Þjóðviljinn - 12.09.1954, Page 3
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. september 1954
j,Svo falsar nú and-
skotinn guðs ‘ steðja
meðal vor“
. ... skömmin hefur skömm
heitið og clyggðin dyggð, jafnvel
hjá þeim, sem ekki hafa dyggð- 1
ina elskað né hatað skömmina. ■
En nú heyrist mér, að menn
hrósi sér af löstunum og setji
dyggðanna nafn upp áþá . . .
Ágirndin er framsýni kölluð,
drambsemin höfðingsskapur,
hræsnin vizka. Þegar menn
brjóta réttinn, kalla menn það
að byggja hann. Þegar menn
sleppa skálkum og illræðismönn-
wm óhegndum, þá nefna menn
það kærleika og miskunnsemi.
Hirðiileysi og tómlæti í sínu
kalli og embætti heitir speki og
friðsemi . . . Svo faisar nú and- j
skotinn guðs steðja á meðal vor ,
og setur hans mynd og yfir- I
skrift á svikinn málm.
(Jón biskup Vídalín, á 5.
sunnudag eftir þrettánda).
,,En ógæfan er að af
kóp þessum lifir
sjaldnast meira en
þriðjungur“
Reynslan sýnir, að fátt fólk á
Vestfjörðum nær háum aldri.
Karlar einkum þeir, sem sjó
stunda, verða sjaldan meira en
50—60 ára gamlir, og margt
þeirra nær ekki einu sinni þeim
aldri. Konur verða oftast all-
miklu eldri, einkum þær, sem
mörg börn eignast . . . ekki er
óvanalegt að hjón eignist 10—
15 börn, en ógæfán er að af
þessum hóp lifir sjaldan meira
en þriðjungur. . . . Flest börn
deyja á 1. og 2. aldursári. Ef
þau lifa af 3—4 fyrstu árin
komast þau venjulega til full-
orðinsára.
'■ Ferðabók Eggerts og Bjarna I.).
Helgidagslæknir
Gunnar Cortes, Barmahlíð 27.
Sími 5995.
=ssss=>
Mlnningarspjöld Krahhameins-
félags Islands
íást í öilum lyfjabúðum í Reykja-
vík og Hafnarfirði, Blóðbankan-
um við Barónsstíg og Remedíu.
Ennfremur í öilum póstafgreiðsl-
um á landinu.
Næturvarzla
er í Lyfjabúðinni Iðunn. Sími
7911.
LYFJABOÐIR
feJPÓTEK AU3T- Kvöldvarzla til
URBÆJAR kl. 8 alla daga
■k nema laugar-
BfOUTSAPÓTEK laga til kL 4.
★ I dag er sunnudagurinn 12.
sept. — Maximinus. 225. dagur
ársins. Fullt tungl. — Árdegis-
liáflæði kl. 5:46. Siðdegisháflífeði
kl. 18:05.
Samtök herskálabúa
halda félagsfund annað kvöld
kl. 8,30 í Breiðfirðingabúð.
9 .30 Morgunút-
/v'JX vai-p- Fiétir og;
' //'l\\\S>. tónleikar: Fiðlu
/ ' konsert í e-rnoll
/ \ \ eftir Mendels-
sohn (Isac Stern og Sinfóníu-
hljómsveitin í Philadelphíu leika;
Eugene Ormandy stjórnar). 11.00
Messa í Laugarneskirkju. (Séra
Garðar Svavarsson). 13.15 Er-
indi: Samtök _ fyrrverandi of-
drykjumanna (Guðni Þ. Ásgeirs
son). 15.15 Miðdegistónleikar
(plötur): a) Svíta í A-dúr eftir
L. S. Weiss (Andrés Segovia
leikur á gítar). b) Úrvalskórar
syngja. c) „Vatnasvítan11 eftir
Hándel (Hljómsveitin Philhar-
monika leikur; Herbert von Kar-
ajan stjórnar). 18.30 Barnatími
(Þorsteinn Ö Stephensen). 19.30
Tónleikar: Nathan Milstein leik-
ur á íiðlu (pl.). 20.20 Tónleikar:
Sönglög eftir Schumann (pl.).
