Þjóðviljinn - 21.09.1954, Síða 6
•/lKOdlVOölW tfi«i r-’iri&bvibtvl
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. september 1954 ---
• *• .’- ií,- :Jí; ' . ií:Iek,- v
jSIOOVlUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnós Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jóii Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
i Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
' Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
! 19. — Sími 7500 (3 línur).
! Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
! annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið.
I Prentsmiðja Þjóðviijans h.f.
--------------------------------------------------<$>
Miskeppnað vörn MorgunbEaðsins
Moi'gunblaöiö gerir veikburða tilraun í Reykjavlíkur-
bréíi sínu á sunnudaginn til aö verja afglöp Bjarna Bene-
diktssonar og pólitískt ofstæki í embættisveitingum. En
sem kunnugt er hafa embættisveitingar Bjarna boriö svo
sterk einkenni hlutdrægni og ofbeldis aö jafnvel Morgun-
Dlaðið hefur fariö hægt í sakirnar í vörninni. Nú síðast
hefur ráöherrann veitt tvær skólastjórastööur, á Akranesi
og í Hafnarfirði, og farizt það með slíkum endemum að
fátítt má telja. Hafa báöar veitingarnar vakiö almenna
hneykslun og ráðherrann orðið fyrir svo rökstuddri gagn-
rýni aö Morgunblaðið telur ekki annaö fært en koma hon-
um til aöstoðar.
Vörn Morgunblaösins er þó með þeim hætti að hún er
vafasamur stuöningur við ráðherrann. Helzt reynir blað-
ió aö verja valiö í skólastjórastöðurnar með því aö Sjálf-
stæöisflokkurinn hafi verið beittur misrétti lí' aldarfjórö-
ung af þeim sem fariö hafa meö embætti menntamála-
ráöherra. Rétt eins og skipta beri skólastjórastörfum og
kennslu milli stjórnmálaflokka í ákveðnum hlutföllum!
Segir Morgunblaðið að. „hér j Reykjavík var t.d. hver
skólastjórastaöan eftir aöra veitt þvert ofan í óskir meiri-
hluta bæjarbúa og bæjarráðs. Þjóðkunnum mönnum,
eins og Elíasi Bjarnasyni og Gísla Jónassyni var haldið
frá skólastjórastöðum, meðan hinir og þessir menn, ýmist
ungir eða gamlir, misjafnlega hœfir og ólíkir um flest
nema að enginn peirra var sjálfstœðismaður, voru skipað-
ir í stöðurnar “
Þá veit almenningur það og hefur raunar ekki fariö
dult áður, aö skólastjórn manna eins og Sigurðar
Thorlacius, Ármanns Halldórssonar, Arnfinns Jónssonar,
Jóns Sigurössonar og Arngríms Kristjánssonar hefur sízt
veriö að skapi Morgunblaösins og Sjálfstæðisflokksins.
En þetta eru einmitt þeir mennirnir sem skipaöir hafa
verið skóiastjórar í Reykjavík á þvlí tímabili sem Morgun-
blaðið tilgreinir. Enda er þaö sannast mála að sumum
þessum merku skólarnönnum mætti Sjálfstæöisflokkur-
inn og blöö hans meö fullkomnum fjandskap og reyndi
á allan hátt að torvelda störf þeirra. Um hitt munu nu
alhr sammála, að allir hafi þessir menn reynst hinir far-
sælustu í starfi, enda hafa ýmsir þeirra fyrir löngu hlot-
iö viðúrkenningu sem framsýnustu og mikilhæfustu
skólamenn landsins, þótt Mbl. vandi þeim ekki kveöjurn-
ar, hvorki lífs eöa liðnum.
