Þjóðviljinn - 10.10.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.10.1954, Blaðsíða 10
30) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 10. október 1954 Stígamaðurinn Eftir Giuseppe Berto v' 21. dagur 7 „Við áttum ekki von á þér hingað í þorpið aftur,“ sagði faðir minn. „Hvers vegna ekki?“ spurði Michele Rende. En svo bætti hann við með háðshreim í röddinni: „Þið getið verið róleg, ég fer bráðum aftur.“ „Hvaða erindi áttu við okkur?“ spurði faðir minn. Móðir mín og Miliella grúfðu sig yfir handavinnu sína. Michele Rende gerði sig ekki líklegan til að svara þessu. Og sjálfur leit ég niður fyrir mig. „Hvers vegna komstu í þetta hús?“ spurði faðir minn hvassari rómi. „Það er afskekkt,“ svaraöi Michele Rende. „Mér er ekki um að fara inn í þorpið.“ „Þú getur farið allra þinna ferða hér,“* sagöi faðir minn. „Lögreglan er farin héðan.“ „Þáð má vel vera,“ sagði Michele Rende eins og hon- um gremdist þrái föður míns. „En samt sem áður er mér ekki um þaö.“ Faöir minn var gramur. „En þér hefur að sjálfsögöu ekki komið til hugar, að mér væri ekki um að fá þig inn í húsiö til mín?“ Ég einblíndi enn fastar á borðplötuna. Faðir minn hafði rétt fyrir sér. Mér þótti þetta leiöinlegt, en engu að síður hafði hann i’étt fyrir sér. Og ég fór að velta því fyrir mér, hvað ég ætti aö gera ef þeir færu að rífast. En Michele Rende svaraði óvenju bljúgur. „Enginn mundi gleöjast yfir því að fá mig inn í hús sitt,“ sagöi hann. „Ég hélt að þið væruð gott fólk.“ „Við erum rólegt fólk,“ sagði faðir minn. „Við þurfum að sinna okkar eigin lífi og okkar eigin starfi. Við viljum ekki komast í kast við lögin“. „Ég skil það,“ sagði Michele Rende. „Ég veit ekki hvað við. getum fyrir þig gert,“ sagði faðir minn. „Hefurðu sloppið úr fangelsinu?“ „Æ, það er löng saga,“ sagði Michele Rende, og þott ekkert svar fælist í þessum orðum fylgdi þeim þögn. Þaö virtist hafa stytt upp úti, því að ekkert regnhljóð heyrðist lengur. Ekkert heyröist nema skröltið 1 vögn- utnðn eem qku eftir þjóðveginum í sífellu. „É'ino‘, sagði faðir mihn. „Það ,er'komírtn háttatími fyrir þig. Og þig líka, Miljella“. Ég átti von á því að hann sendi mig burtu. En við því var ekkert aö gera. „Éigum við ekki að borða kast- aníurnar?‘! spurði.ég. ■ . ; Heimskulegri spurningar hefði ég ekki getaö spurt. „Farðu að hátta,“ sagði faðir minn þungur á brúnina. Miliella var búin að leggja frá sér saumadótið og beið eftir mér. „Góða nótt,“ sagði ég. Móðir mín var hin eina sem svaraði mér. Það var eins og karlmennirnir tækju ekki einu sinni eftir því að ég var að fara. Ekki einu sinni Michele Rende, þótt Iiann heföi átt að vita að við mundum ekki hittast aft- ur. Ég fór út úr herberginu sárgramur. En þeir gátu þó ekki hindrað það að ég sæi þaö sem fram fór. Það voru rifur í milligerðinni milli stigans og eldhússins. Þegar viö komum upp á stigapallinn tókum við af okk- ur skóna eins og við vorum vön. En Milella fór ekki Iengra. „Ætlurðu ekki að fara að hátta?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði hún. ‘ „Farðu að hátta.“ „Nei,“ svaraöi hún. Mig langaði til að slá hana. Saga Michele Rende kom henni ekkert við. „Ef þau komast að því þá er það ég sem fæ skammir,“ sagði ég. „Mig langar líka til aö sjá,“ svaraði hún. Ég varö að sætta mig við að hún kæmi meö mér hálfa leið niður stigann þangaö sem rifurnar voru. Ég ákvað að ná mér niðri á henni daginn eftir. Ég var líka gramur vegna þess aö hún stóð þétt upp við mig og hún titraöi og gegn vilja mínum titraði ég líka. Það var kalt í stiganum. Ég sá Michele Rende greinilega, beint framundan mér, en með sama fálætissvipinn. Faðir minn sat til hliðar við hann og virtist vera að hugsa. Þeir voru ekki enn farnir að tala. Móðir min virtist hafa gengið að eldinum. Stóllinn hennar var auður. Faðir minn tók til máls, einbeittri, rólegri röddu. Það var auðheyrt að hann hafði íhugað málið vel meðan hann þagði. „Hver sá sem kemur inn í hús mitt,“ sagði hann, „fær brauöbita og vínglas og hann er velkominn, svo framarlega sem tilgangur hans er góður. Þú komst hingað, þu hefur fengiö brauð og vín, en ég veit ekki enn hver tilgangur þinn er. Ég get ekki boðið þig vel- kominn.