20.40 Erindi: Gamalt og nýtt.
(Gunnar Matthíasson). 21.05
Tónleikar (pl.): Fiðlukonsert í
D-dúr op 35 eftir Tschaikowsky
(Jascha Heifetz og Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna leika; Sir
John Barbirolli stjórnar). 21.35
Upplestur: Norsk myndlist, — rit-
gerð eftir Leif Östby; síðari hluti
(Björn Th. Björnsson listfr.).
Útvarpið á morgun:
19.30 Tónleikar: Lög úr kvik-
myndum (pl.). 20.20 Útvárps-
hljómsveitin; Þórarinn Guð-
mundsson s’tj.: a) Lög eftir Hart-
man og Gade. b) „Söngur úr
Vínarskógi“, vals eftir J. Straas.
20.40 Um daginrr og veginn
(Magnús Jónsson alþm.). 21.00
Einsöngur: Guðrún Þorsteinsdótt
ir syngur; Fritz Weisshappel
leikur undir á píanó. 21.20 Frá-
saga: Landkrabbi á sjó, eftir
Árni B. Knudsen (Þulur flyt-
ur). 21.40 Búnaðarþáttur: Val
líflamba og meðferð sláturfjár
(dr. Halldór Pálsson). 22.10
„Hún og hann“, saga eftir Jean
Duché; 16. (Gestur Þorgrímsson
les). 22.25 Lét lög: Daniel Hertz-
man syngur lög úr „Fridas Bok“
eftir Sjöberg — og Henry Leva
leikur danslög á píanó (pl.).
» CTBREIÐTf)
• WÓPVnJAÍIU
Eiinr.kip
Brúarfoss fór frá Rvík 7. þ. m.
austur og norður um land. Detti-
foss fór frá Helsingfors í fyrra-
dag til Gautaborgar, Haugasunds
og Flekkefjord. Fjallfoss er í
Kaupmannahöfn. Goðafoss fór
fró Cork i gær til Rotterdam,
Hamborgar, Venfspilk1 og Hels-
ingfors. Gullfoss fór frá Kaup-
mannahöfn á hádegi í gær til
Leith og Rvikur. Lagarfoss kom
til Rvíkur 9. þ. m. fró N. Y.
Reykjafoss fór frá Rotterdam 9.
þ.m. til Hull og Rvíkur. Selfoss
■fór frá Hull 7. þ. m. Væntanl.
til Rvíkur um miðnætti í nótt.
Tröllafoss fór frá Rvík 9. þ. m.
til N. Y. Tungufoss fór frá Eski-
firði 8. þ. m. til Napoli, Sovona,
Barcelona og Palamos.
Skipadeiiíl SÍS
i Hvassafell er í Rvík. Arnarfell
j er í Rvik. Jökulfell fór frá Hafn-
| arfirði 7. þ.m. áleiðis til Port-
i lands og N.Y. Dísarfell er á Alc-
j ureyri. Litlafell er í Rvík. Best-
I um er á Akurej'ri. Birknack fer
: frá Hamborg í dag áleiðis til
I Keflavíkur. Magnhild lestar kol
I i Stettin. Lucas Pieper lestar kol
í í Stettin noæstkomandi mánu-
dag.
Ríkisskip
Hekla fór frá Rvík í gær kl. 18
til Norðurlanda. Esja fer frá Rvik
á þriðjudaginn austur um land í
hringferð. Herðubreið er á Aust-
fjörðum ó norðurleið. Skjald-
breið fer frá Rvílc á þriðjud. vest
ur um iand til Akureyrar. Þyrill
er á leið frá Austfjörðum til
Hafnarfjarðar. Skaftfellingur fer
frá Reykjavík á Þriðjudaginn til
Vestmannaeyja.
— Edda, milli-
landaflugvél
Loftleiða, er
væntanleg til
Rvíkur kl. 11 í
dag frá N. Y. Flugvélin fer kl.
12.30 til Stafangurs, Oslóar, Kaup
mannahafnar og Hamborgar. —
Hekla, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Rvíkur
kl. 19.30 í kvöld frá Evrópu.
