Þjóðviljinn - 10.10.1954, Blaðsíða 3
Sunnudagnr 10. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Hinsvsgar ekki taSIð saiínað aS Siamt
hafi ekið bilimm m@ð ál@ngisálirilum
í s.l. viku kvað Hæstiréttur upp dóm í máli, sem á-
kæruvaldið' hafði höfðað gegn forstjóra einum hér í bæ
vegna meintrar ölvunar hans viö akstur bifreiðar. Úrslit
málsins urðu þau, að ekki þóttu fram komnar öruggar
sannanir fyrir því að forstjórinn hefði ekið bílnum með
áhrifum áfengis, en hinsvegar þótti sannað, með tilliti
til áfengismagns í blóði mannsins og framburðar lög-
reglumanna, að hann hefði vegna undanfarinnar áfeng-
isneyzlu verið haldinn slíkri þreytu eða sljóleika, að
akstur hans hefði varðað við 23. gr. 3 mgr. bifreiöalag-
anna.
Málavextir eru í stuttu máli
peir, að kl. 4.30 aðfaranótt 29.
apríl 1953 stöðvuðu lögreglu-
menn á eftirlitsferð bifreið á
Miklubraut. Fyrrgreindur for-
stjóri ók bifreið þessari, og þar
eð lögregluþjónunum virtist
hann vera undir áhrifum áfeng-
is óskuðu þeir eftir því að hann
ásamt 2 farþegum fylgdist með
þeim á lögreglustöðina. Er þang-
að kom neitaði forstjórinn því
að liann væri undir áhrifum og
var hann þá færður á Landspítal-
ann og honum tekið blóðsýnis-
horn. Sýnishornið var tekið um
klukkustundu eftir handtöku og
fundust í því reducerandi efni,
er jafngiltu 1.02 af þúsundi af
alkóhóli.
Framburður ákærða og
vitna
Fyrir dómi skýrði ákærði svo
frá að hann hafi farið til kunn-
ingja síns seint um kvöldið þenn-
an dag en ekkert vín bragðað
þar né fyrr um daginn og því
verið allsgáður og vel fyrir kall-
aður er hann ók bifreið sinni
heim á leið milli kl. 4 og 5 um
nóttina. Kunningi mannsins og
farþegar í bílnum kváðust ekki
hafa séð ákærða neyta áfengis.
Lögregluþjónar þeir sem hand-
tóku ákærða og fluttu hann á
Landsþítalann báru fyrir rétti
að sjá hefði mátt greinileg ölv-
un’aréinkenni á höniim' um liótt-
ina; hann hafi yérið rauður og
þrútinn í andliti og augun gljá-
andi, auk þess sem hann hafi
verið loðmæltur.
Héraðsdómurinn
Héraðsdómarinn taldi sannað
að forstjórinn hefði verið með
áfengisáhrifum við akstur bif-
reiðar sinnar umrætt skipti og
brotið með því 21. gr. sbr. 39.
gr. áfengislaga, 23. gr. 1. mgr.
sbr. 38. gr. bifreiðalaga og fleiri
ákvæði í lögum. Var maðurinn
dæmdur í 1000 króna sekt
(vararefsing ákveðin 10 daga
varðhald) og sviptur ökuleyfi í
6 mánuði.
Dómur Ilæstaréttar
Niðurstaða Hæstaréttar var1
þessi:
„Áfengismagn það, 1.02 af þús-
undi, sem reyndist vera í blóði
ákærða, bendir eindregið til
þess, að hann hafi neytt áfengis
nótt þá, sem í málinu greinir.
Skýrslur lögreglumanna þeirra,
sem athuguðu ákærða, eftir að
hann var stöðvaður í bílnum,
veita og líkur fyrir áfengis-
neyzlu hans á nefndum tíma,
en það dregur úr sönnunargildi
skýrslna þeirra, að f jórir til sex
mánuðir liðu frá því atburðir
urjéns
Bœða aldnrs£ozsetaf Jönindar BrynjóiíssGnar á þingsetningarfnndi''
Aldursforseti sameinaðs þings, Jörundur Brynjólfsson,
minntist á þingsetningarfundi í gær látins fyrrverandi
Alþingismanns Sigurjóns Á. Ólafssonar á þessa leiö:
Frá því er síðasta þingi sleit
á þjóðin á bak að sjá merkum
fyrrv. þingmanni, Sigurjóni Á.
