Þjóðviljinn - 12.10.1954, Síða 4
'é) — ÞJQÐVILJINN — þriðjudagur 12. október 1&54
Stalin-Allee.
í Bálgecofi er byggt oi kcsppi
Tíðindamaður Þjóðviljans
11 i fyrir nokkru tal við tvo
„nga menn, þá Guðmund Hall-
-.rimsson málmsteypumann og
Þórð Gíslason, sem er starfs-
inaður við Sundlaugarnar, en
þeir komu frá Búlgaríu fyrir
ekki alllöngu og höfðu þá
dvalizt þar um þriggja vikna
skeið á vegum íslenzku alþjóða-
samvinnunefndarinnar.
— Eruð þið ekki fyrstu ís-
lendingarnir sem hafið farið
íil Búlgaríu eftir stríðið?
— Nei, ekki er svo, ég held
ég muni eftir einum, segir
Þórður. En nafnið man ég ekki
2 svipinn.
— Hvernig stóð á, að þið
íóruð til Búlgaríu?
Nú verður Guðmundur fyrir
svörum og segir: — Búlgarska Ferðalangarnir iitast um í Berlín. Á milli þeirra er þýzki túlk-
æskulýðssambandið, sem kennt urinn, se;n reyndist þeim hin mesta hjálparhella. I baksýn er
er við Dimitroff bauð allmörg-
um útlendingum til 3ja vikna
dvalar í Búlgaríu í tilefni af
tíu ára afmælis búlgarska al-
býðulýðveldisins.
— Hefurðu nokkurn tíma
farið utan áður, Guðmundur?
— Nei, en félagi minn Þórð-
ur fór eitt sinn um V-Evrópu á
hjóli og hann er því talsvert
íeyndur ferðamaður.
— Og hvenær lögðuð þið svo
af stað héðan?
— Við lögðum af stað 14.
ágúst til Kaupmannahafnar
joftleiðis, en þar slógust nokkr-
jr Danir og Norðmenn í föi
:tneð okkur. Svo var farið með
ferju til Warnemiinde og lest
þaðan til Beriínar.
— Dvöldust þið lengi í
Berlín?
— Þar vorum við tvo daga
'um kyrrt og okkur .leið prýði-
lega, segir Þórður.
— Hvað fannst ykkur merki-
legast þar?
— Nýbyggingarnar við Stal-
in-Allee. Þýzka æskulýðssam-
bandið, Frjáls þýzk æska, sem
íók á móti okkúr, fékk okkur
túlk til umráða. Hann sýndi
okkur eins mikið og tími vannst
íil.
— Fóruð þið landleiðis frá
Berlín suður til Búlgaríu?
— Við fórum með lest gegn-
um Þýzkaland, Tékkóslóvakíu,
Ungverjaland og Kúmeníu.
— Var nokkuð stanzað að
ráði á leiðinni?
— Ekki get ég kallað það,
segir Þórður. Við stönzuðum
eitthvað hálfan dag í Prag og
aitthvað
Búkarest
tvo tíma.
álíka í
vorum
Búdanest. í
við eitthvað
— Hvar dvöldust þið Þórður
í Búlgaríu?
Guðmundur verður fyrir
svörum: —- Við dvöldumst á
hvíldarheimili, sem 'ér suður í
Rhodopi-fjöllum um 100 km frá
grísku landamærunum.
— Hvenær var þetta hvíldar-
heimili reist?
-— Eftir stríðið, en þá lét
búlgarska stjórnin reisa fjöl-
mörg slík heimili fyrir verka-
menn. Við sáum nokkur slík
sem voru í nágrenninu. Annars
var ekki búið að byggja þetta
hvildarheimili að fullu. Til
dasmis sáum við stóia byggingu
í smiðum sem átti að verða
íþróttahús.. Einnig átti að búa
til sundlaug þarna.
— Ilvað dvöldust margir
þai na meðan þið voruð þar,
Þórður?
— Við vorum um 130 saman
og úr flestum hlutum þeims.
Þarna veru Kóreubúar, Austur-
ríkismenn, Kínverjar og Banda-
ríkjamenn auk Norðurlandabú-
anna. Alls vorum við af tólf
þjóðernum.
— Hvernig eydduð þið deg-^.
inum?
— Flestir fóru á fætur svona
um átíaleytið og fengu sér bita.
Síðan röltum við um nágrenn-
ið og skoðuðum okkur um.
Khikkan eitt var etinn hádeg-
isverður og hvílt sig á eftir.
Seinnihluta dags fórum við í
tennis og svo var haldið skák-
mót. Á kvöldin var dansað og
farið í leiki.
