Þjóðviljinn - 21.09.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.09.1954, Blaðsíða 4
ifmiunvmjbq. — lauœajqðB .xu ttirg.sbu[ðnc 4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. september 1954 - SIG. JÚL. JÓHANNESSON: EINAR S>VER Hann kom á Lögberg þegar þing var sett, hann Þórarinn — um landið barst sú frétt. Það allir vissu að hann kveðju bar frá Ólafi kóngi —- fæstir hver hún var. En hún var svona: „Skilji þjóðin þín að það er kveðja bæði Guðs og mín, j ' er heim þú flytur öllum landsins lýð, með lögum — hvorki kúgun eða stríð. Eg vænti liðs hins mikla, ríka manns frá Möðruvöllum. — Eftir ráðum hans það hef eg spurt, að breyti lýður lands og leiðist eftir sporum höfðingjans“. Með kveðju Guðs og konungs Guðmundur reis klökkur; steig á pallinn orðhvatur. Hann fylgdi í máli þessu Þórarni með þungum orðum, hlyntur konungi: Og Grímsey — þetta gæðasnauða sker, sem gagnar ekki neinum hvort sem er: við látum það, og skárri skerin hin að skaðlausu — með konunginn að vin“. Eln einliver sagði: „Dauft er þetta þing, ef þar ei heyrum Einar Þveræing: Því einkar fróður hann er hér og þar, og hann er líka bróðir Guðmundar.“ Hann Þveræingur þá á fætur stóð og þingheim allan bað um stundar hljóð: Þó kóngurinn sé góður —• sé það satt — þá sýnist mér við greiðum engum skatt. Því þó við ættum engilstjórn í dag, þá yrði á morgun kannske breytt um lag. Að því er snertir þetta eyði sker. má þangað flytja’ og ala stóran lier. „Eg ræð hér engu meiru en aðrir menn: — — En margir gefa ráðin tvenn og þrenn. Hér væri þögn að missa manndóm sinn og móðga bæði Guð og konunginn. Nú varðar allan þingheim þetta mál — já, þjóðina með hjarta, líf og sál. Nú gagnar engin hálfvelgja né hik, því hér er kannske teflt um augnablik." Hann þagnaði, og þingið studdi alt með þögninni — fanst talað rétt og snjallt. Og nú var enginn lengur beggja blands, — þeir beygðust allir fyrir 'ræðú hans: „Já, kjarngóð ræða, kröftug: Heyr! heyriheyr! Hvað kóngurin er góður!“ sögðu þeir: „Hann heimtar hvorki gull né grænan skóg, en góðvild fólksins — það er honum nóg. Nú varðar allan þingheim þetta mál, já, þjóðina með hjarta, líf og sál.“ — Og nú var enginn lengur beggja blands, en blessað sérhvert orð á vörum hans: „Við teljumst þó með öllu ráði enn, og ekki neinum háðir,“ sögðu menn. En ef að kæmi hingað æfður her þá hyrfi alt, sem bezt og göfgast er. Hann Einar hefur okkur ráðið heilt, og um það skal ei lengi rætt né deilt, að kónginum við gefum enga ey, í einu hljóði segjum margfalt nei. Á báðar hliðar, heil og lærdómsrík er hérna saga úr ok.kar pólitík: Ef slysast skyldi Þórarinn á þing, á þjóðin altaf nýjan Þveræing. (Úr Heimskringlu 30. júní 1954). Friðrik, Ingi og allir Guðmundarnir — Gömul saga um skákkeppni — „Fallega spillir írillan skollans öllu" HUGUR margra dvelur þessa dagana úti í Hollandi, þar sem Friðrik, Ingi og allir Guð- mundarnir standa í ströngu. Allir bíða með eftirvæntingu eftir hinum daglegu fréttum, jafnvel þeir sem aldrei hafa kunnað mannganginn, því að Guðmundur Arnlaugsson hef- ur með pistlum sínum tekizt að vekja áhuga allra fyrir mótinu í Amsterdam. Og öll vonum við að strákarnir okk- ar spjari sig í glímunni við aila þessa stórmeistara og ef hiýjar óskir hafa eitthvað að segja, þá er þeim borgið. En aldrei hefði ég trúað því að skák gæti verið svona spenii- andi. Hingað til hef ég hald- ið að tveir menn við taflborð væru það rólegasta í lieimi, þeir geta setið lon og don með spekingssvip rétt eins og þeir væru að hugsa um