Þjóðviljinn - 12.09.1954, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.09.1954, Síða 7
Sunnudagur 12. september 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (7 NGIN grein lista býr y£- ir eins hreinni og skýrri jfegurð og ballettinn, leikdansinn, og hefur eignazt marga og trygga vini á landi hér á síðustu árum, þó raun- ar hafi heill leikdans ekki enn verið sýndur á íslenzku sviði; en ófáir listamenn eriendir hafa hingað komið og flutt atrici ur leikdönsum, gömluni og nýjum. Enn eru staddir hér ágætir fulltrúar liinnar göfugu, sígildu listar, Irína Tikhomírnova og Gennadi Le- djakk frá Leikhúsinu rnikla í Móskvu, en í Rússlandi héfur háborg leikdansins staðið í heila öld og þó betur eins og aiiir vita, þangað er horft af öðrum þjóðum og fyrirmynda leitað, enginn dansfrömuður ■ þykir maður með mönrmm sem ekki hefur numið í hin- um fullkomna og stranga rússneska skóla. — Sýning hinna ágætu gesta á þriðju- daginn var vakti óvenjumikla hrifningu og óskipta og ein- læga gleði allra er sáu — Þjóðleikhúsið var meira en fullskipað, lófaklappinu æti- aði aldrei að linna og blóm- um rigndi yfir listamennina, þau urðu að endurtaka suma dansana og sýna aukadans að lokum. Næsta sýning þeirra er í kvöld. Prábær tækni dansendanna birtist þegar í fyrsta viðfangs- efni kvöldsins, adagio eða hægum tvídansi úr „Svana- vatninu“, leikdansinum fræga sem dansskáldin Maríus Pep- ita og Lev ívanoff sömdu forðum við tóna Tsjækovskís, og mun allra leikdansa vin- sælastur í Sovétríkjunum enn í dag. — Tvídans þessi lieimt- ar mikið af dansendunum, al- gert öryggi og jáfnvægi og innfjáiga túlkun, en hér var sigur unninn á öllum vanda og fullkomnun náð. Hámarki náði hrifning áhorf- enda í næsta atriði, „Svanin- um deyjandi", hinum marg- fræga eindansi sem snilling- urinn Fokín samdi árið 1907 a vegum J/e IRÍNA TIKHGMÍRNOVA og GENNADÍ LEDJAKK handa Önnu Pavlóvu og er tengdur nafni hinnar óvið- jáfnanlegu listakonu æ síðan. Irína Tikhomírnova dansaði „Svaninn deyjandi“ af þvílíkri snilli að sumum mun hafa vöknáð um augu, svo undur- fagrar voru hreyfingar ama og handa, svo innileg list hennar og ljóðræn viðkvæmni; seint munum við gleyma þeirri stund er við sáum hið fræga verk í fyrsta sinn á ís- lenzku sviði. Glæsileikf, fjör og þróttur einkenndu næsta atriði, tví- dans úr óperunni „Faust“ eft- ir Gounod, þar nutu sín eigi sízt ótvíræðar dramatískar gáfur hinna ágætu lista- manna. Þá dönsuðu þau Irína Tikhomírnova og Gennádí Le- djakk ,.pas de deux“ úr leik- dansinum „Don Quixote“ sem Pepita samdi endur fyrir löngu við' tónlist eftir Mincus, en það var einmitt Pepita sern'?’ gaf tvídansinum sígilda hið þrískipta form sem hann hef- ur enn í dag og þarna birtist stílhreint og fagurt. Síðari hluti leikskrárinnar var helgaður rússneskum verkum síðari ára og eru að vonum ekki jafnþekkt utan Sovétríkj- anna, en brot þessi nægja til þess að sýna að sovétþjóðirn- ar hafa ekki aðeins varðveitt dýran og helgan arf fyrri tíma og lyft til æ hærri full- komnunar og þroska, heldur skapa sífellt ný verk og glæsi- leg, en hin mörgu og ágætu tónskáld þeirra eru leikdans-- inum að sjálfsögðu hinn mesti styrkur. Atriðið úr „Ösku- busku“ Prokofjevs frá 1945 er mjög hugþekkt og skáld- legt og ölluiji Islendingum auðskilið, en snjöll ævintýri eru ágætlega til þess fallin að mynda uppistöðu 1 leik- dönsum. Gennadí Ledjakk sýndi eindans úr „Taras Bul- ba“, nýlegum sovétleikdansi og er efnið sótt til Gogols; en atriði þetta sem sýnilega á ætt sína að rekja til rúss- neskra þjóðdansa vakti svo ákafan og almennan fögnuð áhorfenda að