Þjóðviljinn - 10.10.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.10.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 10. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Fyrsfa brúin yfir Jangtseflióf Þetta er teikning af fyrirliugaöri brú yfir Jangtsefljótið í Kína, sem hefur verið ó- brúað til þessa. Efst verður bílabrú en járnbrautarbrú undir. Þetta veröur lengsta brú í Austurlöndum, 1180 metra löng. Við árbakkana verður hún á hæð við 20 hœða hús. Brúarsmíðin verður hafin á nœsta ári og á að Ijúka 1957. Þetta verðvr fyrsta stórbrúin í Kína, sem Kínverjar byggja algerlega sjálfir án aðstoðar erlendra sérfrœðinga úr eintómu kínversku bygging %refni. Þegar brúarsmíðinni lýkvx tengjast járnbrautirnar frá Peking í norðri og Kanton í suðri til Hanká í Mið-Kína. Brúin verður því ómetanleg fyrir samgöngur og atvinnulíf Kína. r Ottcsst að hláka á Euðurheim* skauilnu iærl láglendi i kaf Bandaríkjastjórn gerir út þriggja ára leiðangur Ef mikill hluti íshellunnar á Suðurheimskautinu bráðnaði, myndi hækka svo í höfunum að stór láglend- issvæði víða um heim færu á kaf. Nú hefur Bandaríkja- stjórn ákveðið að senda vísindaleiðangur til Suðurskauts landsins, meðal annars til að rannsaka, hvort búast má viö slíku flóði þegar tímar líða. Herferð Kana gegn „mannætum hafs” ¥iða2elgn hemámsliðsms ©g háhyníÍRg- aima lýst í bandarískum felöium Herferö manna ur bandaríska hernámsliðinu á hendur háhyrningunum á síldarmiðunum hefur orðið bandarísk- um blöðum mikið fréttaefni. Eisenhower forseti tilkynnti í síðustu viku í sumarbústað sínum vestúr við Klettafjöll, að undirbúningsleiðangur myndi leggja, af stað í vetur til að búa í haginn fyrir miklu stærri leiðangur, sem starfa mun árin 1957 og 1958. Unairbúnings- leiðangurinn fer á ísbrjótnum Atka og mun ekki koma sér upp neiupi bækistöð á landi. I tilkynningu Eisenhowers segir, að eitt þýðingarmesta erindi vísindamannanna til Suðurskautslandanna sé að ganga úr skugga um það, hvort hætta sé á að hláka á heimsskautasvæðinu valdi því að láglendissvæði fari á kaf „í náinni framtíð.“ Þessi bandaríski leiðangur er þáttur í alþjóða rannsóknar- Kvikmyndir um H. C. Ándersen 2. apríl næsta ár eru liðin 150 ár, síðan danska ævin- týraskáldið H. C. Ander- sen fæddist og kvik- myndafélag danska ríkis- ins, Dansk Kulturfilm, mun í því tilefni gera 2 kvik- myndir. Verður önnur brúðu- kvikmynd, byggð á ævintýrinu um tindátann staðfasta, en hin mun segja frá ævi skáldsins og verður hún skreytt teikn- ingum og málverkum hans og teknir kaflar úr sjálfsævisögu hans. áætlun jarðeðlisfræðinga. Hann mun meðal annars rannsaka segulstorma, norðurljós, geim- geisla og veðurfar. Stöð á heimskautinu. Aðalleiðangurinn mun koma upp þremur rannsóknastöðvum á Suðurskautslandinu. Ætlunin er að hafa eina þeirra á sjálfu heimskautinu, á miðjum meg- inlandsjöklunum meira en 1000 kílómetra frá ströndinni. Þarna eiga þrír menn að hafast við í eitt ár. Fjöll hærri en Everest? Verið er að ganga frá áætl- un um könnun Suðurskauts- landsins úr lofti. Þar eru stór svæði, sem ekkert , mannlegt auga hefur enn litið. Þar eru himinháir fjallgarðar og vís- indamenn telja ekki útilokað að einhverjir tindar þeirra Uppsteitur við þingSEtnmgar- messu Þegar danskir þingmenn voru nýseztir á kirkjubekki í hallar- kirkju Kristjánsborgar í síðustu viku til að hlýða þingsetningar- guðsþjónustu, reis upp maður nokkur, tók sér stöðu fyrir fram- an altarið og fór að lesa upp af skrifuðum blöðum. Voru það ásakanir á hendur dönskum stjórnmálarriönnum fyrir fram- komu þeirra á stríðsárunum. Hörðustu ádrepuna fékk sósíal- demokratinn Alsing Andersen, Framhald á 8. síðu. kunni að vera hærri en Ever- estfjall, hæsti þekktur tindur á hnettinum. Hernaðarleg öðrum þræði. Bandaríski leiðangurinn er öðrum þræði hernaðarlegur, eins og sjá má af því að þjóð- aröryggisráðið, skipað æðstu ráðherrum og herforingjum Bandaríkjanná, veitti honum endanlegt samþyklci. Bandariski flotaforinginn Byrd, sem manna mest hefur unnið að rannsóknum á Suð- urskautslandinu, heldur þvi fram að þar sé að finna ó- grynni verðmætra jarðefna. Að vféu séu þau óaðgengileg, en það verði ekki því til fyrir- stöðu að þau verði nýtt síðar meir, þegar auðunnari námur eru þurrausnar. Stærstu dagblöð