Flugvélin fer kl. 21.30 til N. Y.
/F® F. 5S>.
Skrifstofan er opin alla virka
daga frá kl. 6—7 nema laugar-
daea kl. 3—5.
Féiagar komi og greiði gjöld sín.
Söfnin eru opin'J
ÞjóðmlnJaBaínin
kl. 13-18 ó Bunnudögum, kl.
13- 18 á þrlðjudögum, ílmmtu-
dögum og laugardögum,
Listasafn Einars Jónssonar
er nú opið aðeins á sunnudög-
um kl. 13:30—15:30.
ivaudsbókasafDlO
kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla
virka daga, nema iaugardaga
kl. 10-12 og 13-19.
NáttúrngripasafnlO
kL 13:30-15 á sunnudögum, kL
14- 15 á þriSjudögum og ílmmtu-
dögum.
Bæjarbókasafnið
Útlán virka daga kl. 2-10 síðdegis.
Laugardaga kl. 1-4. Lesstofan er
opin virka daga kl. 10-12 árdegis
og 1-10 síðdegis. Laugardaga kl
10-12 og 1-4. Lokað á sunnudög-
um yfir sumarmánuðina.
Minningargjafarsjóður
Landspítala Islands.
Spjöld sjóðsins fást afgreidd á
eftirgreindum stöðum: Landsíma
Islands, á ölium stöðvum hans;
Hljóðíæraverzlun Sigríðar Helga-
dóttur, Bókum og ritföngum
Laugavegi 39, og hjá forstöðukonu
Landspítalans. Skrifstofa hennar
er opin kiukkan 9-10 árdegis og
Krossgáta nr. 462
Lárétt: 1 kvennafn 7 fisk 8
kallar 9 forsetning 11 læti 12
skst 14 ending 15 formóðir
17 sérhlj. 18 atviksorð 20 höf-
undarnir
Lóðrétt: 1 viðurkenna 2 nafn
3 upphrópun 4 skipstjóra 5
gabb 6 greinahöfundur 10 fugl
13 karlnafn 15 að auki 16
enska 17 dúr 19 ending
Lausn á nr. 461
Lárétt: 1 málar 4 te 5 ef 7
ata 9 orf 10 lak 11 ill 13 lá
15 er 16 tófan
Lóðrétt: 1 me 2 Lot 3 RE 4
troll 6 Eá.kur 7 afi 8 all 12
lof 14 át 15 en
<S>
HafnarfjörSur
Unglingur eða roskinn maour óskast til
blaðburðar í Hafnarfirði
&
Ö
Bým íá ókeypis
Opiiar
G5. þúsundasfi
gesturinn kemur í Tívolí í
dag, og fær að verðlaunum Verðlaun veitt fyrir beztan
farseðil til Kaupmannahafn- árangur í skothæfni. — Bíl-
ar og til baka aftur. ferðir verða frá Búnaðarfé-
Skemmtiatriði verða á leik- lagshúsinu.
sviðinu. — Gjafapökkum Nú skemmta allir sér í Tívolí
útbýtt til barnanna. í dag. Munið ókeypis aðgang-
ur fyrir börn.
TÍV0LS
Þegar riddararnir riðu framh.já húsi
Katalínu, hljóp hún til í æði og greip
nm beizlistaumana á hesti fölleita aðals-
mannsins. Og hún hrópaði í trylltri
gleði:
Hans, elskkugi minn, ég vissi að bú
mundir koma aftur klæddur í skart-
klæði. Færirðu mér hina 700 dúkata?
Hversu fagur ert .þú ekki í sólinni?
Yfiramtmaðurinn stöðvaði flokkinn, en
fölleiti aðalsmaðurinn sagði: — Hvað
vill þessi konubjálfi mér? En Katalína
hélt stöðugt í beizlið á hesti hans.
— Farðu ekki burt á ný, lcveinaði hún.
Ég hef grátið mikið þín vegna. Ástkæri
unnusti minn og langþráði vinur! Barn-
ið er hér. . . . Og hún benti á Nélu.