En fátt sýnir betur 1 hvert rökþrot Morgunblaöið
kemst þegar þaö vill bera í bætifláka fyrir sjúkiegt of-
stæki Bjarna Benediktssonar, en aö þaö skuli reyna aö
verja veitingu skólastjórastarfanna á Akranesi og í Hafn-
arfirði með þvií' aö Sjálfstæðisflokkurinn hafi þurft aö
rétta hlut sinn vegna skipunar þessara viöurkenndu
skólamanna í skólastjórastöður í Reykjavík. í þessu
sambandi á hæfnin ein aö ráðá. Og allir vita að í skóla-
stjórastöðurnar lí Reykjavík hafa valizt óumdeilanlegir
hæfileikamenn ,sem á engan hátt veröa bornir saman
við kanditata Bjarna Benediktssonar á Akranesi og í
Hafnarfiröi.
En þaö eru ekki aöeins embættisveitingar Bjarna Bene-
diktssonar á sviöi skólamálanna sem einkennast af hlut-
drægni og ofstæki. f embættisveitingum sínum á sviði
dómsmálanna liefur hann gætt þess jafn vandlega að
hlaöa undir flokksþjóna sína og pólitíska jábræður. Er
varla finnanlegt nokkurt sýslumanns eða lögreglustjóra-
embætti sem veitt hefur verið í ráöherratíö hans sem ekki
hefur fallið í hlut Heimdellinga eöa annarra sendimanna
Sjálfstæðisflokksins. ÞaÖ er því sama hvar niður er grip-
iö íí embættisveitingum þessa sálsjúka ofstækismanns.
Öll verk hans bera vott hans um djúptækt hatur á and-
stæðingunum, þeir sem ekki játa sömu pólitíska trú og
ráðherrann skulu settir utangarðs þegar valiö er í opin-
berar stöður, alveg án tillits til reynslu og hæfileika.
Opinbert veitingavald í höndum slíks manns er svo háska-
legt að þjóðin þarf aö vera á veröi og gera þær ráðstafan-
ir sem duga til þess að koma í veg fyrir áframhald rang-
sleitninnar og ofbeldisins.
Mér varð illilega á í mess-
unni, þegar ég fór að hnýta
á síðkveldasöguna „Hún og
hann“. Á söguna hlustaði ég
hvorki á mánudag né þriðju-
dag, og svo dembist niður-
lagið yfir mig á miðvikudags-
kvöldið og sannfærir mig á
svipstundu um það, að þetta
var bezta saga, listgrip voru
því meiri sem á leið, og svo
endaði hún í hárri dramatík,
sem mig.hafði ekki órað fyr-
ir að hún gæti eignast. En
þótt lestur Gests Þorgríms-
sonar færi batnandi eftir því
sem á söguna leið, þá sé ég
ástæðu til að taka vara fyr-
ir því að fara að lesa fram-
haldssögurnar með leikara-
brögðum. Sá hinn ágæti Helgi
Hjörvar hóf lestur sinn á Of-
urefli með því að hafa til-
burði til að leika sumar per-
sónurnar, einkum þó eina, og
að mínum dómi er það hans
eina yfirsjón á langri braut
lians merka sögulesturs. —
í kjölfar hennar og hans
kemur sagan Fresco eftir
Ouida, þýdd og lesin af Magn
úsi Jónssyni, prófessor. Hún
mun hafa birzt í íslenzku
tímariti fyrir allmörgum ár-
um, og þótt þú hafi ég
gleymt söguþræðinum þá man
ég, að mér þótti sagan
skemmtileg á þeirri tíð. Og
lestur prófessorsins er hressi-
legur, frásagnargleðin- leynir
sér ekki og orðið lifir og
hrærist í honum. Þetta virð-
ist alls ekki vera sami mað-
urinn og stundum flytur guðs-
orð í Útvarpið á mjög leiðin-
legan hátt.
1 vikunni komu fjórir gaml-
ir menn með erindi. Einn
þeirra, Ólafur Þorvaldsson
þingvörður, er hlustendum
kunnur fyrir ýmsar frásagn-
ir og fróðleik, er hann hef-
ur flutt hin síðari ár. Erindi
hans á þriðjudagskvöldið
voru hugleiðingar við tófta-
brot í Úthlið í Biskupstung-
um, þar sem talið er að ver-
ið hafi hof Geirs goða, sem
kemur mjög við Njálu og gr
víðar getið. — Árni Árnason
la'knir á Akranesi er útvarps-
hlustendum heldur ekki með
öllu ókunnur. Hann ræddi á
fimmtudaginn um slysavarnir,
flutti alvöruþrungið efni af
athyglisverðum alvöruþunga.