listamaðurinn varð að endurtaka dansinn. Síðustu dansarnir, „Melódía" eftir Gluck og Vals eftir Mosskovskí voru ef til vill ný- stárlegastir í okkar augum en vöktu auðsæa aðdáun, enda birtist þar fjör og giettni og upprunalegur þróttur dans- endanna í sinni skírustu mynd. Ágætir listamenn íslenzkir skemmtu milli atriða, Gísli Magnússon, hinn ungi og snjalli píanóleikari, Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari og Guðrún Á. Símonar söngkona, og hlutu öll mikið lófaklapp að launum og mjög að verð- leikum. Undirleik annaðist rússneski píanóleikarinn Abr- Framhald á 8. síðu. A Um EÆKUR og annáö * Lundkvist ritar um íslandsferð í MT. Sænska skáldið Artur Lund- kvist, sem dvaldist hér á landi í sumar, skrifaði eftir heimkomuna fjórar greinar um ferð sína í málgagn sænskra sósíaldemokrata Morgon-Tidn- ingen. Allar eru greinarnar frá- bærlega vel skrifaðar og bera með sér að höfundurinn er athugull og víðförull ferða- langur, sem kann að skyggn- ast undir yfirborð hlutanna. Nokkrar missagnir eru í grein- unum, og þarf enginn að furða sig á því, en þær eru fáar og skipta ekki máli, hins vegar hefur Lundkvist komið auga á margt, sem fæstir sjá og við heimamenn kannski sízt allra. í fyrstu greininni — Bréf frá íslandi, lýsir hann þeim áhrif- um, sem hann varð fyrir af íslenzkri náttúrufegurð, jöklum og hraunum, hrikalegum auðn- um og grænu grasi, sem er „grænna en nokkurs annars staðar“. Og hann lýsir Reykja- vík, borg andstæðna, þar sem mætast gömul fátækt og ný auðlegð, fornt menningarsetur, sem nú hefur fengið á sig svip landnemabæjanna í hinu villta vestri og sovézku Sí- beríu. íslendingar mótast af áhrifum bæði að vestan, aust- an og sunnan, en rætur þjóð- arinnar liggja djúpt í sögunni, í aldalangri baráttu fyrir til- verunni á þessari íshafseyju. Lundkvist fer á Þingvöll, kemur við í Hveragerði og heimsækir Keflavík, hina „alræmdu Keflavík, verstöð- ina sem nú er orðin ame- rísk atómstöð". Lundkvist þyk- ir Bandaríkjamenn hafa ver- ið heppnir í staðarvalinu, þessi óhugnanlega lífvana auðn, sem - Artur Lundkvist er likust því að ógnir kjarn- orkustríðsins hafi þegar dunið yfir. Og hér hafast Bandaríkja- menn við ásamt fjölskyldum sínum einangraðir frá öllum öðrum en gleðikonum og stjórnmálamönnum, tveirri hóp- um manna sem sumir gera engan greinarmun á. Fyrir ts- lendinga hlýtur dvöl Banda- ríkjamanna í Keflavík að vera undarleg öryggisráðstöfun, segir Lundkvist: Hún er örugg- asta leiðin til að gera ísland að skotmarki fyrir kjarnorku- sprengjur, ef styrjöld skellur á. ^nnur grein Lundkvists seg- ir frá ferð um Norður- land. t-Iann lýsir íslenzkum búskaparháttum og kemur margt spænskt fyrir sjónir. Þriðja greinin heitir Séníin í Reykjavík — og segir þar frá ýmsum nafntoguðum og ó- nafngreindum mönnum. „Hann var svo gáfaður, að hann fór aldrei fram úr rúminu"; þetta þykir Lundkvist lýsa vel ís- lenzku viðhorfi til gáfumanna. Það er alltof algeng skoðun á íslandi, segir hann, að leggja að jöfnu gáfur og sérvizku, snilld og ófarir á vettvangi lífsins. Halldór Kiljan Laxness er undantekningin og hann ætti að vera lýsandi fordæmi fyrir aðra andans raenn ís- lenzka; honum rriá líkja við tré sem getur teygt lim sitt hátt af því að rætur þess liggja djúpt í jörðu. En íáir virðast vilja eða vera þess megnugir að fylgja honum e?t- ir. ¥ undkvist segir í þessari .C_i grein frá nokkrum íslenzk- um rithöfundum og listamönn- um, og þá fyrst frá Þórbergi Þórðarsyni. „Hann er furðuleg blanda af byltingarsinna og dulspekingi, esperantista og Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.