Sunnudagur 12. september 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (3
HANN fór fyrst í vegaviimu
fyrir 55 árum, þegar Sig-
urður Thoroddsen, landsverk-
fræ3ingur, liafði með hönd-
um yfirstjóm vegamálanna
hér á landi. Síðan hefur Iiann
unnið hjá Vegagerð ríkissjóðs,
fyrst við lagningu vega og
viðhald víðsvegar á Suður-
landi en síðustu árin í á-
haldahúsi vegagerðanna hér í
bænum. Og emi fer hann til
vinnu sinnar á hverjum
morgni klukkan tæplega sjö.
— Þessi maðúr er Vilbogi
Pétursson og hann verður 85
ára á morgun.
------------------ ★
Fréttamaður Þjóðviljans leit
inn til Vilboga á heimili
hans Þórsgötu 22A í fyrradag
og rabbaði við hann nokkra
stund.
Hann er fæddur hinn 13.
september 1869 að Hóishúsum
í Gaulverjabæjarhreppi í Ár-
nessýslu, en þar bjuggu for-
eldrar hans, Pétur Þórðarson
og Guðlaug Bjarnadóttir,
lengi. Vilbogi ólst upp hjá
foreldrum sínum og dvaldist
að mestu í heimahúsum fram
til ársins 1906, er hann flutt-
ist búferlum til Reykjavíkur.
— Hvað viltu segja frá
æsku þinni?
— Frá uppvaxtarárum mín-
um minnist ég einkum harð-
ærisins og kuldanna, segir Vil-
bogi. Einn veturinn voru til
dæmis nær stöðugir byljir í
vikutíma og tvo sólarhringa
slotaði ekki hríðinni. Gadd-
urinn var oft mikill. Ár botn-
frusu og á kvöldin á útmán-
uðum m átti stundum heyra
brak og bresti heim að bæ,
er árnar voru að ryðja sig og
ísinn sprakk. frá botninum,
Og þessi 'kuldátíð stóð lengi,’
ég held megin hlutann af upp-
vaxtarárum mínum; Ég er oft
hissa á því þegar fólk hér er
að tala um kulda nú á dög-
um, er aldrei kemur gaddur,
sem orð er á gerandi.
— Aðbúðin?
.— Fátæktin var mikil eins
og víða á þessum tímum. Upp-
hitun var engin og á vet-
urna vann fólkið við týrur
ffá grútarlömpum, síðar komu
olíulamparnir, 10 línu brennar-
ar. Ég vann mikið við vefnað
allt frá 17 ára aldri fram til
ársins 1908 og var eftirsótt-
ur vefari í sýslunni. Tvo vet-
ur, eftir að ég flpttist til
Reykjavíkur, fór ég austur
í sveitir til að vefa þar á
bæjunum, enda var þá enga
vinnu að fá hér. Ég fór aust-
ur eftir jólin og var þar fram
undir að vertíðin hófst.
— Hvenær fórstu fyrst í
vegavinnu ?
—- Ég byrjaði í vegavinn-
unni sumarið 1899 austur hjá
Rauðalæk í Holtum í Rang-
árvallasýslu. Þá var verið að
lagfæra Holtaveginn í Tyrsta
einn eftir að hann var lagð-
ur. Ég varð síðbúnari en fé-
lagar mínir og kom ekki aust-
ur fyrr en þeir voru gengnir
til náða. Þar sem mér þótti
of snemmt að hátta strax, gaf
ég mig á tal við verkstjór-
ann, Tómas Petersen. Sagði
hann mér þá að ég skyldi
velja mér eitthvert tjaldið til
að sofa í, nóg væri plássið.
Rölti ég nú á milli tjaldanna
og vildu allir ólmir fá mig,
þár sem ég var sá eini þeirra,
er hafði úr. — Um leið og
Vilbogi segir þetta dregur
, hann upp vasaúr og bætir við:
Þetta úr er búið að duga mér
Byrjaði að vmna hjá Vegagerðinni
sumarið 1899 og virinur fjar enn
Rætt við Vilboga Pétursson verkámann,
sem á 85 ára afmæli á morgun
vel og ég nota það enn. Ég
fékk það hjá Gísla nokkrum
Eyjólfssyni og var þá fanga-
markið hans letrað á það, á-
samt ártalinu 1891 og djúp-
grafinni rós. Þetta er eitt af
Eyrarbakkaúrunum svoköll-
uðu.