eitt- hvað merkilegt en gera þó aldrei annað að loknum vanga- veltunum en færa til mann. En svo kemur það á daginn að skákkeppni er svo skelfilegt taugastríð að jafnvel róleg- ustu menn geta misst jaín- vægið og leikið af sér. OG MAÐUR fer að rifja upp allt það kynlega sem maður hefur heyrt og lesið um skák. Sagan Manntafl eftir Zweig lýsir því hverjum tökum skák- jn getur náð á mannskepnunni. Og fyrir löngu heyrði ég æva- gamia sögu um gamlan skák- snilling sem átti eina dóttur barna, hinn mesta kvenkost. Karl hafði látið það boð út ganga að hver sá sem gæti mátað hann í skák skyldi hreppa dóttur hans fyrir konu en týna lífinu ella. Og vegna þess hvílíkur forláta kven- maður dóttirin var freistuð- ust margir til að tefla við karl, en hann bar ævinlega sigur úr býtum og ungu menn irnir urðu höfðinu styttri. En svo bar það við einn góðan veðurdag að ungur maður kom til að freista gæfunnar. En þessi ungi maður var svo mikið glæsimenni að hið harða hjarta dótturinnar bráðnaði og hún mátti ekki til þess hugsa að hann tapaði skák- inni, því að þarna var loks kominn maður sem hana lang- aði til að eiga. Svo hófst skák- in og allt gekk rólega fyrir sig fyrst í stað. En dóttirin sem var sömuleiðis mikill skák snillingur eygði allt í einu gildru sem karl faðir hennar var að leggja fyrir unga mann- inn, og til þess að hjálpa hon- um fór hún með eftirfarandi vísu: Fallega spiliir frillan skoll- ans öllu frúin sú er þú ert nú að snúa. Heiman laumast hrumur úr slæmu skrumi, hrók óklókan krókótt tók úr flóka. Riddarinn studdur leiðar lydd ur hræðist, reiður veður með ógeði að peði. Biskupsháskinn blöskraði nískum húska í bekkinn gekk svo kvekkinn þekkir ekki. UNGI maðurinn áttaði sig sam- stundis á því að hann ætlaði að fara að leika af sér, brá við skjótt og svo fóru leikar að hann mátaði karl, fékk dótt- urina fyrir konu og þau lifðu saman sæl og ánægð til ævi- loka. En nú er eftir að vita vita hvort skákmenn dagsins í dag geta lesið eitthvað af viti út úr þessari furðulegu vísu, sem getur jafnvel verið orðin eitthvað brengluð í með- förunum. átvSanuSeysi i USA Framhald af 1. síðu 35 stunda vinnuviku í stað 42 stunda nú. Sjálfvirkum vélum og vélasamstæðum fjölgar sí- fellt í iðnaðinum og eins og nú er háttað verða þessar tækniframfarir til þess að fyrir- tækin geta fækkað starfsfólki. Stjórn AFL bendir á að leiðin til þess að tryggja að tækni- framfarirnar bæti hag verka- manna en ekki atvinnurekenda einna sé almenn stytting vinnu- tímans með óskertu kaupi. Siúdentaíimáunim Framhald af 1. síðu. , á Laxness fyrir afstöðu hans til ungu skáldanna. Að lokinni ræðu hans talaði Þorsteinn Thorarensen og var þá liðið mjög að lokum fund- artíma. Síðastur átti- Laxness sjálfur að tala. Frá Fegrunaríélagi Reykjavíkur: Leiðbeiningar um hauststörf í skrúðgörðum I. grein: Geymsla á hnúðrótum Skáblað (Begoníur). Þegar eftir að frost hafa tortímt blómskrúði Skáblaðs- ins, brjótum við ofan af því við neðsta blað og tökum hnýðið upp úr moldinni, hrist- um .af því jarðveginn og þurrkum með svipuðum hætti og kartöflur. Síðan komum við því fyrir í kassa og geym- um í þurrum sandi, þar sem hvorki frost né raki nær til hans. I apríl tökum við svo hnýðin úr kassanum og setjum þau 1 4 tommu jurtapotta, í mjóg létta mold (t.d. ágætt að blanda góðri garðmold móti y3 hluta af muldu hrossataði °g %» hluta smáum hefil- spónum). Gæta verður þess að hnýðin hafi ávallt nægan raka. Vatnið verður helzt að hafa staðið nokkra stund, áð- ur en vökvað er. Strax og