Bretlands, sem koma út í yfir fjórum milljónum eintaka hvort, eru farin að gefa út hvort sitt unglingablað. Daily Mirror reið á vaðið með vikublaðinu Junior Mirror og viku síðar kom Junior Ex- press frá blaðahring Beaver- brooks lávarðar. Daily Sketeh selur ekki sitt unglingablað sérstaklega held- ur fylgir það því einu sinni í viku. Búizt er við að News Chronicle sendi sitt á markað- inn innan skamms. Gegn hasarblöðunum. Gífurleg sala hinna illræmdu Verður þeirn tíðrætt um, hví- j líkir bjargvættir íslendinga hermennirnir séu. Plágur hins daglega lífs. Hinu víðlesna fréttatimariti Time segist til dæmis svo frá: „Meðan stjórnskörungar skeggræða og þjóðþing leggja höfuðin í bleyti steðja plágur hins daglega lífs úr öllum átt- um að alþýðu manna. Til dæm- is háhyrningar. Þeir eru grimmar mannætur hafsins, allt að 30 fet á lengd og með tennur eins og byssustingi. Uppáhalds fæða þeirra er sjó- fang (einn veiddist með 14 seli og 13 skjaldbökur í vömbinni) en þeir ráðast líka oft á fiski- báta og net“. Voru að drepast úr leiðindum „I ár gerðu stærstu háhyrn- ingatorfur, sem elztu menn muna, mikinn usla á hafinu í kring um ísland. Þeir eyði- lögðu veiðarfæri fyrir þúsundir dollara og gerðu tugi Islend- inga atvinnulausa af veiðar- færaskorti. I síðustu viku hét íslenzka ríkisstjórnin á Banda- ríkin sér til hjálpar, en þús- undir Bandaríkjamanna hafa aðsetur í einmanalegri A- bandalagsflugstöð á þessari heimskautaeyju. Sjötíu og níu bandarískir hermenn, sem voru að drepast úr leiðindum, tóku boðinu með hrifningu". Afbragð fyrir sambúðina Time birtir frásögn frétta- ritára af viðureigninni við hvalina ög segir þar m.a. : „„Sjórinn litaðist rauður af blóði. Hræðilegt var um að lit- ast á vígvellinum. Ég hef aldr- ei séð neitt þvílíkt“ hasarblaða, sem breiðzt hafa út til Bretlands frá Bandaríkj- unum, sannfærði blaðakóng- ana um að þeir hefðu með öllu vanrækt að leita markaðar fyr- ir vöru sína hjá börnum og unglingum, sem eru orðin læs en ekki farin að fylgjast með fréttum í dagblöðunum. Unglingablöðunum hefur al- mennt verið fagnað í Bretlandi, vegna þess að þau eru mjög frábrugðin hinni blóðidrifnu ofbeldisdýrkun hasarblaðanna. Þau birta fréttir af áhugamál- um unglinga, leiðbeiningar um margskonar tómstundagreinar og myndasögur. Fréttamaðurinn skýrði svo frá, að þetta hefði allt saman verið óskemmtilegt fyrir hval- ina, en afbragð fyrir sambúð Bandaríkjamanna og ísiend- inga“. 8 Gerir útgerðarmenn gjaldþrota New York Times flutti einn- ig frétt af hvaladrápinu. Ekki þótti því ástæða til að vekja athygli lesenda sinna á því að hvalir lifi einkum á sjó- fangi né setja í háhyrningana tennur eins og byssustingi. Hinsvegar segir þar að há- hyrningarnir hafi „næstum verið búnir að stöðva síldveið- arnar við suðvesturströndina" og að netatapið hafi „gert suma útgerðarmenn gjald- þrota á skömmum tíma“. „Kynþokka- í 1 sprengjan“ sækir imi skiinað j Bandaríska kvikmyndaleikkon- an Marilyn Monroe, nefnd „kyn- þokkasprengjan" vegna þess að hún gengur mjaðmabeltis- laus, hefur á- kveðið að sækj a um skilnað ' frá manni sínum, slagboltaleik- aranum. fræga Joe Di Maggio. , , Þau voru gefin Marilyn Monro* saman í janúar síðastliðnum og þá skýrði brúð- urin frá að þau ætluðu að eign- ast sex börn. Kvikmyndafélag Marilyn segir að skilnaðarorsök- in sé „ósamlyndi vegna árekstra milli atvinnu og hjónanna". Hægt að þurrka j útalltlíí Þær kjarnorkusprengjur, sem þegar eru til, mundu nægja til að útrýma mann- kyninu algerlega og þurrka svo að segja allt annað iíf út. Þetta sagði þýzki vís- indamaðurinn dr. Walter Herbst á fundi lækna, eðlis- fræðinga og annarra vísinda manna frá Þýzkalandi, Belg- íu og Bandaríkjunum sem haldinn var í Mainz í síð- ustu viku. Dr. Herbst áætl- aði fjölda kjarnorkusprengja sem nú væru fyrirliggjandi bæði í austri og vestri, 5000. Væru þær allar sprengdar, myndi geislaverkun á jörð- inni verða svo mikil, að hún myndi eyða öllu lífi, sagði haim. i Brezku stórblöðin berjast iii)i yngstu lesendurna JIÍNI0K MIRR0R og JUNI0R EXPRESS skrifað við hæfi bama og unglinga Samkeppni brezku stórblaðanna um lesendurna hefur iöngum verið hörð og nú hefur hún færzt inn á nýtt sviö — baráttu um hylli yngstu lesendanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.