— Hvernig var vinnudagur-
inn hjá ykkur?
og kaffið eitur. Ég fékk til
dæmis snert af magasári og
hef aldrei náð rnér til fulls
af því.
— Kaupið ?
—- Kaupið þætti sjáifsagt
nokkuð lágt nú til dags, þvi
að fyrsta daginn var maður
að vinna sér fyrir skóflunni,
en hana þurfti maður að
leggja til. Dagkaupið var þá
vinnu hér sunnanlands, allt
frá Reykjayúk austur í Rang-
árvallasýslu, og alltaf hjá
sama verkstjóranum, Tómasi
Petersen. Vann ég einkum við
viðhald á vegunum en einnig
við nýlagningu.
Fyrir 12 árum hætti ég svo
sjálfri vegavinnunni og fékk
starf í áhaldahúsi vegagerð-
anna hér í bænum. Þar hef
. ég unnið síðan og mæti dag-
lega um sjö leytið til vinn-
unnar.
— Hvað gerðirðu yfir vetr-
armánuðina ?
— Þegar ég kom heim úr
vegavinnunni á haustin fór ég
að skarka hér á eyrinni, því
að enga vinnu var að hafa hjá
Vegagerðinni á vetrum fram-
an af, ekki fyrr en ryðja
þurfti snjó af fjailavegunum
hér sunnanlands vegna bíla-
samgangnanna. Það var ekki
eftirsólmarverð vinna, því að
snjónum var mokað með
skóflum og skaflarnir voru
oft þriggja metra háir. Maður
sá eklcert eftir þeirri vinnu,
ef nokkur leið var að fá ann-
að að gera.
— Finnst þiér ekki margt
hafa breytzt síðan þú fórst
fyrst í vegavinnuna?
— Jú, það hafa orðið gíf-
urlegar bréytingar. Marini brá
við, þegar farið var að nota
bílana fyrst við vegagerðina,
en fyrsti vöruhíllinni var ein-
mitt notaður í vinnuflokki
þeim, sem ég var í. Það var
Ford-bíll. Síðan komu eins
og allir þekkja ýtur og á-
mokstursvélar. — Eiginlega
finnst mér engin vegavinna
vera lengur til á móts við það,
sem áður Var. Nú er vegar-
stæðunum ýtt upp með stór-
virkum vélum og ekkert hugs-
að um að snyrta kantana, sem
áður voru hlaðnir annað hvort
úr grjóti eða snyddu. Og þá
var ekki höndum kastað til
hleðslunnar, alltaf hlaðið eftir
linu.
— Segðu nú eitthvað frá
eyrarvinnunni ?
—- Eins og ég sagði áður,
fór ég að skarka á eyrinni
strax og ég kom heim úr
vegavinnu lauk á haustin. Þá
var vinnan þar aðallega við
uppskipun og útskipun á kol-
um .og salti. Við uppskipun-
ina voru kolin eða saltið borið’’
í pokum neðan af bryggju-
sporði, þar sem uppskipunar-
bátarnir komu að, og upp í
byng, og þessa vinnu stund-
aði kvenfólk engu síður en
karlar. Skipin lágu þá út á
ytri höfninni en bátarnir
fluttu varninginn til lands.
Maður var oft illa verkað-
ur eftir að hafa unnið fyrri
hluta dags í salti og seinni
partinn í kolum. En menn
þóttust heppnir að fá þessa
vinnu þá og voru öllu mis-
jöfnu fegnir. Eyrarvinnan var
oft stopul og marga dagana
gekk maður niður að höfninni
án þess að fá handtak að
gera, því að ekki þorði maður
að vera heima, ef togarar eða
önnur skip skyldu koma og
einhver vinna kynni að falla
þar til. Þegar vinna var, var
unnið eins og í veginum frá
kl. 6 að morgni til 6 að
kvöldi. Stundum var unnið
lengur, ef ljúka þurfti við að
kola skip, en þá var ekkert
eftirvinnu- eða næturvinnu-
kaujD greitt, það þekktist ekki.