tíð leyfir, flytjum við svo pottana út undir vegg á daginn til þess að herða plönturnar, og þegar öruggt má teljast að vorfrost komi ekki meir, þá tökum við Skáblaðið úr pott- unum og gróðursetjum það í garðinum. Glitfífill (Dahlíur). Strax eftir fyrstu nætur- frost er nauðsynlegt að skera ofan af rótinni og leggja eitt- hvert skjól yfir rótarhnúðinn, sem við látum óhreyfðan í moldinn í 1-2 vikur, en þá tök- um við hann upp og þurrkum. Þegar rótarhnýðið hefur náð að þorna, hristum við af því moldina (en myljum ekki með höndunum) og geymum það í kassa með þurri mold (helzt torfmold). Kassinn geymist á köldum raltalausum stað, þar sem frost nær ekki til. Um ræktun Glitfífils gilda svipað- ar reglur og um Skáblaðið. Maríusóley (Anemonur). Maríusóley getur lifað úti árum saman, ef hún fær milda vetur og er varin með ein- hverju skjóli. Bezt er að breiða yfir hana moð og leggja þar á ofan þykkar tún- þökur og láta grassvörðinn snúa upp, en með því fæst meiri einangrun. Nauðsynlegt er þó að taka hnýðin upp ann- að eða þriðja hvert ár og kljúfa rótarhnúðana hvorn frá öðrum, og er bezt að leggja þá strax aftur í mold- ina með hæfilegu millibili (sem má vera 10-15 cm) og í 5-8 cm dýpt. Einnig má taka hnýðin upp og setja þau strax í vel þurra mold og geyma síðan á þurrum en köldum stað. Sé þetta gert verður að setja hnýðin niður að vorlagi, svo fljótt sem mögulegt er. Asíusóley (Ranunculus). Rótarhnýðið er það lítið að erfitt mun reynast að verja það fyrir ofþomun í geymslu inrianhúss og því mun hyggi- legast að búa um það úti á váxtarstað, eins og bezt má verða. Hnýðin eru gróðursett grynnra en nokkur önnur rót- arhnýði eða í 3-4 cm dýpt. Það getur því verið nauðsyn- legt að hylja beðin sem þau eru í, með sandi, svo að hol- klaki hafi sem minnst áhrif á stöðu þeirra í moldinni, nota að öðru leyti svipaðan aðbún- að við Asíusóleyjuna og við Maríusóley. Frekari upplýsingar um meðferð og notkun hnúðróta má fá í: Garðagróður, eftir Ingólf Davíðsson og Ingimar Öskars- son. Blomsterlög og Blomsterk- nolde, eftir Tönnes Bacher. Fagstof for Fagfolk, útg. af J. E. Ohlsens Enke. Blomsterdyrkning, eftir: Hother Paludan. Næsta grein f jallar um með- ferð á ágræddum rósum og alparósum. Hafliði Jónsson. Sjómenn lá ÍMI% kaMpIiækkisit Framhald af 1. síðu. peninga. Fæðispeningar í hafn- arfríum hækka úr kr. 15.00 í kr. 18.00 á dag, auk verðiags- uppbótar. Áður voru hafnarfrí- in ákveðin aðeins einn sólar- hringur að lokinni hverri veiði- ferð sem að jafnaði gerði 1—3 daga í mánuði. Félagar í sjómannafélögunum sem standa að samningnum hafa nú forgangsrétt til skips- rúma á togurunum hvert á sínum stað. Forgangsréttinn höfðu áður öll félögin nema Sjómannafélag Reykjavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Hinn nýi samningur gildir frá undirskriftardegi til 1. júní 1955 og er uppsegjari- legur með eins mánaðar fyrir- ’vara, en framlengist í 3 mán- uði í senn sé honum ekki sagt upp af öðrum hvorum aðila. Samninganefnd sjómannafé- laganna skipuðu: Tryggvi Helgason, Akureyri; Gunnar Jóhannsson, Siglufirði; Jón Sigurðsson, Reykjavík; Sigfús Bjarnason, Reykjavík; Ililmar Jónsson, Reykjavík; Magnús Guðmundsson, Reíykjavik og Pétur Óskarsson, Hafnarfirði. I samninganefnd útgerðarmanna áttu sæti; Hafsteinn Berg- þórsson, Reykjavík; Aðalsteinn Pálsson, Reykjavík; Guðmund- ur Guðmundsson, Akure.yri; Ásberg Sigurðsson, ísafirði; Ólafur Tr. Einarsson, Hafnar- firði og Loptur Einarsson, Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.