— Hvernig var maturinn,
Guðmundur? Var hann nú ekki
í minna lagi?
— Hann var nógur, svarar
Guðmundur, oftast þetta þrí-
og fjórréttað i hádeginu, og
ekki var kvöldverðurinn verr
útilátinn. Eg hef hvergi séð
önnur eins kynstur af mat, og
góður var hann, því að ég
þyngdist um 3 kg. í ferðinni.
— Ferðuðust þið nokkuð?
—- Eg held nú það, svarar
Þórður. Við komum á sam-
yrkjubú og í niðursuðuverk-
smiðju. Það heitir Plodiv þar
sem samyrkjubúið er.
— Hvernig leizt ykkur á?
—• Þetta samyrkjubú var
stofnað rétt eftir stríðið. Þá
voru 92 fjölskyldur í því en
eru nú um 1400.
— Hvað ræktuðu þeir helzt
þarna og höfðu þeir nokkrar
vélar?
— í stríðslok var landbúnað-
urinn enn á miðaldastigi. Allt
r^ktanlegt land var í höndum
fámennrar stórjarðeigendaklíku.
Ekki þekktist annað en tréplóg-
ur. Þannig er víða enn, en
stjórnin leggur aljt kapp á að
vélvæða landbúnaðinn. Á þessu
F-amhald á 11. síðu
Hvers vegna ekki stúlkurnar
á Kleppi ?
Það nýtt hefur borið til tíð-
inda í málum starfsstúlkna á
spítölum, að á Landspítalanum
hefur verið hengt upp plagg
frá ráðamönnum Landsspítal-
anna. — Samkvæmt þessu
plaggi er starfsfólki á Land-
spítalanum gefinn kostur á að
fá mánaðar fæðiskort, sem
gilda fyrir morgunverð, hádeg-
isverð og eftirmiðdagskaffi. En
fæðiskort þessi verða, eins og
segir í plagg'inu „tvenns kon-
ar: Annarsvegar kort, sem gilda
alla virka daga mánaðarins
(vinnudaga), er kosta kr. 290.00
fyrir konur og kr. 345.00 fyrir
karla. Hins veg'ar kort sem
g'ilda alla daga mánaðarins, er
kosta kr. 350.00 fyrir konur og
kr. 418.00 fyrir karla“.
Þessi kort skulu borgast fyr-
irfram og eru tölusettir reitir,
sem framvísast þegar borðað
er. — Hafi starfsmaður ekki
aðstæður til að neyta máltíðar
(til dæmis sakir veikinda eða
fjarveru) er fyrirframgreiðslan
að þessu leyti tapaður pening-
ur, því þennan miða eða reit
er ekki hægt að nota í næsta
mánuði eða nokkurn tíma síðar.
Kort þessi eru vissulega ó-
dýrari en þeir fæðismiðar, sem
við höfum haft til þessa og
höfum enn. — En nú spyrjum
við starfsstúlkur: Hver er á-
stæðan fyrir þessari lækkun?
Eru forráðamenn spítalans
virkilega að lækka fæðið, sem
þeir fyrir tveim árum þóttust
þurfa að hækka um 100 krón-
ur á mánuði, en stúlkur gátu
þá hindrað með samtökum,
eins og muna má. — Eða eru
þeir enn einu sinni að reyna
að fá okkur til að sleppa því
frjálsa vali, sem við höfum
haft á Landspítalanum um það
hvort og að hve miklu leyti
við keyptum fæði af vinnu-
kaupandanum?
Eg héld, að aíltaf sé að koma
betur í ljós það sem við stúlk-
ur héldum frarn, að það fyrir-
komulag um fæðissölu sem gilt
hefur á Landspitalanum sé það
hagkvæmasta og bezta, sem
stúlkur geta fengið og sem ég
og fleiri stúlkur vildum fá fram
á Kleppi. En það var ekki ann-
að en framkvæmd á gildandi
kjarasamningi félagsins, þótt
hins vegar tækist ekki að ná
því fram ú Kleppi vegna mót-
stöðu meirihluta félagsstjórnar
okkar og ofríkis Alþýðusam-
bandsstjórnar. Ekki þó meira
um það nú.
Eg held að kostir þess að
stúlkur hafi frjálst val um það
hvort og að hve miklu leyti
þær kaupa fæði lijá spítölun-
um séu nú orðnir svo augljós-
ir, að stúlkur geti verið ein-
huga um það að glata ekki
þeirri aðstöðu sinni, — eða læt-
ur nokkur sér detta í hug að
verið væri að lækka fæðisverð-
ið á Landspítalanum nú um
15%, ef við værum í skyldu-
fæði? Auðvitað er þetta af því
að við höfum frjálsa valið og
þurfum því ekki að láta okra
á okkur.