Þetta breýttist síðan smárii
saman líkt og í vegavinnúnni.
★ Iís-
Þegar fréttamaðurinn hafði
rabbáð við Vilboga Péturs-
son góða stund og þegið kaffi,
spurði hann þennan erna
verkamann, sem unnið hefur
undir yfirstjórn Siurðar Thor-
oddsens landsverkfræðings,
Jóns Þorlákssonar og nú síð-
ast Geirs Zoega vegamála-
stjóra, hvort hann hefði ekki
hugsað sér að setjast í helg-
an stein. — Nei, svarar Vil-
bogi, mér finnst að skrokk-
urinn sé fullgóður í þetta á
meðan hann endist.
Vilhogi Pétursson
Myndina tók Sigurður Guðmundsson við áhaldahús
Vegagerðarinnar í fyrradag
— Við byrjuðum að vinna
kl. 6 á morgnana og unnum
síðan til 6 á daginn með mat-
arhléum milli kl. 9 og 10 og
2 og 3. Kaffihlé voru hins
vegar engin. Ég hafði verið
kosinn vaktformaður 3 eða 4
dögum eftir að ég byrjaði í
vinnunni, þar sem ég var með
klukku. Varð ég þá að halda
vaktina og veltja mannskap-
inn, þegar vinna skyldi hefj-
ast á morgnana. Fór ég á fæt-
ur klukkan hálf sex og hafði
kaffi tilbúið, þegar hinir kornu
á stjá.
I þessum vinnuflokki vor-
um við nær 30, þegar með eru
taldir „kúskarnir11, hesta-
drengirnir. Voru 6 saman í
tjaldi og legið í flatsængum á
jörðinni, því að rúmstæði tíðk-
uðust þá ekki. Flestir vorum
við úr Reykjavík, en nokkrir
drengjanna frá Stokkseyri. Af
þeim, sem ég vann með þarna
fyrst, telst mér til að fimm
séu enn á lífi.
Við höfðum állir skrínukost
og átum mest rúgbrauð, mag-
arín og skonrok og drukkum
kaffi. Þetta var slæmt matar-
æði til lengdar og rúgbrauðið
2 krónur og 50 aurar og verð
á einni síkóflu hið sama.
Verkstjórar munu hafa liaft
nokkru hærra kaup en við
liinir.
— Hvernig var vinnan?
— Þetta var erfið vinna.
Mokað var úr allt að 4 mann-
hæða djúpum gryfjum á hest-
vagna. Svo harður var jarð-
vegurinn að við unnum ekki
á honum með venjulegum liök-
um, heldur urðum við að reka
niður ‘Janga járnfleina og
ryðja stálinu fram með þeim.
Síðan varð að mylja stykkin,
sem niður féllu.
Ég var óvanur allri svona
vinnu þegar ég byrjaði í veg-
inum, og kunni ekki einu
sinni að halda á..haka, vissi að
vísu að ég átti að lialda um
skaftið en ekki liausinn en
kunni ekki að láta h&kann
renna í héndinni. Ég bólgnaði
því um úlnliði og á hand-
leggjum og varð að leggja
hakann og skóihma fra mér í
noklcra da.ga á meðan þetta
var að lagast.
— Varstu lengi í vegavinnu
á þessum slóðum?
— Ég var alla tíð í vega-
,--------------—— -----------------—-——
RÍKISÚTV ARPIÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN
Tónleikar
í Þjóðleikhúsinu, þriðjudaginn 14. sept 1954
klukkan 7 síðdegis.
EFNISSKRÁ:
F. Snaeðaaa:
Forleikur að óperunni „Selda brúðurin“
' 1L Dvos&fe:
Konsert fyrir hnéfiðlu og hljómsveit í h-moll, óp 104
I. Leifs:
Fjögur íslenzk rímnadanslög
S. i&chmanmov:
2. konsert fyrir píanó og hljómsveit
í c-moll, óp. 18.
Stjórnandi: Ðí. V. Uibancic
Einleikarar: M. Rostrcpovitsj og T. Grúséva
Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu, sala hefst mánudag
klukkan 1 síðdegis