Þjóðviljinn - 12.10.1954, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 12.10.1954, Qupperneq 1
 Þriðjutlagur 12. október 1954 — 19. árgangur — 231. tölublað Kosningar á AlþýSusambandsþing um helgina: Urslifrin ©inkennast af þungri sókn ^armanna um land allf Affturhaldið Éapaði fulltriiuin Félags kjötíðiBaðarmaitiiít «g Ægis í V.-IIúu. og beið ósigur viö allslierjaratkvæúa- greiúslu í Vélstjórafélagi Vestiiiaunaeyja Sjálfkjörið í Verkalýðsfé- lagi Vestmannaeyj a Kosningar fulltrúa til 24. þings Alþýðusambands íslands fóru víða fram um síðustu helgi. Hér í Rvík var kosið í sjö sambandsfélögum og unnu eining- armenn fulltrúakjörið í fimm þeirra en afturhaldið í tveimur. Afturhaldið beið nú ósigur í Félagi ís- lenzkra kjötiðnaðarmanna og tapaði einnig fulltrúa Verkamannafélagsins Ægis í V-Húnavatnssýslu. Harðasta kosningin mun hafa verið í Vélstjórafélagi Vestmannaeyja, þar sem einingarmenn unnu með 60 atkv. en afturhaldið fékk 58. Féll þar einn af stjórnarmeðlimum Alþýðusambandsins, Páll Schev- ing, formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja. Algjör eining náðist í Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja og varð listi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs sjálfkjörinn. Yfirleitt má segja að úrslit fuíltrúakjörsins, um lielgina einkennist af þeirri þungu og öruggu sókn. einingarstefnunn- ar sem sett hefur svipmót sitt á Alþýðusambandskosningarn- ar fram að þessu. Eftir er að kjósa í allt að lielmingi sam- bandsfélaganna og er þess að vænta að einingarmenn og aðr- ir vinstri sinnaðir verkamenn um allt Iand linni ekki sókninni fyrr en kosningum er allstað- ar lokið og endanlegur sigur unninn. Hér fara á eftir úrslit í þeim félögum sem Þjóðviljinn hafði í gærkvöld spurnir af að kosið hefðu um helgina: Félag ísl. kjötiðnaðarmanna kaus á fundi s.l. sunnudag. Að- aifulltrúi var kjörinn frambjóð- andi einingarmanna Arnþór Ein arsson með 10 atkv. en full- trúaefni íhaldsins hlaut sjö. Varafulltrúi var kjörinn Jens Klein. Þetta félag kaus síðast fulltrúaefni afturhaldsins og er hér því um nýjan sigur að ræða. Streinafélag pipn- lagningamaniia I Sveinafélagi pípulagninga- manna í Reykjavík fór fram kosning á félagsfundi s.l. sunnu dag. Kjörinn var frambjóðandi einingarmanna Rafn Kristjáns- son með 22 atkv. gegn 2. Vara- fulltrúi var kosinn Magnús Tómasson, og varð hann sjálf- kjörinn. Málarafélag Reykjavíkur Málarafélag Reykjavíkur kaus á fundi s.l. sunnudag. Kjörinn var formaður félagsins Krist- ján Guðlaugsson með 15 atkv. en frambjóðandi aftui’haldsins Þorsteinn B. Jónsson fékk 4 atkv. Varafulltrúi var kosinn Guðbjörn Ingvarsson með 10:5 atkvæðum. Sveinafélag netagerðarmanna kaus á fundi s.l. sunnudag. Að alfulltrúi var kjörin Halldóra Ó. Guðmundsdóttir, form. fél. og varafulltrúi Bryndís Sig- urðardóttir. Verkalýðsfélagið Vörn,Bíldudal Verkalýðsfélagið Vörn á Bíldu- dal kaus á fundi s.l. sunnudag. Aðalfulltrúi var k.iörinn vara- formaður félagsins, Ingimar Júiíusson og til vara Ólafur Bjarnason, formaður þess. Vélsfjórafélag fsafjarðar Kosið var á fundi s.l. sunnu- dag. Aðalfulltrúi var kosinn formaður félagsins, Kristinn D. Guðmundsson með 19 atkv. en fulltrúaefni íhaldsins Björn Guðmundsson slökkviliðsstjóri fékk 8 atkv. Varafulltrúi var kjörinn Jón Egilsson. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja Frestur til framboðs í Verka- lýðsfélagi Vestmannaeyja var út- runninn kl. 6 í gær. Aðeins einu listi koma fram, frá stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins og varð hann því sjálfkjörinn. Full- trúar félagsins eru Sigurjón V. Guðmundsson, Pétur Guðjónsson .og Karl Guðjónsson. Er þessi samkomulagslisti verkamanna í Eyjum glöggt dæmi um hve ósk- irnar um samstarf og stéttarein- ingu eiga sér nú sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni. ja Allsherjaratkvæð^greiðsla fór fram um fulltrúakjörið í Vél- stjórafélagi Vestmannaeyja og stóð hún yfir á laugardag og sunnudag. Var mikill fyrir- gangur í íhaldinu og skyldi ekk ert til sparað að vinna kosn- inguna og koma Páli Scheving, formanni Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum og stjórnarmeðlim Al- þýðusambandsstjórnar á sam- bandsþingið. Úrslitin urðu samt þau að Páll féll. Hlaut listi einingarmanna 60 atkvæði en íhaldslistinn 58. Fulltrúi félags- ins er Friðþór Guðlaugsson. Verkamannafél. Ægir, V-Hún. Verkamannafélagið Ægir, Þverárhreppi, Vestur-Húna- vatnssýslu kaus fulltrúa siifn s.l. sunnudag. Kosinn var fram- bjóðandi einingarmanna Björn Sigvaldason, Bjarghúsum. Á síðustu tveim sambandsþingum var fulltrúi þessa félags úr liði afturhaldsins. Verkakvennafélagið Fram- sókn kaus á fundi í Alþýðuhús- inu á sunnudaginn. Höfðu hægrikratar mikinn viðbúnað og tóku að smala húsmæðrum, sem eru í miklum meirihluta innan félagsins, í bílum strax kl. 2 þótt fundur ætti ekki a5 byrja fyrr en kl. 3. Varð fund- urinn því óvenjulega fjölsóttur, Strax í fundarbyrjun úrskurð- aði fundarstjórinn, Jóna Guð- jónsdóttir, að notuð skyldi ,,Sjómannafélagsaðferðin“ við kosninguna, þ. e. þær sem kysu uppástungulista stjórnarinnar gætu krossað á venjulegan hátt en þær sem kysu aðrar uppá- stungur yrðu að skrifa öll nöfra aðalfulltrúa og varafulltr.úa;, 24 að tölu, inn á kjörseðlinn. Má nærri geta hver aðstaða hefur verið til slíks í þrengsl- unum á fundinum enda úrskurð urinn felldur til að mismuna starfandi verkakonum og gera þeim kosninguna sem erfiðasta., Úrslitin urðu þau að frambjóð- endur stjórnarinnar voru kjörn ir með 175 atkv. en fulltrúa- efni starfandi verkakvenna hlutu 46 atkvæði. Verkamannafélag Glæsibæfarhr. Verkamannafélag Glæsibæjar- hrepps kaus fulltrúa sinn á þing Alþýðusambandsins á sunnudag- inn. Formaður félagsins, Árni Jóns- son, var einróma kosinn. Vara- fulltrúi var kosinn Jónas Jónsson. Gerðahrepps Þar fór fram kosning á fundi s.l. sunnudag. Aðalfulltrúi var kjörinn Páll Sigurðsson og til vara Eggert Jónsson. Framboðsfrestur var útrunn- inn í Bílstjórafélagi Akureyrar í fyrrakvöld. Kom aðeins frana einn listi, skipaður í samræmí við áður gert samkomulag sós- íalista og Alþýðuflokksmanna í verkalýðsfélögunum á Akur- eyri. Aðalfulltrúar eru: Jón Rögnvaldsson, formaður félags- ins, og Höskuldur Helgason, Varafulltrúar: Bjarni Kristins- son og Garðar Svanlaugsson. Framhald á 12. síðu. Féstra ' Stéttarfélagið Fóstra kaus á fundi í gærkvöld. Aðalfulltrúi var kjörin Þórunn Einarsdóttir með 14 atkv. gegn 2. Varafulltrúi er Hólmfriður Jónsdóttir. Iíalldór Kiljan Laxness, Lárus Pálsson og leikendur hylltir í lok frumsýningar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.