En hvað um stúlkurnar á
Kleppi? Fram á þennan dag
hafa þær verið að reyna að fá
fram þann samningsbundna
rétt sinn að þurfa ekki að
kaupa aðrar máltíðir en þær,
sem falla inn í vinnutíma
þeirra, en hafa samt orðið að
sætta sig við að fá aðeins frá-
drátt á fæði fyrir frídaga. —
Yfir þessu hafa stúlkur á
Kleppi kvartað og kært, eins
og kunnugt er, en ekki fengið
leiðréttingu mála sinna.
En færi nú ekki vel á því,
að úr því verið er að gera
stúlkum á Landspitalanum
lækkunartilboð á fæði, að farið
yrði að halda samninga á
stúlkunum á Kleppi og orðið
Frar--hald á 11. síðu.
Þessa mynd tók Þórður af hvíldarheimilinu þar, sem þeir Guð-
mundur dvöidust.
Yndisleg ballettmvnd —
hattar — Jaínrétti
ÞEGAR rússneska ballettpar-
ið sýndi hér í haust fengu
færri en vildu að sjá það og
fjöldi manns sat eftir með
sárt ennið. En nú gefst ball-
ettunnendum kostur á að sjá
yndislega ballettmynd í Nýja
bíói, þár sem sýndir eru 'þiætt-
ir úr þrem ballettum. Sjálf
Galina Ulanova er einn aðal-
dansarinn í myndinni og ætti
það eitt að nægja til að laða
áhorfendur að. Og svo mikið
er víst að það er eins og
maður sé í öðrum heimi með-
an maður horfir á þessa mynd
og enginn dans- eða tónlistar-
unnandi ætti að láta hana
fara framhjá sér.
~fc
EN SKELFING eru þau ann-
ars óþörf og leiðinleg þessi
hlé á níusýningum. Venjulega
er sýning myndarinnar stöðv-
uð þegar verst gegnir, eitt-
Hlé til ills eins
karla og kvenna
Bíó-
hvao sériega spennaudi eða ó-
venju fallegt að gerast á
inu. Og fólkið rýkur hvað yfir
annað og þyrpist fram í gang-
ana til að fá sér að reykja,
fara á VS-ið til þess að gera
eitthvað eða kaupa gott í
poka með þeim afleiðingum að
mikið bréfaskrjáf upphefst í
sýningarsalnum eftir hlé. Og
svo tekur það sinn tíma fyrir
allt þetta fólk að komast í
sætin aftur og oft er stór
hluti af sýningargestum að
tínast inn eftir að myndin er
byrjuð aftur. Ég held að þessi
hlé séu yfirleitt mjög óvinsæl,
því að flestir vilja heldur að
myndin sé sýnd í einu lagi
og henni ljúki 10 mínútum
fyrr, svo að hægt sér að fá-
sér kaffisopa á eftir. Og það
er engum vorkunn að sitja í
tvo klukkutíma án þess að fá
sér reyk.
OG ENN eitt er það í sam-
bandi við bíósýningar som
gert hefur mörgum gramt í
geði, en þáð eru hattar kven-
fólksins. Það er ótrúlegt hvað
ein fjöður á kvenhatti getur
látið mikið illt af sér leiða,
hún getur orðið til þess að
maður þarf að sitja, á ská og
skjön og teygja hálsinn fram-
hjá fjöðrinni. Oft hefur mig
sárlangað að biðja frúna fyrir
framan mig að gera svo vel
að taka ofan hattinn en allt-
af heykzt á því, enda finnst
sumum fullorðnum konum
sem þær séu ógreiddar er þær
eru hattlausar. En þegar þær
setja á sig hattana fyrir bíó-
ferð, ættu þær að reyna að
muna eftir fólkinu á bekknum
fyrir aftan. Það hefur borgað
sig inn til að horfa á kvik-
mynd en ekki hattfjöður eða
feykilega slaufu sem bygir
útsýnið. Hvernig er með jafn-
rétti karla og kvenna í þessu
sa.mbandi? Karlarnir halda á
hattinum meðan á sýningum
stendur, en kvenfólkið trónar
með höfuðfatið án þess að
blaka auga. Annars ætti að
framleiða sérstaka bíóhatta,
sem væru flatir og fyrirferð-
arlausir og trufluðu ekki út-
sýni fyrir neinum á bakvið
sig.