— Arngrímur Fr. Bjarnason
færði á miðvikudaginn hug-
leiðingar um íslenzka tungu
og framtíð hennar. I gegn-
um orð hans skein ást á móð-
urmálinu, og lætur hann
væntanlega þá ást ekki síð-
ur koma fram í verki og þá
greinilegast, þegar þörfin er
ríkust. Hann er einn þeirra,
sem finnur ástæðu til að
tyggja á þeirri margþvældu
tuggu, að íslenzkukennarar
skólanna vanræki með öllu
bókmenntakennslu, en töngl-
ist sí og æ á réttritunar- og
málfræðireglum. — Svona
sleggjudóma ættu þeir menn,
er tala vilja af alvöru um al-
vörumál, að leggja niður.
— Fjórði öldungurinn var
Gunnar Matthíasson og lék á
als oddi, eftirmyndin hans
föður síns, hafði verið í Vest-
urheimi frá því að hann var
innan við tvítugt, og var það
þó hvergi að heyra á mæli
hans, og því síður kenndi
gamalmennabresta í rödd
hans. Og ekki vottaði fyrir
þeirri átakanlegu angurværð,
sem er næsta einkennandi fyr-
ir Vestur-íslendinga, þegar
þeir taka til máls hér á ætt-
jörð sinni. — Endurminning-
ar Gunnars voru verulega
skemmtilegt útvarpsefni.
Á mánudagskvöldið gat ég
ekki hlustað og missti því af
Degi og vegi. Um aðra fasta
þætti vikunnar er hið bezta
að segja. Iiákon Bjarnason
tók spurningar og svör um
náttúrufræði. Sá þáttur er
undantekningarlítið mjög góð-
ur, og fáir eru þeir, sem
mér þykir betra á að lilýða en
Hákon Bjarnason. — Eg beið
með nokkurri óþreyju eftir
þættinum frá útlöndúm. Eg
gerði mér hálfgert vonir um
að fá að minnsta kosti eitt-
hvað að heyra frá blaðaum-
mælum stórveldanna um yfir-
reiðir þeirra Edens og Dull-
esar. En Jón Magnússon
hélt sér að fullu utan þeirra
slóða, en nam sér land í
dönskum stjórnmálum, sem
eru í óvenjumikilli. kreppu
stödd nú um mundir.
Eg missti hörmulega mikið
af listrænum hlutum vikunn-
Fáar þjóðir í heimi munu
hafa átt íleiri og magnaðri
drauga en íslendingar. Draugar
þessir voru af ýmsu eðli, en
þeir ráku hernaðaraðgerðir
sínar með vísindalegu sniði og
höfðu með sér einskonar At-
lantshafsbandalag.
Ein var þó sú tegund drauga
sem skar sig úr og skæðastir
þóttu, þeir sem skammta þurfti
í bæði mál, hrokaða diska.
Segja má, að eftir að rofa
fór til í þjóðlífi voru hafi þess-
ir draugar daðrast mjög, utan
þeir sem skammta þarf.
Þá drauga tók hið ráðandi
vald í þjónustu sína og taldi að
alþýðan mætti ekki missa þá
og það lýtur út fyrir að hún
trúi þessu, því aldrei er þeim
skammtað meira en nú til
dags.
Einn af þessum draugum er
vísitöludraugurinn, sá alskæð-
asti draugur sem alþýðan
skammtar nú, draugurinn sem
sogar til sín stærsta hlutann
af striti hvers vinnandi manns.
Hvernig núverandi visitala
er fundin út er svo mikið vís-
indaafrek, að ekki er trúlegt
að við komumst nokkurn tíma
lengra á því sviði.