Ólafssyni, sem andaðist hér í
bænum 15. apríl síðastliðinn, á
70. aldursári, og vil ég nú, áður
en þingstörf hefjast, minnast
þessa þjóðkunna manns nokkr-
um orðum.
málsins gerðust og þangað til
lögreglumennirnir voru spurðir
fyrir dómi. Þykja því ekki fram
komnar öruggar sannanir fyrir
því, að ákærði hafi ekið bíl í
umrætt skipti með áhrifum á-
fengis. En er litið er til áfeng-
ismagnsins í blóði ákærða og
þess framburðar lögreglu-
manna, að ákærði hafi verið,
er liann var stöðvaður í bíl
sínum, þrútinn í andliti,
sljólegur til augna og loð-
mæltur, verður að telja sann-
að, að hann hafi vegna und-
anfarinnar neyzlu áfengis
verið haldinn slíkri þreytu
eða sljóleika, að akstur hans
varði við 3. mgr. 23. gr. laga
nr. 23/1941.
Refsing ákærða þykir sam-
kvæmt 38. gr. laga nr. 23/1941
hæfilega ákveðin í héraðsdómi,
þó svo að vararefsing hans
ákveðst 7 daga varðhald. Ákvæði
héraðsdóms um ökuleyfissvipt-
ingu og málskostnað ber og að
staðfesta“.
Sýningu þeirri sem MÍR hef-
ur. haft á . sovézkum . list-
munum og leikföngum í sain-
um.í Þingholtsstræti 27 er nú
lokið. Fjöldi fólks hefur komið
á sýninguna og hefur verið
mikill á.hvigi .að fá gripina, cnda
er flestum þegar lofað. Þó eru
nokkrir munir eftir, bæði hand-
málaðir hausar sem mesta
hrifningu hafa vakið, útskorin
dýr og nokkur leikföng. Þeir
sem ekki hafa þegar sótt gripi
sína eru beðnir að ná í þá á
morgun, mánudag, kl. 5-7, en
á sama tíma á þriðjudag verða
ósóttar pantanir seldar.
Sigurjón Árni Ólafsson fædd-
ist 29. október 1884 að Hvallátr-
um á Rauðasandi, sonur Ólafs,
síðar bónda í Króki á Rauða-
sandi Jónssonar og konu hans
Guðbjargar Árnadóttur bónda í
Hvallátrum Thoroddsens. Ungur
að árum tók hann að stunda sjó-
inn, fyrst á opnum bátum og
síðar á þilskipum, hóf nám í
Stýrimannaskólanum 1904 og
lauk þar almennu stýrimanna-
prófi að 2 árum liðnum, réðst
þá aftur á skip og gegndi ýmist
háseta- eða stýrimannsstarfi í
siglingum og á fiskveiðum næstu
12 árin, til 1918, og á árun-
um 1918—1919 hafði hann skip-
stjórn á hendi. Síðan stundaði
hann ýmis störf hér í bænum,
'var afgreiðslumaður Alþýðu-
blaðsins 1919—1927, fátækrafull-
trúi 1922—1927 og afgreiðslu-
maður og verkstjóri hjá Skipa-
útgerð ríkisins 1930—1942 auk
fjölmargra trúnaðarstarfa, er á
hann hlóðust í almenningsþarfir
og of langt yrði hér öll upp að
telja. Hér skal þó getið nokkurra
hinna helztu þeirra. Hann var
forseti Alþýðusambands íslands
1940—1942, átti sæti i Félags-
dómi 1938—1944 og í sjó- og
verzlunardómi Reykjavíkur frá
1930 til æviloka, var yfirskoðun-
armaður ríkisreikninganna 1938
—1943 og frá 1947 til dauðadags,
sat í Landsbankanefnd 1936—
1953 og í eftirlitsnefnd með op-
inberum sjóðum fr^. 1934. Hann
átti og sæti í eigi færri en átta
rnilliþinganefndum, er flestar
fjölluðu um ýmsa þætti sigling’a-,
atvinnu- og félagsmája. Þing-
maður Reykvíkinga var hann á
árunum 1928—1931 og' 1934—
1937 og landskjörinn þingmaður
1937—1942 og 1946—1948, sat
'alls á 22 þingum.
