa þessi blöð að ekki er verið að útrýma neinum „bófaflokki". Kommúnista- flokkur Bandaríkjanna barð- ist samkvæmt ákvæðum stjórharskrárinnar og stefndi að því að lcoma á sósíalisma þegar hann hefði til þess afl meirihluta þjó.ðarinnar. Á samá liátt er hinr.i nýju iaga- setningu ekki beiht 'nema að nokkru leyti gegn mönnurn þeim sem Edgar J. Iloover telur fíokksbundna kommún- ista og samsvara "25 íslend- ingum. í lögunum er tekið fram að stjórnarvöldin geti úrskurðað hvaða félög og samtök sem er kommúnistísk og beitt þau síðan ofsóknum, en fyrst og fremst er minnzt á verklýðsfélög í því sam- bandi. Þegar nazistar bönn- uðu þýzka kommúnistaflokk- inn kom röðin fljótlega að verklýðshreyfingunni og sósíaldemókrötum, borgara- legum lýðræðissinnum, trúfé- lögum, gyðingum, kvenrótt- indafélögum, æskulýðssam- tökurp o.s.frv. Þeir sem vita hvað Bandarikjamenn kalla kommúnista skiija að reitt er hátt tii högg’s mcð hinum nýju lögum. Þegar þrvtur er gvip'ð tii jxess ráðs að segja að ekki farkh sá-íalistum að gagnrýna aðgerðir. banda- ríckra r-tjóruavva’.da; ástand- ið sé ckki r,v.o fagurv austan- tjalda. Er þá hc.rfið frí é- róðrinmn um yfirburði vr.-st- í’æas iýðrætv.s brantalend- inguirii gcma rey idu: b'ð cruð ekkert betri I — Okkur sósíalintum er • sagt að áður en við mótmælum afnámi manaróttindn í Bandaríkjun- um beri okkur að krefjast þess'að stofnaðir verði flokk- ar í Sovétríkjunum sem berj- ist fyrir því að komið verði á kapitalisma. Þetta kann að viröast sanngjörn krafa, en því miður er hún fyrst og fremst hlægileg. Það er jafn fráleitt að krefjast þess að flokkar vinni að því í Sovét- ríkjunum að komið verði á arðráni, svo að auðmenn fái framleiðslutæki þjóðarinnar tii eignar, og ef einhver ætl- afiist til þess að stofnuð yrðu sa.mtök hárlendis til að koma á þrælahaldi, eins og tíðkað- ist til forna, eöa til að gera landið á nýjan leik að ný- lendu Danakóngs, ásamt einokunarverzlun og húð- flettingu fyrir að stela snæri eða selja fisk á röngum stað. Þótt leitað væri um Sovétrík- in öll myndi enginn maður finnast sem gæti haidið fram slíkri kenningu af sannfær- ingu, og ef einhver fengist tii þess samt yrði litið á hann af jafnmikilli furðu og ef Banda ríkjamaður segðist vilja stofna flokk til að gera land sitt að brezkri nýlendu aftur. Þjóðfélagsskipanirnar taka við ein af annarri, og senn eiga þær úreltu engan for- mælanda. í Sovétríkjunum heyrir kapitalisminn for- tíðinni til, og þeirri þróun verður ekki haggað. En að sjálfsögðu eiga þarlendar þjóoir eftir að þroska og efla lýðræði innan sins sósíalist- íska skipulags og vinna að því af kappi. Ef reynt væri að hamla gegn þeirri þróun v'æri það hliðstætt verk og af- nám mannréttinda í Banda- ríkjununi — og jafn liald- laust. B Ýmsir borgaralegir stjórn- málamenn vesturianda hafa sagt síðustu árin að eina ráð- ið til að útrýma komrnúnism- anum væri að framkvæma hann. Ef uppfylltar væru meginkröfur korfimúnista um mannsæmandi lífskjör og ör- yggi, jafnrétti og frið . væru gufaðar u p forsendurnar fyrir flokkum þeirra og þeir myndu leysast upp. Þ.etta er merk og fögur kenning, en hún hefur því miöur reynzt borgurunum næsta erfið í framkvænid. Af henni leiðir einnig hitt að séu þessi mann- réttindi skert fær kommún- isminn byr undir báða vængi, og um. það er reynslan ólýgn- ust. Meira en þriöjungur mannkynsins býr nú við sós- íalistískt skipulag, en í öll- um þeim löndum voru komm- únistafiokkar áður bannaðir með lögum. Víst mættu for- ustumenn Bandarfkjanna minnast hinna kokhraustu yfirlýsinga Hitlers og félaga hana um það að kommúnism- anum í Þýzkaiandi hefði verið útrýmt að fuilu og öllu, en við þær reyndu þeir að standa þar til þeim var útrýmt sjálf- um. Og að minnsta kosti ættu þeir ekki að vera búnir að gieynia vini sínum Forrestal sem kastaði sér út um glugga fyrir hræðslu sakir, þótt ekki væru fleiri hættulegir menn í iandi hans en sem svarar 25 ísleudingum. 4 TX^Uó

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.