Og þetta fullkomna í þessu
er það, að sáralítill hluti af al-
mennum nauðsynjum ganga
inn í vísitöluna og fjölmargar
alls ekkert.
Hefði núverandi vísitala ver-
ið fundin upp handa englum
himins, væri þetta allt skiljan-
legra.
En skarðið í vör Skúla er
ekki fyllt með þessu fyrirkomu-
lagi, heldur • er Hagstofan,
stjórn og fleiri máttarvöld, lát-
ar. Á laugardagskvöldið náð-
ist ekki samband við útvarps-
tæki, og þar með gekk bæði
leikrit og smásaga úr hönd-
um manns. Þegar ég hlustaði
í bezta gengi á Svefnpokann
á þriðjudaginn, þá var ég
truf’aður, svo að ég er alls-
ódómbær á þá sögu. Ævar
Kvaran tók hressilega í taug-
arnar með ÍMiklabæjar-Sól-
veigu, varð hún honum efni
í meginhlut.a hans þáttar og
sleppti hann þó bæði beina-
fundinum og heilu leikriti,
sem sá beinafundur kveikti
í einu skáldhjarta. — Erind-
ið um norsku mvndlistina var
ánægjulegt á að hlýða af vör-
um Björns Th. B.iörnssonar.
Það var vel samið og flutti
mikinn frcðleik um þiróun
myndlistar í Noregi hin síðari
ár og kynningu á listamönn-
unum. — Arnfríður Jónatans-
dóttir Ias frumort ljóð á
fimmtudaginn. Erfitt er að
dæma um ljóð, er maður
heyrir hvert af öðru. En
skáldkona þessi virðist orðhög
og Ijóðræn í bezta lagi, og
gjarnan hefði ég viljað liafa
þau ljóð fyrir mér til nánari
glöggvunar og einkum hið
lengsta kvæði, sem ég óttast
að sé nokkuð mikið gallað, en
virðist í meira lagi að við-
um.
Fréttaaukar hafa verið
márgir og góðir, fréttapistl-
arnir frá skákmótinu í Am-
esterdam og þá ekki síður frá-
sögn Hérmanns Einarssonar
af karfaleitinni við Grænland.
G. Ben.
in „sansa“ vísitöluna í hvert
skipti og hún er reiknuð út til
launagreiðslu.
í millibilsástandinu, þrjá
mánuði, má svo draugsi leysa
vind.
Það var reglulega ánægju-
legt, að sjá 1 stigs hækkun í 2
mánuði á tímabilinu síðast, en
stigið gufaði upp við útreikn-
inginn, en kom svo strax fram
í næsta mánuði.
Svona eiga kýr að vera, að
beiða um leið og þær bera.
Það væri sannarlega gaman
og rannsóknarvert, að láta ráð-
herrana lifa eftir visitölunni,
þó ekki væri nema þrjá mán-
uði.
Og ég vil hér með bjóðast
til að taka tvo af þeim í fæði
og húsnæði þennan tilskylda
tíma.
Náttúrlega fá þeir allt sam-
kvæmt vísitöluútreikningi, en
ekki gramm þar yfir, og ég er
svo heppinn að eiga fokheldan
skúr sem mun alveg passa við
húsaleiguvísitöluna.
Þegar þessi tírni er liðinn
skal ég panta blaðamenn Tím-
ans og Morgunblaðsins, svo
þeir geti túlkað fyrir þjóðinni
þessar sæluvikur.
Hvað lengi ætlar alþýðan að
ala vísitöludrauginn?
Getum við þolað það enda-
laust að öllum hækkunum sé
bætt inn daginn eftir að vísi-
talan er birt til launagreiðslu?
Menn ættu þó að vera farnir
að kannast við aðferðina með
kaffið, rafmagnið, skyrið, rjóm-
ann o. s. frv.
Okkur eru reiknaðar vísitölu-
rófur og kartöflur allt árið, þó
Framhald á 9. síðu.