kynntist frá blautu barnsbeini af
eigin raun, eins og fyrr segir,
lífi og starfi sjómanna, fyrst sem
undirmaður og síðar yfirmaður,
og hóf snemma brautryðjenda-
starf fyrir bættum kjörum
þeirra og öryggi, bæði með
samningagerðum og íhlutun um
og undirbúningi að lagasetningu
þeim til hagsbóta. Hann gerðist
oddviti stærstu samtaka þeirra,
Sjómannafélags Reykjavíkur, og
gegndi formennsku í því félagi
í meira en 30 ár, 1917.—1918 og
1920—1951, eða þar til hann
baðst undan endurkosningu. Um
þá starfsemi hans farast einum
forustumanna Alþýðúflokksins
og samherja Sigurjóns um langt
skeið svo orð m. a. í minningar-
orðum um hann:
„Mun óhætt að fullyrða, að
það þurfti meira en meðalmann
I til að gegna um svo langt ára-
bil forustu í jafn fjölmennu
stéttarfélagi og Sjómannafélagi
Revkjavíkur, með slíkum eld-
móði, starfsgleði og baráttu-
þrótti, sem einkenndi alla félags-
málastarfsemi Sigurjóns".
Undir þessi ummæli fnunu
þeir almennt taka, sem kynni
höfðu af Sigurjóni Á. Óláfssyni
og störfum hans.
Samfara baráttu fyrir bættum
ltjörum sjómanna var hohúm og
ríkt í huga að auka öryggi þeirra
á sjónum. Auk hlutdeildar að
ýmiskonar lagasetningu í þeim
efnum, var hann einn stofnenda
Slysavarnafélags íslands og átti
sæti í stjórn þess frá byrjun
1928 til dauðadags. Hann var og
einn af aðalhvatamönnum að
stofnun Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna.
Sigurjón Á. Ólafsson var upp-
runninn úr alþýðustétt og vann
henni fyrst og fremst, bæði ut-
an þings og innan, meðan hon-
um entist þrek og heilsa. Með
ötullegri málafylgju, elju og
þautseigju hófst hann til marg-
víslegra forustustarfa í þjóðfé-
laginu og hlífði sér ekki, á
hverju sem gekk. Á Alþingi naut
hann persónulegra vinsælda,
jafnt flokksmanna sem annarra.
Eg vil biðja þingheim að rísa
úr sætum og votta með því
minningu Sigurjóns Á. Ólafs-
sonar virðingu sína.
Fixuiland
M.s. „GOÐAFOSS" fermir vörur til íslands, í
Helsingfors, um 4. nóvember.
H.f. Eimshipaféiag Islands
Vörabífsfiórar
Framhald
rekenda og
af 1. síðu.
íhalds gegn
verka-
lýðshreyfingunni.
ÞKÓTTARFÉLAGAR! Afþakk-
ið í fulltrúakjörinu í dag öll af-
skipti óvikomandi afla af stétt-
armálefnum ykkar! Fylkið ykk-
ur fast um þá menn sem eru á
B-listanum og þið þekkið að
ötulu starfi í þágu samtakanna
fyrr og síðar! Sýnið að hin öfl-
uga vinstri lireyfing nær einnig
til Þróttar og að félagið er ráðið
í að skipa sér í sveit einingar-
aflanna sem berjast fyrir því að
gera Alþýðusambandið aftur að
vígi verkaiýðsins!
Mætið snemma á kjörstað í
dag og vinnið af einhug og
festu að sigri B-listans.
X B.
Ótalið er þó það starf, sem
lengst mun geyma minningu
Sigurjóns Á. Ólafssonar. Hann
■■■■■■■■■■■■
11
' m 1 r •
i Ijgi.-husiim
hefjast áö nýju í kvöld klukkan 9
Hljómsveit Gunnars Ormslev.
Söngvari Jóhann Gestsson
Nýtt fyrirkomuiag í salnum og borö bæöi uppi
og niöri.
Aðgöngumiöar frá klukkan 6.30. — Sími 3355.
Frá íþréttavellinum:
Haustméð me Istaraflokks
í knattspyrnu lieldur áfram í dag:
Kl. 2 keppa KE og Fram.
Dómari: Guðjón Einarsson
*K1. 3 keppa Vaiur og Víkingur.
Dómari: Halldór Sigurðsson.
MÓTANEFNDIN.