“ „Þetta var ágæt ræða,“ sagði Micheie Rende. „En ég hef sloppiö úr fangelsi.“ „Til hvers komstu í þetta hús?“ spurði faðir minn. „Ég kom til aö fá byssuna þína lánaða,“ svaraði Rende. Andartalc vissi faöir minn ekki hvað hann átti að segja. Hann gat ekki afsakað sig með því að haim ætti ekki byssu. „Ég lána ekki byssur,“ sagði hann. „Jæja, en ég er kominn til að taka hana,“ sagði Michele Rende. Faðir minn þagði lengi. „Ég held þú þurfir ekki á byssunni minni að halda,“ sagði liann. „Geturðu ekki ímyndað þér til hvers ég ætla aö nota hana?“ spurði Michele Rende. „Jú, ég líeld ég skilji það,“ sagði faðir minn. „Mig langar ekki til að drepa hana,“ sagði Michele Rende. „Það væri alltof gott fyrir hana. Það er hagla- byssa sem mig vantar.“ „Hvers vegna ferðu ekki burt, á einhyern annan staö?“ sagði faðir minn. „Þú mátt þakka fyrir að hafa komizt undan, en nú virðistu vera að reyna að koma þér í meiri vandræði. Farðu þangað sem enginn þekkir þig. Það er engin hætta á að þín verði leitað í allri þessari ringulreið sem nú ríkir.“ „Ég bað þig aðeins um byssu,“ sagði Michele Rende. „Ég þarf ekki á heilræðum að halda.“ Smðam @g sanmnia kven- og barnafatnað. Vönduð vinna Skeiðayog 2§, 1. hæð j ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■a Allir verSa aS hjálpa fil ef mamma vinnur i i • Þetta ætti að yísu að liggjá í augum uppi, en samt sem áð- u'r þarf ah taká' það 'fram' oðru hvérju, að fjðlskýldán má ékki láta heimilisstörfin koma nið- ur á húsmóðurinni, þegar hún sýna góðá viðleítni, hefur: góð áhrif. Annars er hætt við’ því að' útivinha koáunnár konii of hart niðuiý á sfjölskyldulífinu, heimilisstörfunum og henni sjálfri. vinnur einnig utan heimilis. Húsmóðir sem vinnur úti verð- ur að fá hjálp við heimilisstörf- in. Hún vinnur utan heimilisins vegna heimilisins — þess vegna verða maður hennar og börn að skilja að öll fjölskyldan verður að vinná'heimilisstörfin sameig- inlega, þannig að allir í fjöl- skyldunni leggi sitt fram til að hjálpa til. Alltaf verður það þó húsmóð- irin sem mest vinnur, en það eitt að hinir í fjölskyldunni -------------------------$ Poltaleppar úr freyði- gúmmí Nýjung eru pottaleppar úr freyðigúmmi. Þeir geta varið hendurnar hita sem er allt að 190 stig á Celsíus. Eftir útlit- inu að dæma virðast þeir mjög einfaldir að ferð, dálítið tau- hylki með freyðigúmmbút inn- aní og ættu því að vera auðtil- búnir. Til tilbreytingar frá glensinu koma hér nokkrir færeyskir málshættir. Gott er at svimja, tá ið ann- ar heldur höfdinum uppi. Enginn fer væl af tí, at annar fer illa. Engin kennir mein í annars bein. Tað hanga ikki allir lyklar við eitt konubelti. Geispi fer millum manna. Ilt er læra gamlan hund uppi sita. Ungur faðir: —• Er það dreng- ur? Hjúkrunarkonan:— Jú, það í miðjunni. Saotnr tasixa Hvérsdagstöskurnar eru alltaf að stækka og verða sjálfsagt bráðum svo stórr.r nð innkaupa töskurnar verða óþarfár. Hér er mynd af nýtízku tösku, stór og rúmgóð. Þetta er góð hvers- dagstaska og ef maður ætlar að verzla komast nokkrir smá- pakkar fyrir í henni. Ef maður á líka innkaupanet hefur maður ekki þörf fyrir venjulega inn- kaupatosku. Én skilyrði er auðvitað ’það að taskan sé úr efni sém þolir alls konar veð- ur. PYLSUB HULÐAB I KART- ÖFLUM. Ilrærðar kartöflur: 750 gr. kartöflur 1 dl. mjólk 50 gr. smjörl. salt, pipar, sykur 8 stk. vínarpylsur brauðmylsna 75 gr. smjörlíki.' Kartöflurnar soðnar, flysjaðar og pressaðar í gegnum kart- öflupressu. Smjörlíkið hrætt, kartöflurnar hrærðar út í bynnt út með mjólkinni. Salt, nipar og sykur látið í eftir smekk. — Pylsurnar soðnar í hiemmlausum pntti í 5 mín. þá springa þær síður. Brauðmylsna sett á borðið, þar ofaná ein vcl full matskeið af hrærðum kartöflum, og eru þær flattar það mikið út að þiær hylji þk vínarpylsu. Vínarpylsan lögð ofan á kartöflurnar og þeim síðan vafið utan um. Brauð- mylsnan festist utan á kart- öflunum og varnar því að þær festist við borðið. Þetta er síð- an steikt í heitri feiti á pönnu. Ágætur réttur til kvöldverðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.